Morgunblaðið - 01.05.1981, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981
19
Matthías Á. Mathiesen:
Ríkisstjórnin sniðgekk
sérfræðistofnanirnar
Hafði hvorki samráð við Þjóðhagsstofnun né Seðlabanka.
í ljós kom þegar fjárhags-
nefnd þingdeildarinnar ræddi
við hankastjóra Seðlabankans,
að ekkert samráð var við þá
haft, er frumvarp þetta var
samið, sajcði Matthias Á Mathi-
esen. i umræðu á Alþingi i «a'r
um stjórnarfrumvarp um vcrð-
laKsaðhald ok hækkun bindi-
skyldu lánastofnana i Seðla-
hanka. Seðlabankastjórnin var
þvert á móti andvig ákvæðum
þessa frumvarps um hækkun
bindiskyldu ótilgreint sem og
mismunun á bindiskyldu ein-
stakra lánastofnana.
Það var þannig ekki haft
samband við Seðlabankann, eina
mikilvægustu sérfræðistofnun
okkar á þessu sviði. Það var
heldur ekki haft samráð við
Þjóðhagsstofnun, aðra virta sér-
fræðistofnun á sviði efnahags-,
mála. Þessi tvö mikilvægu hjálp*
artæki í stjórnsýslu efnahags-
mála vóru með öllu sniðgengin.
Sú spurning hlýtur því að
vakna, hvort margfræg kerling
með svartan kassa, sem fyrr
hefur verið kvödd til ráðuneytis í
málaflokkum forsætisráðherra,
hafi verið ráðgjafaraðili að
þessu sinni. Það virðist fjölhæf
kerling og miðað við frumvarps-
innihaldið verður ekki dregið í
efa að hún hefur verið sótt í
flokk fjármálaráðherra.
Matthías sagði að forsvars-
menn viðskiptabanka og spari-
sjóða hefðu lagst eindregið gegn
þeim frumvarpsgreinum, sem til
þeirra taka.
Þá hefði verðlagsstjóri lýst því
yfir, ótvírætt, að reyndist nauð-
synlegt að veita einum aðila
meiri hækkun en um væri rætt
yrði að sama skapi dregið úr
hækkunum annarra, þannig að
meðaltalshækkun stæðist. Þetta
þýddi einfaldlega að ef ríkisvald-
ið teldi nauðsynlegt að veita
einhverri ríkisstofnun umfram-
hækkun, yrði það einfaldlega
unnið upp með því að ganga á
máske enn brýnni hækkunarþörf
í hinum almenna atvinnurekstri.
Þetta ákvæði byði því upp á
mjög grófa mismununarhættu,
en ákvæðin um verðlagsstýr-
ingu, sem feli í sér geðþótta-
ákvarðanir stjórnvalda, og fjár-
magnsstýringu, sem fælist í því
að skerða ennfrekar ráðstöfun-
arrétt almennra banka- og lána-
stofnana á eigin innlánsfé, væri
og sett til að ná pólitískum
miðstýringartökum á hinum
frjálsa atvinnurekstri, eftir.
kokkabókum kommúnista.
Ef framkvæmdin yrði slík
mismunun væri hún, að mati
Jónatans Þórmundssonar, laga-
prófessors, sem nefndin hefði
fengið sér til leiðbeiningar, brot
á stjórnarskrá lýðveldisins.
Tveir aðilar með sömu hækkun-
arþarfir gætu sem sé, í ljósi
skýringa verðlagsstjóra á fram-
kvæmd frumvarpsgreinarinnar,
fengið ólíka afgreiðslu, geðþótta-
ákvörðun gæti auðveldlega ráðið
ferð.
aödraganda að því markmiði í
verðlagsmálum, sem stefnt var að
með setningu laga nr. 56/1978 um
verðlag, samkeppnishömlur og
óréttmæta viðskiptahætti, sem
sjálfstæðismenn og framsóknar-
menn beittu sér fyrir og fengu
lögfest.
Þá er í breytingartillögunum
mörkuð framtíðarstefna í verð-
lagsmálum. Er þar lagt til, að
upphafleg ákvæði 8. og 12. greinar
laga nr. 56/1978 taki gildi. Enn-
fremur er gert ráð fyrir því, að
samþykktir um hámarksálagn-
ingu, hámarksverð og aðra fram-
kvæmd verðlagseftirlits, sem í
gildi eru þann 1. ágúst falli úr
gildi eftir 1. desember nk. nema
Verðlagsráð hafi tekið afstöðu til
þeirra fyrir þann tíma. Eru
ákvæði þessa liðar í samræmi við
þá framkvæmd verðlagsmála sem
gert var ráð fyrir með setningu
laga nr. 56/1978, þannig að hafist
verði handa á ný á þeirri braut
sem þá var mörkuð.
Við 4. gr. frv. er lagt til, að niður
falli það ákvæði, sem talið er
vafasamt að standist ákvæði
stjórnarskrárinnar.
