Morgunblaðið - 12.04.1981, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981
47
Frumsýnir söngleikinn
„Loft“ eftir Odd Björnsson
Leiklistarklúbhur Mennta-
skólans i Kópavogi frumsýnir
sönKÍeikinn „Loft“ eftir Odd
Björnsson í félansheimili Kópa-
vogs, þriðjudaginn 14. april.
Leikritið er nú sýnt í 4. skipti
hér á landi, en það var fyrst sýnt í
Þjóðleikhúsinu í kringum 1960.
Auk leikaranna tekur 7 manna
jazzband, strengjakvartett og kór
MK þátt í uppsetningu söngleiks-
ins. Tónlistin í leikritinu var
sérstaklega samin af Gunnsteini
Ólafssyni og meðlimum jazz-
bandsins fyrir þessa uppsetningu,
en textarnir eru eftir Kristján
Árnason.
Önnur sýning verður á miðviku-
dagskvöldið 15. og þriðja sýning
verður laugardaginn 18. og eru
þær allar í félagsheimili Kópa-
vogs.
Meðal gesta á frumsýningunni
verður höfundurinn, Oddur
Björnsson. Leikstjóri er Sólveig
Halldórsdóttir. Ljósameistari er
Lárus Björnsson. Aðalhlutverk
leika: Þór Heiðar Ásgeirsson,
Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir,
Hulda Björnsdóttir, Skúli Rúnar
Hilmarsson og Sigfús Aðalsteins-
son.
Frá æfingu leiklistarklúbbs MK.
Fyrirlestur um franska nútimalist
FRANSKI listamaðurinn Claude
Verdier flytur fyrirlestur um nú-
tímalist 1 franska bókasafninu,
Laufásvegi 12. mánudaginn 13.
april kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefn-
ir hann: „Regards sur la peinture
moderne“. Fjallað verður um
nokkrar helstu stefnur í nútima-
myndlist, þ.á m. impressjónisma,
kúbisma, súrrealisma og abstrakt-
list.
Claude Verdier fæddist í París
1932, og stundaði þar nám í málun,
grafík og listasögu. Hann hefur
stundað kennslu í teikningu og
listasögu um árabil og jafnframt
unnið sem teiknari við útgáfu ým-
issa kennsiubóka og vísindarita.
Verdier hefur ritað yfir 100 greinar
um listamenn frá ýmsum tímum
fyrir „Dictionnaire Universel de
I’Art et des Artistes“, og á síðustu
árum hefur hann starfað sem list-
ráðunautur franska sjónvarpsins.
Verdier flytur fyrirlestur sinn á
Claude Verdier
frönsku og mun auk þess sýna
litskyggnur. Allir eru velkomnir.
(Alliance Francaise)
okkar. Þótt veturinn væri harður
og kaldur, þá var hann farsæll á
Skólavörðuhæðinni, og við vonum,
að vorið og sumarið verði farsælt
einnig," sagði Hermann Þor-
steinsson að lokum.
Biskupinn yfir Islandi, herra
Sigurbjörn Einarsson, var meðal
gesta á blaðamannafundinum.
Hann sagði, að draumur væri að
rætast á Skólavörðuholti, hægt og
hægt, en hann ætti eftir að rætast.
Hann sagði, að Hallgrímskirkja
hefði verið reist með tvær hendur
tómar. „Reiknislega má segja, að
farið hafi verið út í þetta af
fávitaskap, en það hefur verið
haldið í horfinu af óvenjulegum
þráa,“ sagði biskup. Hann líkti
kirkjubyggingarsjóðnum, sem
aldrei hefur tæmst alveg, við krús
ekkjunnar fátæku í Saretta. Hún
lifði í mikilli fátækt og átti ekkert
nema mjölhnefa í krús. Spámaður
settist að hjá henni og aldrei
tæmdist úr krúsinni. „Hermann
hefur krúsina, og hann hefur lag á
því að fá hollar kvenhendur til að
dreypa korni í hana,“ sagði biskup.
Smiðir að störfum uppi i Hallgrimskirkju. Má sjá undirstöðu einnar
kirkjuhvelfingarinnar.
Yuri Gagarín ásamt eiginkonu sinni, Valentínu, og sjö mánað
gamalli dóttur sinni, Galochka.
Tekið á móti Gagarin á Keflavikurflugvelli i júli 1961. Börnin á myndinni eru sovézk.
