Morgunblaðið - 14.04.1981, Page 1

Morgunblaðið - 14.04.1981, Page 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 87. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Geimfer jan undirbýr háskalega lendingu John Young með gleraugu um borð í Columbiu á mánudagsmorgni. Ilann og félagi hans, Robert Crippen. voru vaktir af værum svefni með kúreka- lagi. sem nú er mjög vin- sælt fyrir vestan og fjallar um Columbiu og ævintýrið í kringum hana. CanaveralhoíAa. Florida. 13. apríl. AI\ FERÐ Kcimferjunnar Columhia hefur gengið snurðulaust ok áhöfnin hóf í dag undirbúninK hinnar hættuleKU lendingar á mornun. þettar reyna mun á hæfni geimskutlunnar til að fljúga klakklaust inn i Kufuhvolfið ok lenda eins ok fluKvél. Enn ríkir nokkur vafi um hvort hitavarnarflísar neðan á Columbia séu óskemmdar og það hefur aukiö þá spennu, sem ríkir fyrir lending- una. Hingað til hefur allt gengið eins og í sögu. „Eini gallinn er að verða að lenda," sagði John Young, yfir- maður ferðarinnar. Young sagði George Bush vara- forseta í samtali við Hvíta húsið að „geimskipið stæði sig frábærlega vel“. Allir þeir sem standa að tilrauninni eru sammála um þetta. „Ég held að ferð ykkar muni vekja hrifningu og auka framsýni í land- inu,“ sagöi Bush og bætti því við að í Hvíta húsinu yrði fylgzt af miklum áhuga með -fluginu inn í gufuhvolfið og lendingunni. Young og Robert Crippen, félagi hans, eiga að lenda kl 1.28 að staðartíma (1828 gmt) í Edwards- flugstöðinni í Kaliforníu. Útlit er fyrir heiðskírt veður og golu þegar Columbia lendir. Þar sem saknað er tveggja hita- varnarflísa skutlunnar og tugir flísa ofan á geimskipinu hafa skemmzt tók flugherinn nákvæmn- ismyndir af belgnum þegar geim- ferjan fór yfir Hawaii. Myndirnar virtust sýna að allar flísarnar væru á sínum stað, en ský skyggðu á og niðurstaða myndarannsóknarinnar var ekki ótvíræð. Sérfræðingar rannsökuðu myndsegulbönd og myndir teknar með fjarlægðarlins- um, en ekkert sást athugavert. „Við höfum mikinn áhuga á að skilja hvað gerðist, en menn hafa enn engar áhyggjur," sagði Charles Redmond, talsmaður geimvísinda- stofnunarinnar NASA. Hann taldi ekki að geimfararnir væru í lífs- hættu og sagði að hér væri alls ekkert stórvandamál á ferðum. Fyrstu nóttina var dálítið kalt í Columbia, en starf geimfaranna hefur gengið svo vel að þeir eru á undan áætlun og Young hafði á orði að yfirmaður þeirra, Chris Kraft, ætti að gefa þeim frí það sem eftir væri dagsins. Sjá biS- 18 og 19> Fá ekki að hitta Hess Herlin. 13. apríl. AP. Sovézkir embættismenn neituðu i Hess. staðgengils Adolf Hitlers, að elsi, þar sem hann liggur veikur af Wolf-Rudiger Hess sagði að hann, kona hans og börn hefðu reynt að fá sérstakt leyfi til að heimsækja hann, þar sem þau teldu að líf hans væri í hættu. Hess var fluttur í nálægt brezkt hersjúkrahús á þriðjudag í síðustu dag að leyfa fjölskyldu Rudolfs heimsækja hann i Spandau-fang- lungnabóígu. viku og samkvæmt skýrslu um líðan hans á föstudaginn var hann á góðum batavegi. Brezkir embættismenn neituðu að tala um yfirlýsingu Hess yngra og líðan Hess í dag. Walesa hvetur stjórnina til að samþykkja kröfur Varsjá. 