Morgunblaðið - 12.04.1981, Page 1

Morgunblaðið - 12.04.1981, Page 1
Sunnudagur 12. apríl 1981 Bls. 49—80 Texti: Jakob F. Ásgeirsson Myndir: Tómas Jónsson Þad var furðuleg sjón, þegar Jón Konráðsson opnaði dyr sinar fyrir blaðamanni. Lítill skarplegur kall birtist í gættinni, snjóhvítur í framan og með húfu á höfði, klæddur þykkri ullarpeysu og náttbuxum, í togsokkum og með skóhlifar á fótum. Þetta var Jón Konráðsson og Sauðfjárverndin. — Ég leyfði þér að koma útaf Sauðfjárvemdinni, segir hann: Stutt spjall gæti orðið gott innlegg í Sauðfjárverndina. Ég hefði kannski viljað segja þér dýrasögur, þau eru elskuleg blessuð dýrin, en við skulum bara halda okkur við Sauðfjárvemdina. Jón Konráðsson er orðinn gamall maður. Hann býr einsamall í litlu húsi við Smáratún á Selfossi, farinn að heilsu. Gengur yið tvo stafi, en liggur annars mestan part sólarhrings í bæli ‘ sinu. — Ég nota alltaf höfuðfat, segir hann: svo mér verði ekki kalt á höfðinu. Öðruvísi rynni blóðið ekki nóg til heilans. En blessaður skrifaðu það ekki. Við skulum halda okkur við Sauðfjárverndina. •xtoOtöW'"' ;53»r *d»nt« Vorið 1965 gerði Jón Kon- ráðsson, fyrrverandi barnakennari og skrif- stofumaður, sem þá lá á sjúkrahúsinu á Selfossi, það áheit, að auðnaðist honum að sleppa þaðan lifandi skyldi líf hans það- anífrá helgað sauðkindinni. Jón Konráðsson lifði og flutti heim og lifir enn. Kraftar hans og fjár- munir hafa nú í sextán ár runnið til velferðar sauðfjárins i þessu landi. Jón Konráðsson hóf að skrifa pistla i blöð og tímarit, og árið 1967 voru fyrstu áminningar hans fluttar í hljóðvarpi landsmönnum til eftirbreytni og sauðkindinni til bjargar. — Sauðfé hefur marg- þættan tilgang í voru lífi; menn- ingarlegan, mannúðlegan og fjár- hagslegan, stendur á bókum Jóns Konráðssonar. Hann hefur látið skrá í stuttu máli sögu Sauðfjárverndarinnar. Þar segir: Tilgangurinn með stofnun Sauðfjárverndarinnar var og er þessi: 1. Að hvetja sauðfjáreigendur til bættrar meðferðar og hirðingar á sauðfénu og skal gera það með áminningum í útvarpi og stuttum blaðagreinum. 2. Að benda á tjón það og þján- ingar sem rándýr (refir og mink- ar), svo og vargfuglar, valda árlega. Og sýna fram á nauðsyn þess, að nefndum skaðvöldum verði fækkað. 3. Að brýna fyrir ökumönnum vélknúinna ökutækja að aka var- lega á vegum úti, sérstaklega eftir að búið er að sleppa sauðfé á vorin. 4. Að verðlauna þá menn sem skara framúr við eyðingu refa — og sitja eldri menn fyrir í því efni, að öðru jöfnu. SJÁ NÆSTU SÍÐU 1 og hans hugsjón...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.