Morgunblaðið - 03.05.1981, Side 2

Morgunblaðið - 03.05.1981, Side 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAI1981 Illuti flutprammans, en í hann voru notaAir fjórir eldsneytistankar úr fluKvél, 26 oliutunnur, fjöldinn allur af plönkum og tó svo skipti tugum metra til að reyra hlutina saman. bílinn, sem staðsettur var á eystri bakka árinnar, en þeim bíl stjórn- aði Gunnar Vilhjálmsson frá Gerði í Suðursveit. Vörubíll Jóns var síðan dreginn yfir um það bil miðja vegu á milli brúarinnar, sem nú er yfir Jökulsá, og flæðar- málsins. Þar sem svo neðarlega var farið gætir flóðs og fjöru i ánni og var sætt lagi með að fara yfir á fallaskiptunum til að lenda ekki í straumnum. Vel gekk að draga bílinn yfir ána og dráttarbíllinn dró vörubíl- inn alveg upp á eystri bakkann. Menn voru að vonum kampakátir og skáluðu fyrir unnum sigri á einum versta tálma leiðarinnar. A þessum fjórða degi ferðalagsins var síðan haldið austur að áfanga- stað, Bjarnanesi í Hornafirði, og gekk sú ferð ágætlega þrátt fyrir að yfir fleiri ár og fljót þyrfti að fara. Myndir af flutningi bílsins yfir ána tók Guðmundur Sigurbergs- son frá Svínafelli í Nesjum og má geta þess, að hinum sænsku fram- leiðendum vörubílsins fannst svo mikið til þeirra koma, að þær voru birtar á heilsíðu í blaði þeirra, VIA, sem fer víða um heim og var textinn með myndunum á fjórum tungumálum. MEÐ VÖRUBIFREIÐ Á TVEIMUR TRILLUM YFIR BERUFJÖRÐ I þessu spjalli er ekki úr vegi að rifja upp ferð Jóns Bjarnasonar í Bjarnanesi árið 1947. Það ár keypti hann vörubifreið af Chevrolett-gerð á Akureyri, en á þessum árum var samsetningar- verksmiðja á Akureyri. Bílarnir voru fluttir inn nýir í pörtum og settir saman fyrir norðan. Um það leyti, sem Jón mátti sækja bíiinn, vildi svo vel til, að séra Eiríkur Bjarnason, sem var prestur í Bjarnanesi 1931—1954, var þá staddur á Akureyri og bauðst hann til að aka bílnum austur fyrir Jón. Þegar séra Eiríkur kom að Berufirði hafði hann samband við Jón og bað hann að koma á móti sér, þar sem hann vildi ekki taka ábyrgð á flutningi bílsins yfir Berufjörð, en þá var ekki hægt að aka fyrir Berufjarðarbotn og þurfti að ferja bílinn yfir að Djúpavogi. Jón Pálsson fékk far með Jóni Stefánssyni, bónda í Hlíð Tappi var tckinn úr flösku og skálað þegar erfiðasta hindrunin á leiðinni til Hornafjarðar var að baki. Siðasta hönd lögð á smíði flotprammans áður en bíllinn var dreginn yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. í Lóni, til Djúpavogs og er þangað kom hafði hann samband við Stefán Aðalsteinsson, skipstjóra þar, sem átti 6—8 tonna trillu, og bauðst Stefán til að fara með Jóni yfir. Þeir höfðu með sér minni bát utan á trillunni og plankar voru á dekki, sem nota átti til að aka bílnum á um borð. Bátunum var komið fyrir upp við klöpp, sem þarna er og var minni báturinn hafður nær klöpp- inni, en sá stærri utan á honum. Síðan var plönkunum komið fyrir og lágu þeir af klöppinni yfir minni bátinn og út yfir trilluna. Nú var ekki annað eftir, en að aka um borð, en þá vandaðist málið því Jón hafði aldrei ekið vörubíl. Bílinn þurfti að keyra eftir brattri klöppinni og síðan að beygja að plönkunum og fara þannig um borð. Fannst Jóni þetta heldur glæfralegt fyrir óvanan mann svo hann fór fram á það við þaulvana vörubílstjóra, sem þarna voru, að þeir færu með bílinn um borð fyrir sig. Svar bílstjóranna var þvert nei, eigandi bílsins skyldi sjálfur fara með bíl sinn um borð. Snaraðist Jón þá upp í bílinn og ók í hallann, niður á klöppiria og út á plankana. Ekki mátti miklu muna þar sem plankarnir gerðu ekki meira en að passa fyrir hjól bílsins. Allt gekk þetta þó vel að lokum og var nú ýtt frá klöppinni og siglt með bílinn yfir fjörðinn Vörubíllinn kominn á flot og aðeins er beðið eftir því, að allt sé klárt á hinum bakkanum til að draga bilinn yfir. Vörubíllinn situr á prammanum, en heldur er þetta frumlegur ferðamáti miðað við það sem nú gerist. með framhjól bílsins í trillunni, en aftari hluti hans var í minni bátnum. Þegar á Djúpavog kom var háflæði og lá bíllinn vel við bryggjunni, en til öryggis var þó sett tó í annan bíl á bryggjunni og síðan var ekið frá borði. Vegavinnuflokkur fór með Jóni suður yfir Lónsheiði þar sem ekkert var farið að gera fyrir heiðina eftir veturinn og mátti búast við, að hann þyrfti á aðstoð að halda, sem þó kom ekki til. En allur var varinn góður á þessum árum í slíkum ferðalögum. Þegar komið var að Hlíð í Lóni fengust þær fréttir, að Jökulsá í Lóni væri í vexti og ekki þorandi að fara einbíla yfir ána. Þar sem væntan- legir voru 2—3 nýir vörubílar að norðan ákvað Jón að bíða þeirra í Hlíð. Viku seinna komu bílamir og var þá haft samband við Sigurberg Árnason í Svínafelli í Nesjum og hann fenginn til að koma með mjög góðan dráttarbíl sinn til aðstoðar ef á þyrfti að halda. Gekk ferðin yfir Jökulsá vel fyrir sig en Sigurbergur var ann- álaður fyrir störf sín þegar fljótin voru annars vegar. Hann virtist aldrei skorta úrræði né kjark til að sigrast á fljótunum. Slíkir eiginleikar voru nauðsyn- legir í ferðalögum, sem lýst er hér að framan. Þá var það alls ekki einfalt ferðalag að komast til Hafnar í Hornafirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.