Morgunblaðið - 14.04.1981, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1981
37
ur viljum við, vinir hennar og
samferðafólk, votta börnum henn-
ar og öðrum vandamönnum samúð
okkar og hluttekningu.
Við viljum einnig minnast As-
laugar með þakklátum huga fyrir
vináttu hennar, tryggð við okkur
og óteljandi gleðistundir sem við
urðum aðnjótandi með henni í
okkar litla félagsskap þar sem nú
er skarð fyrir skildi.
Þeir, sem þekktu Aslaugu As-
geirsdóttur vita að harmatölur
voru henni síst að skapi og skulu
þær ekki viðhafðar hér.
Yfir lífshlaupi Áslaugar er birta
og fegurð sem við fengum að njóta
með henni og birta er yfir minn-
ingu hennar.
Raunum þessa heims og mótlæti
fékk Áslaug að kynnast ekki síður
en aðrir. Er skemmst að minnast
þungbærra veikinda hennar und-
anfarna mánuði sem hún bar uns
yfir lauk með því æðruleysi og
rósemi sem voru svo ríkur þáttur í
skapgerð hennar.
Áslaug var gæfumanneskja og
taldi sig eiga forsjóninni mikið að
þakka. Mesti hamingjudagur lífs
hennar var tvímælalaust þegar
þau Gísli Ingibergsson gengu í
hjónaband 7. október 1944. Þau
voru jafnaidrar, 24 ára, þetta
merkisár. Á þeim árum er ævisól-
in hátt á lofti og geislar hennar
bera okkur fyrirheit um bjarta
daga sem bíða okkar barmafullir
af heillandi viðfangsefnum, ást og
hamingju.
Óhætt mun að fullyrða að
draumar þeirra Áslaugar og Gísla
á brúðkaupsdaginn um bjarta
framtíð og gæfuríka hafi orðið að
veruleika. Börnin þeirra þrjú sem
nú eru öll uppkomin bera með sér
þá ástúð, hlýju og umhyggju sem
þau urðu aðnjótandi á þeirra
fallega heimili þar sem friður
ríkti og gagnkvæm virðing.
Þau Áslaug og Gísli lögðu metn-
að sinn, atorku og allar frístundir
í það að gera heimili sitt sem best
úr garði. Húsið þeirra að Langa-
gerði 2 ber þess líka ljósan vott
hvort heldur er innan dyra eða
utan. Smekkvísi þeirra og listrænt
handbragð blasa við sjónum þegar
inn er gengið í þetta fallega hús og
Fædd 24. desember 1897.
Dáin 5. apríl 1981.
Martr* minnast.
marvft er hér aó þakka.
GuAi sé loí fyrir liAna tíA.
Martfs er aó minnast.
rnar^s er að sakna.
Guð |>erri tregatárin stríð.
Þetta erindi úr sálminum „Kall-
ið er komið“, kom mér í hug er ég
kom að dánarbeði tengdamóður
minnar, Rögnu Matthíasdóttur.
Ég kynntist Rögnu fyrir 30
árum er ég kvæntist dóttur henn-
ar, Ragnheiði. Það er margs að
minnast og margt að þakka fyrir
þau kynni, svo vel reyndist hún
mér og mínum. Umhyggja hennar
fyrir velferð barnanna og okkar
allra var slík að leit mun vera að
öðru eins, enda voru þær mæðgur
mjög samrýndar.
Ragna var af góðum ættum,
hafði í heiðri gamla siði og venjur.
Hún var föst fyrir og skapsterk
kona, mat mikils heiðarleika og
einlægni. Hún var traust og vina-
föst og lét sér annt um sína og
náungann.
Ragna var fædd í Reykjavík 24.
desember 1897. Foreldrar hennar
voru hjónin Matthías Matthíasson
kaupmaður, og Ragnheiður Skúla-
dóttir. Hún ólst upp í föðurhúsum,
hlaut almenna menntun og einnig
stundaði hún nám við Kvenna-
skólann í Reykjavík árin 1912 til
1914. Ragna mun hafa stundað
almenna vinnu á æskuárum sínum
eins og tíðkaðist á þeim tíma,
samt var henni hugleiknust vinna
í sveit, enda var hún mikið í
kaupavinnu á sumrin, m.a. á
Móeiðarhvoli, þaðan sem móðir
hennar var ættuð, enda var hún
náttúrubarn að eðlisfari, vildi
vera sjálfstæð og frjáls. Hinn 12.
maí 1919 réðst hún til náms hjá
listaverk unnin af Áslaugu með
nál og þræði eru fleiri en tölu
verði á komið.
Innileg gestrisni og hlýtt viðmót
heimilisfólksins var svo í eðlilegu
samræmi við það sem fyrir augu
bar. Hér var gott að vera gestur
enda voru þær margar kvöld-
stundirnar sem setið var, rabbað
og saumað að Langagerði 2.
