Morgunblaðið - 12.04.1981, Page 23

Morgunblaðið - 12.04.1981, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 23 að láta allt annað sitja á hakan- aum, en ég sé samt alls ekki eftir þeim tíma sem í þetta fer. Það reynir mikið á hvern og einn kórfélaga — það hefur voðalega vond áhrif þegar einhverjum í kórnum tekst ekki nógu vel upp. En við erum að sigrast á slíkum erfiðleikum núna og þetta er allt að smella saman. Ingólfur er mjög kröfuharður stjórnandi og hjá honum verður allt að vera fullkomið. Þannig getur kórinn fest á einum stað í verkinu í nokkra klukkutíma ef illa gengur, því hann lætur okkur ekki halda áfram fyrr en hann er orðinn ánægður. En maður fær auðvitað miklu meira út úr því að syngja fyrir bragðið — heldur en ef allt væri látið slarka." Nú er Jóhannesarpassían um tveggja og hálfrar stundar löng — er ekki erfitt að syngja svona langt verk? „Það er að sjálfsögðu erfitt. En það er nú þannig með söng að manni gengur alltaf verst að komast af stað. Það verður léttara og skemmtilegra að syngja eftir því sem sungið er lengur og maður vill helzt halda áfram að syngja sem lengst." íris Erlingsdóttir „Ég hef eiginlega ekki sungið með kórnum nema í vetur — söng að vísu með honum í stuttan tíma í hittifyrra," sagði íris Erlings- dóttir, sem syngur sópran. „Ég held að þetta verk muni koma vel út hjá okkur — það tekur auðvitað sinn tíma að æfa svona verk upp og gengur ekki alltaf jafn vel — en þetta er allt að koma saman núna og árangurinn af öllu erfiðinu að koma í ljós. Bach er alltaf Bach og Jóhann- esarpassían er svo sannarlega hans verk — Ingólfur hefur mjög góð tök á tónlist Bachs og hann er kröfuharður stjórnandi, sem hættir ekki fyrr en söngurinn er orðinn nákvæmlega eins og hann vill hafa hann. Þess vegna trúi ég ekki öðru en útkoman verði góð.“ Hvers vegna byrjaðir þu í Pólý- fónkórnum? „Ja, þetta er eiginlega í ættinni og svo hef ég alltaf haft gaman af tónlist. Faðir minn er óperusöngv- ari, Erlingur Vigfússon, og sjálf er ég í söngnámi hjá Elísabetu Erl- ingsdóttur, hún starfar hér við kórinn og það var eiginlega hún sem kom mér í hann." Hvað hefur verið erfiðast í æfingum á Jóhannesarpassíunni? „Það er dálítið erfitt að svara þessari spurningu. En ef til vill er verst að ná þessum rytma sem gengur í gegnum allt verkið, að hann sé allur í samræmi — og svo er auðvitað alltaf mikið vandamál að ná rétta hljóminum. Annars skipta fyrirhöfn og erfiði minnstu máli í þessu sambandi, — þegar að hljómleikum kemur er allt erfiðið gleymt og ekkert nema ánægjan eftir." Viö erum ekki aö auglýsa fatnaö til sölu, heldur vekja athygli á því aö starfsfólkiö er komiö í sérhönnuö hugguleg afgreiöslu- föt. Viö tökum því á móti viðskiptavinum okkar snyrtilega klædd og meö bros á vör. Svefnbekkir Viöartegund: Bæsuö fura. Verö kr. 2.650.- meö hillum og kommóöu. Viöartegund: Eik. Verö kr. 1.580.- m/3 púöum, er hægt aö fá hillur viö þennan bekk á kr. 470.-. Tvöfaldur svefnbekkur. Viöartegund: Eik. Verö kr. 2.750.-. Tilvaldar fermingargjafir. Höfum einnig úrval af Stereo-bekkjum, kommóöum, speglasettum o.fl. til fermingargjafa. Nú styttist óðum til páska og því fer hver aö vera síðastur aö fá sér húsgögn fyrir hátíöina á hagstæöu veröi. Höfum vegghillusamstæöur á veröi frá kr. 5.935.-. Erum alltaf meö mikið úrval af einstaklings- og hjónarúmum. ATH.: Húsgagna- og málverkasýning í dag kl. 2—6. GleÖilega páska! Hjónaklúbbur Garöa Viö fögnum sumri aö Garöaholti 22. apríl. Þátttaka tilkynnist í símum 42416, 40263 eöa 43917. Stjórnin ÞAÐ ER SAMA HVERT UTIÐ ER HURÐIRNAR ERUALLARFRA SIGURÐI EUASSYNI SELKO SIGURÐUR ELÍASSON HE AUÐ6REKKU 52. KÓPAVOGt, SIMI 41380 Hringið eða skrifið eftir frekari upplýsingum Ég óska ettir að tá ókeypis myndalista yfir SELKO hurðir. Nafn: Heimili: ___________________________________________________________________________ Sími:_______________________________________________________________________________ Sendisttil: Siguröar Elíassonar h.f Auðbrekku 52—Kópavogi Sími 41380 SUZUKI fyrir handhafa öryrkjaleyfa Sá sparneytnasti og ódýrasti frá Japan. 5 lítrar á 100 km. Áætlað verð til öryrkja 2ja dyra fólksbíll kr. 38.500.-. 4ra dyra fólksbíll kr. 39.900.-. Komiö og skoöiö SUZUKI $ Sveinn Egi/sson hf. lsuzuki] Skeifan17. Sími 85100 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.