Morgunblaðið - 12.04.1981, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981
39
Um tvítugt hleypti hann heim-
draganum og hóf járnsmíðanám
hjá Guðmundi Jónssyni, járn-
smíðameistara í Reykjavík. Hlaut
hann góðan vitnisburð sem
járnsmiður, en lét þó eigi staðar
numið, þegar járnsmíðanáminu
lauk. Settist hann þá í Vélskólann
í Reykjavík og lauk þaðan vél-
stjóraprófi 1925. Starfaði hann
síðan sem vélstjóri um nokkurra
ára skeið, fyrst á togurum en
síðan á es. Esju fram yfir mitt ár
1928, en á þeim tíma rak Eim-
skipafélag íslands skipið í umboði
ríkissjóðs.
Þegar í land kom rak Guðfinnur
fyrst vélaverkstæði á Eskifirði, en
hélt árið 1930 til Reykjavíkur, þar
sem hann réðist til véla- og
skipaeftirlitsstarfa hjá Gísla
Jónssyni. Var hann þar um fjög-
urra ára skeið, en gerðist þá
verkstjóri í Vélsmiðjunni Héðni,
þar sem hann starfaði til ársins
1939. Þá stofnaði hann Vélsmiðj-
una Keili í Reykjavík og var
forstjóri þess fyrirtaekis fram til
1947.
Um þriggja ára skeið, eða fram
til 1951, starfaði Guðfinnur sem
verksmiðjustjóri við síldar-
verksmiðjurnar á Siglufirði og
Ingólfsfirði. Eftir það kom hann
aftur til Reykjavíkur og starfaði
síðan við teikni- og ráðgjafarstörf,
og nýttist þá vel haldgóð kunnátta
Guðfinns og þekking og reynsla á
sviði véla og skipa.
Hinn 27. desember 1926 kvænt-
ist Guðfinnur eftirlifandi konu
sinni, Mörtu Pétursdóttur, Þórð-
arsonar skipstjóra og hafnsögu-
manns í Reykjavík. Eignuðust þau
þrjú börn: Vigdísi, f. 8. október
1927, gift Lofti J. Guðbjartssyni,
bankaútibússtjóra, Pétur, f. 14.
ágúst 1929, framkvæmdastjóra
Sjónvarpsins, kvæntur Stellu Sig-
urleifsdóttur, og Þorbjörn, f. 1.
apríl 1945, rennismið, sem býr í
foreldrahúsum. Þau Marta og
Guðfinnur voru einkar samhent
og byggðu sér fallegt og hlýlegt
heimili við Víðimelinn í Reykja-
vík, og var alltaf skemmtilegt að
sækja þau þangað heim. Líka veit
ég, að Pétur, faðir Mörtu, naut
þess að eyða sínu ævikvöldi hjá
dóttur sinni og tengdasyni. Bróðir
Mörtu, Erlendur — EÓP, formað-
ur KR — bjó einnig lengstum í
sambýli við þau hjónin, en hann
var ókvæntur.
Guðfinnur tók virkan þátt í
ýmsum félagsstörfum og var m.a.
stofnandi Verkstjórafélagsins
Þórs og Meistarafélags járniðnað-
armanna í Reykjavík. Sat hann í
stjórn síðarnefnda félagsins um
skeið sem ritari.
Þar sem Guðfinnur fór var
aldrei nein lognmolla. Var til þess
tekið, af þeim, sem til þekktu, hve
stórhuga og djarfhuga hann var í
mörgum sínum framkvæmdum.
Upp í hugann kemur mér kanad-
íski tundurspillirinn, sem hann
keypti á vegum Keilis á stríðsár-
unum síðari. Hafði skipið strand-
að á Viðeyjartagli og var ónýtt
talið, en Guðfinnur og félagar
hans náðu því út og renndu upp í
fjöru við Gelgjutanga. Gerðu
Keilismenn sér mikinn mat úr því,
sem í skipinu var, vélum og
vélahlutum margs konar og góð-
málmum ýmsum. Hygg ég, að þar
hafi fyrirtækið fremur hagnazt en
ekki, þó að mörgum hafi þótt nóg
um dirfskuna.
Nú þegar frændi minn, Guð-
finnur, er allur, geri ég mér fyrst
grein fyrir þvi, hve geysimiklum
fróðleik og reynslu hann bjó yfir á
sínu sérsviði. Reyndar hefur hann
í samtölum okkar miðlað mér
miklu, og fyrir það er ég honum
þakklátur. En hjá honum var svo
miklu meira af að taka, bæði
þekkingu og reynslu, sem mér og
öðrum hefði getað komið að miklu
gagni. Og fram til þess síðasta var
hann sístarfandi og hugurinn var
alltaf jafnfrjór. Um það bera vitni
þær mörgu greinar, sem eftir
hann hafa birzt í Sjómannablað-
inu Víkingi og annars staðar á
undanförnum árum.
