Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ1981 21 Birgir IsL Gunnarsson: Orkufrumvarpið máttlaust og slappt Mánuðum saman hafa menn beðið óþreyjufullir eftir frum- varpi ríkisstjórnarinnar um virkjunarmál. Æ fleiri gera sér ljóst að engan tíma má missa og nauðsynlegt er að taka ákvarð- anir um næstu framkvæmdir við orkuver sem allra fyrst. Lang- lundargeð þingmanna úr öllum flokkum er löngu þrótið. Frumvarp sjálf- stæðismanna Af þessum ástæðum m.a. fluttu þingmenn Sjálfstæðis- flokksins að ráðherrunum und- anskildum í vetur frumvarp um ný raforkuver. Frumvarp það kvað mjög ákveðið á um, hvernig standa skyldi að undirbúningi næstu virkjana, hvaða virkjanir skyldi byggja næst og hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla til að framkvæmdir hæfust við hverja virkjun fyrir sig. Þann 1. apríl sl. átti ríkisút- varpið viðtal við Gunnar Thor- oddsen, forsætisráðherra, í þættinum nA vettvangi". Þar var m.a. fjallað um virkjanafrum- varp sjálfstæðismanna. Forsæt- isráðherra taldi að margt gott mætti um frumvarpið segja, en hinsvegar gengi það ekki nógu langt. Síðan sagði hann orðrétt: „Áður en þingi lýkur, þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að samþykktar verði nauðsyn- legar lagaheimildir í þessu skyni og röðin ákveðin." í viðtali við Morgunblaðið þann 6. maí sl. fyrir 10 dögum sagði Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, að hann vildi ekki tjá sig um, hvort í frum- varpinu yrði ákvarðað um röðun hinna þriggja virkjana. „Það kemur í ljós,“ sagði hann, „en það er ekkert sem segir að frumvarpið geti ekki orðið stefnumótandi um röðun." Ráðherrafrumvarpið hvorki fugl né fiskur Var það nema von að menn biðu í ofvæni eftir þeirri ákveðnu stefnu, sem þarna var boðuð? Því meiri urðu vonbrigð- in, er frumvarpið loksins sá dagsins ljós. Frumvarpið er hvorki fugl né fiskur. í því felst engin ákveðin stefna. Það er þannig úr garði gert, að það skiptir engu máli, hvort það verður samþykkt á þessu þingi eða ekki. I því eru engar ákvarð- anir um framkvæmdir, aðeins upptalning á nokkrum virkjun- um, en allar ákvarðanir eiga síðan aftur að koma til Alþingis. Með þessu eru iðnaðarráðherra og ríkisstjórnin að vinna sér enn einn frest til ákvörðunar. Iðnað- arráðherra lýsti því yfir í um- ræðu á Alþingi, að hann gæti hugsað sér, að endanieg ákvörð- un yrði tekin við afgreiðslu lánsfjáráætlunar fyrir næsta ár, en það getur þýtt að ákvörðun dragist í eitt ár. Stóriðju hafnað Það alvarlegasta við þetta frumvarp er þó það, að þar er hafnað þeirri stóriðjustefnu, sem nú er færi á að koma í framkvæmd. Ef lesið er saman frumvarpið og greinargerðin sem því fylgdi og framsöguræða ráðherra, má sjá, að stóriðja er ekki hugsuð sem forsenda þess- ara virkjunarframkvæmda, sem nú er kostur á. Stefna Alþýðu- bandalagsins hefur orðið ofan á í enn einu stórmáli hjá ríkis- stjórninni. Orku- og stóriðjumál eru stærstu hagsmunamál þjóðar- innar í dag. Á þeim málum þarf að taka af stórhug, djörfung og festu. Við eigum þess nú kost að byggja á einum áratug þrjú stór raforkuver í þremur landshlut- um, en það gefur íslendingum