Morgunblaðið - 12.04.1981, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981
Pólýfónkórinn flytur Jóhannesarpassíu Bachs:
}}Þegar að hljóm-
leikum kemur er
allt erfiði gleymt
og ekkert nema
ánægjan eftir44
Litið inn á æfingu hjá Pólýfónkórnum
og rætt við nokkra kórfélaga
„Bach er alltaf Bach,“ sagði
ung stúlka í Pólýfónkórnum i
samtali við blaðamann MurKun-
hlaðsins er hann var staddur á
a'finjiu hjá Pólyfónkórnum sl.
fostudaiískvold. Beethuven sajfði
um Bach að hann hefði átt að
heita Meer en ekki Bach — sjór
en ekki lækur, eins ug þessi
nafnurð letftfjast út á þýzku.
Þessi urð Beethuvens lýsa verk-
um Bachs betur en nokkur önn-
ur, þvi þau eru sá fjársjóður sem
tónlistarmenn marjfra kynslóða
hafa jfenjfið í ojí við erum ennþá
að ausa af. En sjálfur varð Bach
ekki fræjfur fyrir tónsmíðar sín-
ar meðan hann lifði on það liðu
reyndar um 100 ár frá því að
hann lést uff þar til þær urðu
almennt kunnar.
Pólýfónkórinn æfir nú Jóhann-
esarpassíu Bachs undir stjórn
Ingólfs Guðbrandssonar og verður
verkið flutt á föstudaginn langa
kl. 14:00 í Háskólabíói. Passían
var frumflutt undir stjórn höf-
undarins sjálfs á föstudaginn
langa árið 1723 en síðar gerði
hann á því nokkrar breytingar.
Uppistaða textans er guðspjall
Jóhannesar, 18. og 19. kapítuli,
með tveim innskotum úr Matthe-
usarguðspjalli en einsöngstextar
eru að mestu byggðir á píslarljóði
eftir Barthold Heinrich Brockes.
Ásamt Pólýfónkórnum og
hljómsveit undir stjórn Rutar
Ingólfsdóttur koma fram á tón-
leikunum einsöngvararnir Elísa-
bet Erlingsdóttir, sópran; Hjálm-
ar Kjartansson, sem syngur hlut-
verk Pilatusar, Jón Þorsteinsson
tenór, sem syngur hlutverk guð-
spjallamannsins og tenór-aríur,
Kristinn Sigmundsson, sem syng-
ur bassa-aríur Anne Wilkens, sem
syngur allt-aríur og Graham Titus
barítonsöngvari, sem syngur hlut-
verk Krists. Konsertmeistari er
Rut Ingólfsdóttir.
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við fjóra félaga í Pólýfón-
kórnum og var umræðuefnið að
sjálfsögðu Jóhannesarpassían, æf-
ingarnar og væntanlegir tón-
leikar.
Hilmar Ágústsson
„Þetta er þriðji veturinn sem ég
syng með Pólýfónkórnum," sagði
Hilmar Ágústsson, sem syngur
tenór. „Það má segja að þetta sé
bæði gefandi starf og hvetjandi.
Þetta er mikil vinna, og mikið af
þessari vinnu er ekki beint
skemmtileg en þegar verkið fer að
taka á sig endanlega mynd koma
laun erfiðisins.
Það er út af fyrir sig mikið
tónlistarlegt uppeldi að vera hér í
kórnum og það er alveg furðulega
mikið sem stjórnandanum tekst
að kenna í sönglist á þessum
sameiginlegu æfingum með kórn-
um. Það er að vísu skilyrði að
menn séu læsir á nótur og séu
tónvísir til að komast inn í hann
en það er fyrst þegar maður
byrjar að syngja með kórnum sem
hinn eiginlegi lærdómur hefst.
Að jafnaði er æft tvisvar í viku
en svo fjölgar æfingum þegar
líður að konsert — síðustu tvær
vikurnar æfum við flesta daga
vikunnar."
Hvernig finnst þér æfingar á
Jóhannesarpassíunni hafa gengið?
„Það hefur gengið svipað og með
önnur verk sem við höfum æft —
hægt og bítandi en alltaf fikrast í
áttina. Ég hef reyndar ekki neinn
samanburð en mér finnst Ingólfur
túlka þetta verk ákaflega vel. Ég
hef því enga ástæðu til að ætla
annað en að utkoman verði góð.“
Ásdís Gísladóttir
„Ég vonast til að passían muni
koma vel út í flutningi Pólýfón-
kórsins að þessu sinni — Bach er
alltaf erfiður, það er mikið að
gerast í verkum hans og vanda-
samt að ná tökum á þeim — en ég
er bjartsýn á að þetta takist vel
hjá okkur,“ sagði Ásdís Gísladótt-
ir sem syngur sópran í kórnum.
