Morgunblaðið - 12.04.1981, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 12.04.1981, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 35 Valgerður BerBsdóttir sýnir teikningar. Björg Þorsteinsdóttir við eitt af þremur olíumálverka sinna á sýningunni. Borghildur Óskarsdóttir fjallar um umhverfislist og stöðu konunnar. Edda Jónsdóttir notar blandaða ljósmyndun ofin saman. Grafík og olíumál- verk jöfnum höndum Björg Þorsteinsdóttir er sem kunnugt er forstöðumaður Ás- grímssafns, og er hún var spurð að því hvort hún hefði ekki orðið lítinn tíma fyrir listina, svaraði hún kímin: — Það fer vissulega mikill tími í Ásgrím, eins og tækni i myndum sínum, teikning og karimenn yfirleitt! En hún reynist nú samt vera önnum kafin við að vinna að grafíklist sinni, er m.a. að undirbúa sýningu með Félagi íslenskra grafíklistamanna í haust. Þar verða þær Edda og Valgerður líka, ásamt fleirum. Björg segir að fleira sé í undir- búningi. Nýlega komu til íslands forstöðumaður listasafnsins í Þrándheimi og aðalgagnrýnandi myndlistar í Osló og voru að velja íslenzkt framlag til sýningar í grafík og nýlist á menningarvik- una í Þrándheimi. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum nú sýnir Björg þrjú olíumáRférlc. — Jú, jú, ég vinn alltaf bæði grafíkverk og olíumálverk, segir hún, þessi listform togast á i manni. Og það er gott að breyta til og sækja endurnýjun í hvora listgreinina fyrir sig. Sambúð — eilíft viðfangsefni Edda Jónsdóttir vinnur lika mikið af grafík, og verður með í Þrándheimi í haust. Hún hefur verkstæði heima hjá sér og segir að grafíklistamenn séu í rauninni alltaf að senda myndir á sýningar, úti í heimi. Til dæmis eiga þær Valgerður núna myndir á Bienaln- um í Bradford og einnig myndir á sýningu i Baden-Baden, ásamt Björgu Þorsteinsdóttur. Edda er líka að undirbúa sýningu grafík- listamanna í Norræna húsinu í haust. Og hún verður með sýningu í Galleri Langbrók í lok apríl. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum sýnir Edda myndir með blandaðri tækni, sem eru teikningar og ljósmyndir unnar saman. Þar kveðst hún vera að fjalla um sambúð í sex myndum. — Ætli ég hafi ekki alltaf verið að fjalla um sambúðina, enda þvælist þetta viðfangsefni ennþá fyrir mér, seg- ir hún og hlær við. Og þá er ég ekki bara að tala um sambúðina við karlmann, . heldur sambúð fólks almennt. Hún kveðst ætla að halda áfram að vinna minni myndir með sömu tækni áfram, þótt hún almennt fáist mest við grafík og teikningu. Stofnað til fé- lags leirlistarmanna Borghildur Óskarsdóttir beitir sér. vjð ánnárs konar tækni en þær hinar. Hún fjallar um umhverfis- list, sem túlkuð er í ljósmyndum af atburðum, sem hún setur á svið, ef svo má segja. Ein myndröðin hennar á sýningunni er málað landslag. — Eg hefi gaman af efninu, segir hún, til dæmis hvern- ig málningin kemur misjafnlega fram í vatni, lofti og í jörðu. Þetta er í rauninni landslagsmálverk. Annað verkefni hennar á sýn- ingunni á Kjarvalsstöðum er mál- verk af konu, enda segist hún einnig vera að velta fyrir sér stöðu konunnar, þótt túlkunin sé með þessu móti. Oft séu áhrifin gagn- verkandi, þannig að maður upp- götvi eitthvað nýtt í sjálfum sér eftir að farið er að vinna verkið. Annars vinnur Borghildur mik- ið í leir. Hún stóð nýlega fyrir stofnun Félags leirlistamanna, sem í eru 11 myndlistalærðir leirsmiðir og segir að mikil þörf hafi verið á þeim samtökum. Hún hefur sjálf verkstæði á Óðinsgöt- unni í gamla Glit-húsinu og hefur áhuga á að vinna jöfnum höndum með leir og annars konar efni. — Hugmyndin