Morgunblaðið - 01.05.1981, Síða 23
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981
23
Kveðjuhljómleikar
Utangarðsmanna
Á MORGUN, 2. maí. verða haldn-
ir síðustu hljómleikar UtanKarðs-
manna áður en þeir halda i
Evrópureisu sína, sem kemur til
með að taka minnst þrjá mánuði.
Illjómleikar þessir verða haldnir
í Háskólabiói ok hefjast klukkan
16.30.
Verða þetta kveðjutónleikar
þeirra, til styrktar þeim fyrst og
fremst andlega og fjárhagslega í
langri reisu.
Upphitunarhljómsveit á hljóm-
leikunum verður Purrkur Pillnikk
sem flytur um 20 mínútna pró-
gramm, en Utangarðsmenn flytja
síðan um eins og hálftíma pró-
gramm.
Hljómleikarnir eru haldnir af
Utangarðsmönnum og Steríó.
Þjóðleikhúsið:
í kvöld, 1. maí, verður sýning á óperu Puccinis, La Bohéme, og einnig á
sunnudagskvöld. í einsöngshlutverkum eru Garðar Cortes, Ólöf K. Harðardóttir,
Halldór Vilhelmsson, Ingveldur Hjaltested, Eiður Gunnarsson og John Speight,
Kristinn Hallsson og Guðmundur Jónsson. Þá syngur Þjóðleikhúskórinn og
Sinfóníuhljómsveit Islands leikur undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat. Leikstjóri er
Sveinn Einarsson, aðstoðarleikstjóri er Þuríður Pálsdóttir, en leikmyndina gerði
Steinþór Sigurðsson, Dóra Einarsdóttir sá um búningana og Ingvar Björnsson um
lýsinguna.
mikilla vinsaelda og verður sýnd
ur á laugardagskvöld. Það er
Gunnar Eyjólfsson sem leikur
sölumanninn Willy Loman og
Margrét Guðmundsdóttir sem
leikur Lindu konu hans. Syni
þeirra leika Hákon Waage og
Andri Örn Clausen.
Aðeins fáar sýningar eru eftir
á La Bohéme, en Sinfóníu-
hljómsveit Islands fer innan
skamms í hljómleikaför til
Þýskalands. Óperan verður sýnd
nokkrum sinnum í júní með
mjög breyttri hlutverkaskipan.
sonar, Bryndísar Pétursdóttur
og Randvers Þorlákssonar.
Sölumaður deyr á
laugardagskvöld
Sölumaður deyr hefur notið
Önnur stór
hlutverk eru í höndum Róberts
Arnfinnssonar, Árna Tryggva-
Oliver Twist í
næst síðasta sinn
Næst siðasta sýningin á Oliver
Twist verður á sunnudag kl.
15.00 og skal fólki bent á að
engar aukasýningar verða á
verkinu og það verður ekki á
fjölunum í haust.
Úr óperunni La Bohéme.
La Bohéme - fáar sýningar eftir
Keilir. ein Ijósmynda Björns Rúrikssonar á sýningunni.
Kjarvalsstaðir:
Ljósmyndasýning
Björns Rúrikssonar
í dag opnar Björn Rúriksson
ljósmyndasýningu í vestursal
Kjarvalsstaða. Það sýnir hann 63
myndir sem teknar eru á síðast-
liðnum sex árum. Þetta er þriðja
einkasýning Björns, en hann hefur
áður sýnt í Newark Museum í New
Jersey og í Nikon House í Rocke-
feller Center í New York.
Myndirnar á sýningunni eru
allar frá íslandi, flestar náttúru-
og landslagsmyndir. Þess má geta,
að með því að ganga rangsælis um
sýningarsalinn og staldra við
myndir sem merktar eru með
rauðum depli, má fá nokkuð sam-
fellda mynd af jarðfræði landsins.
Skýringarblað liggur frammi fyrir
þá sem hafa áhuga á þessu.
Sýningin stendur til 17. maí.
Vortónleikar Tónlist-
arskóla Seltjarnarness
TÓNLISTARSKÓLINN á Sel-
tjarnarnesi heldur sjöundu vor-
tónleika sína í dag kl. 14 — 18 í
nýjum tónleikasal skólans. Skól-
inn, sem var stofnsettur 1974
flutti I vetur i sérhannað húsnæði
fyrir skólann í menningarmið-
stöð er reist hefur verið við
Melahraut á Seltjarnarnesi. I
tilefni opnunar tónleikasalarins.
Galdraland
í Breiðholti
GARÐALEIKHÚSIÐ sýnir
barna- og fjölskylduleikritið
Galdraland eftir Baldur Georgs í
Breiðholtsskóla nk. laugardag og
sunnudag, 2. og 3. maí, kl. 15 báða
dagana. Sýningum á leikritinu fer
nú að fækka. Leikendur eru þrír,
þeir Aðalsteinn Bergdal, Þórir
Steingrímsson og Magnús Ólafs-
son.
sem tekur um 110 manns, efnir
tónlistarskólinn til tónleika á
laugardag auk þeirra sem áður
er getið og hefjast þeir kl. 14.
Á tónleikunum koma fram nem-
endur og kennarar tónlistarskól-
ans, svo og Skólakór Seltjarnar-
ness og Selkórinn á Seltjarnar-
nesi. Eftir tónleikana verður húsið
til sýnis til kl. 18.
Á sunnudag verða svo ein-
söngstónleikr Ragnheiðar Guð-
mundsdóttur kl. 16.30, undirleik-
ari verður Jónas Ingimundarson.
í Tónlistarskólanum á Seltjarn-
arnesi eru nú 160 nemendur og 14
kennarar. Skólastjóri er Hannes
Flosason.
Eitt af verkum Matínúsar
Guömundssonar í Eden.
Sýning Magnús-
ar Guðmunds-
sonar í Eden
í EDEN í Hveragerði stendur nú
yfir málverkasýning Magnúsar
Guðmundssonar, frá Kirkjulækj-
arhvoli í Fljótshlíð. Á sýningunni
eru 54 myndir, allt olíumálverk af
mönnum, dýrum, blómum og
fögru landslagi.
Þetta er þriðja sýning Magnús-
ar í Eden. Aðsókn að sýningunni
hefur verið góð og allt að helming-
ur myndanna selzt.