Morgunblaðið - 14.04.1981, Side 42
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1981
„Takmarkið er að KA
festi rætur í 1. deild“
— segir Alex Willoughby, þjálfari KA,
sem kominn er til landsins á ný
ÞÖKK SÉ Willoughby, kappanum knáa, sagði Gisli Jónsson
menntaskólakennari i snjallri limru á sigurhátið KA i haust, þegar
Akureyringar fögnuðu stórglæsilegum sigri KA í 2. deild íslandsmóts-
ins i knattspyrnu. Akureyringar höfðu svo sannarlega ástæðu til að
gieðjast þvi bór hreppti hitt 1. deildar-sætið svo sigur Akureyrarlið-
anna var tvöfaldur. I limrunni, sem visað er til hér að framan, á Gisli
Jónsson auðvitað við þjálfara KA í fyrra, Skotann Alex Willoughby.
Alex þótti mjög snjall þjálfari og sigursæll var hann, því ekki aðeins
náði KA-liðið frábærum árangri undir hans stjórn heldur vann hann
lika hugi og hjörtu þeirra sem með honum störfuðu með líflegri og
alúðlegri framkomu. Willoughby er nú kominn til Akureyrar á nýjan
leik til að undirbúa KA-menn fyrir átök sumarsins. Blaðamaður Mbl.
átti stutt spjall við Alex og kom hann þar viða við.
— Mér líkaði dvölin á Akureyri
ákaflega vel og það sama er að
segja um konu mína, sagði Alex í
upphaTi samtalsins. Það var því
erfið ákvörðun sem beið þeirra
hjóna sl. haust. Um tvennt var að
velja, endurnýja samninginn eða
taka girnilegu tilboði brezks utan-
deildarliðs, sem bauð Alex stöðu
framkvæmdastjóra. En eftir
nokkra umhugsun tók hann þá
ákvörðun að snúa aftur til Akur-
eyrar og hingað er hann kominn,
KA-mönnum til mikillar ánægju.
Þeirra von er að undir stjórn Alex
Willoughby takist liðinu að festa
rætur í 1. deild.
— Ég veit nú ósköp lítið hvað
bíður okkar í 1. deildinni, sagði
Alex. Ég sá ekki einn einasta leik í
1. deildinni sumarið 1980, aðeins
25 mínútur af leik Víkings og
Breiðabliks.
Ég er engu að síður bjartsýnn á
sumarið, mínir menn eru vel
agaðir og viljugir til að leggja
hart að sér. Það eru engir stjörnu-
leikmenn í liðinu en allt góðir
leikmenn, sem gaman er að vinna
með og andinn í liðinu með því
bezta sem ég hef kynnzt. Stjórn-
armenn eru einnig afar hjálplegir
og góðir félagar og get ég í því
sambandi nefnt Ragnar Ragnars-
son, Örlyg ívarsson og Gunnar
Kárason.
Valdi Rangers
— Ég er alinn upp í Glasgow og
ég hef spilað fótbolta síðan ég
man eftir mér, sagði Alex, er hann
var beðinn að skýra frá uppruna
sínum og hvað á daga hans hefur
drifið í knattspyrnunni.
— Þegar ég komst á unglings-
aldur fóru knattspyrnufélögin að
veita mér athygli og mörg buðu
mér að koma til sín. Þegar valið
stendur á milli margra félaga er
ekki vandi að fækka liðunum
niður í 2—3 en hjá mér var valið
ennþá auðveldara. Það komu að-
eins tvö félög til greina, Rangers
og Celtic, og þar sem ég hafði fylgt
Rangers að málum frá því að ég
var smástrákur valdi ég auðvitað
Rangers.
— Á þessum árum var skipu-
lagið allt annað en það er í dag. Þá
fóru strákarnir 15 ára gamlir til
félaganna og unnu alls konar störf
á völlunum í tvö ár. Það var margt
sem þurfti að gera, þrífa leikvang-
inn eftir leiki og sömuleiðis bún-
ingsherbergi og annað, bursta
skóna hjá leikmönnunum o.s.frv.
Auk þess spiluðu strákarnir í
unglinga- og varaliðum og ég man
t.d. að ég lék minn fyrsta leik með
3. liði Rangers. Það lið lék ekki í
ákveðinni keppni heldur við 2.
deildar-lið, sem áttu frí þá helgina
sem leikið var. í þessum 2. deild-
ar-Iiðum voru margir reyndir leik-
menn og því var þetta góður skóli
fyrir mig. Nokkru áður en ég varð
17 ára gamall og þar með fullgild-
ur atvinnumaður komst ég í 2. lið
Rangers og það var mikill áfangi.
Spilad gegn stórstjörnum
— Ég skrifaði undir samning
við Rangers á 17 ára afmælisdag-
inn og fyrsta leikinn með aðallið-
inu lék ég 18 ára gamall. Það þóttu
talsverð tíðindi því venjulega náðu
leikmenn ekki fastri stöðu í aðal-
liðinu fyrr en 22—23ja ára gamlir.
