Morgunblaðið - 14.04.1981, Page 12
12
MORGUN’BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1981
Tilkynning
til hluthafa S.F.A. Akranesi
Þar sem ákveðin hefur verið útgáfa jöfnunarhluta-
bréfa í síldar- og Fiskmjölsverksmiðju Akraness hf.,
Akranesi, er hér með skorað á alla þá, sem telja sig
eiga eöa geta gert tilkall til bráðabirgðaskírteina eða
hlutabréfa í fyrirtækinu, að hafa samband við
skrifstofu fyrirtækisins að Akursbraut 13, Akranesi, í
síma 93-1755 fyrir 5. maí nk. og koma þannig á
framfæri athugasemdum sínum og frekari uþþl.
Lillý,
Laugavegi 62, sími 12535.
Drengjaspariföt
og kjólar
á 1 — 12 ára.
Káþur, leðurlíkisjakkar,
skírnarkjólar.
Skíðagallar í þáskaferðina á
5—14 ára.
Mikiö úrval af barnafatnaði.
Póstsendum.
Alltaf ódýrast og best að
versla í
Kaupfélög — Verzlanir
Mikiö úrval af portúgölskum sængurgjöfum og
ungbarnafatnaði nýkomið.
BABY MOON — umboðiö.
Heildverzlun Kára B. Helgasonar.
Hamarshúsinu viö Tryggvagötu.
Sími17130.
MORGUNBLAÐIÐMORG
MORGUNBLAÐIÐMOR
MORGUN^LAÐIÐMO*
MORGU
MORGIy
MORG/
MOP>
MOjg
MOPJ
MC\
MO)
MOP\
MOR(
MORG\
MORGj)
M«t
M(l
MC\
M0\
MOi\
MOR\
MOR(\
mcmj
MC/ 'n
//"
Blað-
burðar-
fólk
óskast
Austurbær
OIOMORGUNBLAÐiL)
■QMORGUNBLAÐIÐ
QGUNBLAÐIÐ
INBLAÐIÐ
Lindargata
Laugavegur frá 1-
Hringið í síma
33
35408
Míthcjvn;
MORGUKhC
MORGUNBLV—.-------XTmrrrrz^
MORGUNBLAOIbs'''""f/CífiZSh
V/
)IÐ
ÐIÐ
\ÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐMöv
fNBLAÐIÐMt
<5l>\OIÐ
■BLAÐIÐ
^LAÐIÐ
flBLAÐIÐ
/ONBLAÐIÐ
■UNBLAÐIÐ
/tGUNBLAÐIÐ
rRGUNBLAÐIÐ
Verzlunarráð íslands
stofnar réttarverndarsjóð
- til að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki
við að leita réttar síns gagnvart því opinbera
STJÓRN Verzlunarráðs íslands
ákvað á fundi sínum sl. mánudaK
að stofna sérstakan réttarvernd-
arsjóð í vörzlu ráðsins. TilganKur
með þessari sjóðstofnun er að
hvetja einstaklinKa og fyrirtæki
til að leita réttar síns fyrir
dómstólum gaKnvart ákvörðun-
um stjórnvalda ok annarra opin-
berra aðila. sem ætlað er að
brjóti KöBn ákvæðum lajja. reKlu-
Kerða eða stjórnarskrár. svo ok
hvers konar valdníðslu. sem
beint er gegn atvinnurekstri í
landinu.
í frétt frá Yerzlunarráði íslands
segir, að á undanförnum árum
hafa komið til kasta Verzlunar-
ráðsins æði mörg atvik, þar sem
ætla má, að lög stangist á við
ákvæði stjórnarskrárinnar, reglu-
gerðir eigi sér ekki stoð í lögum,
og opinberar ákvarðanir séu látn-
ar taka gildi án lögformlegrar
birtingar, og því miður verður
atvinnureksturinn í landinu iðu-
lega fyrir margs konar valdníðslu
af opinberri hálfu, sem sjaldnast
er andmælt eða skýrt frá opinber-
lega. Vegna kostnaðar við rekstur
mála fyrir dómstólum hefur
margur orðið að láta kyrrt liggja,
þótt hann teldi brotinn á sér rétt.
Til sjóðsins er stofnað með 5000
króna stofnframlagi af hálfu
Verzlunarráðsins, sem síðar verð-
ur aukið við, en einnig skal
sjóðurinn byggður upp á frjálsum
framlögum einstaklinga og fyrir-
tækja auk þess sem við rekstur
einstakra mála verður leitað eftir
framlögum þeirra samtaka at-
vinnugreinar eða greina, sem
einkum eiga hagsmuna að gæta
við úrlausn viðkomandi máls, eins
og segir í reglugerð fyrir sjóðinn.