Ljósm. Mbl. ÓI.K.M.
Tuttugu ár frá
geimflugi Gagaríns
Moskvu, 12. april. AP.
ÞESS ER nú minnst með
ýmsum hætti í Sovétríkjunum,
að 20 ár eru liðin frá því að
Yuri Gagarin fór fyrstur
manna út i geim, en það var
12. april 1961 að geimfari hans
var skotið á loft.
Af þessu tilefni minnast
Sovétmenn geimaíreka sinna
með ýmsum ha-tti. Hefur
geimflugs Gagaríns oftlega
verið getið í útvarpsþáttum
upp á síðkastið. en það varaði i
108 mínútur. Ilafa Sovétmenn
minnt rækilega á i þessu
sambandi, að allt frá ferð
Gagaríns hafi þeir sent mönn-
uð geimför á braut til
skemmri eða lengri tíma, nú
siðast með þátttöku geimfara
frá öðrum þjóðum.
Sovézka sjónvarpið sýndi fyrir
skömmu fyrstu heimildakvik-
myndina um afrek Gagaríns og
margar eiga eftir að fylgja í
kjölfarið, bæði um hið sögulega
flug hans og síðari geimferðir
Sovétmanna. Gert var ráð fyrir
að halda útifund í miðborg
Moskvu 10. apríl og útihljómleika
til að minnast geimferðar hans.
Geimfarar, sem nú dveljast um
borð í Salyut-6 geimvísindastöð-
inni, minntust Gagaríns í sjón-
varpssendingu til jarðar, og
æðstu menn sovézku geimferða-
stofnunarinnar, sem venjulega
eru ekki að flíka með áætlanir
stofnunarinnar, sögðu, að Vlad-
imir Kovalyonok og Viktor Sa-
vinkh myndu dveljast í Salyut-6
fram yfir 12. apríl í tilefni þess að
tuttugu ár væru liðin frá geimför
Gagaríns.
Frá því að far Gagarns hóf sig
á loft fyrir tuttugu árum, hafa
Sovétmenn sent alls 52 geimfara
á loft, þar af átta frá bandalags-
ríkjum sínum.
Sovétmenn sendu konu, Valent-
inu Tereshkovu, á loft í júnímán-
uði 1963, og er hún eini kvengeim-
farinn til þessa. Tereshkova fór
alls 48 ferðir umhverfis jörðu í
geimfari sínu.
Þá var sovézki geimfarinn Al-
exel Leonov fyrsti geimfarinn
sem fór í „geimgöngu" utan við
geimfar sitt, en það var í marz
1968. Hann var fyrir utan Vos-
khod-2 geimfar sitt í 12 mínútur.
Leonov var leiðangursstjóri sov-
ézka geimfarsins, sem átti
stefnumót við bandarískt
Apollo-geimfar í júlí 1975, en það
var síðasta mannaða geimfar
Bandaríkjanna þar til að geim-
skutlunni verður skotið á loft, en
það átti að gera á þessum tíma-
mótum, þ.e. í dag, 12. apríl.
Loks er þess að geta, að sovézk-
ir geimfarar hafa dvalið lengur í
einu úti í geimnum, en bandarisk-
ir geimfarar, en þann 11. október
siðastliðinn lauk 185 daga dvöl
Valery Tyumins og Leonids
Popovs um borð í SaIyut-6 geim-
vísindastöðinni. Þess má geta, að
Ryumin var einnig 175 daga um
borð í sömu stöð árið 1979.
I náinni framtíð hyggjast Sov-
étmenn skjóta á braut um jörðu
enn stærri, flóknari og fullkomn-
ari geimvísindastöðvum. Hyggj-
ast þeir senda geimfara þangað
með stuttu millibili í vísinda-
skyni.
Yuri Gagarín, fyrsti geimfar-
inn, lézt í flugslysi 27. marz 1968.
Hann var tveggja barna faðir.
Var honum reistur minnisvarði í
Moskvu. Gagarín hafði stutta
viðkomu á Keflavíkurflugvelli 23.
júlí 1961, eða liðlega þremur
mánuðum eftir geimflug sitt. Var
hann á leiðinni til Kúbu ásamt
fjölmennri sovézkri sendisveit í
boði Castrós forseta.
Gagarin á fundi með islenzkum blaðamönnum á Keflavíkurflug-
velli í júli 1961.