Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ1981 17 þá um föt í snyrtiherbergi stöðvar- innar og komum þeim áfram í geymslu fyrir lítinn pening á leigu- bilastöð við hliðina á járnbrautar- stöðinni. Það er liflegt og afslappað kvöldlíf við gömlu bátahöfnina í Weymotuh, sem sýnilega er aðset- ursstaður siglingafólks á Ermar- sundi. Skúturnar liggja þar hver utan á annarri og sumar úti á flóanum, en siglingafólkið fer í land að kvöldinu til að fá sér bita í veitingahúsi og drykk í einhverjum af þessum litlu börum við höfnina, þar sem skreytingar og fólk minnir allt á sjóinn og siglingarnar. Það er ákaflega notalegt að rölta þar um, horfa á gömlu húsin og skúturnar. Kl. 11 fengum við farmiðana, 14 pund á mann, og stigum um borð í ferjuna til eyjarinnar Jersey. Höfð- um ekkert fyrir því að reyna að fá kojur sem sjálfsagt hefur verið erfitt, enda sváfum við ágætlega í sætunum, sem hægt var að halla aftur eins og í flugvélum — og rýmra um fæturna. Hægt er að fá mat og drykk um borð, en við fengum okkur máltíð í veitingahúsi áður en lagt var af stað. Til Jersey eru um 100 sjómílur og við komum þangað kl. 6 að morgni. Þeir sem eru akandi, geta tekið bíla sína með í ferjunni og eins er hægt að fljúga út í eyna, þar sem er einn fjölfarn- asti flugvöllur Bretlands. Enn höfðum við ekki hugmynd um hvort við kæmumst á leiðar- enda í St. Malo á Frakklandsströnd, þar sem ferðalag okkar átti í rauninni að hefjast. í blöðum var sagt að ferðafólk hefði átt í erfið- leikum með að komast yfir Ermar- sund vegna verkfallsins í frönsku höfnunum. Jafnvel komið til handa- lögmála í Le Havre eða Cherburg, þegar bresk ferja ætlaði að leggja að. En þarna á hafnarbakkanum í Jersey blasti við notaleg sjón, kaffivagn, sem kom sér vel fyrir tvær nývaknaðar förukonur með töskur sínar í eftirdragi í morgun- sárið. Hjá þægilegum kaffisölukarli fengum við þær fréttir að kl. 7 opnuðu bæði farangursgeymsla þarna við hliðina, svo og afgreiðsla ferjanna, og ekki vissi hann betur en að loftpúðaferjurnar gengju yfir til St. Malo á Frakklandsströnd, sem nú var aðeins í 12 mílna fjarlægð — í bili að minnsta kosti. Það reyndust réttar upplýsingar. Úr því við vorum ekki með bíl, gætum við fengið far með loftpúða- ferju fyrir 9 pund yfir til St. Malo kl. 17.30 síðdegis og tæki ferðin sú ekki nema hálfan annan tíma. Við losuðum okkur því snarlega við töskurnar í geymslu og röltum upp eftir löngum hafnargarðinum í bæ- inn St. Helier. Þarna hefðum við þá heilan dag til að skoða okkur um á þessari rómuðu eyju, sem yrði eins og krydd í kökuna áður en við kæmum á upphafsstað ferðar okkar á Bretagne. Við þökkuðum okkar sæla fyrir að hafa ekki hlustað of mikið á úrtölur Bretanna á Water- loo-stöðinni, en haldið upp á von og óvon í áttina. Raunar minnist ég þess ekki að hafa nokkurn tíma þurft að snúa við á ferðum eða strandað svo nokkru nemi. Er þvílík heillakráka á ferðalögum. Og ekki sakar að geta þess að reynslan af lestarferðinni varð svo góð, að ekki aðeins fórum við með hraðlestinni