Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1981 33 1945—1981 Dauösföll, morðtilraun og morð, virðast ætla aö veröa daglegt brauð þetta áriö. Tónlistarunnendur, sem hafa ekki enn gróið sára sinna vegna morðsins á John Lennon urðu aö sjá á eftir öðrum merkismanni í tónlist- arheiminum á mánudaginn var, Bob Marley. Bob Marley, sem flestir viöurkenndu sem ókrýndan konung Reggae tónlistarinn- ar, átti að baki sér tæplega 10 ára feril á vesturlöndum þó hann hafi reyndar byrjað rúmum áratug áður í Jamaica, þar sem hann var fæddur. Marley var fyrsti Reggae lístamaðurinn til aö ná al- mennri viðurkenningu í hin- um vestræna heimi fyrir tón- list sína, enda lengst af veriö talinn merkasti tónlistarmað- urinn sem komið hefur frá Jamaica, en þeir eru ófáir góðir þaðan. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu fyrr í vikunni hefur Marley gengið undir nokkrar skurðaðgerðir og rannsóknir vegna æxlis í heila og krabba- meins, fyrst í New York og síðan í Þýskalandi hjá frægum sérfræðing, Dr. Josef Issels. En allt kom fyrir ekki, Marley lést á mánudagsmorgun, ný- kominn til Miami frá Þýska- landi. í viðtali við Melody Maker í byrjun desember talaöi kona hans, Rita Marley, um veikindi hans, þó án þess að nefna þau réttum orðum og veikindunum lýst sem stressi, en þó kom bersýnilega í Ijós að hér var eitthvað alvarlegt aö gerast, þó yfirleitt sé erfitt að meta fréttir af sjúkdómum stjarna í blöðum. í viðtalinu kom fram að Bob hafði þá tekið veikindi sín mjög alvarlega þar sem hann hafði látið senda eftir fimm börnum sínum sem hann átti með Ritu frá Jamica til New York til þess að segja þeim að ekki væri víst að hann yrði jafn hress næst þegar þau sæju hann, en hann ætlaði að lifa. Næstu fréttir voru þær að Marley væri dáinn, en þær voru leiðréttar strax og sagt að hann væri á batavegi og myndi útskrifast frá Issels Clinic í lok janúar. Ókrýndur konungur reggae- tónlistar Til stóð að taka upp plötu í febrúar í Jamaica fara í hljóm- leikaferð um Bandaríkin í apríl og maí. Slíkar fréttir birtust síðan af og til annað hvort var hann látinn eða hann var á batavegi. Þessar sögusagnir virtust greinilega ekki úr lausu lofti, þrátt fyrir ítrekuð mótmæli aðstandenda. Ferill Bob Marley hófst á vesturlöndum með plötunni „Catch A Fire“ sem Island gáfu út 1972. Reggae tónlistin flaug eins og eldur um sinu í tónlist- arheiminum næstu árin og varð Marley ofan á sem sá sterkasti, bæði hvað varðaði lög, söng, framkomu og hljómsveit, en hann átti líka bakgrunn að baki. Robert Nesta Marley fædd- ist í St. Ann á Jamaica 5. febrúar 1945. Faðir hans var enskur herkapteinn en móðir hans Jamaica búi. Sem barn söng hann sálma í kirkjunni sinni en 15 ára byrjaði hann að syngja fyrir alvöru. Tveim árum síðar, 1962, var hann kynntur fyrir Leslie Kong, sem kom honum fyrst á framfæri með smáskífunni „One Cup Of Cof- fee“. Á þessum tíma var reggae tónlistin að mótast, ýmist köll- uð Ska, Bluebeat eða Raggae, og listamenn eins og Desmond Dekker, Jimmy Cliff, og Johnny Nash taldir forkólfarn- ir, þó hinn síðarnefndi hafi ekki verið viðurkenndur sem slíkur í seinni tíð. Marley stofnaöi brátt hljómsveit, Wailing Rudeboys, sem síðar var stytt í Wailers. Með Marley í Wailers voru upphaflega Peter Tosh, Bunny Livingstone (nú Bunny Wailer), Beverley Kelso og Junior Baithwaite, en tvö síöast- nefndu hættu 1966. Frá Kong fór þau til Clement Dodd sem gerði þau vinsæl á merki sínu Coxone með lögum eins og „Simmer Down“, „One Love“ og „Rude Boy“. 