Morgunblaðið - 03.05.1981, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 03.05.1981, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1981 63 ÉUmsjón: Séra Jón Dulbií Hróbjaiisson Séra Karl Sigurbjói-nsson Siijurönr Pólsson )ROTTINSDEGI Jesús í viimuniii Þannig nefnist nýstárlegt bænakver, sænskrar ættar, sem mér áskotnaðist eitt sinn. Undirtitill þess hljóðar: „Um hulda návist Jesú í atvinnulíf- inu.“ Sjaldgæft er að sjá þetta tvennt sett saman á þennan hátt. Okkur er svo gjarnt að líta á hið trúarlega og hið hversdagslega sem tvennt ger- ólíkt, og mörgum reynist erfitt að samræma trú sína raun- veruleika hins daglega lífs og starfs. Oft er trú okkar bara tyllidagatrú, meðan önn og iðja hversdagsins lýtur eigin lög- málum, og Jesús og vinnan virðast hafa lítið með hvort annað að gera. Jesús og börnin, Jesús og persónuleg áföll, sorg- in og dauðinn, það er ekki óeðlilegt, en Jesús og vinnan, brautstritið? En þar með yfirsést okkur sá mikilvægi hlutur, að Jesús Kristur telur sig eiga erindi við manninn ekki bara á einhverju hátíðleikans sviði, heldur í öllum aðstæðum lífsins. Við skulum minnast þess, að Jesús guðspjallanna var alinn upp á alþýðuheimili í Nasaret, trésmíðaverkstæðið var hans fyrsti starfsvettvangur, lengst- um hluta ævi sinnar varði hann við hefilbekkinn innan um hefilspæni og sag. Hann þekkti erfiði og áhyggjur hversdagsins, þreytu og þunga langra vinnustunda, og ánægj- una, sem fylgir vel afloknu dagsverki. Já, Jesús Kristur, frelsarinn, Guðs sonur, sem við höfum nú fagnað upprisu hans og játum vera konung himins og jarðar, hann var trésmiður, með vinnulúnar, siggrónar hendur. Þetta er afar þýð- ingarmikið að hafa í huga. Hann þekkir og skilur hvers- dagsheiminn okkar. Sem minningarmark og guðsþjón- ustu stofnsetti hann ekki flókna fórnarsiði heldur ein- falda máltíð hrauðs og víns, af gróða jarðar og afurða iðju mannsins. Þannig vill hann minna okkur á, að Guð á erindi við hversdagslíf okkar, iðju og amstur, hann er nákunnugur brauðstriti mannanna, og vill mata okkur þar og biessa okkur þar, og nota okkur þar lífinu, jörðinni og meðbræðr- um okkar til heilla og blessun- ar. í bænakverinu litla eru bæn- ir af munni verkafólks í ýms- um greinum atvinnulífsins, sem tjáir þar með trú sína á nærveru hins lifandi Drottins í lífi og verkefnum daganna. Höfundur kversins, Berndt Gustavsson, segir um það á þessa leið: „í frásögum sínum snertir fólk oft hið ósegjanlega, reynslu, sem oft verður ekki orðum tjáð. Ég hef reynt að safna saman nokkrum frásög- um fólks um dagleg störf sín, þær fjalla um reynslu þess af hinni huldu návist Jesú í vinn- unni. Ég vona, að ég hafi rétt skilið og túlkað, það sem mér var falið. Ég vona, að þetta kver hjálpi mönnum að upp- götva andlegu vídd vinnu sinnar." Hér fylgir örlítið sýnishorn, lauslega þýtt og endursagt: Blaðberinn Hvernig gæti ég þetta án þín, en, sjáðu morgunsárið er tími þinn, — eins og minn. Ég er einn með þér er ég flýti mér af stað, aðeins til að mæta þér í næsta stigagangi. Matt. 28,1. Iðnverkamaðurinn Ég þakka þér, Drottinn, að þú hefur sýnt mér þig í því, sem ég hef fengið að reyna með félögum mínum. Þegar við Jón og Pétur börðumst fyrir meira öryKK> á vinnustaðnum, við vildum fá hlíf á vélina til að forðast slys, og við vildum fá vinnuhanska, því svo margir hafa skorið sig illa. Við fórum líka fram á að fá fimm mínút- ur til að þvo okkur. Siggi uppgötvaði þig daginn sem hann sagði við verkstjórann: „Ég er engin vél, ég er maður eins og þú!