Morgunblaðið - 01.05.1981, Side 13

Morgunblaðið - 01.05.1981, Side 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981 sem stendur í því að koma þaki yfir höfuð sér. Lántökur erlendis aukast um 100% Það er ástæða til að vekja enn á ný athygli á því í þessu sambandi, að ríkisstjórninni er ekki næKÍlegt að reyna með lagaákvæði og laga- skyldu að ná til sín sparifé landsmanna, því sem þeir hafa, þrátt fyrir allt og þrátt fyrir verðbólgu, lagt inn í bankana nú í trausti þess, að um verðtryggingu sé að ræða, heldur er gert ráð fyrir því samkvæmt lánsfjáráætl- un, að lántökur erlendis aukist um yfir 100% frá því sem ætlunin var samkvæmt síðustu lánsfjáráætl- un. Og það er slík erlend lánsfjár- aukning, sem kyndir verðbólgu- bálið, þannig að í raun er þetta frumvarp til laga um verðlagsað- hald, lækkun vörugjalds og bindi- skyldu innlánsstofnana ekki fram- lagt í baráttunni gegn verðbólgu. Þvert á móti er þetta frumvarp til þess fallið, ef að lögum verður, að kynda fremur undir verðbólgubál- inu í framtíðinni. Og umfram allt er það til þess fallið að kreppa að atvinnuvegum landsmanna, ein- staklingum og heimilum og þeirri verðmætasköpun, sem hlýtur um- fram allt að verða grundvöllur bættra lífskjara og tæki í barátt- unni gegn verðbólgu. Þess vegna vakna auðvitað ýmsar spurningar varðandi þau atriði, sem heldur eru ekki í þessu frumvarpi. Það hafa að vísu gengið yfirlýsingar ráðherra um ýmsar fyrirætlanir, sem ástæða er til að spyrja þá um. Það er þá fyrst það, að ég vildi ítreka; hver eru þau ársfjórðungs- legu meginmarkmið, sem miða skal verðlagsákvarðanir við í verð- lagsmálum? Og ég ítreka það; ég tel það forsendu þess að fá svar við þeirri fyrirspurn, að þetta frumvarp nái fram að ganga í raun. Þá hefur verið látið í veðri vaka, að ætlunin sé að hækka. — Það er rétt að spyrja að þessu næst; hverjar eru þær verðhækk- unarbeiðnir, sem fyrir liggja hjá ríkisstjórninni? Hvaða hækkanir vcrða leyfðar? I þriðja lagi: Hvaða hækkanir ætlar ríkisstjórnin að leyfa um eða eftir mánaðamót 1. maí á opinberri þjónustu og á öðrum vörum og þjónustu? Við höfum heyrt, að verðhækkunarbeiðnir liggi fyrir eins og t.d. yfir 30% verðhækkunarbeiðni Sements- verksmiðjunnar, 85% hækkun Aburðarverksmiðjunnar, um 30—40% hækkun Pósts og síma, um 30—40% hækkun Hitaveitu Reykjavíkur og annarra opinberra hitaveitna. Raunar hefur það komið fram á sameiginlegum fundum þingmanna Reykjavíkur og borgarfulltrúa, að helsta áhyggjuefni borgarfulltrúa í Reykjavík, hvort heldur þeir eru í meirihluta eða minnihluta, er fjárhagsafkoma borgarfyrirtækj- anna, en auk Hitaveitunnar er um að ræða Rafmagnsveitu Reykja- víkur, Hafnarsjóð, Strætisvagna Reykjavíkur, og þessar hækkunar- beiðnir, er hlaupa á 30—50%. Fleiri slíkar opinberar stofnanir má nefna, en afleiðing þess að horfast ekki í augu við raunveru- lega tekjuþörf þessara stofnana er annað tveggja, að úr þjónustu þeirra dregur, ef þær verða að leita að auknum erlendum lánum. í báðum tilvikum er afleiðingin sú, að verðhækkun þjónustu þeirra verður enn meiri, þegar undan verður að láta og að skorti er komið eða afborgunum á erlend- um lánum. Þá er ástæða til að spyrja