er aðalatriðið, útskýr- ir hún. Síðan kemur að því að ákveða hvernig maður vinnur úr henni. En leirlistafólkið stefnir að sameiginlegri sýningu, e.t.v. á listahátíð 1982, enda tekur langan tíma og mikla fyrirhöfn að vinna í leir. Koss á vöndinn? Þegar að Geitafellinu er komið er stefnan tekin í áttina að Sandfellinu. Þar er yfir greið- fært hraun að fara, leiðin slétt og auðgengin. Þar við veginn bíður billinn. Benda má á, að í þessari ferð má einnig ganga um Jósefsdal- inn og austur um Ólafsskarð og þaðan að Leiti. Ef tími er nægur og nógur snjór má lengja leiðina með því að ganga umhverfis Geitafellið. Það getur borgað sig. En fyrir alla muni, hafið átta- vitann meðferðis. Lítið svar frá Sverri Her- mannssyni við fyrirspurn fram- kvæmdastjóra Félags ísl. iðn- rekendá.'- Kæri vinur Valur. Þegar stórt er spurt verður oft lítið svar. Þrír stjórnarsinnar á Alþingi hafa flutt frumvarp um helmings lækkun á vörugjaldi á öli og gosdrykkjum. Þessir flutn- ingsmenn bera ábyrgð á, ásamt öllum ríkisstjórnarmönnum, að okurskattur var lagður á þessa starfsemi í desember sl. Kom berlega í ljós, að þeir gerðu sér þá fulla grein fyrir afleiðingun- um, og auglýstu raunar þá sann- færingu sína rækilega. í umræðum um frumvarpið voru flutningsmenn spurðir hvort þeir hefðu tryggt málinu nægilegan stuðning. Fyrsti flutningsmaður, Guðmundur G. Þórarinsson, svaraði því til að svo væri ekki. Þar af leiðandi er augljóst, að frumvarp þeirra er fyrirfram dauðadæmt, þar sem skattlagningin í desember var sótt af ofurkappi af hálfu ríkis- stjórnar og engum manni verið snúið til fylgis við máli^ í efri deild. Engum er ljósara en flutn- ingsmönnum sjálfum, að frum- varp þeirra um lækkun á ofsköttun á öli ,og gosdrykkjum verður fellt í efri deild. Þrír þingmenn í stjórnarliðinu höfðu í hendi sér í desember að koma í veg fyrir að vörugjaldið margumrædda yrði lagt á öl og gosdrykki. Þeir sáu þá svo um með atkvæði sínu að gjaldið var lagt á. Nú bera þeir fram frumvarp um að létta skattinum af þegar fyrir liggur að þeir hafa ekkert vald á málinu. Hvað kallar þú svona vinnubrögð minn góði vinur Valur? Hvaða nafni á að nefna það, þegar meirihlutamenn í Alþingi, stjórnendur þjóðarinnar, taka upp á því að flytja mál gegn landsstjórninni, sem þeir vita fyrirfram, að nær ekki fram að ganga? Hvaða tilgangi eru þeir að þjóna öðrum en þeim að auglýsa sig sem hina „réttlátu", berandi fulla ábyrgð á okur- sköttuninni í desember, vitandi að frumvarpið er fyrirfram fall- ið? Ég kalla slíkan málatilbúnað sýndarmennsku og finn ekki annað orð sem hentar, nema ef vera skyldi yfirdrepsskapur, ef þú fellir þig betur við það. Það stendur afar sjaldan svo á, að vitað sé fyrirfram að góð mál verði felld í meðförum Alþingis. Þess vegna er spurning þín um það, hvort öll mál stjórnarandstöðu séu ekki sýnd- armennska, út í hött. Mála- NEMENDUR Jazzballetskóla Báru halda sýningu i Alþýðuleik- húsinu Hafnarbiói á morgun mánudag og nk. miðvikudag. Sýningarnar hefjast kl. 8.30. Verkið ber heitið Martröð og er það frumsamið af Báru Magnús- tilbúnaður þremenninganna nú er ólíkur öllu því sem ég hefi kynnzt á 10 ára þingferli. En fyrirspurn þín hruggaði við hugdettu um koss á vönd, hvernig svo sem það má nú vera. Kær kveðja, Sverrir Hermannsson. dóttur skólastjóra. Best er að greina ekki frá efni verksins, því það mun koma áhorfendum á óvart. 23 dansarar taka þátt í sýningunni, en aðalhlutverk eru í höndum Sigrúnar Waage og Guð- bergs Garðarsonar. Nemendasýning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.