Morgunblaðið - 12.04.1981, Síða 37

Morgunblaðið - 12.04.1981, Síða 37
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 Hestvagnar eru hefðbundin flutningatæki bændanna. 37 Ásdís Erlingsdóttir: Stólræða Bjargar í Dómkirkjunni zloty, og sýnt með tölum fram á að þau geta veitt sér þann lúxus að hafa aðstoðarstúlku á heimilinu, sem notar mest af tímanum í að fara í búðir í stað þess að gera húsverkin. Þau geta veitt sér það að búa í fjögurra herbergja íbúð í gömlu hverfi í Varsjá, sem þau segjast hafa borgað tvisvar sinn- um, 1939 til gyðingafjölskyldu og 1948 til ríkisins. „Og líklega verð- um við að borga hana í þriðja sinn til að halda henni, því börnin fara að heiman og þá verður hún talin of stór fyrir okkur," sögðu þau. María segir að þau séu svo heppin að bróðir hennar „kembi" sveitirn- ar í bílnum sínum. Tengdamamm- an hefur nógan tíma til að standa í biðröðum, og stúlkan er jafnan í biðröðum í búðum frá kl. 6 til kl. 13. Það þarf stóra fjölskyldu til að lifa vel. Einhleypingar eiga erfitt. Sósíalisminn hefur í huga þessara hjóna, Mariu og Wieslaw, tekið á sig tvær fjarstæðumyndir. Ekki er lengur hægt að fá vatnafisk í þessu landi vatna og fljóta: „Jafn- vel fiskurinn er hræddur við sósíalismann," segja þau. Og til að hafa nóg kol, hafa þau tekið það ráð að fela andlát afans! Þarna eru komnar „dauðu sálirnar" hans Gogols. Utan við „sósíalíska kerfið" er hægt að kaupa allt, ef hægt er að greiða fyrir það, einkum ef borgað er í dollurum. Hver borg hefur sína eða sínar pewex-verzlanir, þar sem hægt er að fá fyrir erlendan gjaldeyri allt sem vantar annars staðar: gallabuxur, kaffi, áfengi, loðfeldi, stereotæki o.s.frv. Vilji maður kaupa bíl fyrir zloty þá verður að bíða í þrjú ár, fyrir dollara 3 vikur. Sama sagan ef maður getur skipt peningum til að ná í íbúð. Þannig lifir svartur markaður eða svartir markaðir. Eftir því hvort maður skiptir í opinberu ferðaskrifstofunni, banka, fyrir framan bankann, í hótelinu eða leigubílnum verður dollarinn virði 32, 66, 125 eða 140 zloty. Ríkisstjórnin er fullkomlega samsek í þessum viðskiptum. Pólverjar hafa síðan 1973 mátt opna gjaldeyrisreikninga án þess að gera grein fyrir því hvernig þeir fengu féð. Stjórnendur kommúnista neita því alfarið að kapítalisminn sé við líði. En sú staðreynd að hann lifir enn framkallar lífsþrótt, sem ger- ir lífið þolandi. Hlutverk dollarans sannar þetta. Daglegt líf í Póllandi er ekki aðeins ósambærilegt við daglegt líf í Frakklandi hvað snertir framleiðsluvörur, dreifingu varn- ings og þjónustu. Kapítalisma- hneykslið, sem Georges Marcais er alltaf að tala um, hvílir ekki nærri eins þungt á fólkinu og þessi gífurlega sóun sósíalismans og fyrirlitningin á frumreglum stjórnunar. Það staðfestir Jerzy W., verkfræðingur í sjónvarps- verksmiðju við Varsjá, með lýs- ingu sinni á fyrirbrigði, sem lýsir sér í „truflun á framleiðslurytm- anum“. Þannig má gefa skiljan- lega skýringu á harmleik, sem kemur niður á milljónum manna. „Vinnutíminn er stöðugt trufl- aður af skorti á því sem til þarf,“ segir hann. „í byrjun mánaðarins nagar maður neglurnar. Það vant- ar síur, smára, mótstöðuefni, eða eitthvað annað. Hluti skápanna kemur ekki fyrr en í mánaðalok. Þá verður að vinna á 12 tíma törnum, og að nóttu og stundum jafnvel á sunnudegi, til að ná upp töfunum. Verkamennirnir vilja vinna eðlilegan vinnutíma. En það er ógerlegt. Ef áætlunin stenzt ekki, þá er bónusinn horfinn út í buskann! Engu skipta gæði þess sem kemur. Um leið og það er afhent, þá er því skellt inn í