Um leið og ég kveð frænda minn
með þessum fátæklegu línum mín-
um sendi ég Mörtu, börnum þeirra
hjóna, tengdabörnum og barna-
börnum mínar innilegustu samúð-
arkveðjur. þorbjörn Karlsson
Minning:
Jón Þ. Arnason
framkvæmdastjóri
frá Raufarhöfn
Við fráfall Jóns Þ. Árnasonar
mágs míns, sem andaðist 3. apríl,
vil ég minnast hans með nokkrum
orðum.
Dauðinn kemur ætíð óboðinn,
enda þótt skynsemin segi, að við
öllu megi búast.
Ekki fer hjá því, er náinn
ættingi og vinur hverfur úr lífi
manns fyrir fullt og allt, að ekki
myndist tómarúm. Það er erfitt að
sætta sig við og skilja, að Jón Þ.
Árnason sé horfinn og mikil er
eftirsjá fjölskyldunnar, þegar
þessi skemmtilegi mannkostamað-
ur er kvaddur.
Þegar Jón og Borghildur systir
mín stofnuðu heimili sitt á Rauf-
arhöfn, vorum við hinar systurnar
ógiftar. Strax varð heimili þeirra
okkar griðastaður. Þangað gátum
við sótt góð ráð og aðstoð, sem
ungt fólk þarfnast.
Þegar þau fluttu bú sitt til
Reykjavíkur urðu allir glaðir við
að fá þau í nágrennið og hefur
fjölskyldan alla tíð ratað á heimili
þeirra á Rauðalæk 73. Til hús-
bóndans hafa menn leitað með hin
margvíslegustu vandamál, og ætíð
hlotið einhverja úrlausn, í það
minnsta farið bjartsýnni á braut.
Á Rauðalæk var gaman að koma.
Þar fundu allir að þeir voru
velkomnir og þar leið öllum vel,
viðmót húsbænda var á þá lund.
Jón gegndi margháttuðum
störfum á sinni ævi, öllum af
sama myndarskap og dugnaði.
Þekktastur er hann fyrir störf sín
sem síldarsaltandi. Á þeim vett-
vangi var jafnan fjöldi ungs fólks,
sem starfaði með honum. Var þá
tekið til þess hversu ungur í anda
Jón var og hve auðvelt honum
reyndist að vinna hvers manns
traust, hvort heldur í hlut átti
viðskiptavinur eða starfsfólk.
Á síldarárunum leituðu ungl-
ingar í fjölskyldunni til Raufar-
hafnar í atvinnuleit. Oft fylgdu
með vinir og vinkonur í þá för. Jón
og Borghildur tóku á móti öllu
þessu fólki og greiddu götu þess á
alla lund. í dag minnast margir
þeirra góðu kynna, sem oft á
tíðum urðu að traustum vináttu-
böndum.
Jón Þ. Árnason var þeim kost-
um búinn að hann hafði bætandi
áhrif á umhverfi sitt. Þótt hann
væri ekki lærður sálfræðingur,
var hann ótrúlega fundvís á hæfni
hvers manns.
Við þökkum fyrir líf Jóns Þ.
Árnasonar. Hann var gleðigjafi og
hjálpsamur samferðamönnum
sínum. Hann var farsæll maður í
einkalífi og sáttur við Guð og
menn.
Systur minni og hennar fjöl-
skyldu bið ég Guðs blessunar.
Ása Guðmundsdóttir.
Á skömmum tíma hafa verið
höggvin stór skörð í hóp forvíg-
ismanna í síldarsöltun lands-
manna. Á rúmu misseri hafa þrír
stjórnarmeðlimir Félags síldar-
saltenda á Norður- og Austurlandi
fallið frá, þeir Kristinn Jónsson á
Eskifirði, Guðmundur Björnsson á
Stöðvarfirði og nú síðast Jón Þ.
Árnason frá Raufarhöfn, formað-
ur félagsins. Og í desember lézt
Björgvin Torfason, forstöðumaður
framleiðslumála hjá Síldarútvegs-
nefnd. Allir þessir menn létust
fyrir aldur fram og er af þeim
mikil eftirsjá.
Jón Þ. Árnason, framkvæmda-
stjóri, lézt á Borgarspítalanum í
Reykjavík 3. apríl. Hann var
fæddur á Ásmundarstöðum á
Meirakkasléttu 22. október 1915,
sonur Árna Stefáns Jónssonar,
bónda þar, og konu hans Þórhildar
Guðnadóttur frá Hóli á Sléttu.
