Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 20
20
MOKGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ1981
fttmgti Útgefandi tllllfllfeifef hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö.
Stolnar skrautfjaðrir
ríkja, viljí íslendingar ekki
verða láglaunaþjóð. Flokkurinn
er pólitískur málsvari Sam-
bands íslenskra samvinnufé-
laga, en það er eðli svo stórra
auðhringa að vilja sem minnst-
ar breytingar. Þeir vilja sitja
að því, sem þeir hafa sölsað
undir sig. Skýrt dæmi um þetta
er fastheldni SÍS á olíuvið-
skiptin við Sovétríkin og and-
róður olíufursta þess gegn
byggingu nýrra eldsneytis-
geyma varnarliðsins í Helgu-
vík. Eftir síðustu alþingiskosn-
ingar ákvað Framsóknarflokk-
urinn, að hann myndi ekki ljá
máls á stjórnarþátttöku nema
með afturhaldsöflunum í Al-
þýðubandalaginu. Sú ríkis-
stjórn var mynduð á þeim
forsendum, að viðhalda
óbreyttu ástandi á sem flestum
sviðum þjóðlífsins. Til að
baktryggja sig að því leyti
gerðu stjórnarherrarnir með
sér leynisamkomulag, þar sem
kommúnistum er veitt neitun-
arvald um öll meiri háttar mál.
Það er því engin furða, þótt
skriffinnar Tímáns grípi til
þess ráðs, þegar hallar undan
fæti, að flagga stolnum skraut-
fjöðrum.
Flótti frá Hjörleifi
Dag eftir dag birtast í
Tímanum lofgreinar um
Framsóknarflokkinn, sem virð-
ast miða að því einu að sann-
færa höfunda greinanna, for-
ystulið framsóknar og ef til vill
lesendur blaðsins, um að í 10 ár
hafi flokkurinn ekki barist til
einskis með þátttöku í ríkis-
stjórnum. Þetta hástemmda lof
um sjálfan sig er næsta barna-
legt, sérstaklega þegar til þess
er litið, að helstu skrautfjaðr-
irnar eru stolnar.
í Tímanum í gær segir, að á
síðasta áratug hafi tveir mála-
flokkar sérstöðu og síðan orð-
rétt: „í fyrsta lagi unnu íslend-
ingar sigur í landhelgismálinu
... í öðru lagi hefur verið staðið
að mjög miklum framkvæmd-
um á sviði orkumála." Það er
dæmigert fyrir framsóknar-
menn að ætla að slá sig til
riddara á þeim forsendum, að
þeir hafi staðið fyrir fullnaðar-
sigri í landhelgismálinu eða
fylgt stórhuga stefnu í orku-
málum. Hvorugt er rétt.
Það var Sjálfstæðisflokkur-
inn, sem hafði frumkvæði að
því að landhelgin var færð út í
200 mílur. Hefði hann ekki
tekið sæti í ríkisstjórn í ágúst
1974, er óvíst, að íslendingar
hefðu enn fengið yfirráð yfir
200 mílunum. Líklegra er, að
það sjónarmið Lúðvíks Jóseps-
sonar, að rétt væri að bíða eftir
lyktum hafréttarráðstefnunn-
ar, hefði orðið ofan á hjá
framsóknarmönnum. Eins og
kunnugt er, þá stendur hafrétt-
arráðstefnan enn og óvíst um
endalok hennar.
