Morgunblaðið - 01.05.1981, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981
ísleifur Sveins-
son Hvolsvelli
Fæddur 18. júni 1900.
IMinn 21. apríl 1981.
„Nú s<*í»ir jorrtin >umar»{ra n.
Nú sór hún ra tas! hvcrja ha n
ou drouur andann djúpt ok rótt
um draumahláa júlí nott.“
Þetta fallega kvæði Fagra-
skógar-skáldsins var uppáhalds-
Ijóðið hans Isleifs Sveinssonar.
Það var sama hvort hann söng það
eða lék það á litlu harmonrkuna
sína. Það var iíkast og ljóðið og
lagið leiddi hann á vængjum inn í
löngu liðna kæra og kyrra tíð, þar
sem bóndabær svaf á túni og
friður drottins var yfir jörð.
Isleifur Sveinsson, var fæddur
18. júní 1900 að Skíðbakka í
Austur-Landeyjahreppi.
Foreldrar hans voru Margrét
Guðnadóttir, ógleymanleg
merkiskona frá llallgeirseyjar-
hjáleigu í Austur-Landeyjahreppi
og Sveinn Jónsson frá Lambalæk í
Fljótshlíð mikill hagleiksmaður á
málm og tré. Eftir fárra ára
búskap á Skíðbakka fluttu foreldr-
ar Isleifs búferlum að Miðkoti í
Fljótshlíð og bjuggu þar til ársins
1922.
Árið 1923 kvæntist ísleifur,
Ingibjörgu Kristjánsdóttur, dug-
mikilli myndarkonu og tóku ungu
hjónin við búsforráðum í Miðkoti,
en sú jörð er landlítil, liggjandi í
miðri Fljótshlíðinni á bökkum
Þverár.
Hagar jarðarinnar voru sunnan
Þverár á svonefndum Aurum.
Ekki var enn búið að veita Þverá í
Markarfljót á búskaparárum hans
í Miðkoti. Áin var oft ill yfirferðar
og vatnsmikil. Isleifur var góður
vatnamaður og átti trausta og
fallega hesta. Hann var ekki
hræddur við kolmórauða jökulál-
ana og vissi hvar sandbleytan
leyndist í eyraroddunum. Hann
var því iðulega fenginn til að vera
fylgdarmaður ferðamanna yfir
Þverá.
En Aurarnir voru honum mikill
unaðsreitur. Þar vall spóinn ang-
urvært í kyrrðinni og krían lék
listir sínar á vorin fyrir aðdáanda
sinn, meðan óðinshaninn synti í
hringi í bláum lónum. Og útsýnið
af Aurum býr líka yfir seiðmögn-
uðum töfrum. Vestmannaeyjar
breiða úr sér, bláar við hafsbrún.
Yfir byggðinni vakir síbreytilegur
jökullinn, Merkurnesið, Þórsmörk
og svo sjálf Fljótshlíðin, fríða
sveitin, sem hann unni.
„Hvar sér augað sviplíkt svið“
sagði séra Matthías fyrir meira en
hundrað árum.
Sex börn þeirra hjóna ólust upp
í Miðkoti og dóttir Ingibjargar,
Lilja Árnadóttir, húsmóðir í
Hvolsvelli, sem hún eignaðist fyrir
giftingu. Þá voru í heimilinu tvær
aldnar konur, Margrét Guðnadótt-
ir móðir ísleifs og æskuvinkona
hennar, Kristín Kristmundssdótt-
ir. Hjónin í Miðkoti bjuggu þannig
að þessum eftirminnilegu heið-
urskonum að eigi varð betur gert.
Heimilið í Miðkoti var því stórt,
en jörðin lítil, en flest sveitafólk
var á þessum árum fátækt, svolít-
ið misjafnlega fátækt. Kreppan
svarf að sveitafólkinu eins og
öðrum landsbúum. Hjónin í Mið-
koti voru einstaklega samhent,
kærleikurinn þeirra í milli var
alla tíð að dýpka rætur sínar.
Börnin lærðu að verða öðrum til
góðs og sjá það bjarta í tilverunni.
