Morgunblaðið - 03.05.1981, Page 3

Morgunblaðið - 03.05.1981, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ1981 35 Látleysi og fagurt raunsæi segir NY-Post um Land og syni KVIKMYNDIN Land oK synir hefur verið sýnd i Norejfi og Danmörku og er væntanleg til sýninga innan tiðar i Sviþjóð, Finnlandi og Þýzkalandi, auk þess sem hún fer á kvikmynda- hátiðina i Sydney i Ástralfu i maimánuði. Sl. haust var Land og synir sýnd á skandinaviskri kvikmyndaviku i Museum of Modern Art i New York og í Los Angeles, og var þá sérstaklega boðið á kvikmyndahátiðina i Chicago. Núna i april var hún svo á Filmex-hátiðinni i Hollywood og hlaut þar lofsamlega dóma. eins og reyndar alls staðar ann- ars staðar þar sem hún hefur verið sýnd. Og þess má geta að ein sýning verður enn á mynd- inni á íslandi, þ.e. i Hafnarfjarð- arbíói í kvöld kl. 7. Sem sýnishorn af dómum sem myndin hefur fengið í Bandaríkj- unum má nefna skrif úr New York Post, þar sem ber saman amerísk- ar kvikmyndir og kvikmyndina Land og synir, þeirri síðarnefndu mjög í hag. Og þar er raunar talað vel um Óðal feðranna. Fyrirsögnin í blaðinu er Iceland’s Classic. Þar kveðst gagnrýnandinn Archer Winsten hafa lent í innrás 29 Norðurlandakvikmynda, sem Moderne safnið kom með, ogséð fimm myndanna. „Men Can’t Be Raped“, þar sem konu er nauðgað og nær að hefna sín, „Marmalade Revolution" eftir einn af uppá- haldsleikurum Ingmars Berg- mans, Erland Josephson, „Shall We Dance First?“, sögu af 16 ára gamalli danskri stúlku, sem í fjölskylduandrúmslofti verður ófrísk og fær fóstureyðingu, „Fathers Estate" eftir Hrafn Gunnlaugsson, sem gerir íslensku landslaei otr sveitafólki í vanda frábær skil, og loks „Land and Sons“ eftir Ágúst Guðmundsson, annað lítið listaverk frá íslandi. Og um þá mynd fjallar hann svo: „Þessa siðastnefndu mynd vil ég sérstaklega draga fram. Meðan ég horfði á hana þyrmdi yfir mig þessi skelfiiega mótsögn við amer- ísku kvikmyndirnar, sem svo oft nota lágkúrulega höfðun til klám- og kynóramarkaðarins, blóðugs ofbeldis, vísindahugaróra og martraðarhryllings, sem lætur kalt vatn renna niður eftir bakinu á börnum." „Land og synir fjallar af látleysi og fögru raunsæi um afskekktan bóndabæ á íslandi, þar sem faðir- inn neitar að horfast í augu við vaxandi skuldir og sætta sig við ákvörðun sonarins að flytja til borgarinnar Reykiavíkur. Faðir- inn deyr eftir uppskurð á spitala, sonurinn fellir og heygir uppá- halds reiðhestinn sinn, selur kind- urnar og hina hestana, svo og jörðina og losar sig þarmeð úr skuldunum til að fara til borgar- innar. Dóttir vellauðugs ná- grannabónda hefur reynt að fá hann til að vera kyrran í sveitinni og faðir hennar látið þau orð falla að allir íslendingar séu skuldugir og enginn muni nokkurn tíma borga upp skuldir sinar. Þetta er hljóðlátlega sögð saga lands og borgar, frásögn af hvers- dagslegu fólki, þar sem ekki vottar fyrir tilgerð í erfiðleikunum. Þetta er göfug mynd, án efa allt of góð til þess að verða tekið tveim höndum af viðskipta-sýnendum, sem tekist hefur svo vel að spilla okkur." Afmælisrit Auðar Auðuns Áskrifendur fyrir 8. maí Áskrifendur, sem óska eftir að vera með á heillaóskalista í af- mælisriti Auðar Auðuns, sem er í undirbúningi, eru beðnir um að tilkynna það á skrifstofu Lands- sambands sjálfstæðiskvenna og Hvatar í Valhöll, pósthólf 1392, sími 82900. Til þess að hægt verði að prenta nöfnin á heillaóskalist- ann fremst í bókinni þurfa nöfnin ásamt áskriftargjaldi, kr. 200, að hafa borist fyrir 8 maí næstkom- andi. 7% hækkun á daggjöldum spítala DAGGJALDANEFND sjúkra- húsa hefur fyrir nokkru tilkynnt um hækkun daggjalda og gildir hún frá 1. mars i þrjá mánuði eða til loka þessa mánaðar. Að sögn Páls Sigurðssonar ráðuneytis- stjóra er hér að meðaltali um að rséða 7% hækkun sem er svipuð launahækkunum sem urðu 1. mars, en í nokkrum tilvikum er um meiri hækkun að ræða vegna halladaggjalda. Sem dæmi um daggjöld má nefna, að í Borgarspítala eru þau nú 1.437 krónur og eru 197 krónur þar af halladaggjald. Þetta á við spítalann í Fossvogi en á Grensás- deild eru daggjöld 557 krónur og 690 krónur í Hafnarbúðum. Daggjöld sjúkrahússins á Akur- eyri eru 1.155 kr, 825 í sjúkrahús- inu í Keflavík, 794 kr. í sjúkrahús- inu á ísafirði, 749 kr. í sjúkrahús- inu í Vestmannaeyjum og 192 kr. í sjúkraskýlinu á Flateyri. í Landa- kotsspítala eru daggjöldin 1.050 krónur, í St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði 716 krónur, 179 krónur í heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði og 192 kr. í Hrafnistu í Hafnarfirði. Worker jean Fodvidde 36 cm Str. 25-34. Skridt 34. er eitt af nýju sniðunum frá Höfum nú fengið stórkost legt úrval af hinum glæsilega Wrangler sportfatnaði Wrangler föt fást í fíSÍ KARNABÆR Laugavegi 66 — Glæsibæ — Austurstræti 22 Sími trá skiptiborði 85055 og einkaumboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.