Morgunblaðið - 19.07.1981, Page 2

Morgunblaðið - 19.07.1981, Page 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1981 — Eru mörg verkefni framundan? — Ég fer til Danmerkur í september og kem fram í sjónvarpi þar, síðan í hljómleikahald í New York og svo tekur við Listahátíðin í Aldburigh, sem Benja- min Britten var frumkvöðull að á sínum tíma. Þar flyt ég bæði klassíska músík og svo djass. Á eftir á ég fund með Knúti Hallssyni úr Menntamálaráðuneytinu. Það getur verið við spjöllum um næstu Listahátíð- ina ykkar, hver veit. Ég hefði ekkert á móti því að koma aftur, en allt er það á umræðustigi, að svo stöddu. Ég spyr hann um ættir hans og uppvöxt, að góðum íslenzkum sið. — Ég er fæddur í Chicago og ólst þar upp. Foreldrar mínir voru rússneskir Gyðingar, sem leituðu til Nýja heimsins ásamt þúsundum annarra fjölskyldna í byrjun aldarinnar. Lífið var erfitt þessu fólki í Rússlandi, fátækt og eymd og Gyðingaofsóknir ... Jú, ég hef komið til Rússlands, í kringum 1952. Ég fann til einhverra tengsla, það er ekki gott að útskýra í hverju þau fólust. En þrátt fyrir allt — þótt foreldrar mínir hafi orðið að hrökklast þaðan á sinum tima ... var þetta nú landið, sem fóstraði þá. Foreldrar mínir töluðu jafnan jiddísku í æsku minni og við systkinin, ellefu taisins, lærðum hana. Foreldrar mínir voru ekki strangtrúuð, en samt héldu þau í heiðri ýmsa siði frá gamla landinu. Og sabbatinn var haldinn hátíð- legur eftir því hvernig á stóð. Þegar ég hugsa um það, hvernig foreldrar mínir fóru að því að framfleyta öllum þessum barnahóp, uppgötva ég, að ég veit það ekki. Faðir minn var klæðskeri og hafði oftast vinnu, en það var ekkert umfram nauðþurftir og húsnæðið þætti víst ekki glæsiiegt núna. En við höfðum í okkur og á. Og við vorum ósköp ung, systkinin, þegar við vorum látin fara að vinna. Rússneskir Gyðingar voru allfjölmennir í Chicago, og héldu hópinn. Það gerðu önnur þjóðabrot líka, írskir, pólskir og enskir innflytjendur. Það var ekki ýkja mikil blöndun á milli framan af. Chicago bernsku minnar var mikill sælureitur bófa ... A1 Capone og fleiri harðsoðnir náungar upp á sitt bezta. En því var nú svo varið, að þessir gangsterar voru ekkert að hrella venjulega borgara. Þeir gerðu upp sín mál innbyrðis, af fullkomnu miskunnarleysi, en aðra létu Morgunstund með Benny Goodmann þeir í friði. Það er dálítil kaldhæðni í því að á þessum tíma var Chicago miklu öruggari en núna. Chicago var næststærsta borg Banda- ríkjanna og það var mikil músík í henni, einkum meðal svertingjanna, sem komu upp frá New Orleans. Eg var mjög ungur, þegar þessi tegund tónlistar — djassinn — náði tökum á mér og var 14 eða 16 ára þegar ég byrjaði í hljómsveit. Til New York kom ég, meðal annars til að halda áfram námi 1929 um þær mundir sem kreppan mikla var að skella á. New York var eins konar Mekka. Þar var allt, ekki sízt ungum mönnum sem vildu sinna listsköpun. Það er orðtak sem segir: „You haven’t made it until you come to New York.“ Það er heilmikið til í þessu. Og við vorum nokkrir ungir menn, sem fórum að spila saman, í útvarp, á skemmtunum, í skólum, Glen Miller, Tommy Dorsey, Red Niclos, svo að ég nefni nokkra. Mér er óhætt að segja að það voru margir efnilegir tónlistarmenn í New York þá — eins og allar stundir. Við sem vorum í þessum bransa vorum uppfullir af lífi og fjöri og okkur fannst við vera að brjóta nýtt land og það var spennandi, maður lifandi! Ég settist að í New York og ég gat fljótlega lifað af tónlistinni. Nokkru síðar komu móðir mín og systur til mín og ég gat þá endurgoldið móður minni eitthvað af því sem hún hafði lagt á sig fyrir mig. — Árið 19á4 stofnaði ég mitt eigið band. í því voru meðal annars Gene Krupa á trommur, Bunny Berigan á trompet, Jess Stacey á píanó. Við fórum að ferðast um Bandaríkin og ég held að við höfum slegið verulega í gegn í Paloma Ballroom í Los Angeles. Eftir það varð brautin greiðfær. Við fengum góðar viðtökur hvarvetna. í einni ferð- inni komum við til Chicago og héldum hljómleika. Það var í mér angurværð að spila