Stefna Framsóknarflokksins
í orkumálum er öllum hulin
ráðgáta. Helsti málsvari þeirra
á því sviði er Páll Pétursson
þingflokksformaður, og tekur
hann mið af vilja afturhaldsafl-
anna í Alþýðubandalaginu,
þegar hann reynir að leggja
stein í götu virkjana eins og til
dæmis við Blöndu. Staðreyndir
málsins varðandi orkufram-
kvæmdir á síðasta áratug eru
þær, að í tíð viðreisnarstjórnar-
innar voru veittar heimildir til
virkjana við Sigöldu og Hraun-
eyjafoss. Eina stórvirkjunin,
sem með réttu er unnt að kenna
við 10 ára stjórnaraðild Fram-
sóknarflokksins, er Kröflu-
virkjun. Að sjálfsögðu er fram-
sóknarmönnum heimilt að
eigna sér þá mannvirkjagerð,
telji þeir sér það til einhvers
framdráttar. Það er dæmigert
um losaralega afstöðu fram-
sóknarmanna til virkjanamála,
að í Tímanum í gær er þannig
komist að orði: „Menn eiga ekki
að deila um virkjunarstaði,
heldur virkja sem víðast og sem
mest.“ Auðvitað finnst fram-
sóknarmönnum ástæðulaust að
velta því fyrir sér, hvort unnt
er að selja orkuna á viðunandi
verði. Afstöðu þeirra til stór-
iðjufyrirtækja verður best lýst
með að minna á, að þeir lögðust
gegn samningum um byggingu
álversins á sínum tíma og
skipuðu sér þar í sveit með
kommúnistum. Þegar hlustað
er á ræður Páls Péturssonar
þingflokksformanns um stór-
mál, dettur mönnum helst í
hug, að hann átti sig ekki á því,
að 19. öldin er liðin.
Raunar má segja, að Fram-
sóknarflokkurinn sé pólitísk
tímaskekkja. Grundvallarsjón-
armið flokksins stangast á við
þann framfarahug, sem þarf að
Um það fólk, sem tekur sig
til, og ákveður að flýja
fátæktarþjóðfélög marxista, er
stundum sagt, að það greiði
atkvæði með fótunum. Það hef-
ur verið svipt öllum áhrifum á
stjórn eigin mála og verður í
einu og öllu að lúta vilja
kerfiskarlanna. Alþýðubanda-
lagið er byggt upp á sömu
grundvallarforsendu og komm-
únistaflokkar í öðrum löndum.
Þar eiga menn að lúta flokksag-
anum og hafa sig hæga, þegar
leiðtogarnir hafa tekið skrif-
borðsákvarðanir sínar.
Á síðasta landsfundi Alþýðu-
bandalagsins leyfði Hrafnkell
Jónsson bæjarfulltrúi flokksins
á Eskifirði sér að malda í
móinn, þegar flokksbroddarnir
héldu fram afturhaldssjónar-
miðum sínum í stóriðjumálum
og afstöðunni til virkjana. Nú
hefur þessi sami maður lagt á
flótta úr Alþýðubandalaginu
vegna þingmanns síns, Hjör-
leifs Guttormssonar iðnaðar-
ráðherra. Honum blöskrar svo-
kölluð stefnumörkun ráðherr-
ans í virkjanamálum, en frum-
varp hans um það efni kallar
hann „pappírsgagn". Athyglis-
verð eru þau ummæli Hrafn-
kels hér í blaðinu í gær, að
hann hafi haldið áfram að
starfa innan Alþýðubandalags-
ins eftir landsfundinn „þar sem
ég taldi möguleika á að koma
fram þeirri iðnaðarstefnu, sem
ég tel nauðsynlega, meðan
Hjörleifur var iðnaðarráð-
herra“, eins og Hrafnkell orðar
það og bætir við: „Eg tel nú
þessa forsendu vera brostna."
Örþrifaráð Hrafnkels Jónsson-
ar var því að greiða atkvæði
með fótunum. Til þess að forða
íslandi frá því að verða fátækt-
arland marxista þurfa fleiri að
velja sömu leið og Hrafnkell —
kerfiskörlunum verður ekki
hnikað, hins vegar búum við
enn við lýðræðislega stjórnar-
hætti.