Við erum andvígir 2. gr. frv. og
teljum að slík lagasetning sé
andstæð þeim grundvallarsjón-
armiðum sem liggja að baki þeim
réttarfarsaðgerðum, sem felast í
lögunum um kyrrsetningu og lög-
bann.
Þá erum við andvígir 5. gr.
frumvarpsins. Við teljum með öllu
óverjandi að Alþingi afsali sér því
ákvörðunarvaldi í stjórnun pen-
ingamála. Við teljum, að 28% af
þeirri sparifjáraukningu, sem
spáð er 1981, eða um 450 millj. kr.,
muni fullkomlega gera Seðlabank-
anum kleift að sinna endurlána-
kaupum eins og þau nú eru, og
erum sammála stjórnendum
bankans, að fremur ætti að
minnka endurkaup Seðlabankans
og lækka bindingu sparifjár inn-
lánsstofnana á móti.
Við 3. gr., um lækkun vörugjalds
á gosdrykkjum, höfum við síður en
svo athugasemdir, en hún sýnir
m.a. það handahóf og stefnuleysi,
sem er einkennandi fyrir störf
núverandi ríkisstjórnar.
Um það sem ekki fékkst upplýst
af áformum ríkisstjórnarinnar um
einstaka þætti sem við koma
efnahagsmálum og ekki krefjast
lagasetningar, getum við að sjálf-
sögðu ekkert dæmt. Ljóst er þó af
því sem tæpt var á, að ekki hefur
orðið samkomulag um neinar ráð-
stafanir til viðnáms gegn verð-
bólgu, enda margsannað, að nú-
verandi ríkisstjórn lýtur boðum og
bönnum Alþýðubandalagsins, sem
í raun hefur ekki áhuga á því að
ráða niðurlögum verðbólgunnar
og tryggja undirstöðuatvinnuvegi
þjóðarinnar.
Alþingi, 30. apríl 1981.
Matthias Á. Mathiesen,
Matthías Bjarnason,
Albert Guðmundsson.
Matthías Bjarnason:
Dæmigert komm-
únistafrumvarp
Matthias Bjarnason (S) vakti
athygli á þvi að þessa stundina,
í miðri umræðu um stjórnar-
frumvarp um verðlagsaðhald
(kl. 3.25 miðdegis) væri enginn
ráðherranna 10 viðstaddur og
enginn stjórnarþingmaður.
Slíkur væri áhugi stjórnarliðs-
ins og ábyrgð og virðing fyrir
þingra'ðinu.
Hann sagði þetta frumvarp
dæmigert kommúnistafrumvarp,
valdaafsal Alþingis til ríkis-
stjórnar. Erfitt væri að skilja,
hvern veg sjálfstæðismenn gætu
staðið að slíku frumvarpi, sem
gengi þvert á frjálsan atvinnu-
rekstur, sama gilti um fram-
sóknarmenn, sem töluðu á
stundum um frjálsa samkeppni
milli samvinnurekstrar og
einkarekstrar. En framsóknar-
menn, allir nema utanríkisráð-
herra, væru sem vax í höndum
Alþýðubandalagsins.
Matthías sagði bragð að þá
barnið fyndi, en aðalmálgagn
ríkisstjórnarinnar, Dagblaðið,
kæmist svo að orði um þetta
stjórnarfrumvarp í leiðara, und-
ir fyrirsögninni „Snarvitlaust
stjórnarfrumvarp":
„Nýjasta vísitölufölsunar-
frumvarp ríkisstjórnarinnar er
afleitt. Að meginefni felur það í
sér sjónhverfingar og skrípaleik.
Og samþykkt þess mun flytja
íslenzkt þjóðfélag lengra inn í
gerfiheim, sem stjórnmálamenn
hafa búið til... Ríkisstjórnin
segist ætla að skera ríkisútgjöld-
in niður ... hitt er verra að þetta
er bara tilfærsla ... Tilgang-
urinn er einkum sá að falsa
vísitöluna ... Skrípaleikur verð-
stöðvunar felur m.a. í sér að
iðnrekendur flytja rekstur sinn
til Færeyja, svo þeir geti flutt
vöru sína út og komist framhjá
verðstöðvun. Annars fá þeir fóg-
eta inn á gafl...“
Matthías sagði frumvarpið
uppskrift að atvinnuleysi, flytja
ætti verðbólguna í formi taps
inn í atvinnurekstur og ríkisfyr-
irtæki, sem leiddi til skuldasöfn-
unar og nýrrar tilkostnaðar-
hækkunar. Með þessu frumvarpi
væri siglt inn í atvinnuleysi.
Enginn umsagnaraðili hefði lagt
þessu frumvarpi jáyrði, hvoi^i
embættismenn né talsmenn at-
vinnuvega.
Duffys duga vel og fara vel.hvaö sem á dynur. Frábær sníð
með beinum skálmum Æ.get|t og þrengdum.EFNrTwil]
khaki.denim zBfUJÞ ogrifflað flauel.