Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ1981 35 Evrópskir fatahönnuðir hafa kunngjört hverju konur eiga að klæðast næsta haust og vetur Texti: Guðný Bergsdóttir „kimono“-sniði. Kragar, bæði á yfirhöfnum, blússum og kjólum verða mun stærri en áður hefur verið, en þó eru hinir litlu „kína“- kragar enn vinsælir. Stórar slauf- ur á blússum, úr þunnum, þægi- legum efnum. Blússurnar eru lausar og oft með skemmtilegum útsaum. Frakkar hafa mikið að segja á þessum síðustu og verstu orku- sparnaðardögum, en þeir eru mjög misjafnir að sídd, allt frá % og % og svo niður á miðjan legg eða síðari. Hinir klassísku city- frakkar halda velli, svo og vatter- aðir frakkar, duffelkápur og trenchcoats og víðir hettufrakkar úr hlýjum ullarefnum. Jakkar hverskonar, anorakk, parkajakk- ar, reiðjakkar og óteljandi fleiri tegundir verða vinsælir, ef marka má hönnuði, og hér er lögð áherzla á ýmis þjóðleg mynstur, t.d. frá íslandi, Noregi og Lappíandi, en vatteraðir, kínverskir jakkar eru enn hátt á tízkuhimninum og ponchos í suðuramerískum stíl eru líka með. Þröngar buxur verða allsráð- andi, en nú er þó farið mikið yfir í reiðbuxnasnið, ekki .minnst vegna þess, að þá er auðveldara að nota hástígvél. Þröngar gallabuxur eru að verða sígildar, en buxur fyrir samkvæmis- eða kvöldnotkun eru ekki eins þröngar, t.d. eru þær með lausu, indversku sniði, en einnig sýndu nokkrir framleiðend- ur þröngar hnébuxur úr flaueli, sem ýmist voru notaðar við síða kyrtla eða vesti. Kjólarnir verða langflestir tvískiptir og sniðin eru allt frá rússablússu-kjólum, lausum eins og á málarakyrtlum og út í hinn vinsæla army-stíl. Kjólarnir eru ákaflega misjafnir, stórir, flatir kragar, kvenlegir knippiingakrag- ar eða útsaumaðir með tungukönt- um á móti litlum, háum krögum með flauelsböndum og oft eru hálsmál kjóla lokuð með stórri slaufu eða t.d. bindi við skyrtu- blússukjóla. Alls kyns vesti úr hinum ýmsu efnum, svo sem skinni, leðri, flaueli eða vatteruðum efnum, handprjónuð, einlit eða útsaumuð, köflótt eða með mynstrum. Vestin eru ýmist síð eða stutt, en liggja öll laus. Eins og áður segir, er ógerning- ur að lýsa öllum nýjungum sem gestum nefndrar sýningar gafst tækifæri til að skoða. Það, sem hér hefur verið nefnt, er aðeins það helsta. Ábyggilega hefur eitthvað gleymst, en sjón er sögu ríkari og kvenþjóðin getur farið að spara og hlakka til að endurnýja eða bæta við fatnaðinn næsta haust og vetur. Kb Pólland: Fjórum sinnum á átta mánuð- um hafa Rússar hætt við að ráðast inn í Pólland. Bölsýnis- menn hófu að spá innrás þegar í águst í fyrra, þegar fyrstu óháðu verkalýðsfélögin voru stofnuð í kommúnistaríki. Næst spáðu þeir innrás í nóvember þegar Sam- staða neitaði að viðurkenna „for- ystuhlutverk kommúnistaflokks- ins“ í stofnskrá sinni. í desember fóru spámenn enn á kreik, en þá skóku herir Varsjárbandalagsins vopn sín af miklum móði rétt við Áhrif um- bótaaflannan eru að um- þessu sambandi. Það er ekki bara hugsjón um alheimskommún- ismann sem heldur fyrir honum vöku, heldur einnig óttinn við þau áhrif sem innrás mundi óhjá- kvæmilega hafa á þjóðarbúskap- inn í Sovétríkjunum. Vestræn iðnríki hafa á takteinum til hvaða efnahagslegu refsiaðgerða verður gripið ef Sovétmenn