Morgunblaðið - 12.04.1981, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
tilkynningar
Skrifstofur vorar og viðgerðarverkstæöi eru
fluttar að
Bolholti 6, 5. hæö,
Reykjavík. Vinsamlegast athugið og geymið
ný símanúmer: 31631 og 31699.
Otto B. Arnar, umboðsverslun,
Pétur Á. Óskarsson,
skriftvélavirkjameistari.
fundir — mannfagnaöir
Aðalfundur Stýrimanna-
félags íslands
verður haldinn í Borgartúni 18 mánudaginn
13. apríl nk. kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Samkvæmt félagslögum.
2. Aðild að Nordisk Navigatörkongress.
Stjórnin.
Kynningarfundur um
væntanlega stálverk-
smiðju á Islandi
Undirbúningsnefnd Stálfélagsins hf. efnir til
opins kynningarfundar um málefni stálverk-
smiðju til vinnslu steypustyrktarstáls úr
brotajárni. Fundurinn verður haldinn í Húsi
iðnaöarins viö Hallveigarstíg í dag kl. 16.30
síðdegis. Rætt verður um möguleika á
stofnun Stálverksmiðju, hlutafjáröflun og
framkvæmdáætlun. Allt áhugafólk um at-
vinnumál, umhverfisvernd og iðnaðarmál er
hvatt til aö mæta.
Stálfélagið hf.
Undirbúningsnefnd.
Tilboö óskast
í eftirtalda bíla skemmda eftir árekstur:
Fiat 128 '78
Austin Mini ’78
Austin Mini ’76
Citroén GS ’74
Toyota Carina ’72
Ford Cortina ’71
Bílarnir verða til sýnis, mánudaginn 13. apríl,
á Réttingaverkstæði Gísla og Trausta, Trönu-
hrauni 1, Hafn. Tilboðum sé skilaö á
skrifstofu vora að Síðumúla 39, fyrir kl. 17.00
þriöjuaginn 14. apríl.
Almennar Tryggingar hf.
Tilboð óskast í
neöangreindar bifreiðar
skemmdar eftir árekstra:
Mazda 929 station árg. 1980
Datsun 180b árg. 1978
Pugeot 504 station árg. 1977
Lada 1500 árg. 1974
Peugeot 504 station árg. 1977
Lada 1500 árg. 1977
Ford Escort árg. 1974
Scout árg. 1974
Bifreiðarnar verða til sýnis að Dugguvogi
9—11, Kænuvogsmegin á mánudag. Tilboð-
um sé skilað eigi síðar en þriðjudaginn 14.
þessa mánaðar.
Sjóvátryggingafélag íslands hf.
Sími 82500.
Vörubílar til sölu
Viljum selja 2 Volvo vörubíla F-88 með
búkka, árg. 1974. Einnig vöruflutningavagn,
4 hjóla.
Uppl. gefur Ólafur Ólafsson, kaupfélagsstjóri,
sími 99-5121.
Aðalfundur
húsfélags Byggingafélags alþýðu verður
haldinn mánudaginn 13. apríl 1981 kl. 8.30 í
Átthagasal Hótel Sögu.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál. Stjórnin
Scania vörubifreið
Til sölu Scania LS 140 vörubíll, árg. 1976 í
mjög góöu ástandi. Er til sýnis á staðnum.
ísarn hf., Reykjanesbraut 12, sími 20720.
Félagsvist
Félag sjálfstæöismanna í Háaleítishverfí og félag sjálfstæöismanna í
Laugarneshverfi halda félagsvist í Valhöll. Háaleitisbraut 1. þriöjudag-
inn 14. apríl. Húsið veröur opnað kl. 20.00. Félagsvisfin hefst kl.
20.30. Góö spilaverölaun.
Allir velkomnir og félagar hvattir til aö fjölmenna.
Félag sjálfstæðismanna i Háaleitishverfi og Laugarneshverfi.