Aðalfundur Sveinafélags húsgagnasmiða:
Félagsmenn vinni ekki við
samsetningu eða uppsetningu
á innfluttum húsgögnum
AÐALFUNDUR Sveinafélags hús-
gagnasmiða var haldinn fyrir
skommu og var Hailgrímur G.
Magnússon kjörinn formaður.
Varaformaður var kjörinn Kári
Kristjánsson. ritari Hilmar Sig-
urðsson. gjaldkeri Bolli A. Ólafs-
son. varagjaldkeri Jón Þorvalds-
son og í varastjórn þau Birgir
Guðmundsson og Kristín Ragnars-
dóttir. A fundinum voru eftirfar-
andi ályktanir samþykktar.
Aðalfundur Sveinafélags hús-
gagnasmiða haldinn 25.3. '81 lýsir
yfir þungum áhyggjum vegna stöð-
ugt vaxandi innflutnings húsgagna
og innréttinga, sem framleiða má
hér innanlands. Fundurinn vill því
hvetja stórnvöld til aðgerða, sem
snúi þessari þróun við. Það hlýtur
að samræmast stefnu stjórnvalda í
atvinnumálum, að koma í veg fyrir
jafn taumlausan innflutning og
verið hefur í þessu efni, því at-
vinnuöryggi þess fólks, sem við
húsgagnaiðnaðinn vinnur, er í veði.
Aðalfundurinn vill jafnframt
skora á féiagsmenn Sveinafélags
húsgagnasmiða að vinna ekki við
samsetningu eða uppsetningu inn-
fluttra húsgagna og innréttinga.
Aðalfundur Sveinafélags hús-
gagnasmiða, haldinn 12.3. ’81, sam-
þykkir eftirfarandi: Þar sem grun-
ur leikur á að þeir erlendu ráðgjaf-
ar, sem að undanförnu hafa starfað
við ýmis hagræðingarverkefni í
húsgagnaiðnaðinum, hafi hvatt for-
svarsmenn fyrirtækja til að segja
húsgagnasmiðum upp störfum felur
fundurinn stjórn félagsins að láta
rannsaka málið. Ef þessi grunur
reynist réttur skal stjórnin boða til
fundar þar sem tækifæri gefst til að
ræða um viðbrögð og ráðstafanir af
hálfu félagsins, sem koma í veg
fyrir uppsagnir af slíkum orsökum.
Aðalfundur Sveinafélags hús-
gagnasmiða, haldinn 25.3. '81, sam-
þykkir eftirfarandi: Um leið og
fundurinn fagnar ýmsum þeim
ávinningum, sem unnist hafa fyrir
tilstuðlan stjórnvalda í félagslegum
réttindamálum iaunafólks, vill
fundurinn vara stjórnvöld við
hverskonar afskiptum af kjara-
samningum, sem leiða til kjara-
skerðingar, eða breyta gerðum
samningum. Afskipti af því tagi,
sem stjórnvöld gripu til um síðast-
liðin áramót eru um margt óeðlileg
og gætu gefið tilefni til enn frekari
afskipta stjórnvalda af kjaramálum
með ófyrirséðum afleiðingum. Sam-
tök launafólks þurfa að geta treyst
því, að samningar, sem gerðir eru
við atvinnurekendur, og ríkisvaldið
hefur reyndar áhrif á að meira eða
minna leyti, geti staðist eftir undir-
ritun án afskipta utanaðkomandi
aðila á samningstímanum.
Neytendasamtökin á Akureyri og nágrenni:
Lokun Iðunnar þýðir veru-
lega verðhækkun á skóm
Nú er svo komið að engir tollar
eru á skóm frá þessum löndum en
16% frá öðrum. Árið 1978 voru
tollar á skóm frá EFTA-löndunum
13%, en 31% frá þeim löndum sem
standa utan bandalagsins. Kven-
skór frá EFTA-rtki sem kosta kr.
308 út úr búð mundu kosta kr. 354
ef á þá væri lagður 13% tollur.
Stjórn NAN óttast að ef til
lokunar Iðunnar komi muni skór
hækka verulega í verði, því líklegt
er að skór verði aftur tollskyldir.