stórkostlegt tækifæri til mikilla lífskjarabóta, ef stórhugur fylgir máli. Frumvarp iðnaðarráðherra og stefna sú, sem það boðar, er stefna afturhalds, og aðgerðar- leysis. Það er því með öllu útilokað að samþykkja frum- varpið eins og það liggur fyrir. Bezti kostur Alþingis, eins og málum er nú komið, er að samþykkja frumvarp sjálfstæð- ismanna um ný raforkuver. haldið tvo 10 mínútna fundi og Hjörleifur iðnaðarráðherra ekki haft neitt frumkvæði um samráð við nefndina, ef undan er skilinn einn fundur um annað frumvarp en um raforkuverin. Jón Sigurðsson forstjóri Járn- blendiverksmiðjunnar á Grund- artanga flutti í janúar sl. erindi á ráðstefnu Fjórðungssambands Norðurlands, sem birtist hér í blaðinu 21. febrúar sl. undir heit- inu: Uppbygging stóriðju á ís- landi. I lok máls síns dró Jón sjónarmið sín saman með eftirfar- andi hætti, og hljóta þau atriði, sem hann nefnir að verða þunga- miðja skynsamlegrar orkunýt- ingarstefnu, þegar hún verður mótuð undir stjórn annarra ráð- herra en nú sitja. Jón sagði: „í fyrsta lagi þarf að marka afgerandi stefnu um uppbyggingu stóriðju eins fljótt og ört og aðstæður leyfa. 1 öðru lagi þarf íslenskt frum- kvæði og innlent fjármagn. Við eigum að hafa frumkvæði um að spila úr þeim spilum, sem við höfum á hendi og eigið fjármagn til að gefa þeim aukið vægi. í þriðja lagi eigum við að setja okkur það mark, að raforka sé alltaf til reiðu, ef stóriðja getur orðið hagkvæm hér á landi. Við höfum ekki efni á að láta hagstæð stóriðjuáform stranda á raf- magnsleysi eða óöryggi um raf- orku. Og loks í fjórða lagi eigum við að semja við erlenda aðila, sem við veljum okkur til samstarfs. Við eigum að mæta óbilgirni af þeirra hálfu af fullri einurð, en jafn- framt eigum við að leggja raun- hæft mat á okkar aðstöðu til samninga og ef svo ber undir eigum við að fórna peði í byrjun- inni, því að í þessari skák vinnur tíminn með okkur." Dapurleg stada Eins og hér hefur verið rökstutt er frumvarp Hjörleifs Guttorms- sonar um raforkuver, sem hann flytur í nafni allrar ríkisstjórnar- innar marklaust. Það er nánast samantekt á nokkrum meginþátt- um, sem lýsa stöðu orkumálanna nú. Ráðherrann hefur farið í möppur sínar og raðað því saman, sem starfshópar, nefndir og verk- fræðingar hafa unnið að. Hvers vegna var ráðherrann að færa þetta í búning lagafrumvarps? Ástæðan er sú, að Hjörleifur gerir sér grein fyrir dapurlegri stöðu sinni í ráðherraembættinu. Hann hefur í allan vetur talað á þann veg, eins og stefnumarkandi orkufrumvarp væri á næsta leiti. Af tvennu illu valdi hann að lokum þann kost að leggja fram stefnulaust frumvarp heidur en láta ekkert eftir sig liggja. Mikil átök hafa verið um frum- varpið í stjórnarflokkunum og milli einstakra ráðherra. Til þess- ■ ■■■...... ara deilna má rekja það, að í frumvarpinu er ekki kveðið á um forgangsröðun þeirra virkjana, sem þar eru nefndar. Af pólitísk- um ástæðum reyndi Hjörleifur Guttormsson að halda fram hlut síns kjördæmis, Austurlands, og vildi skipa Fljótsdalsvirkjun í öndvegi. Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra mátti ekki heyra á það minnst og vildi ekki gefa eftir hlut Norðurlands vestra og kjós- enda sinna þar. Ragnar og Pálmi Jónsson töldu að Blanda ætti að sitja í fyrirrúmi. Til þess að ná sér niður á þeim skaut Hjörleifur svo Villinganesvirkjun í Skagafirði inn í frumvarpið. Er það von iðnaðarráðherra, að með því geti hann stuðlað að héraðaríg á Norð- urlandi vestra og tafið enn frekar fyrir endanlegu samkomulagi um virkjun Blöndu. Svipuð togstreita átti sér stað um það, þegar að því kom, hvaða aðila ætti að fela framkvæmdir við næstu stórvirkjun. Pálmi Jónsson . landbúnaðarráðherra, stjórnarformaður í Rafmagnsveit- um ríkisins, hefur lagt á það áherslu, að hlutur þeirrar stofn- unar sé sem mestur. Iðnaðarráð- herra hefur því horfið frá því stefnumiði sínu að ákveða, að Landsvirkjun stæði bæði að virkj- un við Blöndu og á Fljótsdal. Ákvæði raforkuverafrumvarpsins um virkjunaraðilann segja ekki neitt. I ræðu sinni um frumvarpið varð ráðherrann margsaga um þetta atriði og veit enginn, hver niðurstaðan verður. Árásin á Alusuisse Nú er bráðum hálft ár liðið síðan Hjörleifur Guttormsson hóf einkastríð sitt við Alusuisse, eig- anda álversins í Straumsvík. Eins og menn muna hófst sú árás á yfirlýsingu ráðherrans um það, að líklega væri hagkvæmasti virkj- unarkostur íslendinga sá að Ioka álverinu. Þá sakaði hann Alu- suisse um sviksamlegt athæfi, þar sem fyrirtækið hefði fé af íslend- ingum með of háu verði á súráli. Loks vísaði hann málinu til endur- skoðendafyrirtækis í London. Síð- an hefur ráðherrann farið undan í flæmingi, þegar á málið er minnst. Stjórnarformaður Alusuisse lýsti vanþóknun sinni á þessum vinnubrögðum iðnaðarráðherra á aðalfundi félagsins. Þegar fréttir bárust hingað af þeim fundi, þóttist iðnaðarráðherra furðu lostinn, enda kippa ráðherrar AI- þýðubandalagsins sér ekki upp við það, þótt borið sé á þá, að þeir hafi ástundað sviksemi. Árás Hjörleifs Guttormssonar og ríkisstjórnar- innar allrar, því að enginn ráð- herra hefur opinberíega að minnsta kosti látið i ljós vanþókn- un á athæfi hans, hefur stórskað- að virðingu ísiands út á við, að minnsta kosti á meðal þeirra fyrirtækja, sem áhuga hafa á orkufrekum iðnaði. Athyglisvert er, að frá iðnaðar- ráðherra „láku“ fréttir, eftir aðal- fundarræðu stjórnarformanns Alusuisse, þess efnis, að 1974 hefði súrálsverðið til álversins í Straumsvík verið of hátt. Nú er það svo, að hér er alls ekki um nein ný tíðindi að ræða, því að um þetta atriði var fjallað í samning- um þeim, sem gerðir voru við Alusuisse í iðnaðarráðherratíð dr. Gunnars Thoroddsens á árunum 1975 og 1976. Bendir þessi „leki“ frá iðnaðarráðherra til þess, að endurskoðendurnir í London hafi ekki fundið neitt, sem iðnaðarráð- herra getur notað til að sanna „sviksamlegt" athæfi álversins? Um það atriði er of snemmt að fullyrða nokkuð, fyrr en skýrslan frá London liggur fyrir. Svo sýn- ist, sem Hjörleifur Guttormsson leggi á það höfuðáherslu, að hún komi ekki fram, fyrr en eftir að sumarleyfi Alþingis hefst. Hann hefur kannski fremur átt von á vantrausti vegna súrálsmálsins en frumvarpsins um raforkuver?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.