Morgunblaðið - 03.05.1981, Side 21

Morgunblaðið - 03.05.1981, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGIJR 3. MAÍ 1981 53 ir1981 plötunnar og ætti skiliö feikivin- sældir. Lokalagiö er sungið af innlifun af Diddú eins og hún gerir best. Hugljúft lag með saxófónsóló og hugljúfum texta. Hvað sem hver segir þá held ég bara að þetta sé stórgóð plata! Og ein af 10 bestu íslensku plötum allra tíma. Ilia „GRETTIR“ Tónlistin úr samnefndum songleik (SG hljómplötur SG 145) 1981 Fyrstu breiðskífur ársins eru mikið tengdar sviði, „Punkturinn", hvíta tjaldinu, Lög hans Jóns Múla, söngleikjum, Diabolus platan er hálfgerður söngleikur og svo söng- leikur vetrarins „Grettir". Grettir fjallar um ungling og vandamál hans og hans vandamanna og er eins og sagan segir þjóðfélags- ádeila, í ýktu formi með „húmor" sem ekki er alltaf húmor, eins og vill svo oft verða. „Grettir" er ekki ný Þursaplata, þó Egill Ólafsson semji tónlistina og Þursarnir leiki undir. Ýmsar Þursahugmyndir og dæmigerð stef leika um, en þetta er fyrst og fremst söngleikjaplata og stendur ekki án textans og einstök lög ekki án samhengisins. Spilasnilld þeirra Þórðar Arna- sonar, Tómasar Tómassonar og Ásgeirs Óskarssonar kemur lítt fram. Flutningurinn er oft eins og sér fluttur fyrir ungabörn og framsögn minnir oft á „Róbert bangsa“ og leikbrúðusöng. Lögin eru oft nokkuð léttvæg, virðist frekar vera um tóna í kringum texta, og stefin ekki eins sterk og ætla mætti frá Agli. En það er ekki svo að ekki séu góðir punktar á plötunni. „Níðsöngur gengisins um Gretti" er með kröft- ugri „punklögum" sungið af Agli og langsterkasta lagið af hálfu Þurs- anna með sjarmerandi einföldum orgeltónum. Líklega gert í fram- haldi af vinsældum „Jóns pönk- ara“. Önnur sterk lög eru „Harmsöng- ur Tarsans" sem minnir mest á „Ryksugu“-Iögin hennar Olgu Guð- rúnar, enda samdi Ólafur Haukur Símonarson þann texta, en hann ásamt Þórarni Eldjárn samdi text- ana í þessum söngleik. „Fagnaðar- söngur fjölmiðlungamanna" og „Lofsöngur gengisins um Gretti" eru sæmileg, eins eru „Uppvakn- ingsþula", „Sjónvarpsdraugurinn" og „Útvarpsráðsfundur". Textarnir eru fagmannlega og vel gerðir, sumir hverjir þó yfir- drifnir og tilgerðarlegir. En heildin er ekki nógu sterk eins og vaninn er nú re.vndar með svona plötur. En hlustið alla vega á „Níðsönginn" hann er með því hressara sem heyrst hefur á árinu. hia. „LÖG JÓNS MÚLA ARNASONAR“ Ymsir flytjendur (SG hljómplötur SG 144) 1981 Jón Múli Árnason er vitanlega þekktari sem útvarpsþulur heldur en lagasmiður, en þrátt fyrir það var hann (hann virðist alla vega ekki semja lengur) með betri laga- smiðum okkar. Flest laganna á þessari plötu, sem erfitt hefur verið að nálgast undanfarin ár, eru fyrir löngu síðan búin að sanna ágæti sín í íslenska útvarpinu, en mörg laganna heyrði ég sem smá- gutti þegar ég sofnaði við útvarps- tækið á helgarkvöldum, (löngu áð- ur en sjónvarpið kom til!). Öll laganna hérna voru flutt í þrem söngleikjum sem nutu geysi- mikilla vinsælda: Delerium Bubon- is, Allra meina bót og Járnhausinn, en forhliðin á þessu albúmi er úr því leikriti og má þar sjá Ómar Ragnarsson sitjandi á tunnu. Vel valin safnplata með lögum ágæts lagasmiðs. hia Eins og áður hefur komið fram. munu Utangarðsmcnn dvelja erlendis mcstan hluta sumarsins. I miðri næstu viku halda þeir utan til að skemmta skandinövum og meginlandsmönnum, alla vega út júlímánuð, ef ekki vill betur. Hljómleikaferðin hefst að öllum líkindum í Sænska útvarpinu Isis með klukkutíma upptöku sem verður útvarpað um leið, en kvöld- ið eftir verða þeir í Osló. Síðan liggur leið þeirra tvist og bast um Noreg, Svíþjóð, Danmörku og Finnland og síðan Holland. Verður þetta í annað sinn sem íslensk hljómsveit leggur út í slíkt ævintýri á stuttum tíma, en Þurs- arnir ferðuðust um svipaðar slóðir f.vrir tveimur árum. 1. maí voru síðustu hljómleikar Utangarðsmanna, í Háskólabíói, en þar kom einnig fram hljóm- sveitin Purrkur Pillnikk, sem mun leggjast niður með utanferð Utan- garðsmanna, þar sem fyrirliði þeirra, Einar Benediktsson, fer utan með hljómsveitinni sem um- boðsmaður þeirra, þó hann komi reyndar heim áður en ferðinni