Morgunblaðið - 12.04.1981, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRIL 1981
Daglegt líf
í Póllandi
Hver átökin taka við af öðrum í Póllandi. Að baki spennunnar liggur algert hrun efnahagslífsins og ótrúlegir
erfiðleikar fólks í daglegu lífi, skrifa tveir blaðamenn franska blaðsins Express Christian Jeles og Georges
Valance, sem eru nýkomnir frá Póllandi og segja í blaði sínu frá því sem þeir sáu. Við tökum hér upphafið af
frásögu þeirra í íslenzkri þýðingu.
Einn góðan veðurdag í febrúar-
mánuði fékk orðrómur vængi í
litlu iðnaðarborginni Tichy, ná-
lægt Katowice í Silesíu. Viðbótar-
magn af Fíat 126 yrði til sölu. Og
til afhendingar strax gegn 30%
aukagreiðslu. Þrátt fyrir verðið á
bílnum (180 þús. zloty, sem eru
yfir þrjátíuföld meðallaun) mynd-
aðist strax biðröð við dyr Fíatsöl-
unnar.
P’leiri kaupendur eru til staðar
en bílar til sölu. Þeir fyrstu
komast á biðlista, og á hann
bætast nöfn. Biðin virðist ætla að
verða löng. Þeir sem fara úr
röðinni missa óhjákvæmilega sinn
stað. Biðin sú stendur í 19 daga —
og auðvitað 19 nætur. A næturnar
blunda mennirnir í svefnpokum
eða útistólum. A daginn er þeim
fært nesti og heitur drykkur.
Stundum skiptist fjölskyldan á. í
lok 19. dagsins tilkynnir verk-
smiðjustjórinn að hætt sé við
söluna, án nokkurra skýringa.
Fólkið nöldrar og skammast. Til
Endalausar bioraðir fyrir framan budirnar. Menn standa (
heima og sér um þá sjálf. Bogdan
hefur gert upp útgjöld á mánuði.
Leiga ......................... 1200 zloty
Rafmagn, gas ................... 500 zloty
Fargjöld ....................... 100 zloty
Greiösla á láni
til fjölskyldunnar ............ 1200 zloty
til Ursus ..................... 1000 zloty
íbúöasparilán .................. 500 zloty
Fæöi .......................... 3500 zloty
Alls -------------------------- 8000 zloty
Þannig duga laun Bogdans rétt
fyrir fæði, húsnæði og greiðslu á
skuldum. „Þegar ekki er auka-
vinna í verksmiðjunni," segir
hann, „þá borðum við ekki kjöt. Og
það fáum við aðeins einu sinni í
viku fyrir hjálp félaga minna í
Ursus, sem koma með úr sveitinni
kjöt fyrir 80 zloty kg. með bein-
um.“ Það sem kona Bogdans vinn-
ur sér inn með því að gæta tveggja
barna dugir ekki til að klæða þau
og fyrir dægrastyttingu eða
sumarleyfi.
Skv. opinberri yfirlýsingu frá
Pr. Antoni Rajkiewicz, fram-
Lýsing tveggja
íranskra blaðamanna
kvæmdastjóra félagsvísindadeild-
ar háskólans í Varsjá, er algert
lágmark fyrir eina manneskju að
lifa á 2480 zloty á mánuði, 4230
fyrir hjón og 8600 fyrir fjölskyldu
með fjórum börnum.
Tekin eru fleiri dæmi. Svo sem
Alina, sem er 23ja ára gömul og
landmælingamaður. Hún og mað-
ur hennar, sem var að ljúka
verkfræðiprófi, hafa í laun 8000
zloty. Þau búa þrjú í einu herbergi
hjá tengdaforeldrum hennar. Sl.
ár hafa þau Alina og maður
hennar ekkLgetað fengið sér eina
flík. Ekki einn kjól. Ekki eina
peysu. Öll launin fara í fæði (um
1/5) og barnið. Ódýrasti útigalli
fyrir Thomas kostaði 2000 zloty,
skyrta 80 zloty í venjulegri búð en
150 á svörtum markaði. Rúmið
hans brotnaði og nýtt kostaði 1500
zloty og næstum í hverjum mán-
uði hafa þau reynt að útvega sér
3—5 dollara á svörtum markaði til
að geta keypt í Pewex-búð sápu,
olíu, sjampo og talkúm, en slíkt er
ófáanlegt í venjulegum búðum.
Sængurfatnaður er ófáanlegur.
Þegar það kemur fyrir eru óend-
anlegar biðraðir. Alina saumar,
gerir upp, prjónar. Miðlungspeysa
kostar 3800 zloty, kjóll 4000-5000
og gallabuxur 4000, og er aðeins
fáanlegt á svörtum markaði, skór
kosta 1000 til 7000 zloty. Alínu
dreymir um vel búna íbúð með
skápum, eldhúsi með góðum eld-
húsbúnaði. En það er bara draum-
ur. Einfaldur skápur kostar 7föld
mánaðalaun hjónanna og stóll
tíunda hluta.
Tekið er dæmi um „vel setta“
fjölskyldu, hann arkitekt og hún
yfiriæknir á geðveikrasjúkrahúsi,
sem hafa samtals í laun 11.000
að draga úr æsingnum er gerður
samningur. Þeir sem eiga nöfn sín
á biðlistanum, skulu hafa forgang
ef af sölu verður seinna.
Enginn grundvöllur er til sam-
anburðar á daglegu lífi í Frakk-
landi og Póllandi. Skorturinn
framkallar vonbrigði, sem ekki
eiga sér hliðstæðu í neytendaþjóð-
félagi. Fyrirlitning neytendanna
er himinhá.
