Morgunblaðið - 14.04.1981, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 14.04.1981, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1981 13 Samtök heil- brígðisstétta: Reykinga- varnir eru mikil- væg heilsu- vernd SAMTÖK heilbrigðisstétta héldu nýlega 12. aðalfund sinn, en samtökin voru stofnuð 1%9. Að stofnun samtakanna stóðu 10 félög heilbrigðisstétta. Alls eru aðildarfélögin nú 16 og heildarfé- lagatala samtakanna 5575. Félög- in eru nú: Fél. forstöðumanna sjúkrahús á Islandi, Fél. gæslu- systra, Fél. íslenskra sjúkraþjálf- ara, Hjúkrunarfél. íslands, Ljósmæðrafél. íslands, Lyfjafræðifél. íslands, Læknafél. íslands, Meinatæknafél. íslands, Sjúkraliðafél. íslands, Tannlækn- afél. íslands, Dýralæknafél. ís- lands, Fél. háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, Fél. íslenskra röntgentækna, Fél. ísl. læknarit- ara, Iðjuþjálfafél. íslands og Lyfjatæknafél. íslands. Á fundinum var Davíð Á. Gunn- arsson, forstjóri ríkisspítalanna kjörinn formaður í stað Maríu Pétursdóttur, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. María Péturs- dóttir hafði að þessu sinni gegnt formennsku undanfarin 3 ár, en hún var aðal hvatamaður að stofnun samtakanna og fyrsti formaður þeirra. Á fundinum voru gerðar eftir- farandi samþykktir: Aðalfundur Samtaka heilbrigð- isstétta vekur athygli á vel skipu- lögðum og gagnmerkum fræðslu- þáttum um skaðsemi reykinga, sem fram hafa komið í fjölmiðl- um, fyrir forgöngu reykinga- varnanefndar. Reykingavarnir eru mikilvæg heilsuvernd, sem ber að efla, og hvetur fundurinn heilbrigðisstétt- ir eindregið til þess að sýna gott fordæmi með því að reykja ekki á heilbrigðisstofnunum. Jafnframt telur fundurinn nauðsynlegt að heilbrigðisyfirvöld setji samræmdar og nákvæmar reglur um reykingar á heilbrigð- isstofnunum, þar sem stefnt verði að því að hætta reykingum á slíkum stofnunum, svo fljótt sem verða má. Þá skoraði fundurinn á mennta- málaráðherra að beita sér fyrir því að ríkisfjölmiðlarnir og skóla- kerfið taki upp markvissa fræðslu um heilbrigðismál. Einnig verði skipulagðir í ríkisfjölmiðlum kynningarþættir um heilbrigðis- stofnanir. Samtök heilbrigðis- stétta eru reiðubúin að leggja fram aðstoð við framkvæmd fræðslu þessarar. Stjórn samtakanna skipa nú: Davíð Á. Gunnarsson, formaður frá Fél. forstöðumanna sjúkra- húsa, Svanlaug A. Árnadóttir, varaformaður frá Hjúkrunarfél. ísl., Anna Atladóttir, ritari frá Fél. ísl. læknaritara, Magnús R. Gíslason, gjaldkeri frá Tann- læknafél. Isl., Arinbjörn Kol- beinsson, meðstj. frá Læknafél. ísl. Fréttatilkynning. Ræða um yfir- töku Olíumalar ,ÞAÐ HEFUR borizt beiðni inn á okkar borð frá fjármálaráðuneyt- inu og Útvegsbankanum þess efnis, að þessir aðilar og Framkvæmda- stofnun yfirtaki rekstur Olfumalar hf.sagði Eggert Haukdal, stjórn- arformaður Framkvæmdastjórnar, i samtali við Mbl. „Það var sett á laggirnar sam- starfsnefnd þessara aðila, en engin ákvörðun hefur enn verið tekin í málinu. Málið er í skoðun, m.a. bíðum við eftir upplýsingum frá Vegagerð ríkisins um hverjar horf- urnar séu á markaðnum næstu árin,“ sagði Eggert Haukdal enn- fremur. e,P^ítíma "næstubóka Lundia hillukerfló er ódýrt og einfalt í uppsetningu Lundia hillukerfió er selt í stykkjum, þannig aö hverri einingu hagar þú eftir eigin smekk. Lundia hillukerfið er úr massívri finnskri furu, mjög ódýrt og einfalt í upp- setningu. GRÁFELDUR HF. ÞINGHOLTSSTRÆTI 4. S. 26626. Tilvalið í stofuna, barnaherbergið, ganginn, skrifstofuna, verslunina. . . Hringið og biðjió um upplýsingabækl- ing. í stíl við Lundia hillukerfið, höfum við einnig fáanlega klappstólaog borð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.