Morgunblaðið - 03.05.1981, Page 11

Morgunblaðið - 03.05.1981, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAI 1981 43 M Nú tölum viö eins og verkalýös- foringjar, og viö ætlum aö öölast viröingu á borö viö aðrar konur w NATTURUHAMFARIRj Eiginlega gaus f jallið líka börnum Fjallið St. Helens í Washinn- tonfylki í Bandarikjunum ftaus eldi ok eimyrju fyrir réttum 9 mánuöum. Um þessar mundir eru afleiðinftar ftossins að koma fram. reyndar með næsta óvenjuleftum hætti. þ.e. barnsfæðinftum. Svo virðist sem ttosið hafi leitt af sér mikið ástalíf með eðlileftum afleið- inftum þess. Tíu dögum eftir eldgosið var ófagurt um að litast í austanverðu Washingtonríki og norðanverðu Idaho. Ryk og aska þeyttust um allt og fyrir bragðið héldu íbúarnir sig mikið til innan dyra. Þar horfðu þeir á sjónvarpið, þ.e. þeir sögðust einkanlega hafa notað inniveruna til þesskonar hluta. En eitthvað annað hafa menn samt greinilega haft fyrir stafni líka. Það er ekki að ófyrirsynju að nýfæddu börnin á Menn dunduðu við að horfa á sjónvarp — og fjölga mannkyninu þessum slóðum eru kölluð „ösku- börn“. Þegar öskufallið stóð sem hæst hafði einhver starfsmanna á fæð- ingadeild sjúkrahússins Kootenai í Coer d’Alene í Idaho á orði, að sennilega yrði eftirtekjan þar góð að 9 mánuðum liðnum, að því er Joe Morris, forstöðumaður sjúkrahúss- ins, segir. Og þetta urðu orð að sönnu. Búist er við, að þar fæðist innan tíðar 107 börn. í síðustu viku fæddust þar 19 börn, en fæðinga- deildin annar aðeins 12 barnsfæð- ingum á viku. Ljósmæður tóku nokkrar mæður tali til að kanna hvernig þessu öllu viki við. Cheryl Sieveke frá Tekoa í Washingtonríki sagði: — Það var þykkt öskulag allt í kringum húsið, svo að við neyddumst til að vera innan dyra. Við höfðum ekki gert ráð fyrir því að ég yrði ófrísk. Það bara gerðist, og við erum alsæl með það. Við athugun kom í ljós, að það sama var uppi á teningnum á öðrum spítulum í næsta nágrenni við eldfjallið. Öskufallið hafði einnig sínar af- leiðingar fyrir starfsfólk í heilbrigð- isþjónustunni. Sagt er til dæmis að hjúkrunarkona sem vinnur á dag- vöktum í Ritzville hafi þurft að skreppa dagstund til Spokane. Sag- an hermir að hún hafi orðið ólétt í ferðinni. Hún varð innlyksa i gosinu og hafði verið svo óheppin að gleyma pillunni heima. SYNDAFLOÐ Klámið er að kaffæra Japani / Lögreglumenn í Tókýó í Japan eru þessa dagana tíðir gestir í hinum svokölluðu „bókahúðum fyrir fullorðna" þar i borg enda hefur þeim verið uppálagt að handtaka alla þá, sem selja myndir af beru kvenfólki. þ.e.a.s. ef það er fáklæddara en kveðið er á um i nýjum lögum þar að lútandi. Þessi nýju lög eru reyndar nokkuð frjálslegri en fyrri lög varðandi klámið þó að lögreglan vilji nú ekki viðurkenna það, en hér áður mátti að vísu höndla með myndir af berbrjósta konum en þó því aðeins, að þær hefðu einhverja dulu um sig miðjar. Nú hefur nokkuð verið slakað á þessu og má nú gefa eitt og annað í skyn með skemmtilegum „skuggum" en þó ekki ganga svo langt að greina megi ósiðsamlegan hárvöxt. „Fullorðinsbókabúðirnar" í Japan hafa það sem nokkurs konar auka- búgrein að bjóða áhugaljósmyndur- Útgefendur græða á tá og fingri. um að taka sínar eigin nektarmynd- ir og eru þá fyrirsæturnar gjarna námsmeyjar eða skrifstofustúlkur, sem stundum fá allt að 200 dollara fyrir að sitja fyrir. Að sögn lögregl- unnar á nýja reglugerðin um klámið að auðvelda henni eftirlit með þessari starfsemi, sem hún segir að stöðugt sé að færa sig upp á skaftið. Raunveruleg ástæða fyrir nýju lögunum um klámið í Japan er það frjálslyndi, sem ríkir í þeim efnum á Vesturlöndum. Þúsundir japanskra ferðamanna og kaupsýslumanna leggja árlega land undir fót og eru oft vel birgir af alls kyns klámritum þegar þeir snúa heim aftur. Japanskir tollverðir, sem finna myndir af allsnöktu kvenfólki í farangri ferðamanna, gera ennþá allt slíkt upptækt og 30 konur hafa það fyrir fullt starf að ritskoða tímarit eins og Playboy og Pent- house. Fyrirtækjum sem