Húsfreyjan var handtakagóð,
hvort heldur var við útiverkin,
prjóna og saumavélina. Fatnaður-
inn sem hún útbjó á börnin sín bar
vott um smekk og vandað hand-
bragð. Húsbóndinn var völundur í
verkum sínum. Hann var ekki
einungis snilldarsmiður, heldur
með afbrigðum úrræðagóður.
Hann sá oft leiðir til að leysa
verkefni, þar sem öðrum sýndust
lokuð sund.
Þar sem saman fór að Miðkots-
hjónin voru bæði bóngóð og lag-
virk lágu margra leiðir til þeirra.
Hún settist þá við sauma eða
prjónavélina, en hann fór i smiðj-
una eða hitaði lóðboltann, ef tina
þurfti í gat á kaffikönnu nágrann-
ans. Á öllu sem hann smíðaði eða
gerði við var listrænn bragur.
Hann var kominn yfir miðjan
aldur þegar hann aflaði sér rétt-
inda sem húsasmiður. Hann var
sérlega góður að teikna og teikn-
aði nokkur íbúðarhús.
Síðla hausts árið 1942 fluttust
Miðkotshjónin með fólk sitt út í
Hvolsvöll, sem þá var svo lítill að
hvorki var hann nefndur þorp eða
kauptún. Þá var talað um að fara
út í félag, eða Kaupfélag.
ísleifur hóf byggingu á snotru
íbúðarhúsi og var húsið að nokkru
leyti byggt upp úr bæjarhúsunum
í Miðkoti. Húsinu var ekki gefið
nafn eins og þá var venja. Barna-
börnin kölluðu nýja húsið Ömmu-
bæ og við þá nafngift situr enn í
dag. Hjónin í Ömmubæ byrjuðu á
fyrstu vordögum sinum í Hvols-
velli að gróðursetja trjá og blóma-
gróður og gerðu víðlendan skrúð-
garð umhverfis nýja bústaðinn.
Við garðavinnuna voru þau ein-
huga og samhent eins og þau
höfðu verið við annað og meira
hlutverk, sem þau skiluðu þjóð
sinni með sæmd. Ingibjörg Kristj-
ánsdóttir andaðist í októbermán-
uði 1970. En áfram hélt ísleifur
við garðræktina. Setti agnarlitla
anga undir gler og sáði. Síðast á
skírdagsmorgun hafði hann orð á
að nú þyrfti að fara að klippa
öspina, gömlu trjáklippurnar lágu
á stéttinni. Hann var óspar á að
gefa úr garðinum sínum og með
fylgdu góð ráð til unga fólksins,
sem var að byrja í garðræktinni
og hann fór síðsumars í garðana
til þess og gladdist þar sem vel
tókst til. Hann var allsstaðar að
reyna að kveikja áhuga fyrir
trjárækt. En garðræktin og ilmur
af mold og gróðri var einn þáttur
af mörgum sem hann hafði ánægju,
gleði og lífsfyllingu af, þótt orðinn
væri áttræður.
I rennibekknum sinum útbjó
hann margskonar minjagripi af
vandvirkni og list. Hann tók mikið
af Ijósmyndum og hafði næmt
auga fyrir mótífum.
Ljóð og stökur voru honum
endalaust yndi, væri það kveðið,
en sjálfur var hann vel hagmæltur
og þótti gaman að dansa. Söngur
og hljóðfæraleikur heillaði hann
og hann rækti vináttu við vini sína
nær og fjær. Hann var góður og
greiðvikinn nágranni í sveit og
bæ. Vinnufélögum hans þótti vænt
um hann eins og öðrum og sýndu
það í verki, það gladdi og yljaði að
hjartarótum. Hann hafði húmor-
inn uppi en gamansemi hans
meiddi engan. Áugun ljómuðu í
vinahópnum á góðum stundum og
þá var söngurinn sjálfsagður.
Slíkir menn fagna hverjum nýjum
degi, og lifa lífinu lifandi. Hann
trúði á Iandið og treysti skaparan-
um. Hann sótti vel kirkjuna sína
og var lengi hringjari. Það er
lífslán að hafa átt samleið með
honum mörg góð ár.
