Morgunblaðið - 12.04.1981, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 12.04.1981, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 HIMINN og JÖRÐ Ágúst Guðmundsson Ævisaga sólarinnar Líkt og mannfólkið fæðast sól- stjörnurnar, lifa og deyja. Sólin er þar engin undantekning. Talið er að hún hafi myndast úr miklu geimskýi, ásamt reikistjörnunum og öðrum fylgihnöttum, fyrir tæp- um 5000 milljónum ára, og eigi eftir að lifa rólegu lífi í annan eins tíma. Að þeim tíma liðnum tekur sólin að þenjast út og verður að rauðri risastjörnu, sem nær lang- leiðina út að og jafnvel út fyrir jarðbrautina. Risastigið verður þó fremur skammvinnt, og að því loknu dregst sólin saman i lítinn hvítglóandi hnött; svo kallaðan hvítan dverg. Á milljörðum ára kólnar hvíti dvergurinn hægt niður, þar til ekki verður annað eftir af sólu en lítill ljóslaus hnöttur; svartur dvergur. FÆÐING SÓLAR Sólin er aðeins ein af 100 þúsund milljón sólstjörnum Vetr- arbrautarinnar. Hún er gul að lit, með yfirborðshitastig um 6000°C og að öllu leyti ósköp venjuleg stjarna. Auk stjarna inniheldur Vetrarbrautin gas og ryk: gasið er aðallega vetni en rykið saman- stendur af ýmsum föstum ögnum, svo sem grafíti og kísilsambönd- um. Gasið og rykið er að verulegu leyti aðgreint í einstök ský eða þokur innan Vetrarbrautarinnar. Ein slík geimþoka er Sverðþokan fallega í miðju sverði risans Óríons. Sverðþokan er dæmigerð fyrir geimský, sem stjörnur þétt- ast úr, og því er rétt að líta aðeins nánar á hana áður en rætt er um myndun sólarinnar sjálfrar. Sverðþokan er aðeins bjartasti hluti mun stærri þoku, og stjörnu- fræðingar hafa veitt henni sér- staka eftirtekt nú síðari árin vegna þess að í henni eru mjög ungar stjörnur. Þessar ungu sól- stjörnur eru ef til vill ekki nema nokkur hundruð þúsund ára, sem telst mjög ungt á stjarnfræðilegan mælikvarða. En það eru ekki bara þessar ungu stjörnur, sem vakið hafa athygli stjörnufræðinga, heldur virðist Sverðþokan einnig innihalda gashnoðra, sem eru að verða að stjörnum. Jafnvel telja sumir stjörnufræðingar að ein- stakir hnoðrar kunni að þróast í raunverulegar stjörnur á næstu 20 árum! En þá megum við ekki gleyma þvi, að það sem við sjáum gerast í Sverðþokunni á næstu áratugum eru í raun löngu liðnir atburðir. Sverðþokan er 1500 ljós- ár í burtu frá jörðu, en ljósár er sú vegalengd sem ljósið fer á einu ári (um 9,5 milljón milljón km). Af þessu leiðir, að við sjáum Sverð-[ þokuna eins og hún leit út fyrir 1500 árum: ljósið sem sjónaukar okkar nema lagði af stað frá Sverðþokunni fyrir 1500 árum. Sama er að segja um önnur fyrirbæri himingeimsins: Þau eru öll gömul í þeim skilningi, að þau birtast okkur eins og þau litu út þegar ljósið (eða önnur rafsegul- Agúst Guðmundsson, sem skrifar meðfylgj- andi grein í flokki okkar „Himinn og Jörö“, kenn- ir störnu- og jaröfræði við Menntaskólann við Sund. Hann er einnig ritari Stjörnuskoðunar- félags Seltjarnarness. geislun), sem tæki á jörðu nema í dag, lagði af stað frá þeim. Og því fjær sem fyrirbærin eru þeim mun eldra er ljósið frá þeim, og því aftar í tímann erum við að skyggnast. Með rannsóknum á geimskýjum eins og Sverðþokunni, og með tilraunum og reikningum, hafa menn gert sér grein fyrir helstu atriðum í myndunarsögu sólarinn- ar. Hún er í stuttu máli þessi: Geimský á sveimi í Vetrarbraut- inni tekur að dragast saman vegna þyngdaraflsins. Þegar samdrátt- urinn hefur náð ákveðnu stigi, leysist skýið upp' í aðgreinda gashnoðra, líkt og er og hefur verið að gerast í Sverðþokunni. Fyrstu hnoðrarnir eru mjög stórir og efnismiklir, en við aukinn samdrátt brotna þeir niður í sífellt smærri hnoðra; þar til efnismagn eða massi þeirra er orðinn áþekkur massa sólarinnar. Þótt