Morgunblaðið - 19.07.1981, Side 5

Morgunblaðið - 19.07.1981, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ1981 37 Birgir Helgason verslunarstjóri hjá Nesco við Grundig-myndsegulbands- ta ki og sjónvarpstseki, en hið nýja V-2000-kerfi segir hann þegar hafa fengiö frábærar undirtektir. V-2000 kerfið hannað af Philips og Grundig og útbreiðsla fer vaxandi - segir Birgir Helgason verslunarstjóri hjá Nesco „HÉR í þessari verslun seljum við bæði AKAI-myndsegul- bandstæki, sem tilheyra VHS-kerfinu, og og Grundig- myndsegulbönd, sem hafa tekið upp hið nýja V-2000 kerfi,“ sagði Birgir Helgason verslunarstjóri í sjónvarpsdeild Nesco á Laugavegi er við komum við hjá honum. Birgir sagði, að VHS væri nú langútbreiddasta kerfið í Banda- ríkjunum, um það væri ekki deilt, og þeir gætu boðið upp á ágæt tæki af AKAI-gerð. Því væri á hinn bóginn ekki að neita að V-2000 kerfið, sem nú væri sem óðast að koma inn á markaðinn, byði upp á ýmsa skemmtilega möguleika, og því færi fjarri að það kerfi ætti litla framtíð fyrir sér eins og margir hefðu haldið fram. Birgir sagði að V-2000 kerfið væri til komið eftir sameiginlega vinnu Grundig- og Philips-verk- smiðjanna. Þær hefðu hannað þessi nýju myndsegulbandstæki í sameiningu, en eftir að undirbún- ingsvinnu hafi lokið, hafi þau byrjað framleiðslu í sitt hvoru lagi, undir sitt hvoru merkinu. V-2000 kerfið hefði þegar fengið frábærar móttökur, og efni sem boðið væri upp á ykist stöðugt. Nú þegar sagði Birgir að Nesco hefði til sölu meira en 100 titla, og færu viðskipti með spólurnar þannig fram að ein væri keypt með tækinu í upphafi, en síðan gætu notendur komið og skipt á öðrum myndumí verslunni út árið, endurgjaldslaust. Titlafjöld- ann sagði hann nú fara sífellt stækkandi, eftir örfáar vikur yrði hann orðinn tvöfalt stærri en nú er, og myndir myndu skipta hundruðum innan fárra mánaða. Birgir sagði, að fólk yrði að hafa það vel í huga er það festi kaup á myndsegulbandi, að unnt yrði að fá efni í tækin í fyrir- sjáanlegri framtíð. í því sam- bandi sagði hann meðal annars mikilvægt að fólk vissi, að ekki væri hægt að kaupa þau mynd- segulbönd sem mest eru notuð í Bandaríkjunum og Frakklandi, og nota hér. Þar væri um annað sjónvarpskerfi að ræða. NTSC-kerfi í Bandaríkjunum og SECAM í Frakklandi, en á ís- landi og víðast í Evrópu væri notað PAL-kerfi. Myndir sagði hann ekki ganga milli þessara tækja, og því væri ekki sann- gjarnt að bera úrval í Bandaríkj- unum saman við það sem hér fæst. Sérstaklega yrði að biðja um evrópska kerfið ef keyptar væru myndir í Bandaríkjunum, og það væri alls ekki til alls staðar. I Þýskaladi og Bretlandi væri á hinn bóginn mikið og sívaxandi efni að fá fyrir V-2000 kerfið, svo eigendur tækja af þeirri gerð þyrftu engu að kvíða, ekki frekar en þeir sem nota evrópsku gerð VHS eða Betamax. Þau myndsegulbönd frá Grundig sem Nesco hefur selt, hafa reynst mjög vel að sögn Birgis, og hafa nánast engar bilanir komið til. Þvert á móti, þá væri almenn ánægja með tækin, og ekkert lát á eftirspurn. Þá sagði Birgir að hinar löngu spólur nytu mikilla vinsælda, og staðreynd væri að verð á spólum eða kassettum væri lægra í V- 2000 kerfinu en hjá öðrum. VHS-kerfið er í fararbroddi í Japan og Bandaríkjunum - segja starfsmenn Karnabæjar í verslun Karnabæjar á Laugavegi. talið frá vinstri: Pétur Björnsson, Akira Kurihara og Bjarni Stefánsson. Sharp-tækin, sem Karnabær selur sjást til vinstri handar Bjarna. — Bjarni sagði að ætlunin hefði einnig verið að selja Luxor-tæki með V-2000 kerfinu en Luxor hefði nú fallið frá þvi kerfi. „Við erum hér með japönsk tæki, Sharp, sem nota eingöngu VHS-kerfið, en framleiðendur tækj- anna framleiða nú um 60 þúsund tæki á mánuði," sagði Bjarni Stef- ánsson hjá Karnabæ, er