fara inn í Pólland. Ráðamenn þessara ríkja hafa ekki viljað greina frá því opinberlega í hverju þessar aðgerðir yrðu fólgnar, en heyrzt hefur um möguleika á hafnbanni turnakommúnistaflokknum landamæri Póllands, og loks upp- hófst dómsdagsumræðan í byrjun apríl þegar Samstaða hótaði alls- herjarverkfalli eftir að lögreglan hafði látið hendur skipta í viður- eign við bændur sem voru að leita réttar síns. Þá sá stjórnin sér ekki annað fært en afstýra verk- falli með því að lofa að refsa lögreglunni, og nú er komið fram í maí og enn hafa Sovétmenn ekki látið til skarar skríða. Þótt Sovétmenn hafi þannig hvað eftir annað látið deigan síga er ekki víst að þeir geri það endalaust, en frá sjónarhóli þeirra verður málið sífellt alvar- legra og erfiðara viðfangs. Brésn- eff gerir sér ljóst að innrás i Pólland yrði Sovétríkjunum dýrkeypt. Með því að stöðva þá þróun sem nú á sér stað í Póllandi með því að beita her- valdi yrði að engu gerður sá árangur, sem Sovétstjórnin hefur óneitanlega náð á alþjóðavett- vangi á liðnum árum. Innrás í Pólland mundi gera það að verk- um að Sovétmenn stæðu skrefi aftar en þegar Helsinki-sáttmál- inn var gerður árið 1975, og jafnvel yrðu þeir þá enn aftar á merinni en þegar þeir gerðu Yalta-samkomulagið árið 1945. Brésneff veit að ekki er aðeins við pólskan verkalýð undir merkjum Samstöðu að etja, held- ur er pólski kommúnistaflokkur- inn orðinn æði þungur í taumi. Víst má telja að í ágúst í fyrra hafi Brésneff reiknað dæmið svo, að enda þótt ekki væri hægt að kæfa Samstöðu í fæðingunni mundi pólski kommúnistaflokk- urinn altént sjá til þess að ungviðinu yxi ekki fiskur um brygg. Annað hefur komið á daginn. Hvorki áframhaldandi biðraðir við matvöruverzlanir né hættan á innrás hafa orðið til þess að gera Pólverja fráhverfa hinni nýju hreyfingu í landinu. Innan Samstöðu eru vissulega andófsmenn, en þeir andófsmenn krefjast þess að kné verði látið fylgja kviði en ekki að kerfinu og kommúnistaflokknum verði hlíft. Samstaða hefur verið órög við að bregða þeim brandi sem löngum hefur komið verkalýðssamtökum að gagni, þ.e. að hóta vinnustöðv- um. Og með því að hóta verkföll- um sýknt og heilagt hefur Sam- stöðu ekki einungis tekizt að fá stjórnvöld til að lofa úrbótum heldur einnig knúið þau til að efna sum loforðin. Suslov, helzti hugmyndafræðingur Sovétstjórnarinnar, birtist skyndilega i Varsjá á dögunum, og var þessi mynd þá tekin af þeim Kania flokksleiðtoga. Svo víða er búið að höggva skörð í hið kommúníska kerfi í Póllandi að Sovétmenn geta ekki einu sinni reitt sig á öryggislög- regluna lengur. Afturhaldsöflin í pólska kommúnistaflokknum og Sovét- stjórnin fylgjast nú með því sér til sívaxandi skelfingar að það sem í haust var veikburða ung- barn og nú er orðið að tápmiklum krakka, fer að verða baldinn unglingur sem ekki verður fýsi- legt að komast í kast við. Um þriðjungur félaga í pólska komm- únistaflokknum er genginn í Samstöðu og fyrir tilstilli Sam- stöðumanna hefur verið ákveðið að efna til aukaþings Kommún- istaflokks Póllands í júlí í sumar. Þingið mun starfa samkvæmt nýjum skipulagsreglum, sem m.a. fela í sér nýtt fyrirkomulag kosninga. Reglur um kosningar á þinginu eru langtum rýmri en þær sem í gildi voru og