Morgunblaðið - 14.04.1981, Síða 17

Morgunblaðið - 14.04.1981, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1981 17 1981. Þar kemur fram að stefnt er að rúmlega 12% samdrætti í fjárfestingu atvinnuveganna. Við ríkjandi aðstæður er samdráttur í fjárfestingu útgerðar og landbún- aðar eðlilegur. En kjarni málsins er sá, að einmitt þegar þannig stendur á þarf að auka fjárfest- ingu á öðrum arðbærum sviðum. En með því að hér á landi er ekki leyfð að neinu marki eigin- fjármyndun í fyrirtækjum er frumkvæði í atvinnumálum að verulegu leyti í höndum opinberra aðila. í því efni gegna fjárfest- ingarlánasjóðirnir miklu hlut- verki. Þetta gerir það að verkum að atvinnulífið er of seint að laga sig að breyttum aðstæðum. Það er ekki hægt að ætlast til þess að stjórnmálamenn miðstýri at- vinnuþróuninni með árangri. Þungamiðja þessa máls er sú, að atvinnufyrirtækin sjálf verða að hafa svigrúm til þess að geta brotist um í nýjungum að eigin frumkvæði og upp á eigin ábyrgð. Með því móti einu stuðlum við að nokkuð öruggri aukningu verð- mætasköpunar. Stjórnmálamenn- irnir eiga að búa fyrirtækjunum eðlileg rekstrarskilyrði, en þau verða á móti að axla sjálf þá ábyrgð sem hvílir á atvinnulífinu í heild og felst í kröfum um aukna framleiðni og vaxandi þjóðartekj- ur. Fyrirtækin mega ekki varpa þessari ábyrgð frá sér. Tage Erlender fyrrum forsætis- ráðherra Svíþjóðar hélt þeirri kenningu á lofti á sinni tíð, að andstæðinginn ætti að sigra í hjarta hans sjálfs. Því meir sem íslenzkt atvinnulíf leitar á náðir opinberra aðila um hluti sem það á sjálft að hafa með höndum því fyrr verður kenning Erlenders að veruleika. Gamalt fundarborð — gróði bannorð Hagnaður, svo ég nefni ekki orð eins og gróði, eru af hinu illa í islenzku samfélagi nú um stundir. Þetta hugtak ber stundum á góma á fundum verðlagsráðs, sem er einn af áþreifanlegum erfðahlut- um haftakerfisins. Það situr á fundum við gamalt fundarborð, sem fjárhagsráð og innflutnings- leyfaráð sátu við áður. A ýmsan hátt fer vel á því, enda lögmálin þau sömu. Við þetta borð er gróði bannorð. Komi í ljós að fyrirtæki skili hagnaði súpa menn hveljur við gamla góða haftafundarborðið og krefjast þess að málum verði komið í „rétt horf“. Hér hefur það sjónarmið verið ríkjandi um langt árabil að rétt horf í fyrirtækjarekstri væri út- koma án gróða, en helst ekki með miklum halla. Þetta er svokölluð núllstefna, sem stundum er kennd við Þjóðhagsstofnun, en víst er að allar ríkisstjórnir sl. áratug hafa fylgt. Fyrirtæki, sem skilar arði er á hinn bóginn forsenda þjóðfé- lagslegra framfara, hvort sem við höfum í huga efnisleg- eða menn- ingarleg gæði. Hagnaðurinn er orka framfaranna. Það er hlut- verk atvinnulífsins að sýna fram á samfélagslegt gildi ágóðans. Minn boðskapur er sá að andstaðan gegn ágóðanum sé af hinu illa. Við höfum ekkert val í þessu efni, ef við ætlum að búa hér sem frjáls þjóð, bæta lífskjörin og efla fé- lagslegt öryggi. Við megum ekki linna látum fyrr en hagnaðar- hugtakið þykir jafn sjálfsagt og lýðræðið. Skýrslur um afkomu einstakra atvinnugreina sýna glöggt, hversu óskynsamleg atvinnupólitík hefur verið rekin hér á landi. A síðasta áratug hefur hreinn hagnaður iðnfyrirtækja verið u.þ.b. 3%. Hagnaður í byggingariðnaði 4— 5%, í verzlun 1,5—3% í fisk- vinnslu 3—4% og í útgerð +6— 7%. Þetta eru meðaltalstölur í heilan áratug. Engum getur blandast hugur um að við þessi lágu hagnaðar- mörk er útilokað að atvinnulífið geti sinnt frumskyldum sínum um uppbyggingu, tækniþróun og framleiðslúvöxt, sem standa á undir velferð og bættum lífskjör- um. Það er dæmt til þess að glata sjálfstæði sínu í hendur opinberra aðila. Krafan um lágmarkshagnað vel rekinna fyrirtækja hlýtur af þeim sökum að vera eitt af höfuðviðfangsefnum samtaka at- vinnufyrirtækja á næstunni. Auð- vitað