Fyrsta leiktímabil mitt í aðallið-
inu var mjög minnisstætt því ekki
aðeins náði ég að tryggja mér
fasta stöðu í liðinu heldur lék
minn fyrsta bikarúrslitaleik.
Þetta var vorið 1963 og við unnum
Celtic 3:0. Sama árið spilaði ég
með Rangers gegn Real Madrid
með Puskas, De Stefano, Gento,
Santamaria og fleiri stjörnum
innanborðs. Auðvitað var þetta
mikil upplifun því aðeins þremur
árum áður hafði ég séð þessar
stjörnur í Real Madrid vinna
Eintrakt Frankfurt 7:3 í úrslita-
leik Evrópukeppninnar í Hamp-
den Park í Glasgow og í þeim leik
skoraði Puskas 4 mörk og De
Stefano skoraði 3 mörk.
— Ég var hjá Rangers í 10 ár,
en fannst þá tími kominn til að
breyta til. Arið 1967 hafði Arsenal
reyndar haft áhuga á að kaupa
mig en ekkert varð úr sölunni.
Árin hjá Rangers voru mjög
ánægjuleg, og ferðaðist um allan
heim og lék á móti flestum af
beztu liðum heimsins. Það eina
sem skyggði á var að ég var aldrei
valinn í skozka landsliðið. Ég
spilaði með unglingalandsliðunum
og var oft nefndur sem líklegur
landsliðsmaður en framkvæmda-
stjórarnir sögðu alltaf að ég væri
of ungur og minn tími ætti eftir að
koma. En það varð aldrei úr áð ég
klæddist skozku landsliðspeys-
unni, því miður.
5 ár hjá Aberdeen
Alex var í 5 ár hjá Aberdeen og
lék yfir 200 leiki. Á því tímabili
vann Aberdeen m.a. það afrek að
vinna Celtic í bikarkeppninni, 3:1,
og í þrjú ár spilaði Alex með liðinu
í Evrópukeppni meistaraliða og
UEFA-keppninni. Hann gegndi
einnig starfi aðstoðarþjálfara og
reynslan í því starfi kom að
góðum notum vorið 1974 þegar
Alex hætti hjá Aberdeen og byrj-
aði að starfa sem þjálfari í
útlöndum. Fyrst lá leiðin til Hong
Kong, síðan til Suður-Afríku og
þaðan til Ástralíu.
Alls staðar átti hann velgengni
að fagna sem þjálfari og einnig
sem leikmaður, því hann lék
einnig með liðnnum, sem hann
þjálfaði.
— Þegar ég hafði verið í Ástr-
alíu í tvö ár vildi ég fara eitthvað
annað. Ég hafði úr nokkrum
tilboðum að velja, m.a. frá Eng-
landi og Skotlandi. En ég vildi
ekki rasa um ráð fram heldur var
ákveðinn að velja það félag, sem
ég taldi að hefði mestan metnað.
Eg fann þennan metnað um leið
og ég fór að vinna hjá KA, ég fann
að þar voru piltar, sem litu sömu
augum á knattspyrnuna og ég og
voru tilbúnir að leggja mikið á sig
til þess að ná góðum árangri.
Náðum settu takmarki
— Ég var ánægður með árang-
urinn fyrsta árið mitt. Við settum
okkur ákveðið takmark og náðum
því. Annars fannst mér mest
áberandi í 2. deildinni sumarið
1980 hve liðin voru ójöfn, mikill
getumunur á efstu og neðstu
liðunum. Þau slökustu myndu ekki
• Alex Willoughby heldur ræðu
myndinni er ennfremur örlygur
deildar KA.
einu sinni fá að leika í
áhugamannadeildinni í Glasgow.
Þegar deildarkeppnin hófst fylgd-
ist ég með öðrum liðum en KA til
þess að meta styrkleika liðanna.
Ég taldi þá að Fylkir myndi verða
hættulegasta liðið en annað kom á
daginn og það vakti undrun mína.
Árangur Fylkis var alls ekki í
samræmi við getu liðsins og ef ég
hefði átt að vinna með öðru liði en
KA hefði ég kosið Fylki. Það er
erfitt fyrir mig að benda á ein-
staka leikmenn í 2. deild, annan
miðvörð Völsungs og 2—3 aðra
leikmenn í deildinni hefði ég getað
notað í mínu liði, aðra ekki.
Lék með Þórólfi Beck
Alex Willoughby var ekki
ókunnur íslenzkri knattspyrnu áð-
ur en hann kom hingað. Þegar
hann var unglingur lék hann gegn
íslenzku liði úti í Skotlandi en
á sigurhátíð KA haustið 1980. Á
ívarsson, formaður knattspyrnu-
man ekki lengur hvað það hét.