Enginn sér fyrir hvað morgun-
dagurinn ber í skauti sínu. Suma
daga skeður það fyrirvaralaust að
kolsvart ský dregur uppá himin-
hvolfið og byrgir sýn til sólar.
23. október 1974 rann upp slíkur
dagur að Langagerði 2. Þann dag
lést Gísli Ingibergsson mitt í
dagsins önn á þeim aldri sem
menn eru taldir vera í blóma
lífsins.
Þann dag brast sá strengur í
lífshörpu Aslaugar sem hún gat
síst án verið og enginn þessa
heims gat bætt.
Trú Áslaugar og traust á leið-
sögn æðri máttar var henni mikill
styrkur í þessum raunum. Vissan
um endurfundi þeirra Gísla á
æðra stigi tilverunnar var henni
eins og lýsandi stjarna þau ár sem
hún lifði umfram mann sinn.
Við trúum því líka, vinir þeirra,
að þau Gísli hafi fundist á ný og
gangi nú saman hönd í hönd, til
þeirra staða þar sem fegurð og
friður ríkir um alla eilífð.
Blessuð sé minning þeirra.
Vinir
Trú mín er sú, að nú hafi þau
hist aftur, Áslaug og Gísli.
Síðasta árið sem Áslaug lifði
var henni og börnum hennar mjög
erfitt, og verst nú síðustu vikurn-
ar. En þrátt fyrir hennar miklu
veikindi, var hún alltaf kát og
glöð, eins og hennar var váni, og
ekki var hún að kvarta yfir sínu
hlutskipti. Hún kunni ekki að
æðrast, og fyrst var hún til að
hringja í mín foreldrahús ef eitt-
hvað var þar að, og ég veit að
sömu sögu hafa margir að segja.
Áslaug var alin upp í Hafnar-
firði hjá Ingibjörgu Ófeigsdóttur
frá Fjalli á Skeiðum, og reyndist
hún henni hin besta móðir, og
“ •' I ~
%
4
Landsíma íslands og var skipuð
talsímakona við símstöðina í
Reykjavík 1. nóvember sama ár.
Þar vann hún síðan í 23 ár sem
talsímakona til 1. september 1925
að hún var skipuð varðstjóri. Hún
lét af störfum 1. des. 1942.
Ragna bjó alla tíð í Reykjavík.
Hún var eljusöm og dugleg til
verka. Hún las mikið og fylgdist
vel með. Helsta áhugamál hennar
var ættfræði og var hún vel að sér
í þeim efnum. Þann 10. desember
1937 kvæntist Ragna Indriða
Ólafssyni, brunaverði, og eignuð-
ust þau tvö börn, Ragnheiði og
Birgi Matthías. Var heimili þeirra
rómað fyrir myndarskap, enda
bæði þannig gerð að vilja vera ljós
samtíðar sinnar í mannlegum
samskiptum.
Barnabörn Rögnu eru sjö og var
henni mjög annt um þau. Sást það
best á því hve hænd börnin voru
að henni. Ánægja Rögnu var hvað
mest er þau náðu áföngum í lífi
Áslaug hin besta dóttir, það sýndi
sig best hversu vel hún og Gísli
hlúðu að Ingibjörgu síðustu árin
heima í Langagerði.
Áslaug var mikil fjölskyldu-
manneskja. Vott um það bera
börn hennar nú. Hinn 7. okt. 1944
giftist hún manni sínum, Gísia
Ingibergssyni, rafvirkjameistara,
en hann andaðist hinn 23. okt.
1974 aðeins 54 ára, og var það
Áslaugu og börnunum gífurlegt
áfall, hversu snöggt hann fór
héðan, en Áslaug átti eins og
alltaf þessa miklu innri ró og
dugnað.
Þau eignuðust þrjú börn, með
eindæmum myndarleg og yndisleg
í alla staði. Þau eru Ingibjörg
Sigríður, gift Sveinbirni Óskars-
svni, og eiga þau fjögur börn,
Áslaugu Ingibjörgu, Guðrúnu
Jónu, Óskar Gísla og Hafdísi
Örnu. Þá Hafdís, sem er fulltrúi á
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og
yngstur er sonurinn Gísli Þór, en
hann leggur stund á rafvirkjun við
Iðnskólann í Reykjavík. Hafdís og
Gísli Þór eru bæði í foreldrahús-
um. Heimilið í Langagerði 2 er, og
hefur alltaf verið, stórglæsilegt og
rómað af öllum sem til þekkja. Á
því leikur engin vafi að þar
stjórnaði fyrirmyndarhúsmóðir,
og það voru samhent hjón sem
stofnuðu það, og alltaf var gott að
koma í Langagerði og hitta fjöl-
skylduna þar.
Eftir að Áslaug var orðin ekkja,
var áberandi hve sterkum böndum
hún var tengd börnum sínum og
þau henni.