framleiða „vinyl", sem kallast svo vegna um- búðanna um nektartímaritin, hefur þó fjölgað úr 5 í 35 á tveimur árum og 1979 gerði lögreglan upptæk 6.400 eintök af þessum tímaritum og 66.000 á síðasta ári, sem er þó aðeins brot af framleiðslunni. „Hagnaðurinn er óskaplegur," segir lögreglan. Fyrir hvert eintak fæst a.m.k. fjórfaldur kostnaðurinn við gerð þess og framleiðendur gera ráð fyrir að fá 20.000 dollara í sinn hlut fyrir hverja útgáfu. í Japan er talið að heildarveltan í þessari útgáfustarfsemi sé um 5 milljónir dollara á mánuði. Að sögn lögreglunnar eru það einkum skipulagðir glæpaflokkar, sem eru stærstir í nektar- og klámmyndaútgáfunni, en einnig koma þar við sögu læknar, fast- eignasalar og stúdentar. - DONALD KIRK „vinnufötunumu. Allar voru þær ragar og reiðar yfir því, sem þær kölluðu „hræsni rík- isstjórnar Frakklands". Crysalidis er vændiskona frá Sviss, sem býr og starfar í Frakklandi, en allmargar af þeim u.þ.b. 30.000 vændiskon- um, sem starfa þar eru af erlendu bergi brotnar. Á blaðamannafundinum rifjaði hún upp ýmsar minningar frá uppreisn vændiskvenna í Frakklandi árið 1975. Hún sagði, að uppreisn þeirri mætti líkja við gríðarmikið og marglitt skrautblóm, sem þá hefði skyndilega sprungið út. Hún minntist þess, hvern- ig konurnar tóku kirkjur á sitt vald, og mótmælagangn- anna sem þær höfðu farið í o.fl. En skýrsla sú sem ríkis- stjórnin hefði lagt fram í því skyni að aðstoða vændiskonur við að skapa sér nýjan starfs- vettvang í þjóðfélaginu hefði verið lögð til hliðar eða „jörð- uð“, eins og Crysalidis komst að orði. Enda þótt vændi sé nú heimilt í Frakklandi lögum samkvæmt er unnt að dæma konur til greiðslu á tugum þúsunda króna fyrir að bjóða karlmönnum blíðu sína. Stærsta vandamálið eru þó „refsiskattarnir". í Macadam er m.a. fjallað um, hvernig þessar konur eru hundeltar af skattyfirvöldum, enda þótt þær hafi fengið önnur störf í þjóðfélaginu. Ein greinin fjallar um Lisu, sem er 42ja ára. Hún hafði önglað ein- hverjum fjármunum saman með því að stunda vændi og notaði hagnaðinn til þess að opna hárgreiðslustofu. Hún neyddist þó fljótlega til að selja hana aftur og halda út á götuna á nýjan leik, vegna þess að hún þurfti að borga 70 þúsund krónur í skatta. Macadam mun einnig fjalla um vændi frá sjónarmiði mannréttinda, en atvinnuveg sinn kalla konurnar „nútíma þrælahald". Á blaðamannafundinum sagði Merry m.a.: „Á undan- förnum árum hefur rík stétt- arvitund vaknað meðal kvenna sem stunda vændi. Þær hafa farið að tala saman opinskátt og gert sér grein fyrir því, að þær eru flæktar inn í vítahring, sem þær verða að losna út úr, hvað sem það kostar. „Það má kannski segja, að við séum orðnar pólitískt meðvitaðar," heldur hún áfram. „Eg minnist þess, að fyrir skömmu lagði nokkur hópur niður störf að nætur- lagi, safnaðist saman og samdi kröfulista. Nú tölum við eins og verkalýðsforingjar og við ætlum að öðlast virð- ingu á borð við aðrar konur. - PAUL WEBSTER Bílasala til sölu Fyrirtæki í góðum rekstri og með fyrsta flokks vinnuaöstöðu, í góðu leiguhúsnæði á besta staö í bænum, til sölu af sérstökum ástæöum. Kjörið fyrir framtaksama og samhenta menn til að afla sér góðra tekna og sjálfstæðrar atvinnu. Lysthafendur skili tilboöum til Mbl., merktum: „Hagnaö- ur — 9704“, fyrir 5. þ.m. ORUnDIO Góð kjör- einstök gæði 3000 kr. útborgun og eftirstöðvar á 7 mán. LAUGAVEG110 SiMI 27788 VERÐLÆKKUN Cleartone VHF/FM talstöðvar: 25 watta sendistyrkur 3ja rása fyrirferðalítil innibyggður hátalari ársábyrgð VERÐ aðeins kr. 6.995.00 STAOGREIÐSLUVERÐ kr. 6.612.00 Greiðsluskilmálar. a bitstál s. f HAMARSHÖFÐA 1 . SIMi 31500 Fullkomin viögeröar- og varahlutaþjónusta. 53 yV1 ROKRAS ~ RAFEINDATÆKNIÞJÓNUSTA Hamarshöfða 1 - Sími 39420 vicTor huGO' PARIS ROM LONDON _ Hafne rstrœtl 16 - Reykjavfk - Sfml 24338 Full búð af nýjum, fallegum sumarvörum viCTor huGO' PARIS ROM LONDON _ Hafnarstrœtl 16 - Reykjavlk - Sfml 24338

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.