Predikarinn segir:
„Öllu er afmörkuð stund og
sérhver hlutur undir himninum
hefur sinn tíma.“
Handföngin á gömlu trjáklipp-
unum eru orðin slitin og hendurn-
ar sem beittu þeim á kalsprotana
gera það ekki framar.
Isleifur Sveinsson lifið langa
heiða daga og hann notaði þá og
naut þeirra. Hann dó inn í vorbirt-
una í sátt við Guð og menn.
Pálmi Eyjólfsson.
Utför ísleifs Sveinssonar fer
fram frá Breiðabólstaðakirkju í
Fljótshlíð á morgun (laugardag-
inn 2. maí) kl. 2 síðdegis.
Þegar mér bárust þær sorgar-
fregnir að Isleifur væri farinn frá
okkur, fannst mér sem hjartað
ætlaði að bresta. — Hann var svo
hress og kátur um jólin þegar ég
hitti hann og hann spilaði fyrir
mig á harmónikuna, með mikilli
snilli. En svona er gangur lífsins,
menn koma og fara.
Þegar ég sit hér og skrifa þessi
fátæklegu kveðjuorð, á ég hálf
erfitt með að fá orðin fram.
Minningarnar um mig streyma
sem hlýr vorvindur og margs er að
minnast. — Allar þær yndislegu
stundir, sem ég átti heima í
Fædd 7. ágúst 1933.
Dáin 24. apríl 1981.
Hinn 24. apríl lést á Landspítal-
anum Ása Valtýsdóttir frá Vest-
mannaeyjum.
Ása var fædd í Vestmannaeyj-
um 7. ágúst 1933 og var dóttir
hjónanna Valtýs Brandssonar og
Ástu Guðjónsdóttur og var hún
fjórða í röð 13 systkina. í þessum
stóra hópi samrýmdra systkina
ólst hún upp og efa ég ekki, að oft
var þar glatt á hjalla. Þar hefur
hlutur Ásu í glaðværðinni verið
mikil, svo ríkur þáttur sem hún
var í skapgerð hennar.
Á þessum uppvaxtarárum voru
kynni okkar Ásu eins oag gerðist
meðal barna og unglinga í Eyjum
þar sem flestir þekktust.
Nanari tengsl urðu síðar á milli
okkar þegar sonur hennar Jóhann
Brandur og Ragna dóttir mín
felldu hugi saman og stofnuðu
heimili. Ása hafði þá um margra
ára skeið háð erfitt sjúkómsstríð,
sem hún lét þó aldrei buga sig,
heldur lét húp glaðværðina og
bjartsýnina ávallt sitja í fyrir-
rúmi. Duldist þó engum að hún
var löngum sárþjáð og gekk til
starfa sinna meira af vilja en
mætti.
Vestmannaeyjar og allt mannlíf
Ömmubæ, eins og við krakkarnir
kölluðum húsið þeirra, verða
aldrei frá mér teknar. Það voru
ekki bara gleðistundirnar, heldur
líka gefandi. — Hann var óspar að
miðla af gáfum, sem honum voru
gefnar. — Já, oft var Ömmubær
fullur af fólki, en alltaf fannst
pláss fyrir fleiri og voru það ekki
fáir, sem lögðu leið sína til þeirra
og fengu að njóta af hamingjunni
og gleðinni, sem þar ríkti.
Öll bréfin, sem ég hef fengið frá
afa mínum síðan ég flutti hingað
tii Malmö voru alltaf jafn kær-
komin og færðu mér mikla gleði.
Það var ekki hægt að hugsa sér að
þau væru frá áttræðum manni. —
Full af lífsgleði ánægju og heil-
brigðri skynsemi, sem ég lærði
mikið af. Ég þakka afa mínum
fyrir allar þær yndislegu stundir,
sem hann gaf mér og þótt missir-
inn sé mikill og sorgin stór, hugga
ég mér við að ég veit að honum
líður vel núna. Að hann lagði af
stað í þessa löngu ferð með gleði
og þakklæti fyrir þá dvöl, er Guð
gaf honum hérna megin.