“ Drottinn, ég veit, að þú varst með okkur, og ég þakka þér að þú vilt vera með okkur félögunum á morgun, er við höldum áfram að verjast ranglætinu. Ljósmyndarinn Ég þakka þér, að þú hefur gefið mér hlutdeild í atvinnu- leyndarmáli þínu: Þessu næma auga, sem sér undur, þar sem aðrir sjá ekkert sérstakt, sér fólk, þar sem aðrir sjá bara skugga. Þú gerir fólk sýnilegt, svo að ég geti séð það og elskað. Matt. 9,36. Dcildarstjórinn I umhugsun okkar um rosknu starfsmennina, óþolin- .móðu kröfugerðarmennina, og þá lösnu og bakveiku, sér einhver okkar allt í einu eins og afrit nærveru þinnar eins og við þjónuðum þér. Skúringakonan Upp og ofan stigana bogra ég með fötuna mína og klútana. Hver þeirra, sem framhjá fara, sér, að í raun og veru krýp ég á kné í bæn fyrir öllum okkur starfssystrunum, fyrir betri kjörum og betri líðan? Þó kemst ég ekki hjá því, að í hvert sinn er ég vind tuskuna í síðasta sinn, þá líður mér eins og konunni, sem týndi drökm- unni, og sópaði og leitaði vand- lega uns hún fann hana. Þetta er leyndarmálið mitt, sá einn, sem sópar og leitar vandlega finnur m.vntina, með yfirskrift Konungsins, þetta er leynd- armál Jesú og mitt. Lúk. 15,8. Prjónakonan Lofaður sért þú, Drottinn, að þú barst klæði mannanna, sér- staklega fyrir kyrtilinn, sem þú barst upp á Golgata, og var „frá ofanverðu og niðurúr prjónaður“. Þannig blessaðir þú iðju mína og verk handa okkar með tárum þínum og lífi. Jóh. 19,23. Strætisvagnstjórinn Hvort ég hugsi nokkurn tíma um Jesú? Já, vissulega getur það gerst, einhvern tíma dags- ins, þegar hógvær og hlýleg manneskja kemur inn í vagn- inn, þá er það eins og manns- sonurinn væri á ferðinni ein- hversstaðar. BIBLÍULESTUR Vikuna 3.-9. maí. Sunnudagur 3. mai Jóh. 10. 1-18. Mánudagur 4. maí Eíes. 2. 4 — 10. Þriðjudajíur 5. maí Matt. 26, 31-35. Miðvikudagur B. mai Jóh. 21,15-19. FimmtudaKur 7. maí I. Pét. 5,1-4. Föstudagur 8. maí Jóh. 18,1-9. Laugardagur 9. mai Post. 20, 28-32. Umhyggja tslendingar hafa löngum átt allt sitt undir þorski og sauðfé. Það er því dálítið einkennilegt að hugsa til þess að bæði þessi orð, — þorskur og sauður — fá neikvæða merkingu þegar þau eru yfirfærð á menn. Orðið fjárhirðir virðist aldrei hafa verið notað á íslandi um þá menn sem önnuðust sauðfé með einhverjum hætti, heldur orðin smali og sauðamaður. Orðið fjárhirðir minnir okkur kannski fyrst og fremst á jólguðspjallið. Þetta er nú ef til vill dálítið skrýtinn inngangur að sunnu- dagshugvekju. En svo vill til, að öll guðspjöll þessa sunnudags eru tekin úr 10. kafla Jóhannes- arguðspjalls og eru ofin utan um þessi tvö orð — sauðir og (fjár)hirðir. Og þess vegna fór ég að velta fyrir mér hvernig við íslendingar bregðumst við þegar við heyrum setningar eins og þessa: Mínir sauðir heyra mína raust. Líklega finnst okkur ekki mikil reisn yfir þeim hópi. Svipað gildir um hirðishlut- verkið. Gyðinglegur veruleiki er fjarri okkur en hins vegar sjáum við fyrir okkur íslenska smala- menn, hóandi og sigandi. En hlutverk fjárhirðis í Gyðinga- landi var ólíkt hlutverki ís- lenskra gangnamanna. Dag hvern fóru þeir með hjörð sína og héldu henni til haga. Þeir gengu á undan og hjörðin fylgdi á eftir, vitandi að fjárhirðirinn myndi finna gott beitiland og vatnsból. Daglangt vöktu þeir yfir hjörðinni og vörðu hana fyrir óargadýrum og um nætur lögðust þeir við munna sauða- byrgisins til að vera við öllu búnir. Þeir lögðu jafnvel lífið að veði. Þessa mynd hirðisins úr gyð- inglegu þjóðlífi notar Jesús í þessum 10. kafla Jóhannesar- guðspjalls til að varpa ljósi á sjálfan sig og hlutverk sitt gagnvart mönnunum. „Ég er góði hirðirinn, góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurn- ar fyrir sauðina." — „Ég er góði hirðirinn og þekki mína og mínir þekkja mig.“ Þú ættir að lesa a.m.k. a8 fyrstu versin í þessum kafla með þetta í huga. ÉF til vill fer þér eins og mér að ný og breytt mynd birtist þér af Jesú Kristi og umhyggju hans fyrir þér og öðrum þeim sem eru hans. Það er oft talað um að fjöldi fólks í samtíð okkar sé ráðvilltur og stefnulaus. Ef til vill finnst okkur við sjálf stundum vera í þessum hópi. Þá er gott að vita að Jesús Kristur ber umhyggju fyrir okkur. Líf hans, dauði og upprisa er gjöf til þín og mín, sem færir nýja von, von um samfylgd hans út yfir gröf og dauða. Þess vegna er þessi boð- skapur kallaður fagnaðarerindi, af því að hann minnir okkur á að við erum ekki skilin eftir ein í einhverju tilgangsleysi, heldur kölluð til fylgdar við lifandi, upprisinn Drottinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.