Ég vil aðeins með þessum fá-
tæku orðum mínum þakka föður-
systur minni það mikla sem hún
var mér og foreldrum mínum.
Ég bið góðan Guð að gefa
börnum hennar, tengdasyni og
barnabörnum styrk og blessun.
Ég, eiginmaður minn og dóttir
vottum þeim okkar dýpstu samúð í
þessari miklu sorg.
Far þú i Iriði.
írióur Guds þii{ blessi.
hafdu þokk fyrir allt ok allt.
Gekkst þú meó Gudi
Guð þér nu ÍvIkí
hans dýrdar-hnoss þú hljóta skalt.
Vald. Briem.
Kristín Hraundal.
sínu, þá gladdist hún með þeim og
hvatti til nýrra átaka. Árið 1975 í
janúar varð Ragna fyrir því slysi
að detta og lær- og handleggs-
brotna; eftir það áfall náði hún sér
aldrei til fulls. Hún náði aldrei því
þreki sem hún áður hafði. Var það
mikil breyting fyrir manneskju
jafn eljusama og hún var enda
voru það fáir dagar sem hún var
ekki á ferli um borgina að sinna
erindum sínum áður en hún slas-
aðist. En allar ferðir eiga sér endi.
Síðustu 3 árin var hún að mestu
bundin við hjólastól. Hún fluttist
til Vestmannaeyja árið 1978 sem
vistmaður á elliheimilið Hraun-
búðir. Sonur hennar Birgir, bjó þá
í Vestmannaeyjum. Veit ég að
Ragna vill færa starísfólki elli-
heimilisins þakkir fyrir góða um-
önnun enda leið henni vel þar.
Dótturdóttir hennar og nafna
Ragna Birna, og maður hennar
Helgi Bjarnason, fluttust einnig
til Eyja haustið 1978. Það létti
Rögnu mikið stundirnar og var
henni huggun og.örvun að sætta
sig við grimm örlög, hve vel þau
Ragna Birna og Helgi reyndust
henni. Umhyggja þeirra og vin-
átta var henni mikils virði og
sannur ljósgeisli svo vel hugsuðu
þau um hana. Ragna veiktist 31.
mars sl. og andaðist 5. apríl sl.
Hún fékk því þá ósk sína uppfyllta
að þurfa ekki að vera lengi
rúmliggjandi.
Ég þakka Rögnu allt sem húri
gerði fyrir mig og var mér. Ég flyt
henni kveðjur sonar míns, Gunn-
ars Indriða, sem er fjarri vegna
framhaldsnáms. Ég veit að hugur
hans er hjá henni.
Guð varðveiti minningu hennar
og gefi syrgjandi ástvinum styrk
til að bera harm sinn. Megi guðleg
forsjón fylgja tengdamóður minni
er nú gengur á fund skapara síns
og horfinna ástvina. Ég kveð hana
með þessu erindi úr ljóði.
Ok kuóIok blikar Köislarós
í KfKnum harmaský.
því sérhvert slokknaó lífsins Ijós
fær Ijóma sinn á ný.
Baldvin Jóhannesson
Ragna Matthíasdótt-
ir — Minningarorð
Nýtt frá Pilar
□ Teg.: 3930
Litur: Brúnn/dökkbrúnn.
Stærðir: 20—29.
Verö: 132,90—147,90.
□ Teg.: 3845
Litur: Vínrautt.
Stæröir: 20—33.
Verö: 132,90—160,90.
□ Teg.: 3910
Litur: Rauöur.
Stæröir: 20—29.
Verö: 132,90—147,90.
□ Teg.: 3940
Litur: Drappl.
Stæröir: 20—29.
Verð: 132,90—147,90.
□ Teg.: 3915
Litur: Rautt/hvítt eöa pastel-
blátt/grátt.
Stærðir: 20—30.
Verö: 132,90—147,90.
□ Teg.: 3927
Litur: Hvítt.
Stærðir: 24—39.
Verö: 142,30—183,20.
□ Teg.: 3908
Litur: Rautt/drappl., pastel-
blátt/grátt.
Verö: 132,90—160,20.
□ Teg.: 3847
Litur: Blátt/hvítt.
Stærðir: 20—29.
Verö: 132,90—147,90.
m
Póstsendum
□ Teg.: 3928
Litur: hvítt.
Stærðir: 29, 40, 39.
Verö: 132,90—179,70.
□ Teg.: 3861
Litur: Hvítt.
Stæröir: 34—39.
Verö: 183,20.
□ Teg.: 3857
Litur: Rautt/hvítt.
Stæröir: 20—29.
Verö: 132,90—147,90.
□ Teg.: 3957
Litur: Pastel-blátt/grátt.
rautt/hvítt.
Stærðir: 20 — 35.
Verö: 140,20—187,40.
samdægurs.