Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ1981 29 t Bróöir okkar, ÁRNI SIGURÐSSON, Skipagötu 2, Akureyri andaöist á sjúkrahúsi Akureyrar 15. þ.m. Systur hins létna. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, SIGRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR, er andaöist á Landspítalanum 11. maí, veröur jarösett frá Fossvogskirkju miövikudaginn 20. maí kl. 10.30. María Elísabet Helgadóttir, Jón Gylfi Helgason, Jóhanna Guömundsdóttir, Haraldur A. Einarsson og barnabörn. t Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og langafa, RAGNARS V. JÓNSSONAR, veitingamanns, Sóllandi viö Reykjanesbraut verður gerð frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 19. maí kl. 13.30. Jarösett veröur á Þingvöllum sama dag. Júlíana Erlendsdóttir, Rakel Ragnarsdóttir, Björgvin Árnason, Jón Ragnarsson, Hrafnhildur Valdimarsdóttir, Þór Ragnarsson, Vilhelmína Hauksdóttir, Ruth Ragnarsdóttir, Ómar Hallsson, Hilmir Hinriksson, Hulda Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Maöurinn minn og faöir okkar, RAGNAR GÍSLASON frá Viöey, Sólvallagötu 52 veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. maí kl. 15. Kristín Kristjénsdóttir og börn. t Jaröarför systur okkar, JÓNÍNU GUDRUNAR BENEDIKTSDÓTTUR fré Steinnesi, Bugöulæk 13, veröur gerö frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. maí kl. 4. Ólína Benediktsdóttir, Guömundur Benedíktsson. t REBEKKA BJARNADÓTTIR sem lést aö Hrafnistu þann 11. maí veröur jarösett frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 19. maí kl. 1.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hrafnistu Reykjavík. Ragnar Þorsteinsson, Salóme Þorsteinsdóttir, Kristjana Þorsteinsdóttir, Guórún Þorsteinsdóttir, Bjarni Þorsteinsson, Guójón Þorsteinsson, Þórir Þorsteinsson, Siguröur Þorsteinsson. t Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför SVANHILDAR í. SIGMUNDSDÓTTUR, Templarasundi 5. Úndína Sigmundsdóttir, Guömundur Sölvason, Ríkaröur Sigmundsson, Karitas Karlsdóttir, Fjóla Sigmundsdóttir, Oddný Sigmundsdóttir, Hrefna Sigmundsdóttir, Karl Guömundsson, Ester Sigurjónsdóttir. t Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur vináttu og samúö viö andlát litlu dóttur okkar og barnabarns. Auður Yngvadóttir, Einar Halldórsson, Sigrún Einarsdóttir, Yngvi Guömundsson, Anna Einarsdóttir, Halldór Jónsson. t Alúöarþakkir og vinarkveöjur til allra sem vottuöu samúö og vinarhug viö andlát og útför PÁLS P. CHRISTIANSEN fré Patreksfirði. Ulfar Péll Mörk. Birgir Kristján Hauksson - Minning Fæddur 23. október 1954. Dáinn 9. maí 1981. MVaktu. minn Jesú. vaktu i mér. vaka láttu mÍK oins i þér, sálin vaki. þá sofnar líí. sé hún ætid i þinni hlíf.“ (II.P.) Vinur minn og samstarfsmaður, Birgir Kristján Hauksson, varð bráðkvaddur, laugardaginn 9. maí. Lát hans kom öllum, sem þekktu hann, mjög á óvart, einkum þó okkur samstarfsmönnum hans er skildum við hann að loknum vinnudegi, föstudaginn 8. maí, glaðan og hressan. Með miklum söknuði í huga langar mig að minnast þessa yndislega unga manns, er kallaður var héðan, aðeins 26 ára að aldri. Birgir var fæddur 23. október 1954 í Reykjavík, sonur hjónanna Málfríðar Þórðardóttur og Hauks Guðmundssonar, en þau slitu samvistum 