blaðamenn hittu hann og Pétur Björnsson að máli í verslun þeirra við Laugaveg fyrir nokkrum dögum. — Hjá þeim var þá einnig staddur fulltrúi jap- önsku framleiðendanna, Akira Kuri- hara, sölustjóri Sharp í Evrópu, með aðsetur t Hamborg í Þýskalandi. Bjarni sagði að mjög mikil sala væri í myndsegulbandstækjum þessa dag- ana, og hefði Karnabær varla undan við að útvega þeim tæki er vildu. Þeir þremenningarnir sögðust ekki telja rétt að vera með yfirlýs- ingar um gæði einstakra tækja sem á markaðnum væri, né heldur um gæði þeirra þriggja kerfa, sem nú eru fáanleg, þó þeir fyrir sitt leyti væru fullvissir um gæði bæði Sharp-tækjanna og VHS-kerfisins. Kurihara sagði, að í Japan væru líklega framleidd um sex milljón myndsegulbandstæki árlega. Þar væri eingöngu um að ræða tvö kerfi, Betamax og VHS. V-2000 kerfið væri hins vegar evrópskt, og þar væri markaðssvæði þess fyrst og fremst. Kurihara sagði, að t rauninni væri það fyrst og fremst markaðurinn, sem ráða ætti því hvaða tæki fólk keypti sér. Tæknilega séð mætti vafalaust draga fram eitt og annað öllum kerfunum til góða, og einnig til lasts, en ætla mætti að öll stæðust þau þær kröfur sem gera verður til myndsegulbanda eins og þau þekkjast í dag. Aðalatriðið væri á hinn bóginn það, að ekki væri nóg fyrir fólk að eiga góð tæki, heldur yrði einnig að vera auðvelt og ódýrt að afla efnis til að sjá í tækjunum. Þar væri augljóst að VHS-kerfið hefði umtalsverða yfirburði, þótt Betamax fylgdi víða fast á hælana. V-2000 kerfið hefði enga útbreiðslu í samanburði við hin tvö, og margt benti til að það hefði hreinlega misst af lestinni í þessu efni. Bjarni sagði því ekki að neita, að talsverð óvissa hefði ríkt í þessum málum, þar til nýja Philips-kerfið, V-2000 kom á markaðinn. Margir hefðu haldið að sér höndum þangað til það kæmi, þar sem fastlega hefði verið gert ráð fyrir einhverri tækni- byltingu. Nú væri V-2000 kerfið komið fram, og þegar ljóst að ekkert slíkt væri á ferðinni. Aðeins væri komið fram þriðja kerfið í myndseg- ulbandstækninni, sem enn yki á ruglinginn í þessum efnum. Bjarni sagðist því vera þess full- viss að VHS-kerfið myndi standa af sér allar auglýsingaherferðir, tækni- lega séð væri það samkeppnisfært, það væri stærst á markaði í Japan og Bandaríkjunum, og mikið fram- boð væri af alls kyns efni fyrir VHS-kerfið. Einnig væri mikilsvert atriði að myndböndin frá VHS væru jafnlöng og önnur, til dæmis V-2000, það er að segja öðru megin. Boðið væri upp á 4ra tíma spólur, sem væri það sama og V-200Ö byði upp á, því ef nýta ætti alla 8 tímana í því kerfi yrði að snúa kassettunni við er komið væri á enda tímanna fjögurra. örugglega standast 1 1 VMtMZ'WSk.-: ' % Þór Þorbjörnsson verslunarstjóri Radióbúðarinnar við Skipholt. Hann stendur við Nordmende-myndsegulbandstæki, en á myndinni sjást einnig upptökuvélar, eins konar kvikmyndatökuvéiar, sem taka upp efni sem siðan má sýna i myndsegulböndunum. VHSmun - segir Grímur Lax- dal í Radíóbúðinni „Við höfum til sölu Nordmende- myndsegulbandstæki, sem notar VHS-kerfið, en hvað sem líður öllum umbrotum á þessum markaði er öruggt að VHS-kerfið mun koma til með að standast," sagði Grímur Laxdal í Radíóbúðinni er hann var spurður um horfur í myndsegul- bandsmálum og um hvaða tæki hann hefði til sölu. Grímur sagði, að gæðamunur væri á VHS- og Betamax-kerfunum VHS í hag, samkvæmt þeim upplýsingum er hann hefði um þessi mál. Betamax- kerfið sagðist hann halda að dytti upp fyrir smátt og smátt, og mætti þegar sjá þróun í þá átt í Evrópu, þar sem það hefði þokað fyrir VHS-kerf- inu. V-2000 kerfið sagði Grímur að væri að nokkru óþekkt stærð, og ekki gott að segja hvað því tækist að komast inn á markaðinn. Vitað væri þó að þar hefði verið við ýmsa tæknilega