Að loknu námi í Héraðsskólan-
um á Laugarvatni réðst Jón árið
1937 sem póst- og símstöðvarstjóri
á Raufarhöfn og gegndi því starfi
til 1951. Kaupfélagsstjóri á Rauf-
arhöfn var hann frá 1950 til 1963.
Árið 1951 hófu Raufarhafnar-
hreppur og Kaupfélag N-Þingey-
inga rekstur síldarsöltunarstöðvar
á Raufarhöfn og var Jón Þ.
Árnason ráðinn framkvæmda-
stjóri hennar. Fimm árum síðar
var hlutafélagið Borgir stofnað.
Byggði það nýja söltunarstöð á
Raufarhöfn. Félagið hóf einnig
síldarsöltun á Seyðisfirði árið
1960 og reisti þar nýja söltunar-
stöð 1962. Var Jón framkvæmda-
stjóri beggja stöðvanna og hlut-
hafi í félaginu. Árið 1962 byggði
Jón, ásamt Gunnari heitnum
Halldórssyni, söltunarstöð á
Vopnafirði og veitti Jón henni
einnig forstöðu. Allar þrjár stöð-
varnar voru starfræktar þar til
Norðurlandssíldin hvarf af miðun-
um norðanlands og austan 1969.
Umsvif Jóns voru því mikil á
þessum árum, enda var hann
afkastamikill og ósérhlífinn. Auk
alls þessa hlóðust á hann margs
konar störf í þágu sveitarstjórnar
og annarra félagsmála á Raufar-
höfn.
Árið 1954 stofnuðu síldarsalt-
endur á Suður- og Vesturlandi
með sér félagsskap til þess að
gæta hagsmuna sinna í málum
sem voru utan verksviðs Síldar-
útvegsnefndar. Félagið var stofn-
að í samráði við skrifstofu Síldar-
útvegsnefndar í Reykjavík. Upp-
bótakerfið fræga var þá enn við
lýði og saltsíldin látin greiða niður
aðrar fiskafurðir. Tveim árum
síðar stofnuðu síldarsaltendur á
Norður- og Austurlandi samskon-
ar félag í sama tilgangi. Voru þeir
Sveinn heitinn Benediktsson og
Jón Þ. Árnason meðal helztu
hvatamanna að stofnun félagsins
og báðir kosnir í stjórn þess. Er
Sveinn Benediktsson lét af for-
mennsku, að eigin ósk, árið 1969,
var Jón einróma kjörinn formaður
og gegndi hann því starfi alla tíð
síðan.
Það var skömmu eftir stofnun
þessa félags að kynni okkar Jóns
hófust fyrir alvöru. Mér varð þá
ljóst, að þar var enginn meðal-
maður á ferðinni. Báðir höfðum
við megnustu andúð á því siðleysi
sem uppbótakerfið hafði í för með
sér og þykir mér rétt að minnast
þess nú, að síldarsaltendafélögin
áttu drjúgan þátt í að fyrirkomu-
lag þetta í útflutningsverzlun
landsmanna var afnumið. Enda
þótt við Jón værum ekki alltaf
sammála um leiðir í baráttunni
fyrir jafnrétti þessarar atvinnu-
greinar, sem við vorum í forsvari
fyrir, tókst með okkur vinátta sem
entist alla tíð síðan.
Árið 1968 var Jón Þ. Árnason
kjörinn aðalfulltrúi Félags síldar-
saltenda á Norður- og Austurlandi
í Síldarútvegsnefnd og starfaði
hann þar af miklum dugnaði til
síðustu stundar.
Jón Þ. Árnason var einn þeirra
mörgu íslendinga, sem heillaðist
af síldinni og allri þeirri athafna-
semi og því fjölbreytta mannlífi
sem jafnan hefur fylgt þessum
atvinnuvegi. Það var því mikið
áfall fyrir hann, eins og fjölda
annarra, er hrunið mikla varð á
norsk-íslenzka síldarstofninum.
En Jón var ekki á því að gefast
upp þótt á móti blési. Hann
fluttist búferlum til Reykjavíkur
og hóf síldarsöltun í Þorlákshöfn í
félagi við fyrirtæki þar á staðnum.
Söltunarstöð þessari stjórnaði
hann af mikilli atorku þar til hann
lézt.
Það hefur í allmörg ár verið föst
regla hjá Síldarútvegsnefnd, að
fulltrúar frá síldarsaltendum, sjó-
mönnum og útvegsmönnum taki
þátt í öllum meiriháttar samn-
ingaviðræðum um sölu á saltaðri
síld. Það kom því mjög oft í hlut
Jóns Þ. Árnasonar að taka þátt í
slíkum viðræðum og samninga-
gerð, bæði hér heima og erlendis.