Góða ferð í friðinn og sæluna
óska ég afa mínum.
Hanna
þar, bæði skyldir og óskyldir voru
henni svo hjartfólgnir, að hjá
þeim var hugur hennar jafnan
þótt hún yrði sjúkdóms síns vegna
að dvelja langdvölum í Reykjavík
og alveg nú síðustu 5 árin. Hver
heimsókn til Eyja þó ekki væri
nema yfir stutta helgi, var henni
sem ferð til fyrirheitna landsins.
Þar vildi hún vera og þráði að geta
flutt þangað aftur. Eðlislæg
bjartsýni og lífsgleði voru það afl,
sem hélt þeirri von lifandi til
hinztu stundar.
Árið 1954 giftist Ása eftirlif-
andi manni sínum Georg Sigurðs-
syni (Dodda). Hófu þau fyrst
búskap að Brekastíg 19 í Vest-
mannaeyjum, en reistu sér síðar
hús að Strembugötu 12 þar sem
heimili þeirra var í nábýli við
foreldra Ásu.
Ása og Doddi eignuðust 4 syni
og var fjölskyldan einstaklega
samrýmd eins og verið hafði á
æskuheimili Ásu, og í veikindum
hennar tóku Doddi og strákarnir
að sér þau störf er til féllu á
heimilinu. Umhyggja Dodda fyrir
Ásu var alveg sérstök og svo
næmur var hann fyrir þörfum
hennar að orð voru óþörf.
Ekki rættist óskin hennar Ásu á
að fá að búa á ný í Eyjum, en þar
verður henni borin hinzta hvíla á
morgun, laugardag.
Ég þakka Guði fyrir það, sem
samfylgdin við Ásu hefur gefið
mér, fyrir tryggð hennar og vin-
áttu og hvernig hún sýndi mér
hversu hlutir, sem voru smáir í
annarra augum, urðu að stórum
gleðigjöfum í huga hennar, gleði-
gjöfum sem hún var svo þakklát
fyrir og gaf öðrum hlutdeild í.
Doddi minn, ég sendi þér, strák-
unum og fjölskyldum þeirra, Ástu
móður Ásu og öllum hinum fjöl-
mörgu ættingjum og vinum, mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur og
bið Guð að blessa og styrkja ykkur
í sorg ykkar.
Fríða lljálmarsdóttir.
+
Eiginmaöur minn,
HARALDUR MAGNÚSSON,
Hofsvallagötu 23, Roykjavík,
lést aö Landakotsspítala þann 29. apríl.
Fyrir hönd vandamanna,
Guðbjörg Einarsdóttir.
+
Eiginkona mín,
ÁSA VALTÝSDÓTTIR,
Strembugötu 12, Vestmannaeyjum,
sem lést á Landspítalanum 24. apríl, verður jarösungin
Landakirkju Vestmannaeyjum laugardaginn 2. maí kl. 14.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
frá
Georg Sigurösson.
Eiginkona mín, móöir og amma,
ÞORUNN BENJAMÍNSDÓTTIR,
Sólgötu 3, Isafiröi,
veröur jarösungin frá isafjaröarkirkju, laugardaginn 2. maí kl. 2.
Guómundur J. Guómundsson,
Margrét Sveinbjörnsdóttir,
Guömundur bór Jóhannsson.
+
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
RAYMOND G. NEWMAN,
Faxabraut 38A, Keflavík,
er lést hinn 24. apríl sl., veröur jarösunginn frá Kirkjuvogskirkju
Höfnum, laugardaginn 2. maí kl. 14.
Börn, tengdadætur og barnabörn.
+ Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og +
útför móöur minnar, tengdamóöur og systur. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför systur
MARGRÉTAR FINNBOGADÓTTUR, okkar.
Birkimel 8. SIGRÍÐAR JÓHANNSDÓTTUR
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna í Hátúni 10b. fré Kirkjubóli.
Fyrir hönd vandamanna,
Jóhanna Jensdóttir, Georg Brown, Systkinin.
Helga Finnbogadóttir.
Ása Valtýsdótt-
ir - Minningarorð