ráðherra auk þess, sem sérstak- lega er spurt um hækkanir opin- berra stofnana, hvernig er ætlun- in að fara með hækkunarbeiðnir Flugleiða vegna innanlandsflugs, steypustöðvanna, skipafélaganna? Það getur vel verið, að forsvars- menn ríkisstjórnar komi hér á eftir og finni að þessum spurning- um, að talsmaður stjórnarand- stöðunnar sé að espa upp hækkun- arbeiðnir og gleðjast yfir slíkum hækkunarbeiðnum. Það er eins og ég hafi lesið eitthvað því um líkt í stjórnarblöðunum. En sannleikur- inn er sá, að það er skylda stjórnarandstöðunnar og raunar skylda stjórnarsinna að gera sér grein fyrir raunverulegum hækk- unartilefnum, sem eru orðin að veruleika og verður ekki framhjá gengið. Annað er að þora ekki að horfast í augu við vandamálin, en án þess verða þau heldur ekki leyst. Ilækkun landbúnaðarvara Það hefur og flogið fyrir, — já, ég vildi í tilefni sérstaklega af hækkunarþörf Aburðarverksmiðj- unnar og þeim hækkunum á að- föngum í landbúnaði, sem sú hækkunarþörf ber vitni um, spyrja ráðherra um það, hvernig ætlunin er að fara með verðhækk- unarþörf í sambandi við landbún- aðarvörur? Eg hef það fyrir satt, að landbúnaðarvörur muni hækka í útsölu um 20% 1. júní nk. Samgönguráðherra hefur látið hafa það eftir sér, að ætlunin væri að auka niðurgreiðslur á landbún- aðarvörum, sem svarar 'k% í framfærsluvísitölu, en það er alls ekki nægilegt til þess að vega upp á móti þessari hækkun og því meiningin bersýnilega að auka niðurgreiðslurnar um þessi mán- aðamót, sem leiði af sér smávægi- lega verðlækkun landbúnaðar- vara, en láta svo um eða yfir 20% verðhækkun landbúnaðarvara flæða yfir landsmenn, þegar þeir fá ekki nema 8% verðbætur á laun. Þá er ástæða til að spyrja, að gefnu tilefni, þar sem sagt er, að halda skuli genginu föstu í einn mánuð, hver ætlunin sé, þegar verðbætur á laun hækka, þó ekki sé um nema 8% með tilsvarandi hækkun fiskverðs og þegar áorðn- um öðrum kostnaðarhækkunum í fiskvinnslu, hver sé þá ætlunin varðandi stefnuna í gengismálum? Ég hef það fyrir satt, að það sé útilokað annað en gengislækkun verði á millibilinu 6—10%, þegar upp úr öðrum mánaðamótum eða 1. júní og þá mun verðbólguhjólið og fá aukið eldsneyti með af- greiðslu þeirra verðhækkana sem safnast hafa upp á því falska verðstöðvunartímabili undanfar- inna fjögurra mánaða, í kjölfar bráðabirgðalaga á gamlárskvöld, sem auðvitað voru ekkert annað en sýndarmennska og sjónarspil, eins og raunar það frumvarp sem við hér ræðum. En það frumvarp, sem við hér ræðum, er ekki eingöngu sjónarspil og sýndar- mennska, heldur og stórskaðlegt og til þess fallið að vinna gegn því, að við náum þeim mprkmiðum sem við segjumst allir vilja, þ.e. að vinna bug á verðbólgunni. Ég held, að áratugsreynsla ætti að vera nægilega löng og sár til þess að við gerðum okkur grein fyrir því, að leiðin til lækkunar verðlags er ekki verðstöðvun, leið- in til lækkunar verðlags er aukin samkeppni og frjáls verðmyndun. Það tók okkur sjálfstæðismenn að vísu fjögur ár á árunum 1974— 1978 að fá þáverandi samstarfs- flokk okkar, Framsóknarflokk, inn á það að samþykkja lög um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, þar sem í 8. gr. var gert