1967. Móðir hans gift- ist aftur og fluttist Birgir þá ásamt henni og bróður sínum í Kópavogskaupstað til stjúpföður síns, Hilmars Guðlaugssonar, sem reyndist honum hinn besti faðir. Þar ólst Birgir upp ásamt bróður sínum og tveimur hálfsystrum við ástríki og góðan kost. Móðir Birgis, Málfríður Þórðar- dóttir, er ættuð af Snæfellsnesi, dóttir hjónanna Hildar Sæmunds- dóttur, sem lést 1978 og Þórðar Jóhannessonar, sem hefur starfað hér í Reykjavík að sjómannatrú- boði í yfir 30 ár. Slíkir boðberar kærleikans, sem hann er og hans líkar, sá meðal þeirra er þeir umgangast göfgi og hreinleika er barnssálina og unglingana mótar. Kom það fram í störfum og háttum Birgis, að hann var búinn þeim hæfileikum er trúarlegt upp- eldi skapar. I föðurætt rekur Birgir ættir sínar til Árnesinga. Birgir lauk Gagnfræðaprófi í Kópavogi en auk þess stundaði hann nám einn vetur í Héraðs- skólanum að Reykholti í Borgar- firði. En hugur Birgis stefndi til iðnnáms og hóf hann störf hjá bifreiðaverkstæði Fíat-umboðsins 15 ára gamall og starfaði hann þar í eitt ár. Síðan hóf hann iðnnám hjá Sindrasmiðjunni. 1972 hóf hann störf hjá undirrituðum og vann þar áe síðan. Var hann með afbrigðum góður starfsmaður, duglegur, handlaginn, útsjóna- samur og samviskusamur í öllum verkum sínum. Gagnvart við- skiptamönnum fyrirtækisins var hann greiðvikinn og vildi hlut þeirra eigi minni en þeir greiddu fyrir og þannig eiga viðskipti að ganga fyrir sig, það er öllum í hag. Hann var þannig í mínu fyrirtæki veigamikill hlekkur meðal sam- starfsmanna sinna, er sérhvert fyrirtæki getur verið stolt af að hafa og verður skarð hans vand- fyllt. Fyrir og um fermingu, var Birgir mörg sumur í sveit að Eystra-Súlunesi í Melasveit hjá föðurbróður sínum, Bergþóri Guð- mundssyni, og Vilborgu konu hans. Auk kynna sinna af sveita- störfum, var hann um tíma í Leirárskóla hjá Sigurði Guð- mundssyni við íþróttaiðkanir, einkanlega frjálsar íþróttir. Einn- ig naut hann tilsagnar Vilhjálms Einarssonar í íþróttum, er hann stundaði nám í Reykholtsskóla. Birgir vann til fjölda verðlauna í keppni í frjálsum íþróttum fyrir Ungmennasamband Borgfirðinga og síðar umf. Breiðablik í Kópa- vogi. Undanfarin ár notaði hann mikið frístundir sínar sem radíó- áhugamaður og kom hann sér upp góðum búnaði á því sviði, og hafði hann samband við fjölmarga áhugamenn er höfðu sömu áhuga- mál. Eins og áður er getið léku honum flest störf í höndum en þá er ótalinn annar þáttur í lífi hans, en hann er sá hve Birgir var víðlesinn og fróðleiksbrunnur hinn mesti á mörgum sviðum, einkanlega á sviði tækninýjunga. Gott minni og meðfædd athyglis- gáfa hjálpaði til að fullnægja fróðleiksþorstanum og var því mjög ánægjulegt að ræða við Birgi þegar tóm gafst til frá hinum daglegu störfum. Eg minnist Birgis á kveðjustund með þakklæti í huga, frá mér og mínum, fyrir trémennsku hans og frábæra þjónustu við mig og mína viðskiptamenn. Með Birgi Krist- jáni er fallinn í valinn, langt um aldur fram, einn meiður af stofni þeirrar kynslóðar, sem nú er í blóma lífsins. Hann var góður fulltrúi þeirrar kynslóðar og er sár harmur kveðinn að hans nánustu, sem ég bið algóðan Guð að styrkja og varðveita í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning hans. „Að endingu, bræður, allt sem er satt, allt sem er sómasamlegt, allt sem er rétt, allt sem er hreint, allt sem er elskuvert, allt sem er gott afspurnar, hvað sem er dyggð, og hvað sem er lofsvert, hugleiðið það.