framleiðslukeðjuna. Enginn tími til að hafa áhuga a gæðum framleiðsluvaranna. Framleiðslan verður að halda áfram. Við erum með níu keðjur. En ef við reiknum allar tafir vegna skorts á birgðum, þá jafngildir það því að aðeins ein keðja sé stöðugt í gangi. Á sl. ári kostuðu seinkanirnar 50 milljón zloty; 100 þúsund vinnustundir töpuðust. Verksmiðjan er rekin með tapi. Ógerlegt að hækka launin." Þetta dæmi skýrir áhugaleysi verkamannanna. Þeir sjá að stjórnkerfið sýnist ekki geta ráðið við að bæta kjör þeirra. Þeir eru spenntir, hafa misst kjarkinn, jafnvel örvæntingarfullir og eru svo sakaðir um að nýta illa vinnutímann eða þeim er sagt að ekki sé hægt að fella niður nema annan hvern laugardag í vinnu vegna erfiðleikanna. Þeir vita að orsökina fyrir slæmum afköstum er ekki að finna innan verksmiðj- unnar, heldur utan hennar. En hvað er hægt að gera? Vanmáttur- inn, sem þeir finna til, er niður- drepandi. Karol er 63ja ára bóndi í nánd við Poznan og ræður sér sjálfur. Samt er hann þjakaður af sömu vanmáttarkenndinni og tilfinn- ingunni fyrir því hve fjarstæðu- kennt allt er. „Óreiðan kemur öll frá stjórninni. Fyrir nokkrum árum borguðu þeir næstum ekkert fyrir ávextina. Þá hjó ég niður 100 af 800 trjám hjá mér. Sumir aðrir hjuggu niður öll ávaxtatrén sín. Reynið svo að fá ferskjur í dag.“ Á 7 hektara landi ræktar Karol líka kartöflur og hveiti og hann er með nokkrar kýr. Þetta gefur nú ekki meira af sér en ferskjutrén á sínum tíma. Honum eru boðin 4 zloty fyrir kíló af kartöflum, þegar sama kílo er selt á 8—10 zloty á frjálsum markaði. Það kostar hann 1500 zloty að framleiða 100 pund af hveiti. Ríkið greiðir fyrir þau 450 zloty. Fyrir kjötkílóið í meðalgæðaflokki fær hann 80 zloty, en ríkið greiðir 50 „Sam- vinnubú og ríkisbú fá greitt fyrir samskonar kjöt 150—180 zloty. Yfirvöld fela tapið á sósíalíska rekstrinum með kúgun á hinum sjálfstæða hluta framleiðenda," fullyrðir hann. Að því er höfundurinn Alain Besancon segir, þá lýtur sósíal- isminn kynlegri hugmyndafræði: Annars vegar getur hann ekki lifað án innspýtingar á vænum skammti af kapítalisma, en á hinn bóginn getur hann ekki dafnað án þess að eyðileggja þau gæði sem kapítalisminn leggur til. Þarna höfum við í smásjá dæmi um | þetta. í Mbl. 15. febr. sl. birtist grein sem nefndist: „Umbun góðra verka felst í þeim sjálfum". Grein- in var stólræða frú Bjargar Einarsdóttur, en Björg er fyrst óvígðra kvenna sem stígur í ræð- ustól Dómkirkjunnar í Rvík. Til- vitnanir í stólræðu Bjargar vöktu undrun mína, og þegar ég hafði lesið ræðuna yfir, komu mér í hug orð Páls postula (11. kor. 10. k.): „Fullgildur er ekki sá sem mælir fram með sjálfum sér, heldur sá, sem Drottinn mælir fram með.“ Úrtak úr ræðu Bjargar Ég svara merkt: Svar. Björg segir: Hver er skylda mín hér? Svar: Að bera vitni fyrir áheyrendum, m.a. hvaða gjafir hún hafi af Guði þegið, ásamt þakkargjörð. Björg: Er sama skylda álögð öllum að mæla ekki um hug sér, gefa orðum sínúm inntak. Svar: Kristur boðaði ekki Fagnaðarer- indið frá eigin brjósti. Hann gaf ekki orðum sínum inntak. Kristur sagði í Jóh. 7. k.: „Mín kenning er ekki mín heldur þess er sendi mig.