1966 hættu þeir hjá Coxone og stofnuðu sitt eigið merki Wailing Souls og gáfu út 6 plötur. 1967 kynntist Marley Johnny Nash, sem átti eftir að kynna lög Marleys fyrir um- heiminum fyrstur manna þegar hann gerði lagið „Stir It Up“ vinsælt 1971, en Nash, sem er Bandaríkjamaður sótti sinn stíl mikiö til Jamaica. 1969 hófu Wailers samstarf við Lee Perry, frægasta upp- tökustjórnandi þeirra á Jama- ica, og gáfu út nokkrar plötur á Upsetter merkinu á Jamaica. Meðal þeirra voru breiðskíf- urnar „Soul Rebel" og „Soul Revolution" og lög eins og „Small Axe“, „Duppy Conquer- er“, „Soul Rebel" og „400 Years“. 1970 ákváöu þeir enn einu sinni að stofna eigið merki Tuff Gong og stækkuðu hljómsveit- ina meö því að bæta við besta sveiflugeiranum á Jamaica bræðrunum Aston og Carlton Barrett. Áður en Chris Black- well eigandi Island Records í Englandi „uppgötvaði" þá, en hann hafði þá þegar gefið út mikið af Reggae músík, þá höfðu þeir gefið út tvær breiðskífur á Tuff Gong í Jamaica, „African Herbsman“ og „Rasta Revolution". Síðan er sagan að mestu kunn. Eftir útgáfu „Catch A Fire“ og „Burnin’" hættu Tosh og Wailer og eftir það hét hljóm- sveitin Bob Marley & The Wailers, enda hafði Marley alltaf verið potturinn og pann- an í öllu sem hljómsveitin gerði. Hann var aðalsöngvar- inn þar sem hann samdi flest lögin og var aöaltalsmaöur þeirra. „Natty Dread" kom út 1974 og markaði tímamót í vinsælc^ um Marleys á vesturlöndum. Á þessari plötu eru mörg bestú laga hans eins og „No Womart No Cry“, „Lively Up Yourself* og „Them Belly Full“. Á eftir komu plötur eins ogL „Exodus” og „Waiting In Vain“ en auk þeirra hafa komist á vinsældalista lögin „Satisfy My Soul“ og á síðasta ári voru lögin „Could You Be Loved“, „Redemption Song“ og „Three Little Birds” mjög vinsæl. Rúmlega 10 breiðskífur hafa verið gefnar út á Vesturlöndum með Marley, og á án efa eftir að bæta við þann fjölda nú með fráfalli hans, en þó kemur það ekki í stað þess sem vænta mátti þar sem síðasta plata hans „Uprising” var ein af hans bestu og sköpunargleðin enn mjög mikil. í valinn er fallinn enn einn friðarsinninn, en tónlist hans mun fegra og gæða hugi og anda þeirra, sem kunna að njóta, eftir sem áður. — HÍA. Listi yffir breiðskífur Bob Marley & The Wailers: SOUL REBEL Upsettar (Jamaica) SOUL REVOLUTION Upsettar (Jamaica) AFRICAN HERBSMAN Tutt Gong/Tro)an (UK) RASTA REVOLUTION Tutf Gong/Trojan (UK) THE BIRTH OF A LEGEND Calla (UK) CATCH A FIRE Island (UK) 1972 BURNIN' Island (UK) 1973 NATTY DREAD Island (UK) 1974 LIVEI Island (UK) 197S RASTAMAN VIBRATION Island (UK) 1976 EXODUS Island (UK) 1977 EARLY MUSIC CBS (UK) 1977 KAYA Island (UK) 1978 BABYLON BY BUS Island (UK) 1978 SURVIVAL Island (UK) 1979 UPRISING Island (UK) 1980. i nree Little Birds Rise up this mornin ’ Smiled with the risin’ sun Three little birds Beside my doorstep Singin', sweet songs Of melodies pure and true Singin', this is my message to you-oo-oo. Don’t worry about a thing ’Cos every little thing gonna be alright Singin’, don’t worry about a thing Oh don't worry ’Cos every little thing gonna be alright. — Bob Marley 1977 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.