Engin stefna
Ekki kemur á óvart, að Sverri
Hermannssyni, þingmanni Sjálf-
stæðisflokksins, hafi helst dottið
það ráð í hug að flytja vantraust á
iðnaðarráðherra, eftir að hann
hlýddi á framsöguræðu Hjörleifs
Guttormssonar fyrir lagafrum-
varpi um raforkuver sl. miðviku-
dag. Ræðan er er eins og efnisyf-
irlit yfir atriði, sem ákvarðanir
þarf að taka um, en þegar ráð-
herrann kemur að ákvörðunarat-
riðunum fer hann undan í flæm-
ingi eða vísar til þess að nefnd
hafi verið skipuð til að fjalla um
þau. Hefur enginn iðnaðarráð-
herra síðan sú staða varð til staðið
jafn óhönduglega að verki og
Hjörleifur Guttormsson. Ráðherr-
ann virðist þeirrar skoðunar, að
því fleiri mönnum sem hann raði í
nefndir, þeim mun ábúðarmeiri sé
hann. Hitt gleymist með öllu hjá
ráðherranum, að nefndir, sem
ekki vita til hvers af þeim er
ætlast, geta ekki lokið árangurs-
ríkum störfum.
I apríl sl. skilaði orkuspárnefnd
áliti sínu, sem hefur að geyma
raforkuspá til aldamóta. í álitinu
er gerð grein fyrir forsendum
raforkuspárinnar. Þar segir m.a.:
„Nefndinni var vel ljóst, að ekki
yrði gerð raforkuspá, sem það
nafn ætti skilið, nema fyrir lægju
forsendur um þróun einstakra
atvinnugreina, sem sumar hverjar
nota mikla raforku. Nefndinni var
einnig ljóst, að slíkar atvinnuspár
verða ekki gerðar nema út frá
vissum forsendum um almenna
efnahagsþróun er miðast við að
hverju er stefnt í efnahags- og
atvinnumálum. Um þetta eru
menn enganveginn sammála, sem
kunnugt er. Sumir télja t.d. að
íslendingar geti tryggt sér mjög
góð lífskjör í framtíðinni með því
að nýta orkulindir Iandsins í
stórum stíl til orkufreks iðnaðar.
Aðrir telja umfangsmikla stóriðju
varasama, og að ná megi þokka-
legum efnahag án þess að hún
komi til, nema í takmörkuðum
mæli.“
Að lokinni þessari almennu
hugleiðingu segir orkuspárnefnd,
að hún sé ekki rétti aðilinn til að
skera úr þessu deilumáli. Það sé
að sjálfsögðu hlutverk stjórnvalda
að marka stefnu m.a. í stóriðju-
málum. Síðan reynir nefndin að fá
fast land undir fætur með því að
rýna í stefnuyfirlýsingu núverandi
ríkisstjórnar og birtir málsgrein
úr henni. Loks segir orkuspár-
nefnd um stefnu ríkisstjórnarinn-
ar í þessu úrslitaatriði: „Þótt
þessi stefnugrein feli í sér ákv-
eðna viljayfirlýsingu er hún allt-
of almennt orðuð til að koma að
notum við spá um eftirspurn eftir
raforku.“ Auðvitað er því ekki að
heilsa að hinn orðglaði iðnaðar-
ráðherra leggi nefndinni til þá
mælistiku, sem hún geti farið
eftir, til þess hefur ráðherrann
hvorki pólitískt þrek né hugrekki.
Nefndin gefur sér því sjálf for-
sendurnar, sem hún kallar „lág-
marksforsendur um efnahags-
þróun" og miða að því að halda í
við Norðurlandaþjóðirnar í efna-
hagslegri afkomu. í umsögn sinni
um þessar forsendur segir hag-
fræðideild Seðlabanka íslands, að
þær virðist „orka mjög tvímælis".
,JVaudhyggja“
hvers?
