Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, StJNNUDAGUR 17. MAÍ 1981 | raðauglýsingar — raðauglýsingar — radauglýsingar tilboö — útboö Útboð Stjórn verkamannabústaða í Kópavogi óskar eftir tilboðum í byggingu 36 íbúða í tveim fjölbýlishúsum að Ástúni 12 og 14 Kópavogi. Boönir veröa út eftirfarandi verkþættir: Útboð A: jarövinna, uppsteypa og frágangur utanhúss, tilbúið undir tréverk og málningu innanhúss. Útboö B: raflagnir. Útboö C: hreinlætis- og hitakerfi. Heimilt er að gera tilboð í öll útboöin, eða hvert fyrir sig. Tilboðsgögn verða afhent gegn skilatrygg- ingu á Teiknistofunni Röðli, Skipholti 19, sími 27790, þriðjudaginn 19. maí. Tilboð veröa opnuð þriðjudaginn 2. júní kl. 17.00 í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, 2. hæö. Útboð Tilboö óskast í aö byggja 2 parhús úr timbri í Vík í Mýrdal. Útboðsgögn eru afhent á Teiknistofunni Óðinstorgi, Óðinsgötu 7, Reykjavík, gegn 2000 kr. skilatryggingu og verða tilboö opnuð föstudaginn 29. maí kl. 11 f.h. á sama stað. Stjórn verkamannabústaða Vík. Útboð Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar óskar eftir tilboðum í að reisa dælustöðvarhús og undirstöður fyrir miðlunargeymi viö Akranes. Útboðsgögn verða afhent á eftirtöldum stöðum gegn 500 kr. skilatryggingu: í Reykjavík á verkfræðistofunni Fjarhitun hf., Álftamýri 9. Á Akranesi á verkfræði- og teiknistofunni s.f., Heiðarbraut 40. í Borgarnesi á verkfræöistofu Siguröar Thor- oddsen, Berugötu 12. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, Heiðarbraut 40, Akranesi, þriðjudaginn 2. júní 1981 kl. 11.30. ýmislegt Sumarbústaður Óska aö taka á leigu lítinn sumarbústað í sumar. Tvennt fulloröið í heimili. Þarf aö vera í nágrenni Reykjavíkur (ca. 100—200 km fjarlægð). Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „S — 9732“, fyrir 29. maí. Sumarbústaður óskast Foreldrasamtök barna með sérþarfir óska að taka á leigu sumarbústaö í 2 til 3 mánuöi í sumar. Tilboð óskast send í þósthólf 1341 í Reykjavík. Norðurland eystra — Dalvík Alþingismennirnir Lárus Jónsson og Halldór Blöndal, halda almennan stjórn- málafund á Dalvík, Bergþórshvoll kl. 15. sunnudaginn 17. maí. Sjálfstæöis- flokkurinn. Fundur veröur haldinn hjá Sjálfstæðiskvennafélagi Árnessýslu, þriöjudaginn 19. maí kl. 20.30 aö Tryggvagötu 8, Selfossi. Frummælandi: Björg Einarsdóttir. Allir velkomnir. Stjórnln Minning: Jóhann VUhelm Olafur Sigurðsson verkfrœðingur Þann 1. febrúar sfðastliðinn andaðist á Suður-Spáni Jóhann Vilhelm Óiafur Sigurðsson verk- fræðingur. Ólafur var fæddur í Stykkishólmi þann 14. ágúst árið 1912. Foreldrar hans voru Ólafur Sigurðsson skipstjóri, sem í nokk- ur ár var skipstjóri á strandferða- bátnum Varanger, eða á árunum 1908 til 1914, og kona hans Christ- ense, af dönskum ættum. Árið 1914 flutti fjölskyldan til Kaupmannahafnar. Ólafur Sig- urðsson skipstjóri féll frá þegar Ólafur sonur hans var aðeins 6 ára gamall. Móðir Ólafs, frú Christ- ense var dugleg kona og henni tókst að koma syni sínum til mennta, einnig tveimur dætrum sínum, Kristbjörgu og Jóhönnu. Nú er Kristbjörg