13. april. AP. LECII WALESA skoraði á pólsku ríkisstjórnina í viðtali í aðalfrétta- tíma sjónvarpsins i kvöld að ganga að krofum verkamanna án þess að neyða þyrfti hana til þess með verkföllum. „Stjórnin verður að koma fram með eitthvað, sýna frumkvæði, án þess að við verðum að kreista það út úr henni,“ sagði hann. Viðtalið virðist vera fyrsta svar Walesa við samþykkt þingsins í síðustu viku, þegar hvatt var til þess að ekki yrði efnt til verkfalla í 60 daga. „Við verðum að hafa sterka ríkisstjórn og sterkt þing,“ sagði Walesa, en bætti því við að stjórnin yrði því aðeins sterk að hún stæði við það sem áður hefði verið samið um og þá yrði henni trúað. Hingað til höfum við orðið að knýja allt fram, sagði Walesa. Enn er óljóst hvort stjórnin hafi rift samkomulaginu um lausn verk- fallanna í fyrrasumar með sam- þykktinni á föstudaginn, eða hafi aðeins ályktað að ekki skyldi koma til verkfalla næstu tvo mánuði. Walesa bergmálaði athugasemd í kommúnistablaðinu Trybuna Ludu þess efnis, að samþykktin, sem væri einsdæmi, væri ekki samningsbrot, en betra væri að ekki þyrfti að koma til verkfalla. „Ég held að nóg sé komið af samningum ... við ættum ekki að gera fleiri, því að annars drukknum við í þeim,“ sagði Walesa. Hann bað ríkisstjórnina um skjótari viðbrögð. Annar æðsti maður Varsjár- deildar Samstöðu, Seweryn Jaw- orski, lýsti jafnframt yfir stuðningi við fjóra pólitíska fanga, sem verða leiddir fyrir rétt 27. apríl, og sagði að hreyfingin mundi halda blaða- mannafund með ættingjum fang- anna einni viku áður en réttarhöldin fara fram. Sjostakovitsj- feðgar í felum ENN HEFUR Maxim Sjosta- kovitsj, sovézki hljómsveitar- stjórinn. sem hað um pólitískt hæli fyrir sig og son sinn i V-Þýzkalandi á sunnudaginn var, ekkert viljað segja opin- berlega um þessa ákvörðun. Ekki er vitað um dvalarstað feðganna i V-Þýzkalandi, en myndin hér að ofan var tekin af hljómsveitarstjóranum. Sjá nánar á bls. 20. London. 13. aprll. AP. WILLIAM Whitelaw innanrikisráð- herra fyrirskipaði rannsókn i dag á ástaxiunum fyrir kynþáttaócirðun- um sem Keisuðu tvö kvöld i röð i blokkumannahverfinu Brixton i London. Óeirðir brutust enn út i hvcrfinu i kvold. er fjölmennur hópur svartra unKlinKa a-ddi um götunnar. og loKreKluliðsauki var sendur á vett- vanK- Jafnframt fordæmdi Margar- et Thatcher forsætisráðherra óeirð- irnar i sjónvarpsviðtali og kvað atvinnuleysi enKa afsökun. En leiðtogar Verkamannaflokksins sögðu að rannsóknin yrði aðeins yfirklór og mundi ekki draga úr fjandskap milli ungra, brezkra blökkumanna og hvítra lögreglu- manna. Whitelaw sagði á þingi að áfrýjun- ardómari mundi stjórna rann- sókninni, sem mundi beinast að því að kanna þær þjóðfélagslegu og efnahagslegu ástæöur er leiðtogar blökkumanna segja að séu undirrót aukinna kynþáttavandamála Bret- lands. En hægriþingmaðurinn Enoch Powell, sem í síðasta mánuði spáði Blökkumaður klappar félaga sínum sem var handtekinn eftir óeirðirnar í Brixton. 244 slösuðust og rúmlega 30 byggingar hrunnu til kaldra kola. Talið er að pólitiskir ofgamenn hafi komið óeirðunum af stað. „borgarastríði" í Bretlandi út af kynþáttavandamálinu, sagði í dag að vegna fyrirsjáanlegrar fjölgunar þeldökkra landsmanna væri þetta aðeins byrjunin. Nokkrir hægrisinnaðir þingmenn hvöttu til þess að innflutningur þeldökks fólks yrði bannaður og hvöttu til heimflutnings 1,9 milljóna þeldökkra íbúa Bretlands af 56 millj- ónum alls. Lögreglan segir að kyrrt sé í Brixton eftir óeirðirnar, en óttazt er að til nýrra óeirða muni komi þar sem róttækir blökkumannaieiðtogar hafa boöað útifund í hverfinu Nýskipuð „Vari:arnefnc Brixton” hvatti þeldökkt l'olk hvarvetna í Bretlandi að mæta. Sjá bls. 46. Rannsókn fyrirskipuð á óeirðunum í Brixton

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.