frá Rennes í Bretagne tveimur vikum síðar til Parísar, heldur völdum við líka sama ferðamáta frá París til London. Tókum næturlest- ina með ferju frá Dunkerque til Dover, á leiðinni heim. Greiddum fyrir það 15 sterlingspund hvor í stað 45 punda fyrir flugfar. Og komum að auki beint inn á Vikt- oríu-járnbrautarstöðina í London, við hliðina á Viktoríu-flugafgreiðsl- unni, þaðan sem flugvallarrútur ganga beint út á Lundúnaflugvöll. Og því hægt að spara sér fyrirhöfn og gistingu í þeirri leiðinni í London. En það er önnur saga. Við vorum enn á útleið — í Jersey. Jersey er syðst og stærst af Ermarsundseyjum Breta, rétt suð- "nf,ir Frakklandsströnd og hefur eins og sumar þeirra nokKun sjálfsforræði og þing. Frá háum granitklettum í norðri hallar hún niður að góðum sandströndum i suðri, þar er höfuðborgin St. Helier. Eyjan nýtur golfstraumsins og er 'Wa frjósöm og mikill ferða- ákanvK- TI~' hað leyti sem mannastaður. um r ‘'‘■ovrði ísland var að byggjast, tiu.v. Ströndin í Waymouth er dæmigerö fyrir Ermarsundsbæina, þar sem er „promenaði“ í boga með flóanum og þar ffyrír framan bað- strendur með gulum sandi, sem ná langt út. Þar una bresku fjölskyldurnar sér vel. hún Normönum á Frakklandi og ýmislegt mun bera þess enn merki í lögum og máli. Þótt þeir séu svona sunnarlega hafa íbúar kosið að hafa samfylgd með Bretum fremur en Frökkum, en ekki gekk það þó átakalaust, enda mikið um kastala- vígi og hergöng ýmiskonar á söfn- um á staðnum. í heimsstyrjöld- inni síðari héldu Þjóðverjar Jer- sey og geymdu þar fanga og ýmsar sögur af þeirri baráttu. Á Jersey mætti eyða 1—2 vikum og hafa nóg að skoða, fyrir utan það að njóta baðstrandalífs. Verst þótti mér að hafa ekki tima til að komast norður á eyna og sjá nátturuverndarsvæði dýra, sem útvarpsmaðurinn og nátturuverndarunnandinn Gerald Durrell kom á fót 1963, þar sem sjaldgæfar dýrategundir og jurtir fá hæli og ræktunar og uppeldis- aðstöðu. En kvikmynd um þennan dýragarð var sýnd í sjónvarpinu íslenzka. Þarna eru ræktaðar sjaldgæfar dýrategundir svo sem orangutanar og gorilluapar, páfa- gaukar, fasanar, flamingoar og margar aðrar dýrategundir. En við höfum aðeins einn dag til umráða og eyðum honum í mikilli skemmti- og íþróttastöð, sem byggð hefur verið í hinu forna Regent-virki uppi á háum kletti, sem gnæfir yfir Á Jersey gnœfir á klettahæö gamall kastali, sem breytt hefur verið í eina íburðarmestu sport-.skemmti-, sýninga og ráöstefnu- miðstöð Evrópu með sundhöll, hverskyns íþróttasölum, skemmti sýningum, hljómleikum o.fl. Allt undir einu þaki og hægt að fara þangaö upp meö dráttarbraut eða í lyftu gegnum klettinn. Á götu í London. borgina. En þangað má komast hvort heldur er með lyftu gegn um klettinn af bilastæði eða með tog- braut úr miðjum bænum. Þessu gamla virki, sem tekur yfir 22 ekrur, með görðum sínum, köst- ulum og virkisveggjum, hefur nú verið breytt fyrir 5 milljónir sterl- ingspunda í eina íburðarmestu skemmti-, sport-, sýninga- og ráð- stefnumiðstöð í Evrópu. Um margt er að velja