Ekki getur maður heldur borið
saman raunveruleg meðallífskjör í
Póllandi og Frakklandi með því að
miða við kaupmátt launa. Þá yrði
að sleppa öllu lífsgæðamati og
miða eingöngu við magn. Þegar
kommúnistaleiðtoginn franski
Georges Marchais nefnir næstum
fría húsaleigu, þá má ekki láta sér
detta í hug húsnæðislánaíbúð
heldur er þar um að ræða „af-
kima“, þar sem hrúgast saman
m-illjónir manna. Hús eru byggð á
landsskikum eins og þeir koma
fyrir, án skóia, án barnaleikvalla
og án verzlana í nágrenninu. Og
frönsk heimili fúlsa við því, sem
tilsvarandi heimili í Póllandi fá í
matinn. Dýrafita sem manni býð-
ur við að sjá, þrátt smjör, vafa-
Diplomatabíllinn, sóður með
augum pólska teiknarans
Krauze.
samt kjöt, vatnsósa kartöflur,
slíkt þekkist ekki á frönskum
matvælamarkaði. Og vilji maður
endilega halda áfram að bera
saman lífsskilyrði Pólverja og
Frakka, hvernig á maður þá að
meta biðina, biðraðirnar?
Biðraðirnar eru endalausar
fyrir framan búðir og á auðum
svæðum. Hvarvetna blasir við
þessi sama mynd vonbrigða og
sama setningin endurtekin „Ni-
ema“ (Allt búið). Kjötbúðir eru
hörmulega tómar. Sama sagan um
kælivöruborðin, þar sem maður
ætti að finna egg, smjör, osta og
fisk. Staðið er í biðröðum fyrir
hvað sem er, sykur jafnt sem
þvottaefni, klósettpappír og fyrstu
útgáfu í 30 þús. eintökum af
ljóðum Czeslaw Milocz. Biðröðin,
sem er þarna frá laugardagskvöldi
fram á mánudagsmorgun, er
vegna júgóslavneskra húsgagna,
sem komin eru í Emi!iu''erslunina,
nálægt járnbrautastöðinni í
Varsjá, eða til að innrita sig í
námskeið. Öryggisleysi vegna
vörudreifingarinnar sést best á
innkaupanetinu, sem enginn skil-
ur við sig. Er sá sem fram hjá fer
með eitthvað? Strax er leitað eftir
því: hvar, hvenær og hvernig? Og
menn flýta sér á staðinn. Iðulega
til einskis. í millitíðinni er allt
búið. Pólsku húsmæðurnar þekkja
vel þessa erfiðu daga, sem fara í
að bíða á hverjum sölustaðnum
eftir annan til að hafa í fjölskyldu
sína. Biðraðamenningin kallar á
pavlovska hegðun. Maður stillir
sér kannski upp í einhverja bið-
röðina og spyr: Hvað er hér til
sölu? Enginn fer í grafgötur með
að loforðum opinberra aðila eru
lítt að treysta. Þegar stjórn Jaruz-
elskis hershöfðingja tilkynnti
„baráttu gegn vodka“, skildi al-
menningur strax að þeir sem
völdin hafa höfðu ákveðið að
hækka verðið á áfengi. Og ráðist
var á búðirnar.
Biðraðirnar eru orðnar þvílíkar,
að sumir reyna annað hvort í reiði
sinni, af því þeir hafa betri
aðstöðu eða einfaldlega geta ekki
annað, að borga eftirlaunafólki
jafnvirði þess sem því tekst að fá
keypt fyrir að útvega það. Konur
„fá að láni“ börn nágrannans til
að komast í forgangsröð. Barbara
gerir til dæmis innkaup sin með
fjögur börn, sín eigin og tvö
önnur, sem hún gætir á daginn.
Fyrir þá hernaðartækni tekst
henni að komast á undan og
stundum að fá svolítið kjöt, því
„framan við kjötbúðina byrjar
fólk að standa í röð kl. 6 að
morgni, og kjötið kemur kl. 8, en
kl. 9 er það uppselt," segir hún.
Bogdan W. 32ja ára gamall,
giftur og tveggja barna faðir,
vinnur í Ursus dráttarvélaverk-
smiðjunum í útborg Varsjár.
Hann býr í þriggja herbergja
samvinnuíbúð á neðstu hæð í
húsnæðismálahúsi á mörkum nýs
blokkahverfis. Bogdan og kona
hans hafa, eins og öll önnur ung
hjón, fyrst búið tvö ár hjá foreldr-
um hennar og síðan tvö ár hjá
foreldrum hans. Sambýlið var
erfitt milli konunnar og tengda-
föðurins. „Eftir fimm ár gátum
við keypt húsgögn og fatnað, og
með því að fá lán hjá fjölskyldun-
um og verksmiðjunni gátum við
komið okkur fyrir. Til að borga
húsgögnin varð ég að vinna 11
klst. á dag í verksmiðjunni og
bæta svo við 5 klst. vinnu sem
vélfræðingur í aukavinnu," segir
Bogdan.
Ursus borgar vel. Bogdan hefur
þar 7000 zloty. Til samanburðar
eru meðallaun ekki nema 5400
zloty. Kona Bogdans vinnur ekki.
Hún mundi hafa 2000 zloty á
mánuði sem hjúkrunarkona. En
vegna skorts á barnaheimilum þá
mundi kosta 1500 zloty að láta
gæta drengjanna, svo hún er