Sauðárkrókur
Fyrirhugað er að halda félags- og stjórnmála-
námskeið á vegum Sjálfstæðisfélaganna á
Sauðárkróki í maímánuði. Á námskeiðinu
verður farið í eftirfarandi þætti:
a) Ræðumennsku og fundarsköp.
b) Stjórnun sveitarfélaga.
c) Utanríkis- og öryggismál.
Þeir, sem áhuga hafa á þátttöku í námskeið-
inu eru vinsamlega beðnir að snúa sér til
einhvers af undirrituðum:
Árna Guðmundssonar, símar 5120 — 5444,
Birnu Guðjónsdóttur, sími 5254, Pálma
Jónssonar, símar 5137 — 5622.
Almennur fundur um
skipulagsstillögur meiri-
hlutans í borgarstjórn
i safnaðarheimili Árbæjaraóknar, miövikudaginn 15. apríl kl. 20.30.
Nú liggja fyrir uppdrættir og greinargerö um hugmyndir núverandl
meirihluta borgarstjórnar aö nýju heildarsklpulagi fyrir Reykjavík. Auk
þessa hafa nú þegar tariö fram umfangsmiklar umræöur um þessi
mál í þorgarstjórn og ýmsum nefndum. svo unnt er aö greína frá þeim
umræöum og dæmalausri málsmeöferö melrlhlutans i borgarstjórn.
Framsögu munu hafa:
Davíö Oddsson borgarfulltrúi, Magnús L. Svelnsson borgarfulltrúl og
Hilmar Ólafsson arkitekt.
Fundarstjóri: Guttormur Einarsson.
Fundarritari: Örn Baldvinsson.
Þessar skipulagstillögur snerta íbúa í Árbæjar- og Seláshverfi frá
öllum hliöum og geta haft úrslitaáhrlf á velferö fbúanna og verömæti
húseigna á svæöinu.
Fundurinn er öllum opinn.
Ljóst sr, aó ályktanir munu bornar upp 4 þeasum fundi.
Félag sjálfstæöismanna í Árbæjar- og Seláshverfi.
Afmæli:
Hjörtur Guðmundsson
Ólafsvík - Áttræður
Hjörtur Guðmundsson, fyrrver-
andi fiskimatsmaður í Ólafsvík,
verður 80 ára 13. apríl nk.
Hjörtur er fæddur í Stykkis-
hólmi 13. maí 1901. Foreldrar
hans voru þau Amelía Hjörtfríður
Elísdóttir og Guðmundur Bjarna-
son, sjómaður Stykkishólmi.
Hjörtur ólst upp heima í for-
eldrahúsum til unglingsáranna, en
snemma fór hann að vinna algeng
störf, bæði sveitastörf og störf við
sjávarsíðuna.
30. des. 1923 gekk hann að eiga
Kristrúnu Zakaríasdóttur og eign-
uðust þau 3 börn sem öll eruá lífi,
en þau eru Zakarías, tollþjónn í
Keflavik, Hjörtfríður, húsmóðir í
Ólafsvik, Gunnar, skólastjóri í
Ólafsvík.
Kristrún andaðist 1961.
1940 stofnsetti Hjörtur verslun í
Stykkishólmi og rak hana í tæp 15
ár.
Hjörtur starfaði um árabil sem
fiskimatsmaður í Ólafsvík og þar
er heimili hans nú.
é |
fl
Stílhrein og sterk sófasett
á ótrúlega lágu verdi
ÁKLÆÐIO ER KANVAS, LJÓST OG BRÚNT
EINNIG FÁANLEGT í LEÐRI.
SENDUM i PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT
VALHÚSGÖGN
VERO:
STÓLL KR. 580.00
TVEGGJA SÆTA SÓFI KR.1.150.00
3JA SÆTA SÓFI KR. 1.450.00
BORD 60X60 CM. KR. 370.00
BORO 75X120 CM. KR. 700.00
ÁRMÚLA 4 - SÍMI 82275
LÍTIÐ í GLUGGANA UM HELGINA