þegar inn er komið. Allt er undir einu þaki. Þar eru sýningar og veitingasalir, sundhöll, salir fyrir alls konar keppnisleiki og aðrir fyrir hljómleika, sýningar og hvers kyns skemmtanir. Gloucest- er-salurinn tekur 2000 manns í sæti. Allt sumarið eru þarna skemmtanir af ýmsu tagi síðdegis og fram á kvöld, og leiktæki fyrir krakkana. En í virkisgörðunum fallegt blómskrúð og tré, og fagurt útsýni af virkisveggjum. Það var sannarlega ekki vandi að eyða þar mörgum klukkutímum. Okkur var ekki til setunnar boðið. Loftpúðaskipið beið kl. 5.30 og laust eftir kl. 7 á mánudagskvöld stigum við á land í gamla bænum St. Malo á Frakklandsströnd og töltum í síðasta sinn með töskurnar frá höfninni og inn fyrir múrana í gamla bæinn, til að finna hótel, því hér skyldi ferðalagið endurskipu- lagt. Tekinn bíll á leigu. Mikið var um ferðafólk í bænum, svo við tókum fljótlega herbergi í ágætu hóteli fyrir 115 franka, sem reyndist það dýrasta sem við tókum á Bretagne, enda borgað fyrir 3 rúm þar inni. En frá ferðalaginu um þennan ágæta skaga verður sagt í sí'^Ú grein. Eftir Elínu Fálmadóttur Bólivía: Hershöfðingi í útlegð La Paz. Bolivíu. 15. mai. AP. ALBERTO Natusch Busch, hcrs- höfðingi. sem leiddi skammvinnt valdarán i Bóliviu árið 1979 hélt frá Bóliviu í dag i útlegð til Perú. Ilann hafði setið fáeina daga i fangelsi áður. Garcia Meza forseti sakaði hann um aðild að valdaránstilraun sem var gerð fyrr í vikunni en rann út í sandinn samdægurs. Garcia Meza tók við völdum eftir að hafa steypt af stóli Lidiu Gueiler sem er einnig i útlegð. Sex sinnum hafa orðið stjórnarskipti i Bólivíu síðan 1978, þar af hafa fjögur þeirra orðið vegna valda- rána. Danmörk: Stjórnar- kreppu af stýrt Kaupmannahofn. 15. mai. Frá frcttaritara Mbl. Ib Bjórnhak. RÍKISSTJuRN Anker Jörgen- sens mun sitja áfram. Stjórnin hefur gefið stuðningsflokkum sínum tveim. Radikaie venstre og Kristilega þjóðarflokknum og Miðdemókrötum tryggingu fyrir þvi að ekki verði kosningar i bráð. bað voru einkum Miðdemcí- kratar sem voru áfram um að Anker Jörgensen héti því að ekki yrði lagt fram frumvarp um atvinnulýðræði með ákvæðum um dcilingu hagnaðar árið 1982 og hefur Jörgensen nú lofað þessu. Flokkarnir fjórir hafa þá komið sér saman og stjórnin því ekki í neinni fallhættu að sinni. Guatemala: Hryðju- verk enn (•uatcmalahorK. 15. mai. AP. HRYÐJUVERKAMENN myrtu í dag Mendez Lopez næsthæstráð- anda í stærsta „einkaher" sem hægrisinnar hafa komið á lagg- irnar í landinu. Kona nokkur kom til hans hvar hann sat að snæðingi og tókst að fá hann með sér út að bifreið sem í voru tveir menn og skutu þeir Lopez til bana. I þessum einkaher eru fimm þúsund manns og hefur hann sætt ásökunum fyrir að myrða verka- lýðsleiðtoga, presta sem sýnt hafa vinstri tilhneigingar, námsmenn og fleiri fjendur Romeo Lucas Garcia. Talið er að um 200 manns láti lífið í Guatemala á mánuði fyrir tilverknað hryðjuverkamanna til hægri eða vinstri. MYNDAMÓTA Aó.tlstraiti 6 simi 25810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.