Með þessu vill stjórn NAN
benda á að starfræksla einu
skógerðar landsins er alls ekki
einkamál Akureyringa.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Neytendasamtökum Akureyris
og nágrennis:
Að undanförnu hefur mikið
verið rætt um erfiðan rekstur
skógerðarinnar Iðunnar á Akur-
eyri, einu skógerðar landsins.
Stjórn samtakanna, NAN, vill í
þessu sambandi benda á eftirfar-
andi:
Við aðild Islands að Fríverslun-
arbandalagi Evrópu, EFTA, féll-
ust íslendingar á að lækka í
áföngum og fella loks niður tolla á
vörum frá aðildarríkjunum, hvort
sem samskonar vörur eru fram-
leiddar hér á landi eða ekki.
Þriðji
kaldasti
veturinn
frá 1920
VETRARMÁNUÐIRNIR desember
til marz hafa verið umhleypinga-
samir og erfiðir samkvæmt upplýs-
ingum frá Veðurstofu íslands. I
Reykjavík var meðalhiti vetrarins
mínus 1..4 gráður eða 2 gráðum
undir meðailagi og hefur einungis
tvisvar orðið svo kalt þar um vetur
síðan 1920. en það var veturna 1951
og 1979. en þá var meðalhitinn
mínus 1.7 gráða. Þá hefur nýliðinn
marzmánuður verið kaldur og erf-
iður. Miklir kuldar voru dagana
18,—22. og var hitinn víða um
landið 8—9 gráður undir meðal-
lagi.
í yfirliti Veðurstofunnar um vetr-
armánuðina segir, að um sunnan- og
vestanvert landið hafi myndast mik-
il klakalög vegna tíðra veðrabreyt-
inga og hafi það hamlað mjög
samgöngum. Þá segir, að í Reykja-
vík hafi úrkoma mælst 294 milli-
metrar í vetur, sem er um meðallag.
Febrúarmánuður var vætusamastur
sunnanlands og mældist úrkoma í
Reykjavík hálf önnur meðalúrkoma
og úrkomu varð vart alla daga
mánaðarins. Sólskinsstundir voru
180 sem er um 23 stundum færri en
venja er. Jörð var talin alhvít i
Reykjavík 56 daga, sem eru tvöfalt
fleiri dagar en meðaltal áranna
1961-1975.
Á Akureyri var meðalhiti vetrar-
ins mínus 3,4 gráður og er það
talsvert kaldara en í meðalárferði. Á
Akureyri var talið alhvítt 104 daga
af 121 og snjódýptin mældist flesta
daga á bilinu 10—30 cm nema þrjá
daga í marz var hún mun meiri eða
allt að 80 cm. Úrkoma mældist 203
mm og er það 20 mm umfram
meðallag. Urkoman var mjög mikil í
mars, tvöföld meðalúrkoma en í
febrúar mældist aðeins hálf meðal-
úrkoma.
Um nýliðinn marsmánuð segir í
yfirliti Veðurstofunnar: „Hríðarveð-
ur og snjóþyngsli hafa mjög hamlað
samgöngum og hafa byggðarlög víðs
vegar um landið verið einangruð um
lengri eða skemmri tíma. Miklir
kuldar voru dagana 18.—22. og var
hitinn víða um landið 8—9 gráður
undir meðallagi.
Meðalhitinn í Reykjavík í marz-
mánuði var mínus 0,9 gráður sem er
2.4 gráðum undir meðallagi. Úr-
koma mældist 45 mm sem eru %
hlutar meðalúrkomu. Sólskins-
stundir voru 111 klukkustundir sem
er 5,1 klukkustund umfram meðal-
lag.
Á Akureyri var meðalhitinn mín-
us 2,9 gráður, sem er 2,6 gráðum
undir meðallagi. Úrkoma mældist
78,2 mm og er það tæplega tvöfalt
úrkomumagn. Úrkomu varð vart
ailflesta daga mánaðarins og urðu
sólskinsstundir 45,7 klukkustundum
færri en venja er, eða 30,4 klukku-
stundir.
Á Höfn í Hornafirði var meðalhit-
inn í marzmánuði mínus 0.2 gráður
sem er 1.5 gráðum undir meðallagi
og úrkoma mældist þar 151 mm sem
eru 4/5 hlutar meðalúrkomu. Á
Hveravöllum var meðalhitinn mínus
7.4 gráður. Úrkoma þar mældist 32
mm og sólskinsstundir voru 94.4
klukkustundir.