Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1981 7 Umsjónarmaður Gísli Jónsson_______________100. þáttur Tungumálin eiga sér ætt- erni ekki síður en fólkið. Langt er síðan menn gerðu sér grein fyrir þessu og sömdu ættarskrá tungnanna í veröld- inni. íslenska er að sjálfsögðu norrænt mál, en norrænu mál- in eru hluti germanskra mála. Germönsk mál eru enn grein af hinum indó-evrópska meiði. Latína er fjarskyldur ættingi íslensku, og ættarmótið er ekki augljóst. Eigi að síður gilda býsna hörð lögmál um skyldleikann. Dæmi þess er slíkt að hörðu lokhljóðin p, t, k (c, q) í latínu samsvara jafnan önghljóðunum f, þ, h í ís- lensku. Tökum nú að gefnu tilefni latneska orðið centum. Það samsvarar íslenska orðinu hundrað. og þar af kemur cent í ensku. Skal nú ofurlítið að þessu gæta. í orðabók Menningarsjóðs er þess skilmerkilega getið, að hundrað hefur tvenns konar merkingu. í fyrra lagi nútíma- merkinguna 10 tugir og í síðara lagi gömlu merkinguna 12 tugir (stórt hundrað, tólf- rætt hundrað). Hundrað gat merkt 120 aura silfurs, 120 álnir vaðmáls, verið eitt kýr- verð eða jafngildi 240 máls- fiska. Hundrað var því mikið. Af því leiðir að hund- er notað sem áhersluforskeyti. I Fritznersorðabók segir: „i Sammensætning med et fölg- ende Adjektiv har forstærk- ende Betydning eller udtrykk- er, at Egenskaben er tilstede i en særdeles höj Grad“. Svo segir i Völsungakviðu: Biðjið skjótlega til skipa ganga og úr Brandeyju búna verða. Þaðan beið þengill, uns þing kómu halir hundmargir úr Heðinseyju. Hundmargir halír eru menn sem skipta hundruðum, fjöl- margir. Þó að Tristran berðist við heiðinn hund, eins og segir í frægum dansi, þykir mér trúlegt að forskeytið í hund- heiðinn sé til áherslu. Hundar eru varla heiðnari en gengur og gerist. Einnig geri ég ráð fyrir því, að hundvis hafi upphaflega merkt fjöivís, sá sem veit „í hundraða tali" fremur en vitur eins og hund- ur, þó að hundar séu ekki galnir. Enn ætla ég að hund- gamall merki í rauninni svo sem hundrað ára, en ekki gamall eins og hundur, enda veit ég ekki til þess að hundar verði öðrum kvikindum lang- lífari. Hitt er svo annað mál, að tilvist nafnorðsins hundur hefur haft ólítil áhrif á notkun og útbreiðslu þeirra samsetn- inga af hundrað sem nú hafa verið fram taldar. Hundur hefur verið notaður sem smánarorð, og þar með var ekki lengur fínt að vera hundvís = margfróður, enda víst snemma einhaft um jötna. Svipað er að segja um hund- gamali. Við notum það ekki um afa okkar, þótt hann kunni að vera orðinn tíræður, en við getum haft það um einhverja ljóta og leiðinlega karla úti í bæ. Ég býst við að hundhrakinn = rennandi blautur, sé dregið af hundur, ekki hundrað. Hundar eiga sér fá hlífðarföt, og okkur er tamt að taka líkingu af hundi sem kemur hrakinn af sundi. Á sama hátt mun hundrekinn = önnum kafinn, á sífelldu spani, vera dregið af hundur, líkingin af sama toga spunnin og í sögn- inni að hundclta. Aftur á móti vefst fyrir mér að skýra for- skeytið eða hugsunina í sögn- inni að hundskamma. Er það að skamma einhvern eins og hund eða er það að skamma hann með áfellisorðum „í hundraða tali eða tonnum að vægi“? Samkvæmt því, sem áður sagði um samsvaranir sam- hljóðanna í latínu og íslensku, er þá orðið hundur af sömu rótum runnið og merkir sama og latneska orðið canis. Það orð hefur víða farið, og man ég eftir að hundar voru skírðir þessu nafni í mínu ungdæmi, en ekki vissi ég þá hvað orðið þýddi og efast um að nafngjaf- ar hafi vitað það allir heldur. Mér skilst að þær frægu Kan- aríeyjar dragi heiti sitt af þessu og nafnið þýði hunda- eyjar. Þegar ég fletti upp á orðinu tik í bókum, er allt miklu fátæklegra og fátt í frásögur færandi. Hitt fellur mér trauðla úr minni, hvílík myndvísi var í svari konunn- ar, sem ég spurði um heilsu hennar, en hún svaraði