lýkur. Q4U mun líka leggjast niður þar sem tveir meðlimir þeirrar hlómsveitar eru rótarar hjá Utangarðsmönnum, og Danny Pollock reyndar meðlimur Utan- garðsmanna. Ekki er því ólíklegt að brottför Utangarðsmanna hafi í för með sér einhverjar hræringar meðal yngri hljómsveita. Nýlega er útkomin 6 laga plata frá Utangarðsmönnum, „45 rpm“ með lögunum „Fuglinn er floginn" eftir Mick Pollock og Bubba Morthens, „Þór“ eftir Bubba, „Pretty Girls“ eftir Mick, „Drac- ula“ eftir Danny og Bubba, „Það er auðvelt“ eftir Danny og Bubba með hjálp hinna, og „Where Are The Bodies" eftir Mick. „45 rmp“ er 45 snúninga eins og nafnið bendir til, en 12 tommur að stærð engu að síður, og tæpar 19 mínútur. Nánar verður fjallað um plöt- una síðar. Þess má líka geta hér að þegar þetta er birt hefur Bubbi líklega lagt síöustu hönd á sólóplötu sína sem á að koma út á þjóðhátíðar- daginn, 17. júní, eins og „ísbjarn- arblúsinn" í fyrra. Að sögn þeirra sem heyrt hafa mun sú plata eiga eftir að koma á óvart. hia Þeyr gáfu út fyrstu plötu sumarsins á sumardaginn fyrsta Hljómsveitin Þeyr gat sér gott orð fyrir áramót með ása>kinni piötu. Þagað í hel. sem SG-hljómplötur gáfu út. Vegna ýmissa tæknilegra galla eins og misheppnaðs skurðar í upphafi. fór platan líklega ekki jafn víða og ella. og heil útgáfa ókomin enn. En hljómsveitin kom þó jafnt og þétt fram á hijómleikum og hefur áunnið sér hóp aðdáenda sem fylgir vel þeirri stefnu sem hljómsveitin hefur þróað með sér. Upp úr áramótum varð liðsbreyting á hljómsveitinni þegar Þorsteinn Magnússon gerðist gítarleikari í hljómsveitinni. Á sumardaginn fyrsta, 23. apríl, kom opinberlega út ný lítil plata frá Þey, hin fyrsta með nýju liðsskipaninni, en hljómsveitin hefur þróast mjög síðan „Þagað í hel“ „kom út“. Á þessari nýju plötu eru tvö lög, hvort fyrir sig um fjórar mínútur að lengd. Lögin eru „Life Transmission", sem er eftir Hilmar Örn Agnarsson við texta Hilmars Örns Hilmarssonar, og „Heima er best“, sem er er eftir Magnús Guðmundsson. Lögin voru tekin upp í Stemmu á Laufásveg- inum með Tony Cook við hljóðstjórnina. Þeyr er í dag skipuð Hilmari Erni Agnarssyni (bs), Magnúsi Guðmundssyni (söngur), Þorsteini Magnússyni (gtr), Guðlaugi Óttarssyni (gtr) og Sigtryggi Baldurssyni (trm). „Life Transmission“/„Heima er best“ er gefin út af Fálkanum og Eskvímó í sameiningu, en Eskvímó er hljómsveitin Þeyr ásamt velvildarmönnum þeirra, þeim Guðna Rúnari Agnarssyni, Hilmari Erni Hilmarssyni og Eyjólfi Halldórssyni. Plötuhulstrið er hannað af Kristjáni Karlssyni, en það er all-nýstárlegt. hia Pressun erlendra platna hefst fyrir alvöru Pressun erlendra hljómplatna kemur til með að hafa áhrif á plötusölu hérlendis í ár. Fálkinn hf. og Stcinar hf.. aðalinnflytjendur hljómplatna til íslands og aðaldreif- ingaraðilar á hljómplötum. hafa báðir hafið pressun á orlendum plötum hérlendis. Aðaláhrifin sem þetta hefur eru þau að þessar „heima- pressuðu" plötur verða ódýrari en erlendar, eða miðað við daginn í dag, á 148 nýkrónur. íslenzkar plötur hafa síðan í vetur haft þá sérstöðu að vera nokkuð ódýrari en aðrar plötur, en þær hafa kostað 129 nýkrónur. Þegar líða tekur á sumarið má gera ráð fyrir að bæði innlendar plötur og erlendar plötur, pressaðar hér, verði þó á 148 nýkr., en þess má geta að algengt er að innfluttar erlendar plötur kosti um 200 nýkrónur, þar sem gjaldmiðill er breytilegur á þeim mörkuðum sem verslað er við, og öll aðflutningsgjöld eru marg-margfölduð af yfirvöldum, þar sem tónlistin er jú súper-lúxus, ekki satt! Fálkinn hf. hefur þegar gert markaðstilraunir með fjórar plötur, Dr. Hook-safnplötuna, John Lennon „Shaved Fish“, „Beaties Ballads" og Richard Clayderman, og hefur tekist vel. Steinar hf. er í þann veginn að byrja á sínum fyrstu plötum, sem verða með Spandau Ballet, Pat Benatar, Ultravox og Blondie, sem allt eru plötur á Chrysalis- merkinu. Verður farið með þessar plötur sem um íslenska útgáfu sé að ræða, þ.e. kynnt á svipaðan hátt og auglýst. í kjölfarið koma svo 4 plötur á Virgin-merkinu og síðar plötur á A & M og K-Tel. Meðfylgjandi mynd var tekin í Alfapressunni í desember í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.