Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1981 Geðheilsa og námsárangur bama í nánum tengslum við þjóðfélagsstétt foreldra „I>AÐ kom okkur, sem unnum að könnuninni, á óvart og olli okkur jafnframt vonbrijfðum að árangur barna ok geðheilsa þeirra virtist talsvert mismunandi eftir þjóðfélaKsstéttum foreldra. Við höfðum ekki búizt við því og reyndar hafði öðru verið haldið fram. Með þessum rannsóknum gátum við sýnt fram á mismunandi skilyrði til væntanlegs þroska og geðheilsu.“ Sá, sem mælir þessi orð, er Sigurjón Björnsson, sálfræðipró- fessor við Háskóla íslands og höfundur bókarinnar „Born í Reykjavík" , en hún er einmitt umræðuefni Sigurjóns og undir- ritaðs, og var Sigurjón fyrst spurður um aðdraganda og tilurð bókarinnar. Hjálparbeiðnir til geð- verndardeiidar barna fleiri en unnt var að anna „Haustið 1960 tók til starfa geðverndardeild fyrir börn í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Tók deildin að sér, að tilvísan foreldra og lækna, — sálfræði- legar rannsóknir á börnum, sál- fræðilega meðferð og uppeldis- legar leiðbeiningar. Ráðnir voru til starfa sálfræðingar, félags- ráðgjafar og læknar. Var þetta í fyrsta sinn sem slík þjónusta var í boði af hálfu hins opinbera. Fljótt kom í ljós að mikii þörf var fyrir þessa þjónustu og voru hjálpar- beiðnir mun fleiri en hægt var að anna án verulegs biðtíma. Þar sem þetta var fyrsta starfsemi sinnar tegundar hérlendis var ekkert vitað um tíðni geðrænna vanda- mála og eðli þeirra. Æskilegt var að fá nokkra vitneskju um þetta, meðal annars til þess að geta hagað hjálparstarfsemi í sam- ræmi við þarfir. Þegar forráðamenn geðverndar- deildar ákváðu á árinu 1964 að hrinda í framkvæmd heildar- rannsókn á stóru úrtaki barna í Reykjavík, varð það að ráði að haga henni þannig, að hún gæti þjónað þremur markmiðum: a) Könnun á tíðni og eðli sálrænna vandamála og hugsanlegum or- sakaþáttum; b)Stöðlun á greind- arprófi Wechslers; c) Könnun á notagildi Rorschachprófsins og gerð norma fyrir íslenzk börn og helgaðist tilhögun rannsóknarinn- ar að sjálfsögðu af þessu þríþætta markmiði." Efnissöfnun tók tvö ár „Undirbúningur rannsóknar- innar hófst á árinu 1964. Á því ári voru gerðar tvær forkannanir af þeim Arnóri Hannibalssyni og Gylfa Ásmundssyni, auk þess sem rannsóknin í heild var skipulögð. Efnissöfnun hófst í ársbyrjun 1965 og stóð óslitið í tvö ár. Að því búnu hófst úrvinnsla gagna og hefur hún staðið til þessa dags og er í raun enn ólokið, þrátt fyrir útkomu þessarar bókar. 1968 hóf ég samstarf við Max Plankuppeld- isfræðistofnunina í Berlín og Wolfgang Edelstein um úrvinnslu gagna. Þá réðist ég að Háskóla Islands 1971 og kom þá nokkur fjörkippur í úrvinnslu og samn- ingu greinagerða, einkum vegna þess að allmargir stúdentar í sálarfræði fengu að lokaverkefni til BA-prófs að vinna úr tilteknum þáttum þessa rannsóknarefnis og gera um þá prófritgerð." 1.100 börn rannsökuð Hvernig var svo úrvinnslu gagna háttað? „Eftir að undirbúningi var lokið þurfti að velja barnahópinn og var ákveðið að þau yrðu alls 1.100 á aldrinum 5 til 15 ára. Þau voru fædd á árunum 1950 til 1961, 100 börn úr hverjum árgangi og jafn- mörg af hvoru kyni. Úrtakið var þannig valið, að það teldist gefa fullnægjandi heildarmynd af börnum á þessum aldri i Reykja- vík og var stærð hópsins einnig miðuð við það, að hægt væri að leggja fyrir hann stöðluð greind- arpróf. Rannsóknirnar sjálfar voru allt of viðamiklar til að hægt sé að gera fyllilega grein fyrir þeim í stuttu viðtali, en einn af stærstu og tímafrekustu þáttun- um voru rannsóknir á félagslegri aðstöðu foreldra barnanna." Feðrum raðað í flokka eftir starfi „Við vorum þeirrar trúar að Island væri talsvert sérstakt mið- að við önnur vestræn ríki og að hér ríkti mun meiri jöfnuður á flestum sviðum félagsmála og var ætlunin að sýna fram á það. Til þess að prófa þessa hugmynd þurfti að vinna upp eins konar kvarða, sem kallaður var „starfs- stétt". Feðrum var raðað í flokka eftir starfi. Þetta var fremur erfitt viðfangs og við náðum ekki til nema hluta þess, sem við ætluðum, en töldum þó að þetta gæti gefið nokkuð góða mynd. Feðrunum var skipt niður í sex flokka, frá ófaglærðum daglauna- mönnum til hálfgerðrar yfirstétt- ar (sjálfstæðra atvinnurekenda og háskólamenntaðra sérfræðinga)." Fimmtungur barna þurfti á aðstoð að halda „Eins og ég sagði í upphafi reyndust hugmyndir okkar alls ekki réttar. Ástand geðheilsu og þroska barna hér á landi reyndist svipað og í löndunum í kringum okkur. Fimmtungur þeirra virtist þurfa á aðstoð að halda, án þess að um greindartregðu væri að ræða og gátum við séð að þetta tengdist ákveðnum fjölskylduaðstæðum og félagslegri aðstöðu. Mismunurinn verður þó aldrei með öllu skýrður, en hann var þó marktækur, svo aðstæður virðast eiga nokkurn þátt í þessu, en við vitum ekki enn hver þungamiðjan í félagslegu aðstöðunni er. Þessar niðurstöður ber öllu heldur að skoða sem tilgátur, sem gefa vissar vísbendingar, en ef á að aðhafast eitthvað út frá þessum vísbendingum, verður að athuga þær betur.“ Aðstöðumunurinn eykst í skólanum Hvenær kemur þroskamunur- inn fram hjá börnum og hvernig vegnar þeim í skóla? „Það er kannski það ískyggi- legasta við þessar vísbendingar að þroskamismunurinn og geðrænu vandamálin koma fram þegar hjá fimm ára börnum, eftir aðstöðu foreldra þeirra. Börnin fara síðan í skóla sex til sjö ára og þrátt fyrir þá sérstöðu okkar Islendinga, að vera aðeins með eitt grunnskóla- kerfi og enginn mismunur sé gerður á börnum, sem eru mis- jafnlega undir skólann búin, fer aðstöðumunurinn vaxandi innan skólans. Þrátt fyrir allt tal um jafnrétti og jafnræði hefur okkur ekki tekizt að byggja upp skóla- kerfi, sem eykur það, heldur öfugt. Það er mjög eðlilegt að börn séu misvel undir skólann búin, en hvernig sem á því stendur getur skólinn ekki minnkað þennan mis- mun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.