„Ég hef verið í Pólýfónkórnum í
9 ár og söng með honum þegar
hann flutti Jóhannesarpassiuna
1974. Ég held að flutningur kórs-
ins á verkinu núna verði ekki síðri
en þá.
Ég hef lært mikið á því að
syngja með Pólýfónkórnum og
maður kynnist ýmsu í gegnum
það. Reyndar stunda ég söngnám í
Tónlistarskóla Kópavogs hjá
Elísabetu Erlingsdóttur en hún
sér um að raddþjálfa sópranhqp-
inn hér í kórnum, við erum alltaf í
raddþjálfun einu sinni i viku fyrir
utan sameiginlegu æfingarnar.
Það er búinn að fara ansi mikill
tími til æfinga á þessu verki núna.
Ingólfur lætur kórinn aldrei kom-
ast upp með að syngja illa — hann
stöðvar heldur flutninginn og læt-
ur okkur byrja aftur og aftur þar
til kórinn hefur náð góðum hljómi.
Hann er afar fær stjórnandi og
Hilmir Ágústsson
•’úþíviuérluii a æfiiigu i >vivu
skóla sl. föstudagskvöld.
Ljósm. Emilía.
mér hefur alltaf fundist að honum
gengi mjög vel að túlka verk
Bachs."
Ingólfur Guðbrandsson, stjórnandi Pólýfónkórsins.
Ragnar Pálsson
„Ég held að flutningur kórsins á
Jóhannesarpassíunni muni heppn-
ast ákaflega vel,“ sagði Ragnar
Pálsson sem syngur bassa. „Það
náðist mikill árangur strax í
haust, þegar Evgenia Ratti kom
hingað frá Ítalíu og stjornaði
raddæfingum kórsins um tíma —
þá náðist sérstaklega góður
hljómur og Ingólfur hefur unnið
mikið að því að viðhalda þessum
árangri. Mesta vinnan við æfingu
svona verks liggur e.t.v. i því að
halda uppi þessum hljóm, þannig
að hvergi slakni á í gegnum allt
verkið.
Nei, það veldur manni alls ekki
leiða að syngja þetta svona oft.
Þegar maður er virkilega kominn
upp á lag með að syngja sitt
hlutverk í svona verki þá verður
maður ekki svo gott leiður á því.
Tónverk eins og Jóhannesarpassí-
an eru líka það margbrotin og stór
í sniðum að það er erfitt að hugsa
sér að nokkur geti orðið leiður á
þeim eins og t.d. dægurlagi."
Hvað liggur að baki vel heppn-
aðs flutnings á svona verki?
„Ætli það séu ekki miklar æf-
ingar fyrst og fremst. Aðalatriðið
er að hver og einn kórfélagi breyti
eftir því sem stjórnandinn segir á
æfingum hverju sinni — því það
er að sjálfsögðu mikið undir
stjórnandanum komið hver hin
endanlega útkoma verður. Ingólf-
ur er afskaplega duglegur og
áhugasamur — hann gerir líka
miklar kröfur til kórsins, sem er
auðvitað nauðsynlegt eigi góður
árangur að nást.“
Hvað ert þú búinn að syngja
lengi með Pólýfónkórnum?
„Það er um eitt og hálft ár. Ég
var í tónlistarnámi um sjö ára
skeið en hætti því, ég hafði ekki
tíma til að sinna því. En ég vildi
ekki leggja tónlistina alveg á
hilluna og gekk því í Pólýfónkór-
inn — ég er líka þeirrar trúar að
tónlist sé ákaflega holl fyrir
mann. Ég sé alls ekki eftir þeim
tíma sem í þetta fer og ætla mér
ekki að hætta í náinni framtíð.
Að lokum vildi ég hvetja alla
sem lesa þessi viðtöl til að koma á
tonleikana á föstudaginn og hlýða
á þetta einstaka verk sem Jóhann-
esarpassían er.“
María Ammendrup
„Ég er ekki búin að vera í
Pólýfónkórnum nema síðan í
haust, þannig að Jóhannesarpassí-
an er fyrsta verkið sem ég syng
með kórnum," sagði María
Ammendrup. „Hvers vegna ég
byrjaði? Ég fékk bara svona
skemmtilega hugdettu, mig hafði
lengi langað til að syngja í kór, en
bara ekki drifið mig í það fyrr. Ég
hef lítið sem ekkert fengist við
tónlistarnám, — hef svona aðeins
verið að dútla við hljóðfæri en
ekkert meira en það.“
Hvernig, finnst þér Jóhannes-
arpassían koma út hjá kórnum?
„Það er hægt að túlka svona
verk á margvíslegan hátt og mér
finnst það koma mjög vel út hjá
Ingólfi. Það hefur líka verið mikið
verk að æfa þetta og verið æft
stíft að undanförnu — maður þarf