massi hnoðrans, sem myndar sólu, sé á þessu stigi litlu meiri en núverandi massi sólar, þá er stærðin svo mikil að allt sólkerfið gæti rúmast inni í hon- um. Nú tekur sjálfur hnoðrinn að dragast saman og þéttist hraðast í miðjunni. Miðjan aðgreinist síðan smám saman og verður að frum- sól. Við samdráttinn eykst snún- ingshraði hnoðrans og hann flest út í disk. Einnig hitnar hann vegna þess að hreyfiorkan breytist í varma, og hann hitnar mest í miðjunni því þar er þéttingin örust. Þegar miðhlutinn, þ.e. frumsól, nær hitastiginu 10 millj- ón gráður í kjarna sínum, tekur frumefnið vetni að breytast eða brenna yfir í frumefnið helíum í miklu magni. Við þetta efnahvarf losnar varmi, sem eykur þrýsting- inn inni í frumsól þar til hann vegur upp á móti þyngdarkraftin- um, en þá hættir hún að dragast saman. Þegar þessu stigi er náð, telst frumsól orðin að raunveru- legri sólstjörnu, þ.e. núverandi sól er fædd. Allt fósturstig sólar, frá því samdrátturinn í gasskýinu hófst og þar til honum lauk með myndun sólar, hefur að líkindum tekið tæp 30 milljón ár. Þegar hér er komið sögu hefst eiginlegt líf sólar, sem nú skal vikið að. LÍF SÓLAR Næstu 10 ármilljarðana lifir sólin rólegu lífi: hún hefur þegar lifað um helming þess tíma, og er því miðaldra. Allan þennan tíma hefur hún þó verið að stækka og hitna: radíusinn var skömmu eftir fæðingu 4% minni en í dag, yfirborðshitastigið 10% minna, og birtan frá sólu 38% minni. Að auki var hitastigið í kjarna sólar „aðeins" 10 milljón gráður, en er í dag 14 milljón gráður. Sólin var því kaldari (rauðari), minni og daufari þegar hún fæddist en hún er í dag. Þessi þróun mun halda áfram: eftir nokkra ármilljarða mun sólin verða stærri og heitari en hún er í dag, og þar af leiðandi Sveröþokan í atjörnumerkinu Oríon. í geimþokum aem þeaaari myndaat aólatjörnurnar. i Sveröþokunni eru nýmyndaöar atjörnur, og aö auki eru þar gaahnoörar, aem viröaat vera aö þróaat í atjörnur. SUN <864,000 MILE8) WHITK OWMtF í-10,000 MLE8) 8E0 QUNT (200,000j000 MILE8) Myndin sýnir sólina eins og hún er í dag, og til samanburðar stærð hennar þegar hún ar orðin að rauöum risa, og svo loks þegar hún hefur dregist saman í hvítan dverg. Eins og sést er stæröarmunurinn gífurlegur, en efnismagniö helst svipað. Plónetuþoka í Vatnaberanum. Á þennan hótt mun aólin enda líf sitt: þeyta fró aór ystu lögunum og dragast siöan saman ( hvítan dverg. Hvíti dvergurinn í miöjunni er afar heitur, en lítió staarri en jörðin. Þokur eine og þessi leysast upp ó nokkrum tugum órþúaunda. mun bjartari. Vegna hærra yfir- borðshitastigs verður hún ekki lengur gul eins og í dag, heldur gulhvít. Þann tíma sem hún lifir rólegu lífi brennir hún stöðugt vetni yfir í helíum í kjarna sínum. Kjarninn breytist því smám saman úr vetni yfir í helíum, nema yst þar sem vetni verður enn til staðar. Þar sem hitastigið í kjarnanum er ekki nógu hátt til að brenna helíum yfir í þyngri frumefni, verður engin orkuframleiðsla í honum. Þegar tekur fyrir orkulosunina í kjarnanum dugar innri þrýstingur hans ekki lengur til að vega upp á móti þyngdarkraftinum, svo hann dregst saman. Við samdráttinn hitnar kjarninn og einnig vetn- isskelin í kringum hann, og brennsla vetnis í skelinni verður því mun hraðari en áður. Sú mikla umframorka sem þannig losnar veldur því, að innri þrýstingur sólar vex mjög og þenur hana út í risastjörnu; rauðan risa. RAUÐUR RISI Sólin þenst út þar til þvermál hennar er álíka og þvermál braut- ar reikistjömunnar Merkúr, en þar stöðvast útþenslan þegar hita- stig kjarnans nær 100 milljón gráðum og brennsla á helíum hefst. Við brennslu helíums mynd- ast smám saman nýr kjarni úr I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.