þar sem ég hafði slitið barnsskón- um og fengið mín fyrstu kynni af músík. Ég var ekki neitt frægur, en heté^Jeit allt vel út. Og það var skrítið að fyrir gamla vini og kunningja og maður gat eitthvað. Jú, frægðin mann máli þá. Seinna minna. Það er á þeim ár.um þegar maður er að vinna sig upp til hennar, að maður er viðkvæmur og hégómagjarn. Síðar kemur í mann hógværð og auðmýkt og metnaður fyrir hönd þeirrar listgreinar sem maður stundar. — Og á stríðsárunum? — Á stríðsárunum kom dálítið stopp hjá mér ... ég veiktist í baki og var skorinn upp. Þetta var eiginlega löngu áður en menn voru farnir að að uppgötva að hægt væri að fá brjósklos ... Svo hlær hann. — Ég var sem sagt hálfgildings brautryðjandi á því sviði. En ég náði mér smám saman. Og fór aftur að spila. Auk þess hafði ég stofnað fjölskyldu, konan mín var ensk að uppruna, við eignuðumst fimm dætur og auk þess á ég þrjár stjúpdætur, sem hún kom með í búið. — Nei, dætur mínar hafa ekki að ráði lagt fyrir sig tónlist. Rachel dóttir mín spilaði stundum á píanó hjá mér, en annað er það nú ekki. Nú eru þær allar giftar út og suður og þeim hefur farnazt vel. Svo á ég orðið eitt afabarn, það er nú ekki ofmælt hvað það er sérstakt barn. — Hvenær hófust svo hljómleikaferð- ir til útlanda? — Ekki að marki fyrr en í kringum 1950. Fyrstu hljómleikarnir mínir utan Bandaríkjanna man ég að voru í Palla- dium-leikhúsinu í London. Síðan var þeytzt um allar jarðir, verið nótt eða tvær á hverjum stað. Það var ævintýri í þá daga og úthaldið upp á það bezta, svo að lengi vel var þetta mikið spennandi. Ég hefði ekki heilsu í þetta nú. En þessi spenna og sjá og upplifa alltaf nýtt og nýtt og maður varð næstum aldrei þreyttur, og um leið og maður byrjaði að sjnla hvarf þreyta sem dögg fyrir sólu. Ég lék ekki aðeins djass, líka klassíska músík. Enn ferðast ég töluvert um og ungt fólk streymir að og það nýtur þess að hlusta á djass, ekki síður en það eldra. Að vísu hefur allur músíkheimurinn breytzt síðustu þrjátíu árin og allar þær músíktegundir hafa markað sín spor, mismunandi djúp. En djassinn blívur. Hann hefur eitthvað í sér sem ekki missir skírskotun til fólksins, þrátt fyrir Teikninjí MorgunblaAið HG diskó, pönk~rock and roll, hart rokk, mjúkt rokk, country-músík og ég veit ekki hvað. — Ef ég ætti að lýsa sjálfum mér segirðu? Ég er enn afar uptekinn af músíkinni, svarar hann svo, fjölskylda mín verður líklega númer tvö. Ég hef dregið úr ferðalögum, en ég hefði hug á því að kenna. Ég hef fengizt við það, innan minna eigin hljómsveita, en vildi gera meira af því. Ég hef verið afar lánsamur að hafa fengið að fást við það sem hefur skipt mig mestu í lífinu. Það eru ekki allir svo heppnir. Og það hefur áhrif á alla skapgerð manns og lífsvið- horf að vinna að því sem hann hefur unun af. Ég býst við að ég hafi einhverja galla — heldurðu það ekki ...? — en ég er svona 95 prósent jákvæður maður, sem oftast nær hef stjórn á skapsmunum mínum, ef eitthvað bjátar á. Ég les meira seinni árin. Ég hef líka gaman af blómum ... nú orðið bý ég einn því að ég missti konuna mína fyrir þremur árum. Svo að ég sinni músíkinni og blómunum mínum. Það er gott að fást við eitthvað sem gefur manni tilfinningu fyrir að rækta eitthvað og hlúa að því, svo að ég spila fyrir blómin mín, þú veizt að blóm hafa svo gaman af músík. Bæði klass- ískri og djass. — Hvort ég komi aftur? Við sjáum nú til. Ekki yrði ég hissa á því. Ég hef eignast hér góða vini, sem ég hef gaman af að hitta og yfirleitt falla mér þeir Islendingar sem ég hef kynnzt, vel í geð. Veðráttan hér dregur ekki úr mér kjarkinn, það skiptir mestu ef fólkið er hlýtt. Nú er ég á leiðinni heim. Ég hlakka alltaf til að fara á nýja staði og ekki síður til að koma heim. Þá spila ég fyrir blómin mín og verður hugsað til þess, þegar ég stóð úti í miðri Víðidalsá og man, að ég varð alltaf snortinn af landslaginu og hvað það er skemmtilegt að hafa átt þess kost að kynnast svona fallegri á. svo spila ég fyrir blómin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.