“ (Filippibréfið 4.8.). Guðmundur Arason Hann Birgir er dáinn, voru fyrstu orðin, sem konan mín sagði við mig, þegar ég kom heim á laugardagskvöldið 9. maí. Mig setti hljóðan, þar sem slík harma- tíðindi hvörfluðu ekki að mér. Birgir hafði um morguninn verið að hjálpa okkur hjónunum að flytja timbur i hús okkar, sem við erum að hefja byggingu á. Þetta var ekki í fyrsta skiptið, sem Birgir hjálpaði okkur hjónunum. Það var ekki svo sjaldan að hann gerði við bílinn okkar, en hann var sérlega laginn við að gera við allt sem viðkom bílum. Það var ein- mitt þegar slíkar viðgerðir fóru fram, sem ég kynntist Birgi best. Þá var spjallað um ýmis málefni og kom hann mér oft á óvart, hversu vel gefinn og vel gerður hann var og hversu vel hann var heima í mörgum hiutum. Birgir var mjög traustur vinum sínum, sem mátu mikils hjálpsemi hans. Sem vinnufélagi var hann mjög þægilegur í allri umgengni og hvarvetna sem hann var sendur með vörur fyrirtækisins hafði hann gott orð á sér. Það var ekki svo sjaldan sem afgreiðslumenn á vöruafgreiðslu Eimskips, en þang- að lá leið hans oft, sögðu: „Sendu bara Birgi, hann hefur þetta allt í kollinum." Og það skeikaði ekki, Birgir greiddi úr vandamálinu. Það er erfitt að sklja að Guö hafi hrifið til sín svo ungan mann, en vegir Guðs eru órannsakanlegir og það er trú okkar að Birgir eigi örugga heimkomu. í hjarta hans var sáð trúnni á frelsara okkar mannanna, er ber ávöxt til eilífs lífs. Jesús sagði: Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Megi almáttugur góður Guð styrkja og hugga móður Birgis og aðra aðstandendur hans, sem hafa misst svo mikið. Því við getum trúað því og treyst að Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Kári Geirlaugsson og Anna J. Guðmundsdóttir. Útför Birgis Kristjáns fer fram á morgun. mánudag. kl. 13.30 frá Kópavogskirkju. t Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og útför eiglnmanns míns, fööur okkar. tengdafööur og afa, BALDURS KOLBEINSSONAR. Anna Björnadóttir, Björn Baldursaon, Guóný Jónsdóttir, Kolbeinn Baldursson, Gyða V. Kristinsdóttir, Baldur Baldursson, Kristín Gunnarsdóttir. Bragi S. Baldursson Mélfrióur Asgeirsdóttir. og barnabörn. t Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför eiglnkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, ASTU ÞORGRÍMSDÓTTUR, Kleppsvegi 6. Erlendur Jóhannsson, Jóhann Erlendsson, Kjartan Erlendsson, Höskuldur Erlendsson Ásta Kröyer, og barnabörn. t Viö þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö viö andlát og jaröarför fööur okkar GUÐGEIRS JÓNASSONAR. Geir S. Guögeirsson, Hreggviöur E. Guögeirsson. t Þökkum innilega samúö og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, JÓNS J. BAROASONAR, kaupmanns, Súluhólum 4, Reykjavík. Erla Siguröardóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Jöhannes Ólafsson, Jóna Helga Jónsdóttir, Snorri Steinþórsson. Birgir Sméri Jónsson, Berglind Jónsdóttir, Erla Björk Jónsdóttir °9 barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.