ráð fyrir því, að frjáls verðmyndun væri þar sem samkeppni væri til staðar. Og ég hygg, að bæði slæm reynsla okkar Islendinga af verðstöðvun, verðlagshöftum, svo og góð reynsla annarra þjóða af frjálsri verðmyndun og samkeppni sé slík, að eindregið bendi til þess, að við eigum að leiða í lög aftur þau ákvæði sem samþykkt voru hér á þingi vorið 1978. Fyrr verður ekki unnt að ráða niðurlögum verð- bólgunnar. Fyrr verður heldur ekki unnt að auka verðmætasköp- unina í þjóðfélaginu, brjóta nýjar leiðir atvinnuveganna til betra og farsælla lífs hér á landi. Lagaflokkur við ljóð Gunnars Dal fluttur í Vínarborg Kvenfélag Karlakórs Reykjavíkur verður með Flóamarkað að Freyjugotu 14 A á laugardaginn og á myndinni eru félagskonur að undirbúningsstörfum. Garðyrkjufélag íslands: Borgaryfirvöld komi upp moldarbanka NÝLEGA var lagaflokkur eftir austurríska tónskáldið og íslands- vininn Ilelmut Neumann, (rum- fluttur í Vínarborg, en Ijóðin við lögin eru eltir Gunnar Dal og sótt í Ijóðahók hans „Kastið ekki stein- um". Ljóðin eru: „Siglt að sandi", „Kveðja". „Minning", „Eins og ferjumaður" „Enginn getur fylgt þér" og „Ég gekk um græna skóga". Flytjendur verksins voru Wolf- gang Holzmair barytonsöngvari og Anna Wagner píanóleikari. Tónskáldið Helmut Neumann er fæddur 1938 í Vínarborg. Hann stundaði nám við Linzer Bruckner- Konservatorium, Mozarteum í Salzburg og Wiener Musikakademie. Meðal kennara hans voru Egon Kornauth, Peter Ronnefeld, dr. Friedrich Neumann, Othmar Stein- bauer (tónsmíðar), Frieda Krause og Enrico Mainardi (selló). — Um skeið starfaði hann sem sellóleikari við borgarhljómsveitina í Innsbruck og síðar á íslandi við sinfóníuhljóm- sveit Íslands og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar sem kennari. Nú er hann skólastjóri Franz Schubert Konservatoríum í Vínarborg. Hann er kvæntur Marenu Gísladóttur frá Hafnarfirði. Helmut Neumann er formaður íslandsvinafélags í Vínar- borg. AÐALFUNDUR Garðyrkjufélags íslands. sem haldinn var nýlega, samþykkti áskorun til borgaryf- irvalda um að koma upp moldar- hanka fyrir garðeigendur. „þar sem jarðvegur er víða snauður af lífrænum efnum i görðum borg- arhúa og að gróðurmold verði alls ekki ekið á hauga." Félagsmenn eru nú vel á sjötta þúsund talsins. Formaður félags- ins er Jón Pálsson póstfulltrúi, aðrir í stjórn eru Olafur B. Guðmundsson, Agústa Björns- dóttir, Berglind Bragadóttir, Ein- ar I. Siggeirsson. Félagið festi kaup á íbúð að Amtmannsstíg 6, á árinu sem leið, fyrir skrifstofu- starfsemi sína. Er það í fyrsta sinn sem félagið eignast þak yfir starfsemi sína, segir í frétt frá félaginu. ■ ' ■ DUUM OLDRUÐUM ÁHYGGJULAUST /EVIKVÖtD Hrafnista í Hafnarfirði FJQLGUNOG STORHÆKKUN VINNINGA Framkvæmdir við hjúkrunar- heimilið við Hrafnistu í Hafn- arfirði ganga vel og verður heimilið væntanlega fokhelt síðla þessa árs og það tekið í notkun á árinu 1982. Fullbúið mun hjúkrunarheim- ilið rúma 79 vistmenn. Eins og öllum mun kunnugt nú, þá eru hjúkrunarmál aldr- aðra eitt mesta vandamálið meðal mannúðarmála okkar þjóðar. Jafnframt er hver miði mögu- leiki til stór-vinnings., dae

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.