erfiðleika að glíma, svo sem eins konar „ofhönnun", sem gerði það að verkum að allar bilanir væru erfiðar viðfangs og kostnaðar- samar vegna þess hve tæknibúnaður- inn er flókinn. Þór Þorbjörnsson, verslunarstjóri Radíóbúðarinnar, sagði, að þeir hefðu reynt að fá tæki af V-2000-gerðinni frá Bang & Oluf- sen, en nú hefði komið tilkynning um að ekki væri unnt að afgreiða pöntunina. Þór sagðist ekki vita hvers vegna, en grunur léki á að þeir hefðu hætt við eða biðu nú með að fara út í það kerfi. Grímur Laxdal sagði að varla væri um það deilt að VHS-kerfið væri það sterkasta á markaðnum í dag, og væri fólki því örugglega óhætt að fjárfesta í tækjum með því kerfi. Spólur selur Radíóbúðin einnig, óáteknar, og þá er þar hægt að kaupa upptökuvélar, þannig að fólk getur sjálft tekið upp sinar myndir á myndsegulband, og séð í sjónvarpinu heima hjá sér. Mælum með Betamax-kerfinu og þorum að standa við það - segir Þorsteinn Garðarsson hjá Sjónvarpsbúðinni Þorsteinn Garðarsson i Sjónvarpsbúðinni við Borgartún með myndsegul- bandstæki er versiunin selur, en hann kveðst eindregið mæla með Betamax-kerfinu. „SKOÐUN mín er sú að VHS og Betamaxkerfin séu svipuð að gæð- um, enda komu þau fram á svipuð- um tima“ sagði Þorsteinn Garð- arsson eigandi Sjónvarpsbúðarinn- ar er við litum inn hjá honum fyrir nokkrum dögum. „V-2000 kerfið hefurá hinn bóginn ekki reynst nægilega vel“ sagði Þorsteinn ennfremur, „þannig að ég hef litla trú á að það eigi eftir að ná nokkurri fótfestu á markaðinum. — Ég get nefnt sem dæmi, að togar- arnir á tsafirði sem höfðu haft þessi tæki, eru nú að skipta vegna sífelldra bilanda, og eins hefur það valdið erfiðleikum, hve lítið úrval mynda er til innan þessa kerfis.“ Sjónvarpsbúðin býður upp a Fischermyndsegulbandstæki frá Japan, sem nota Betamaxkerfið. Sagði Þorsteinn söluna háfa verið mikla að undanförnu, sjálfsagt met vegna sumarlokunar Sjónvarpsins, og svo vegna þess að þessi tækni er nú óðum að ryðja sér hér til rúms, eftir litvæðingu Sjónvarpsins. — „íslenska Sjónvarpið er náttúrlega heill kapítuli útaf fyrir sig“ sagði Þorsteinn, „og ekki tóm til að ræða það sem skyldi að þessu sinni. Fólk er hreinlega að gefast upp á þeim fjölmiðli, enda er eins og allt hjálpist að við að gera það sem aumast. Að hugsa sér til dæmis, að innheimtudeild Sjónvarps og Hljóð- varps ein skuli kosta 700 milljónir króna á ári! — Hjá stofnum í fjársvelti væri skynsamlegra að innheimta þetta með öðrum skött- um, auk þess sem skil yrðu betri. Nóg um það að sinni.“ Að sögn Þorsteins eru miklir möguleikar á að afla efnis í Beta- maxkerfið hér á landi. í Keflavík sé stærsta myndsegulbandaleiga landsins, sem sé með efni fyrir Betamaxkerfið, og útibú hafi verið sett upp frá henni í Reykjavík. „Það er því ekkert vafamál að óhætt er að mæla með því við kaupendur að þeir kaupi sér tæki með Betamax- kerfinu, og hið sama tel ég að eigi við um VHS-kerfið. Um V-2000 kerfið þarf ég ekki að endurtaka það sem ég hef þega sagt, þar hafa framleiðeindur átt í erfiðleikum með tæknileg atriði, markaðurinn af myndum er mjög takmarkaður og ósennilegt að miklar breytingar verði þar á í framtíðinni. V-2000 kerfið býður að vísu upp á 8 klukkustunda langar spólur, en þær eru aðeins 4 tímar hvoru megin og snúa sér ekki við sjálfar, þannig að vandséð er hvaða yfirburðir felast þar í. Auk þess er það staðreynd að spólur frá VHS og Betakerfunum eru ekki dýrari en þær sem boðið er upp á frá V-2000. — Auglýsingar þær sem að undanförnu hafa birst um ágæti V-2000 kerfisins hafa að mínum dómi gengið of langt, og þar hefur verið fullyrt ýmislegt sem ekki er unnt að standa við. Já, við mælum áfram með Betamax, og stöndum við það“ sagði Þorsteinn að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.