fyrrv. yfirkenn- ari í Kaupmannahöfn ein þeirra systkina á lífi. Ólafur varð stúdent árið 1930 og byggingaverkfræðingur frá Verk- fræðiháskólanum í Kaupmanna- höfn árið 1935. Tilraunir gerði hann til þess að fá starf hér á landi eftir að hann lauk námi, því hér vildi hann gjarnan starfa, en það tókst ekki svo að hann tók tilboði um starf í Iran. Þangað fór hann haustið 1936, eftir að hafa unnið á Skagen á Jótlandi í nokkra mánuði. I íran var Ólafur í nær 40 ár, var um tíma í Alsír og Danmörku, en stuttan tíma í senn. Hann hafði umsjón með margvíslegum fram- kvæmdum í íran á vegum þar- lendra stjórnvalda. í því sambandi kynntist hann á fyrstu árum sínum í íran, þáverandi æðsta stjórnanda þess karlinum Resa Sja, föður síðasta keisara í Iran, og lét hann nokkuð vel af þeim kynnum. Honum féll vel við land- ið, lífið var þar rólegt þá og stórátakalitið, en framfarirnar þó þá þegar miklar undir stjórn gamla sjains. Þær framkvæmdir sem Ólafur annaðist voru margvíslegar. M.a. sá hann um hafnargerð í Nósjar við Kaspíahaf, byggingu sjúkra- húss og læknaskóla og annarra skóla í Theheran, og aðrar opin- berar byggingar. Á árum síðari heimstyrjaldarinnar annaðist hann flugvallargerð fyrir Breta, í Suður-íran, við landamæri írans og Indlands, nú Pakistans, og mun sá flugvöllur ennþá vera í notkun. Einnig annaðist Kann fram- kvæmdir á vegum innlendra og erlendra fyrirtækja. Ólafur Sigurðsson verkfræðing- ur kvæntist íranskri konu, Ghod- rad og eignuðust þau 4 börn. Þau hjón sendu börn sín til Danmerk- ur og nutu þau skólagöngu þar. Parvis er lærður hótelstjóri, Ole er arkitekt, Villo er búfræðikandi- dat, og nú einn af borgarstjórum Kaupmannahafnar, og dóttirin Mino er snyrtidama, gift verk- fræðingi og búsett á Spáni. Á háskólaárum sínum var Ólaf- ur félagsmaður í íslenska stúd- entafélaginu í Kaupmannahöfn og kynntist hann þar mörgum þeirra Islendinga sem þá stunduðu nám I Samþykktir aðalf undar leið- sögumanna á Norðurlöndum Kaupmannahöfn. Eitt sumar var hann hér á landi á námsárum sínum, upp úr 1930, og alla tíð fylgdist hann með helstu atburð- um á íslandi. Sumarið 1978 kom Ólafur hingað heim ásamt konu sinni og Villo syni sínum. Hann kom að vísu of seint til þess að geta skálað við suma af sínum ágætu kunningjum úr íslenska stúdentafélaginu í Kaupmanna- höfn, en með öðrum naut hann þeirrar ánægju að fljúga yfir sitt fagra föðurland. Þau fóru einnig hringferð um landið og naut hann þeirrar ferðar ríkulega. Þegar Ólafur Sigurðsson verk- fræðingur féll frá eftir stutta sjúkdómslegu, hafði hann nýlega lokið við að byggja sér vandað og fallegt hús á Suður-Spáni, þar sem hann hugðist búa næstu árin. í kveðjum um síðustu áramót kvaðst hann vonast eftir og hlakka til heimsókna vina og ættingja frá íslandi. Ólafur Elímundarson Á Náttúruverndarþingi vakti félag leiðsögumanna athygli á mikilvagi starfsmenntaðra leið- sögumanna ug hlutverki þeirra í náttúruvernd. í greinargerð með tillögu bentu leiðsögumenn á hættu þá, sem síaukin umferð ferðahópa sem fara stjórnlaust um landið eða undir stjórn út- lendinga, sem