Ríkisstjórn, sem stendur að
málum eins og orkuspárnefnd
lýsir hér að ofan, getur auðvitað
ekki tekið neinar ákvarðanir um
raforkuframkvæmdir. Það er for-
senda skynsamlegrar orkunýt-
ingar, að menn viti til hvers þeir
ætla að nýta orkuna. Þetta ein-
falda atriði samrýmist ekki aftur-
haldssjónarmiðum Hjörleifs Gutt-
ormssonar iðnaðarráðherra. Hann
talaði í ræðu sinni á Alþingi sl.
miðvikudag um það, hvað ætti að
gera við orkuna frá stórvirkjunum
á Norðurlandi og Austurlandi án
þess að benda á nokkurn kost í því
efni. Hins vegar þótti honum
maklegt að ráðast á skoðanir
þeirra, sem hingað til hafa ráðið
ferðinni í þessum málum og stuðl-
að að tilurð álversins og járn-
blendiverksmiðjunnar. Um þau
sjónarmið sagði hann: „Slík nauð-
hyggja er í senn fávísleg og engum
til góðs ...“ Síðan bætti hann við,
að öll'um bæri saman um að
virkjunarkostir á Norðurlandi og
á Austurlandi væru álitlegastir
„þótt aðeins sé hugsað um fram-
leiðslu fyrir hinn almenna mark-
að“.
Úr því að ráðherranum datt í
hug orðið „nauðhyggja", þegar
hann samdi þann kafla ræðu
sinnar, þar sem úrtölustefna
kommúnista hlasir skýrast við, er
sjálfsagt að nota það til viðmiðun-
ar, þegar spurt er: Hvaða orð
myndi ráðherrann nota í lýsingu
sinni um þá menn, sem réðust í
virkjun við Blöndu og á Fljótsdal
samhliða því, sem fullvirkjað er
við Hrauneyjafoss og ráðist í
aðrar framkvæmdir á Þjórsár-
svæðinu en Sultartangavirkjun,
og leituðu ekki eftir öðrum orku-
kaupanda en „hinum almenna
markaði"? Hér verða nafngiftirn-
ar sparaðar en aðeins á það bent,
að samkvæmt raforkuspá orku-
spárnefndar, sem ráðherrann
byggði ræðu sína á að miklu leyti,
mun orkuvinnslugeta á landinu í
heild eftir fullvirkjun við
Hrauneyjafoss og á Þjórsársvæð-
inu fyrir utan Sultartangavirkjun
nema 4505 gígawattsstundum
miðað við 3140 gígawattsstundir
nú. Orkuspárnefnd gerir ráð fyrir,
að þessu marki í orkuvinnslu megi
ná á árinu 1986, án þess virkjað sé
annars staðar en við Þjórsá, hins
vegar verði þessi orka ekki full-
nýtt sé fylgt fram stefnu án
stóriðju fyrr en 1990. Miðað við
stefnu iðnaðarráðherra yrði ef til
vill þörf á að hefja framkvæmdir
við Fljótsdalsvirkjun 1984. Hins
vegar yrði hún óhagkvæmari en
Sultartangavirkjun, ef aðeins væri
miðað við „hinn almenna rnarkað"
ráðherrans. Framkvæmdir við
Sultartanga þyrfti ekki að hefja
fyrr en um 1985.
Stefnulaus „nauðhyggja" iðnað-
arráðherra lýsir sér meðal annars
í því, að hann gefur enga ákveðna
vísbendingu um það, hvenær ráð-
ist verði í næstu stórvirkjun. í
þessu ráðleysi felst ef til vill sú
stefna, að fresta því að hafist
verði handa um næstu stórvirkjun
til 1984 eða 1985.
Orkunýt-
ingarstefna
nauðsynleg
Ráðleysi ríkisstjórnarinnar í
orkumálunum stafar af því, að
hún hefur ekki markað neina
orkunýtingarstefnu. Slíka stefnu
er nauðsynlegt að móta og síðan
taka ákvörðun um virkjun. Þegar
störf Hjörleifs Guttormssonar á
ráðherrastóli eru metin, komast
menn fljótt að þeirri niðurstöðu,
að orkunýtingarstefna verður
aldrei mótuð undir hans forystu.
Raunar mun ekkert markvert ger-
ast í iðnaðar- eða orkumálum
undir leiðsögn Hjörleifs. Birgir
ísleifur Gunnarsson alþingismað-
ur benti á það að lokinni ræðu
ráðherrans á miðvikudag, að í
allan vetur hafi iðnaðarnefnd
neðri deildar Alþingis aðeins