Morgunblaðið - 14.04.1981, Side 14

Morgunblaðið - 14.04.1981, Side 14
14 MQftG.U’NBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1981 Pleklutindur kögraður gosmekki, en frá topp- RÍKnum sést hraun og grjót slettast upp úr gígn- Ljósmyndir Mhl. Ragnar. IVÍ argar skemmtilegar hraunmyndanir voru inni í nýja hrauninu og hitinn sem lagði upp frá hraun- breiðunni gerði bak- grunninn að eins konar málverki eins og sjá má. Hraun- slettur og grjót úr rymjandi topp- gígnum TOPPGÍGUR Heklu vældi annað veifið eins og þoku- lúður sl. sunnudag þegar blaðamenn Morgunblaðsins gengu á fjallið til þess að fylgjast með gosinu sem stendur yfir, en er með ró- legra móti af hálfu drottn- ingarinnar Heklu. Þegar nær dró fjallinu ágerðust drunurnar og það var eins og fjallið kúgaðist, hefði ekki neitt til þess að skila upp um gígana í toppi f jalls- ins. I>ar kraumaði þó nokkuð í gígnum og sprengingar úr gígunum þeyttu hraunslett- um hátt í loft og hluti þeirra hrundi niður hlíðarnar við toppgíginn ásamt grjót- hnullungum. Hraunrennslið er nær hætt að skríða fram, en hefur held- ur hlaðist upp í þeim þremur hraunflóðum sem urðu í þessu gosi. Tvö liggja vestur úr Heklutindi niður að Litlu- Heklu, sem er bunga út úr þeirri stóru og hafa hraunran- arnir runnið norðan og sunn- an við Litlu-Heklu nokkuð niður á jafnsléttu, en hraun- raninn norðaustur úr Heklu er ekki eins mikill að vöxtum. Þegar blaðamenn Morgun- blaðsins gengu meðfram hraunbreiðunni snarkaði í hrauninu, og stanslaust hrundi úr köntum hraunjaðarsins þannig að auðséð var að ein- hver hreyfing er á því en mjög lítil þó. Þegar við nálguðumst topp Heklu varð ekki lengra farið vegna hrauns og grjóts sem gígurinn þeytti frá sér, hundr- uð metra í loft upp og þar nötraði fjallið þegar mestu rokurnar gengu yfir. Þokuslæð- ingur lá þá yfir tindinum af og til og þó sérstaklega nokkru neðar í hlíðinni. Um miðjan dag hreinsaði tindurinn sig algjörlega af skýjum og var þá vel hægt að fylgjast með gangi mála í gígnum, slettum úr kraumandi gíg og grjótkast- inu sem rigndi óreglulega niður hlíðina og svo mikill var krafturinn að vindurinn úr vestri virtist lítil áhrif hafa á stefnu grjótflugsins. Engar mælingar hafa verið gerðar á magni hraunsins, en það er mun minna en í ágúst sl. þegar það gos hófst sem nú hefur orðið framhald á í sömu gígum og voru mjög virkir í um það bil sólarhring í ágúst. Hekla er sjálfstæðasti ein- staklingurinn í hópi eldfjalla á íslandi, því það er svo erfitt að spá í hegðun hennar þegar gos er hafið en það lofar góðu að ekkert vikurfall hefur fylgt þessari hrinu og lítil aska. — á.j.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.