Fyrir 6 árum stóð jafnvel til að
hann kæmi til landsins og þjálfaði
KR. Hann átti viðræður við þá
Svein Jónsson og Kristin Jónsson
en einhverra hluta vegna varð
ekkert af því að hann tæki við KR.
Og síðast en ekki síst voru þeir
saman tvö ár hjá Rangers Alex og
Þórólfur Beck, fyrrum fyrirliði
íslenzka landsliðsins. Þeir voru
báðir einhleypir þá að sögn Alex
og urðu góðir vinir. Alex bar
Þórólfi vel söguna og kvað hann
hafa verið frábæran knattspyrnu-
mann.
En nú er Alex sem sagt kominn
aftur í slaginn. — Takmarkið er
að tryggja KA fast sæti í 1.
deildinni og ég myndi líta á það
sem bónus ef okkur tekst að gera
betur, t.d. að ná UEFA-sæti, sagði
hann í lok samtalsins.
- SS.
Skíðamót Islands
hefst í dag
EINS OG skýrt hefur verið frú,
fer Skiðamót íslands fram á
Siglufirði dagana 14. til 19. april.
Pmg* 4—Rengers Ntm, Wednasday, June 11, 1900
ALEX’S INCREDIBLE12 GOALS
INJUST4 WEEKS...
Defeat gave
him his chance
and how he
took it!
THE l)ATK Janaary
28, 1967 is not onc
which Rangers fans IHte
to remember. I hat wns
the day the IJf(ht Blues
made a shoclt exit from
the Scottwh Cap af'ain.sf
an inspired Berwick and
the aftermath of that
defeal led to several
changes in Ihe Ibrox
line-up, some of whkk
Xave men in ,t«e
second strinfj the chance
lo brrak thronfh m the
Ooe such ptayer wac Akx
WdloucMry. who was indudrd
in the l.ight Bloes’ eteven
which ÍRced Hearu one week
after the Rerwkfc dehacte and
Alex crrtainly made hi> maifc
m thal Rame
have trorrW Aktrátr* In May I4U.
When Hcarts’ Danny-
Pergusoo p«t the Edinburgh
ude in front, many an-
tiripaled a further siide in the
Ibrox side’s fortunes, bot
Kangers wcre to hil bacfc with
‘‘We playad wefl that nifht
and it was good to see our
lcading up work being
rewarded with goak and, of
course, I was chuffed with
my own performance.
magnitude in tryiog to break
down the Saragossa defensive
wall , .
Disaster
Grein um Alex Willoughby í Rangers News. Þar segir frá því, er Alex skoraði 12 mörk á fjórum vikum
fyrir Rangers i byrjun árs 1967, þar af skoraði hann 10 mörk i aðeins þremur ieikjum.
Mikill undirbúningur hefur átt
sér stað á Siglufirði siðustu daga
og er allt tiibúið fyrir mótið, sem
hefst i dag með mótsetningu að
Hóli kl. 13.00. Fyrsta keppnis-
greinin er 10 km ganga 17 til 19
ára. Síðan rekur hver keppnis-
greinin aðra. Föstudaginn 17.
apríl fer svo fram skiðaþing.
Siðasti keppnisdagur er 19. april.
Dagskrá Skiðamóts íslands móts-
dagana verður þessi:
Þriðjudagur 14. april:
Kl. 13.30 Mótssetning að Hóli.
Kl. 15.00 10 km ganga 17 til 19 ára.
15 km g. 20 ára og eldri.
5 km ganga kvenna.
3.5 km g. 16-18 ára stúlkur.
Miðvikudagur 15. april:
KI. 16.00 Stökk 17 til 19 ára.
Stökk 20 ára og eldri.
Stökk, norræn tvíkeppni.
Fimmtudagur 16. april:
Kl. 11.00 Stórsvig karla, f. ferð
Stórsvig kvenna, f. ferð
Kl. 14.00 Stórsvig karla, s. ferð
Stórsvig kvenna, s. ferð.
Kl. 15.00 Boðganga 3x10 km.
Föstudagur 17. apríl:
Skíðaþing. Þingtími ákveð-
inn í samráði við SKÍ.
Laugardagur 18. aprii:
Kl. 11.00 Svig karla, f. ferð.
Svig kvenna, f. ferð.
Kl. 14.00 Svig karla, s. ferð.
Svig kvenna, s. ferð.
Sunnudagur 19. apríl:
Kl. 13.00 Flokkasvig karla.
Flokkasvig kvenna.
Kl. 14.00 30 km g. 20 ára og eldri.
15 km ganga 17 til 19 ára.
7.5 kg ganga kvenna.
5 km g. 16-18 ára stúlkur.
Kl. 18.00 Verðlaunaafhending
og mótsslit.
Nafnakall mun fara fram á
mótsstað 1 klst. fyrir keppni.