Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ1981 ÁRANGUR Ronald Reagans fyrstu sjö- tíu dagana í embætti var rýr: þrjár stór- ræður, þar á meðal embættistökuræðan, undirritun eins laga- frumvarps, sem þýð- ingu hafði fyrir þjóð- ina í heild, tæplega sólarhrings ferð til Kanada. Sjötugasta dag hans í embætti reyndi einhver síðan að myrða hann. Og þegar 100 dagar voru liðnir frá emb- ættistöku Reagans, 29. apríl, var það banatilræðið 30. marz sem bar hæst frá því forsetatíð hans hófst. Reagan rabbar við Caspar Weinberger varnarmálaróðherra (t.h.) og helztu ráðunauta sína í Hvíta húsinu. Ronald Reagan Fýrstu 100 dagar Reagans Illllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllll IIIHIIHIIIUHIIIHIIIIIIIIIUIIIIIIIIIHIIHH lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll IIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIHIIIIillllllllll Helztu aðstoðarmenn forsetans hafa reynt af fremsta megni að sjá svo um að venjuleg störf Hvíta hússins haldi áfram eins og ekkert hafi í skorizt, en þar sem forsetinn þarf tíma til að ná sér eftir tilræðið hefur vinna tafizt við það mál sem hann leggur megin áherzlu á: efnahagsstefnuna. En þótt barátta hans hafi ekki skilað áþreifanlegum árangri og sam- þykki þingsins hafi ekki fengizt má það ekki skyggja á mikilvæg- asta þátt fyrstu eitt hundrað daganna. Frá 20. janúar til 29. apríl, hundraðasta dagsins, hefur Ronald Reagan reynt að koma til leiðar róttækustu stefnubreytingu í Hvíta húsinu síðan Franklin D. Roosevelt tók við stjórnartaumun- um þegar heimskreppan mikla stóð sem hæst. I fyrsta skipti síðan á dögum FDR er það yfirlýst stefna banda- rísku ríkisstjórnarinnar að skera niður ríkisbáknið. Reagan hneykslaði frjálslynda með tillög- um um róttækan niðurskurð á útgjöldum til húsnæðismála, hús- næðisstyrkjum og matargjöfum, og útgjöldum til velferðarmála, máltíða í skólum og endurmennt- unaráætlana. Auk þess kvaðst hann m.a. mundu leggja niður opinbera lögfræðiþjónustu, sjálf- boðaliðsstarf í þjóðfélagsmálum, sérstaka safnaþjónustu, efna- hagsstofnunina, atvinnuöryggis- stofnunina og áætlun um heilsu- rækt. Reglur um öryggi bifreiða — sem bílaframleiðendur hafa beitt sér gegn þar sem þær auki fram- leiðslukostnað — hafa verið mild- aðar. Kaldur veruleiki Og, eins og ráðunautur forset- ans í þjóðaröryggismálum, Rich- ard V. Allen, komst að orði þegar hann ræddi hvort forsetinn legði meiri áherzlu en fyrri forsetar á samskipti austurs og vesturs, „hefur hinn kaldi veruleiki sam- búðar Bandaríkjanna og Sovét- Reagan og Bush varaforseti raeöa viö Haig utanríkisráðherra um nýlega ferð hans til Miðausturlanda. Reagan við skrifborð sitt, en ekki í forsetaskrifstofunni. ríkjanna verið vandlega útfærður í stuttri embættistíð þessarar ríkisstjórnar". Allen mótmælti því að ríkisstjórnin hefði endurskoðað áherzlu Carter-stjórnarinnar á mannréttindi og lýsti því yfir að þessar meginreglur væru sem fyrr „kjarni bandarískrar utanríkis- stefnu". „Við höfum kjarnorku- máttinn til þess að vernda mann- réttindi ...