er ekki unnt að gefa neina uppskrift að ákveðnu hagnaðar- hlutfalli. Ég nefni þó hér, að það ætti að vera lágmarkskrafa að vel rekin fyrirtæki skiluðu hreinum 8% hagnaði. Við erum langt fyrir neðan þau mörk. Hagnaðurinn er undirstaða framfaranna. Hann er sameiginlegt keppikefli fyrirtækja og starfsmanna. I þessu efni má því ekki láta deigan síga. í efnahagslegri ringulreið og þriggja ára stöðvun aukningar á þjóðartekjum leika vinnuveitend- ur sannarlega það vanþakkláta hlutverk, að setja fram þær köldu staðreyndir, sem ekki er hægt að þegja yfir. Hjá því verður ekki komist að það er atvinnulífið sem skapar þá velferð, sem öðrum þykir svo sælt að útdeila. Það er með öðrum orðum ekki einasta hlutverk vinnuveitanda að semja um skiptingu verðmætasköpunar- innar. Það er annað hlutverk vinnuveitenda að stánda vörð um frjálst atvinnulíf og vinna að aukinni verðmætasköpun, knýja á um eðlileg skilyrði til hagvaxtar. Velferð er ekkert sem menn öðlast í eitt skipti fyrir öll. Við verðum að vinna til hennar á hverjum degi með aukinni framleiðni. Því er stundum haldið fram að efnahagsörðugleikar síðustu ára séu afleiðing af kreppu kapital- ismans. Þetta er falskenning. Miklu nær væri að tala um kreppu stjórnmálanna. Samtök atvinnuveganna hafa það verkefni að minna á, hvaða öfl það eru í raun og veru, sem skapa velferðina. Þeim ber að minna á, að tæknin er til þess að auðga tilveruna og það eru hleypidómar að hún ógni atvinnuöryggi. Sam- tökum atvinnuveganna ber einnig að standa vörð um fríverzlunina. Þeim ber að standa gegn þróun til þjóðfélágs, þar sem helmingur borgaranna hefur það hlutverk að hafa eftirlit með hinum helmingn- um. Slíkt þjóðfélag skapar ekki verðmæti og velferð. Samtök atvinnufyrirtækjanna eiga auðvitað ekki að blanda sér í flokkapólitík. En þau geta með markvissum málflutningi lagt lóð á vogarskálarnar í þeim tilgangi að leysa pólitíkina úr kreppunni, og efla sjálfstæði fyrirtækjanna. Atvinnufyrirtækin eru grjótpál- ar þeirra efnahagslegu gæða, sem þjóðin sækist eftir. Þó að það sé helsti tilgangur atvinnufyrirtækja að auka við efnislega verðmæta- sköpun gæti það eigi að síður verið verðugur hluti af pólitík þeirra að huga að annars konar verðmæta- sköpun, sem hvorki verður mæld með pólitískum né efnahagslegum mælistikum. Fyrir fáum árum var sú spurn- ing lögð fyrir kunna borgara um áramót hvað þeir teldu að hafi verið merkasta einkaframtakið á liðnu ári. Ragnar í Smára svaraði: Alþýðuleikhúsið. Svarið kom ýms- um spánskt fyrir sjónir. Nú veit ég að í því fólst engin p>ólitísk blessun, heldur áminning um, að í listum má sannanlega mörgu áorka án þess að ríkissjóður gefi á jötuna. Því minnist ég á þetta hér, að atvinnulífið og listirnar eiga margt sameiginlegt. Forsendur sköpunarmáttar í listum eins og atvinnulifinu eru sjálfstæði og frelsi. Atvinnulífið hefur ekki blómgast með auknum opinberum afskiptum og menningin hefur ekki auðgast með fleiri opinberum listamönnum. Með þetta í huga er ekki fjarri lagi að halda því fram að vegir atvinnulífsins og listanna ættu að liggja oftar saman. Það myndi efla atvinnulífið að styrkja menningarlífið. Að lokum þetta: Samtök atvinnuveganna eiga í sjálfu sér ekki að flytja hefð- bundnar pólitískar predikanir. Þeim er á hinn bóginn nauðsyn- legt að standa vörð um ákveðin verðmæti og þeim ber að beina kröftum þjóðfélagsins inn á skynsamlegri brautir en þeir hafa verið á. Það var ekki ætlun mín í þessum fáu orðum að gefa upp- skrift að boðskap eða útlista hagfræðikenningar heldur aðeins að minna á nokkur atriði sem mér finnast vera umhugsunarverð í þessu sambandi. Víst er, að það er verk að vinna ... Bíbvörubúðin FJÖÐRIN Okkar bogar eru smelltir Fást um land allt. Skeifan 2 sími 82944 A -fcCLpJZL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.