“ Björg: Hér á ekki við frekar en annars staðar að segja fólki fyrir um breytni, skipa fyrir. Svar: Kristur kom í þennan heim til að bera sannleikanum vitni og boðaði réttlæti, góða breytni, en varaði við slæmri breytni. Páll fKJStull segir: „Verið eftirbreytendur mín- ir eins og ég er fyrir mitt leyti Krists." (I. Kor. 11. k.). Björg: Krossfestingin á Golgata var atburður sem virtist óhjá- kvæmilegur á þeim tíma, á þeim stað miðað við ríkjandi ástand. Svar: Kristur var ekki krossfestur miðað við ríkjandi ástand. í 53. k. Jesaja er skrifað m.a. um útlit Frelsarans, þjáningar hans og dauða. Og Kristur sagði lærisvein- um sínum, að samkv. Ritningunni yrði hann deyddur og myndi rísa upp frá dauðum á þriðja degi. Björg: Lausnin er fólgin í skiln- ingi á gullinni reglu sem Kristur eftirlét okkur mönnunum. Svar: Okkar skilningur nær skammt og gefur enga lausn til frambúðar. Páll postuli segir (II. Kor. 5. k.) „Vér framgöngum í trú en ekki í skoðun." Og Róm. 5. k. „Réttlættir af trú höfum við frið við Guð. Fyrst er trúin, þá vonin, en Kærleikurinn er þeirra mestur. Guð gefur skilning þeim, sem ganga inn um dyr hjálpræðisins. „Heilagi Andinn er Kennarinn". Björg: Gerðu aldrei illt verra, en gerðu ávallt gott betra. Svar: Guð semur ekki við ranglætið. Hann hefir dæmt það. Ef okkar góði ásetningur réði við óvinarins veldi, þá þyrfti engan Krist, engan Frelsara. Björg: Nái þessi regla að ríkja í samskiptum manna, þurfum við ekki að eiga framar von á því, að óvinveittur maður komi meðan við hvílumst og sái í akur okkar. Svar: Kristur sagði í Mark. 13. k.: „Gætið yðar, vakið og biðjið." En sá heldur ekki vöku sinni sem álítur sig ekki eiga von á óvin- STJÓRN Sunn, Samtaka um nátt- úruvernd á Norðurlandi, vísar til ályktunar fulltrúaráðsfundar fé- lagsins 1975 varðandi Blöndu- virkjun og telur mjög mikilvægt að sú virkjunarleið verði valin, sem bjargar mestu gróðurlendi og veitta sáðmanninum. Sáðmenn- irnir eru tveir. Kristur, höfðingi lífsins og ljóssins, og satan í sjálfum sér. Báðir eru að safna í uppskeru sína. Kristur hefir fæðst í þennan heim, birst þjóðunum og boðað iðrun og syndafyrirgefn- ingu. En satan ruglar og rangsnýr réttum vegi Drottins, og í kænsku sinni dylur hann sig mönnunum og kemur sumum til að trúa því, að hann sé ekki til. Kristur segir í Jóh. 8. k. frá tilveru og eiginleik- um satans: „Hann var manndráp- ari í upphafi, lygari og faðir lygarans og þegar hann talar lygi, þá tekur hann af sínu eigin.“ Ásdís Erlingsdóttir Að lokum I Jakobsbréfi 3. k. segir: „Verið ekki margir kennarar bræður mínir, því að við munum fá þyngri dóm.“ Það ætti enginn að kenna Guðs Orð nema að Andi Guðs vitnaði með slíkri þjónustu. í 5. k. Jóh. segir Kristur: „Þér skuluð mér vitni bera.“ En allir, sem hafa þegið að ganga inn um dyr hjálp- ræðisins í Kristi, hafa verk að vinna, m.a. að segja öðrum frá því, hvar þeir standa í trúnni og hvað þeir hafi af Guði þegið. Ef ekki í kirkju eða á samkomu, þá meðal vina og kunningja. Annars verður Guðs orðið dauður bókstafur. Ef Björg hefði staðið upp úr sæti sínu eða stigið í prédikunarstól og sagt áheyrendum, ásamt tilvitn. í Ritn., hvað hún hafi af Kristi þegið, þá hefði greinarkorn mitt jafnvel ekki orðið til um Björgu i ræðustól Dómkirkjunnar. Ásdis Erlingsdóttir Akureyri: Sameiginleg- ar samkomur Hjálpræðisherinn, kristniboðs- félögin, KFUM og K, Sjónarhæð- arstarfið og Hvítasunnusöfnuður- inn halda tvær sameiginlegar samkomur á Akureyri um pásk: ana. Á föstudaginn langa verður samkoma í Zíon, húsi KFUM og K kl. 20.30 og kl. 17 á páskadag verður hátíðarsamkoma á Hjálp- ræðishernum. állitur það meiriháttar vistfræði- legt slys, ef haldið yrði við hina upphaflega virkjunartillögu. Ofangreind ályktun var gerð á stjórnarfundi, sem haldinn var 2. apríl sl. Upphafleg áform um Blönduvirkjun: Meiriháttar vistfræðilegt slys I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.