“ sagði hann. Það var ætlun ríkisstjórnarinn- ar frá byrjun að nota fyrstu 100 dagana til að „gefa tóninn", að gera heildarafstöðu sína til efna- hagsvandans ljósa og lýsa ugg. Forsetinn vildi umbylta stjórn- kerfinu og breyta tóntegund þess. Stuðningsmenij og gagnrýnendur Reagans eru sammála um að honum hafi tekizt að beina þunga- miðju umræðnanna um efna- hagstillögur hans frá vangavelt- um um hvort niðurskurður verður á fjáriögum og sköttum að vanga- veltum um hve mikill hann verð- ur. „Árangurinn fram til þessa hefur vissulega valdið okkur von- brigðum," sagði starfsmanp^cjóri Hvíta hússins, James Baker III sem spáði því að Reagan mundi fá samþykki þingsins við 75—80 af hundraði tillagna sinna um niður- skurð á fjárlögum. Þann stutta tíma sem Reagan hefur setið í embætti, og jafnvel áður en hann særðist í banatil- ræðinu, hefur hann gert verulegar breytingar á vinnutilhögun forset- ans. Breytingin hefur vakið spurn- ingar um hvað hann geri allan daginn. Áður en hann særðist mætti hann í forsetaskrifstofunni á fund kl. 8.45 með „þríeyki" sínu, þ.e. valdamestu aðstoðarmönnun- um: Edwin Meese III ráðgjafa, Baker og Michael K. Deaver, varastarfsmannastjóra. Þeir þrír voru einnig hinir síðustu sem ræddu við Reaganí vinnunni á hverjum degi, þegar þeir áttu fund með honum áður en hánii fór tií fjölskylduálmu Hvíta hússins — þar sem hann „býr fyrir ofa^ búðina" eins og han7l sjálfur komst að orði 'Kj g , ^eí<" á milli hitti Reagan ráð- nerra úr ríkisstjórninni og ræddi við þá um stefnumál stjórnarinn- ar eða hlýddi á þá gefa skýrslur, rabbaði við verkalýðsleiðtoga, tók á móti þingmönnum sem komu í „kurteisisheimsókn" eða fagnaði erlendum stjórnarerindrekum. (Sjónvarpsáhorfendur fengu fá- gæta innsýn í störf Reagans í febrúar þegar fylgzt var með honum dagsstund í sjónvarpi og hann sást gera að gamni sínu við gesti á einkafundi og segja þeim sögur.) Á kvöldin kannaði Reagan skýrslur og greinargerðir um at- burði næsta dags, snæddi kvöld- verð kl. 7.30 og eyddi kvöldinu í leikhúsinu eða á frönskum veit- ingastað. Hann og kona hans voru jafnan samkvæmisklædd. Þríeykið ræður Nú þegar forsetinn er smátt og smátt að ná sér, yfirleitt hulinn sjónum í einkaíbúð sinni, hugsar þríeykið Meesebakerdeaver — starfsfólk Hvíta hússins slengir þannig saman nöfnum þriggja helztu ráðgjafanna — um búðina fyrir Reagan. Þeir segjast fá fyrirmæli frá forsetanum á stutt- am fundum með honum í íbúð hans. Frá he!^ J)"mur fá aðrir starfsmenn Hvíta hússins sín fyrirmæli. Þessir þrír menn bera aðalábyrgðina á því að halda uppi röð og reglu í ríkisstjórninni. Og við erfiðleika er að stríða í starfsmannahaldinu. Óskipað er í margar valdamiklar ráðuneytis- stöður, þótt heimildir í Hvíta húsinu hermi að tekizt hafi að skipa „pólitíska kommissara" í öll helztu ráðuneyti. George Bush varaforseti, sigurvegarinn í viður- eigninni við Alexander M. Haig utanríkisráðherra um stöðu for- stöðumanns stjórnarnefndar, sem fjallar um hættulegar deilur er upp kunna að koma í utanríkis- málum, sagði í viðtali: „Ef við hefðum verið tilbúnir fyrr með (að kynna þinginu) tilnefningar í margar þessar stöður hefði allt gengið betur." Fjaðrafokið út af Bush og Haig var áfall og ónefnd- ur embættismaður sagði að „illa hefði verið haldið á“ málinu og hann hefði orðið „forviða og ekki getað varizt brosi". Skotárásin tafði Reagan í miðj- um klíðum þegar hann var að reyna að beita þingið þrýstingi til þess að fá það til að samþykkja fjárlagatillögur þær sem hann lagði fram í marz, margþættar tillögur er mundu skera niður síðasta fjárlagafrumvarp Jimmy Carters fyrir fjárhagsárið 1982 um 44 milljarða dollara og lækka tekjuskatt einstaklinga um 30 af <»oi a þremur árum. „Skot- árásin var svo þýðingarmikill at- burður að hún skyggði á allt annað, svo að allar breytingar virðast skipta sáralitlu máli,“ sagði Lýn Nofziger, aðstoðarmað- ur forsetans í stjórnmálum. En hafi skotárásin hægt 6 1 Reágans í v' . - - oarattu pinginu hefur hun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.