er útlit fyrir að Samstöðu-menn nái því- líkum áhrifum á flokksþinginu að þeir geti tryggt sér völd til að hrinda í framkvæmd margskonar umbótum, sem krafizt hefur verið á undanförnum mánuðum. Flokknum hefur sumsé ekki tek- izt að gleypa Samstöðu, heldur er framtíð pólska kommúnista- flokksins nú að verulegu leyti í höndum hreyfingarinnar. Brésneff er ekki öfundsverður af þeirri hnappheldu sem hann er kominn í. Hann getur ekki lengur treyst því að hagsmunum Sovét- manna sé borgið í höndum harð- línumanna í flokksútibúinu þar. Að vísu hafa þeir enn völd til að lýsa yfir neyðarástandi í landinu, en við slíkri yfirlýsingu er ekki nema eitt svar: Samstaða lýsir yfir allsherjarverkfalli. Flokks- forkólfarnir gætu þá gefið her og lögreglu fyrirmæli um að stöðva verkfallið og handtaka leiðtoga stjórnarandstöðunnar, en ekki er sennilegt að bræður og synir Samstöðu-manna mundu sinna slíkri skipun. Og þótt þeir gerðu það væri það heldur ekki vænlegt til árangurs þar sem útilokað er að 300 þúsund hermenn geti haldið 10 milljónum manna að verki i skugga byssustingja til langframa. Flokkurinn mundi klofna og skömmu síðar væri allt komið í bál og brand í landinu. En pólitiskar afleiðingar inn- rásar í Pólland er ekki það eina sem Brésneff stendur stuggur af í fyrir sovézk skip, stóraukna sölu á vopnum og vísindabúnaði til Kína, endalok afvopnunarvið- ræðna, útflutningsbann til Sov- étríkjanna, afnám vildarkjara í lánaviðskiptum og þar fram eftir götunum. Staðreyndin er sú, að Sovétríkin eru orðin svo háð lýðræðisríkjunum, efnahagslega og tæknilega, að refsiaðgerðir yðu meiriháttar áfall fyrir Sov- étríkin, ef ekki rothögg. Slík var staðan ekki þegar Sovétmenn réðust inn í Ung- verjaland árið 1956 og Tékkóslóv- akíu 1968. Pólverjar eru hvorki Tékkar né Slóvakar og pólskur Kadar er ekki í sjónmáli. Frá tímum uppreisnanna i þessum löndum hefur margt breytzt í Austur-Evrópu. Ný kynslóð er komin í kjölfar stríðskynslóðar- innar, kynslóð sem veit að til eru betri lífskjör en þau sem roðinn í austri hefur upp á að bjóða, og þessi kynslóð verður erfiðari við- fangs en þær sem þökkuðu sínum sæla fyrir að hafa lifað af heimsstyrjöldina síðari og gerðu sér ekki háar hugmyndir um frelsi, jafnrétti og bræðralag. - A.R. (Heimild: The Economist) Þrír myndlistarmenn opnuðu í gær samsýningu í Ásmundarsal á 45 myndum unnum í olíu, vatnsliti og pastel eða með bland- aðri tækni. Sýnendur eru Páll Sig. Pálsson og Elfar Þórðarson frá Stokkseyri og Páll Isaksson frá Selfossi. Þeir hafa áður sýnt víða á Suðurlandi. Sýn- ingin er opin kl. 14 til 22 um helgar og virka daga kl. 16 til 22, en henni lýkur 24. maí. Söngsamkoma Æsku- lýðskórs KFUM og K ÆSKULÝÐSKÓR KFUM og K í Reykjavík gengst í kvöld fyrir söngsamkomu að Amtmannsstíg 2b og hefst hún kl. 20.30. Kórinn syngur þar undir stjórn Sigrúnar Huldar Jónasdóttur, Karlakór KFUM syngur undir stjórn Geir- laugs Árnasonar og fleiri söng- hópar koma fram. Þá verður einnig m.a. einsöngur Jóhönnu Möller og tvísöngur Árna Sigui- jónssonar og Svanlaugar Sigur- jónsdóttur. Samkoman er jafn- framt fjáröflunarsamkoma. Sam- koman verður hljóðrituð og verða síðar til sölu snældur með upptök-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.