hvat- lega: „Mér finnst ég sé eins og útspýtt tíkarskinn á kamars- hurð“. Þá vissi ég það. Hitt hefur mér skilist, að orðið grey hafi stundum í fornu máli verið haft um tík og ekki þótt til mikillar prýði. Hjalti Skeggjason er sagður hafa kveðið á alþingi 999 kviðling svo vondan, að hann yrði fyrir hann sekur fjör- baugsmaður: Vilk eigi goð geyja, grey þykkir mér Freyja. Þetta kann að sýnast sak- leysislegra en svo að nemi þriggja ára útlegð. En mér skilst þetta merki útþynnt: Ég vil svo sem ekki lasta goðin, en ég verð að segja þann hroða- lega sannleika að Freyja er tík. Líklega hefur þetta hljóm- að svo í eyrum þeirra er trúnað héldu við Æsi og Vani, að samsvarandi orð um Maríu mey við kristna menn treysti ég mér ekki til að færa í letur. Hyggjum þarna aðeins að sögninni að geyja. Hún er skemmtileg, beygist eins og deyja; geyja, gó, góum, gáinn. Hún merkti að gelta og gala og góla, enda náskyld þeim sögnum og höfð um dýr, en ef menn tóku upp á því að geyja, merkti það að lasta, svívirða, „úthrópa“. Þar af kemur að Hjalti Skeggjason varð sekur „of goðgá“ = fyrir guðlast, og enn að gól hundsins eða gelt er kallað hundgá. Orðið gá er reyndar til ósamsett í merk- ingunni gelt og þá haft í kvenkyni eins og í fyrrnefnd- um samsetningum. Er svo hundatali því nær lokið. Hlymrekur handan kvað þó: Það fór ekki í eyði í Ystuvík, þó að Ari og Valgerður misstu tík. En það er hagræði í dölum að fara hundlaus í smölun, svo sem eiga ekki hvílu hjá kistubrík. f................ .............. Rýmingarsala Til sölu næstu daga: • Eldhússtólar • Kollar • Háir kollar • Háir bakstólar Sérlega hentugir fyrir frystihús, kaffistofur, mötuneyti og heimili. Vönduð vara á hagstæðu verði. \ SINDRA STALHF Borgartún 31, Sími 27222 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? |»l \l (.I.YSIR t M Al.l.T I.\M> l»K(. \R l»t AK.IASIR I MORt.l NRLADIM GENGI VERÐBRÉFA 17. MAÍ 198t VERÐTRYGGO SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1969 1. flokkur 1970 1. flokkur 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. ftokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1 flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur Kaupgengí pr. kr. 100.- 6.400.23 5.863,96 4.273,90 3.863,64 3.351.57 2.861.57 2.128,13 1.960,25 1.353.28 1.106,55 833,38 789,53 640,30 594,64 498,14 405,93 320,40 270,92 210,22 163,69 128,95 113,56 M*Palávöxtun spariskírteina umfram verö- tryggingu er 3,5—6%. Sölutími er 1—3 dagar. VEÐSKULDABRÉF VERDTRYGGD HAPPDR/ETTISLÁNi RÍKISSJÓÐS A — 1972 B — 1973 C — 1973 0 — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I — 1976 J — 1977 Kaupgengi pr. kr. 100.- 2.193,89 1.806,92 1.544,10 1.315.21 905,67 905,67 606,55 579,83 443.96 414,45 Ofanskráö gengi er m.v. 4% ávöxtun p.á. umfram verötryggingu auk vinn- ingsvonar. Happdraettisbréfin eru gef- in út á handhafa. HLUTABRÉF Trygginga- miöstööin hf. Tollvöru- geymslan hf. Skeljungur hf. Fjárfestingarf. islands hf. Kauptilboö óskast Kauptilboö óskast Kauptilboö óskast Sölutilboó óskast. MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Kaupgengi m.v. nafnvexti Ávöxtun 2 V*% (HLV) umfram 1 afb./ári 2 afb./ári verötr. 1 ár 97,62 98,23 5% 2 ár 96,49 97,10 5% 3 ár 95,39 96,00 5% 4 ár 94,32 94,94 5% 5 ár 92,04 92,75 5Vi% 6 ár 89,47 90,28 6% 7 ár 86,68 87.57 6%% 8 ár 83,70 84,67 7% 9 ár 80,58 81,63 7%% 10 ár 77,38 78.48 8% 15 ár 69,47 70,53 8V4% VEÐSKULDABRÉF ÓVEROTRYGGÐ: Kaupgengi m.v. nafnvexti 12% 14% 16% 18% 20% (HLV) 38% 65 66 67 69 70 81 54 56 57 59 60 75 46 48 49 51 53 70 40 42 43 45 47 66 35 37 39 41 43 63 TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐBRÉF í UMBOÐSSÖLU MkKITIflGMHlM ÍIUMMM Hft VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. lönaðarbankahúsinu. Sími 28566. Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.