hafa ekki þekk- ingu á viðkvæmu náttúrufari þess ug sinna iðulega ekki um- gengnisreglum svk. náttúru- verndarlögum. Eftir umrseður var samþykkt á þinginu: 4. Náttúruverndarþing beinir því til Náttúruverndarráðs að gangast fyrir ráðstefnufundi með Félagi leiðsögumanna, Landvarða- félagi íslands, fulltrúum stærstu ferðaskrifstofa, ferðafélaga og e.t.v. fleiri aðilum tengdum ferða- Aðalfundur samtaka leiðsögu- manna á Norðurlöndum, Inter- national Guides Club, var hald- inn í Þrándheimi í byrjun april. Júlia Sveinbjarnardóttir situr í stjórn samtakanna af hálfu Fé- lags leiðsögumanna, en auk henn- ar sóttu nokkrir islenzkir leið- sögumenn fundinn ásamt leið- sögumönnum frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Fundurinn samþykkti eftirfar- andi álytkun, sem beint er til ferðamálayfirvalda og ferðaþjón- ustuaðila á Norðurlöndum: 1. Leiðsögumenn eru oftast þeir einu, sem fræða ferðamenn um landið, staðina og hið daglega líf. Þess vegna ber Norræna ferðamálaráðinu, Norðurlanda- ráði og ferðamálayfirvöldum í hverju landi að tryggja það að einstök leiðsögumannafélög og þjónustu, þar sem athuga skal möguleika á því að samræma ferðir hópa um hálendið. Mætti fyrst athuga skipulagningu ferða um friðlýst svæði I umsjá Nátt- úruverndarráðs, en óheppilegt er að skipulag hópferða sé með þeim hætti að margir og fjölmennir hópar séu samtímis á viðkvæmum vinjum hálendisins. 4. Náttúruverndarþing 1981 fer þess á leit við samgönguráðherra, að hann ákveði með reglugerð sbr. ferðamálalög nr. 60/1976, 35. gr. um réttindi og skyldur þeirra aðila sem skipuleggja hópferðir um íslands í atvinnuskyni og verði þeim m.a. gert skylt að hafa leiðsögumenn með starfsréttindi á íslandi í ferðum sínum um landið sbr. ákvæði I reglugerð nr. 80, 5. janúar 1981. IGC-samtökin fái hlutdeild í menntun leiðsögumanna og mótun og stjórn leiðsögumála. Þetta verður best tryggt með svipaðri löggjöf og gildir á íslandi. 2. Brýnt er að leiðsögumenn fái lögvernduð starfsréttindi á Norðurlöndum og I því efni ætti að fylgja fordæmi annarra landa Evrópu. Leiðsögumenn verða að geta stundað atvinnu sína án þess að eiga í óheiðar- legri samkeppni af hálfu aðila, sem ekki hafa starfsréttindi í viðkomandi landi. 3. Yfirvöld og vinnuveitendur verða að leggja meiri áherzlu á að tryggja vinnuvernd og vinnuaðstöðu leiðsögumanna I samræmi við aðrar atvinnu- stéttir. 4. Þar sem ferðamál á Norður- löndum eru nú í endurskoðun, vill IGC benda á, að það er sem norræn samtök mikilvægur tengiliður að því er varðar samstarf leiðsögumanna og yf- irvalda. Sömuleiðis vill IGC benda á nauðsyn þess að leið- sögumenn fái allsstaðar á Norðurlöndum skipulagða starfsmenntun og framhalds- menntun með styrk frá ríki og bæjarfélögum. 5. Nútíma ferðamenn gera miklar kröfur til leiðsögumanna um kunnáttu og þekkingu á hinum ýmsu sviðum. Því ber að virða í raun mikilvægi leiðsögustarfs- insinnan ferðaþjónustunnar. MYNDAMÓT HF. PRKNTMYNDAQERÐ AÐALSTRKTI • SlMAR: 17152- 17355 Þáttur leiðsögumanna í umhverfí og náttúruvernd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.