Hann reyndist ætíð traustur full-
trúi umbjóðenda sinna, enda var
hann glöggur og góðum gáfum
gæddur.
í einkalífi var Jón Þ. Árnason
mikill gæfumaður og hafði hann
oft orð á því við vini sína. Hann
kvæntist 1942 Borghildi Guð-
mundsdóttur frá Harðbak á
Sléttu. Þau eignuðust 5 börn, 3
dætur og 2 syni. Heimili þeirra,
bæði fyrir norðan og hér syðra,
var ætíð rómað fyrir gestrisni og
höfðingsskap.
Á skilnaðarstund munu þeir
sem störfuðu með Jóni Þ. Árna-
syni hafa margs að minnast frá
liðinni tíð. Sem einn úr þeim hópi
er mér ofarlega í huga hreinskilni
hans og karlmennska og ekki síður
glaðlyndi hans og sá hæfileiki að
koma auga á björtu hliðarnar á
málunum, þegar erfiðleikar steðj-
uðu að.
Við samstarfsmenn Jóns Þ.
Árnasonar og fjölskylda mín flytj-
um öllum aðstandendum hans
einlægar samúðarkveðjur.
Gunnar Flóvenz
Á morgun kveðjum við frænda
minn Jón Þ. Árnason, fram-
kvæmdastjóra frá Raufarhöfn.
Hann var fæddur á Ásmundar-
stöðum á Melrakkasléttu þann 22.
október árið 1915. Foreldrar hans
voru hjónin Árni Stefán Jónsson
og Þórhildur Guðnadóttir sem
bjuggu þá á Ásmundarstöðum en
síðar á Raufarhöfn og í Nesi. Jón
kvæntist þann 24. maí 1942 Borg-
hildi Guðmundsdóttur frá Harð-
bak á Melrakkasléttu og eignuðust
þau fimm börn. Elst er Hildur,
fædd 1947, þá Margrét fædd 1949,
gift Sigurði Arnórssyni og eiga
þau tvö börn, Árni Stefán, fæddur
1951 sem á fyrir konu Elínu
Pálsdóttur og tvíburarnir Jón Þór
og Jakobína, fædd 1960. Fjölskyld-
an bjó fyrst á Raufarhöfn, en
flutti suður til Reykjavíkur haust-
ið 1963.
Jón Þ. Árnason var öllum eftir-
minnilegur sem hann hittu. Hann
átti sérstaklega auðvelt með að
umgangast fólk á glaðlyndan og
hressilegan hátt og kom það sér
oft vel í starfi hans þegar mikið
var umleikis. Við vorum mörg
frændsystkinin em dvöldum lang-
dvölum á vegum Borghildar og
Jóns á Raufarhöfn. Frá þeim
árum eigum við fjölmargar minn-
ingar, tengdar höfðingsskap og
hlýju þeirra hjóna eða ýmsu bralli
með systkinunum. Sem unglingar
komum við i atvinnuleit og Jón
greiddi götu okkar á sjálfsagðan
og eðlilegan hátt. Hann sagði
okkur til syndanna og siðaði okkur
til, ef því var að skipta, eins og við
værum hans eigin börn, sem sum
okkar nánast voru yfir sumar-
mánuðina. Seinna lá leiðin á
Rauðalækinn og þangað var alltaf
jafn gott að koma enda gestkvæmt
af ungu fólki sem kunni vel að
þiggja góðgerðir og spjalla við
húsráðendur um alla heima og
geima.
Það sópaði að Jóni Þ. Árnasyni
þar sem hann kom. Við sem vorum
á Lónsleik á dögunum og skemmt-
um okkur konunglega undir
hressilegum ræðum Jóns, eigum
erfitt með að hugsa okkur það að
hann sé horfinn á braut. Þó er
þetta leiðin okkar allra en eftir
lifa bjartar minningar.
Það er mikill missir að slíkum
manni sem Jóni Þ. Árnasyni. Við
söknum hans mikið en hugurinn
er þó hjá þeim á Rauðalæknum,
Borghildi, móðursystur og börn-
unum. Þau hafa misst mikils. Það
finnum við best sjálf.
Sæmundur Rögnvaldsson
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAGERÐ
AÐALSTR/CTI • - SlMAR: 17152-17355
Vönduö vara viö vægu
veröi.
Má vísa
yóurá dyr
meö vönduöum
inni- og útihuröum
Fulljámaöar
huröir frá
kr. 642-
afhentar sam-
dægurs.