Morgunblaðið - 19.07.1981, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ1981
61
/*» „
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
uœ'n ir
SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU
VALHÚSGÖGN
ÁRMÚLI4 SÍMI82275
?-8
OO QLVfr09, \IBL6A
YlÍNÍ ALIÍ4\ TK
GAYAH W
VlGt
Aukna löggæslu í miðbæinn:
„Og heimtaði að ég lán-
aði honum peninga46
Til Velvakanda.
Veðurguðirnir hafa verið okkur
góðir þessa dagana og það hefur
verið hreinn munaður að geta
spókað sig í bænum fyrir þá sem
eiga frí. Sérstaklega er mikið líf í
miðbænum í svona veðri og mik-
inn hluta dagsins er töluverður
fjöldi fólks samankominn á Lækj-
artorgi og göngugötunni þar niður
af. Það var vissulega kominn tími
til að við Reykvíkingar eignuð-
umst göngugötu þar sem hægt er
að spóka sig, sýna sig og sjá aðra,
án þess að eiga á hættu að verða
keyrður niður. Ég var ekki of
hrifinn af þeirri hugmynd að þessi
göngugata yrði gerð þegar hún
kom fyrst fram en nú sé ég að
þetta er vissulega betra svona og
lítil eftirsjá er í gamla Lækjar-
torgi eins og það var.
En einn galli er þó á gjöf
Njarðar. V.S. sem skrifaði í Vel-
vakanda nú í vikunni hefur vissu-
lega á réttu að standa þegar hann
segir að auka þurfi löggæslu á
Lækjartorgi. Fólkið sem þarna
safnast saman á sólskinsdögum er
hið geðfelldasta — það er að segja
mikill meirihluti þess. En sagt er
að ekki þurfi nema einn gikk í
hverja veiðistöð og misjafn sauður
er í mörgu fé. Innanum og saman-
við eru semsé drukknir slordónar
og tuskulegur rumpulýður sem
einna helzt virðist liggja þarna í
eiturlyfjum.
Ég var þarna á gangi eftir
hádegið á miðvikudaginn er stór-
vaxinn drykkjubolti ruddist að
mér og heimtaði að ég lánaði
honum peninga. Mér tókst að
losna við manninn vandræðalítið
en þetta setti leiðinlegan blett á
annars skemmtilega miðbæjar-
heimsókn. — Við Islendingar er-
um óvanir því að fólk safnist
saman nema eitthvert sérstakt
tilefni verði til þess. Það gerir
veðurfarið hérna. Ef til vill er það
þess vegna sem lögregluyfirvöld
hafa ekki enn áttað sig á að þarna
Enn heldur hún áfram: „Börnin
eru ekki þar (í skólanum) til að
læra, heldur til að láta tímann
líða.“ Og henni finnst bara best að
taka börnin til kennslu heima. Það
hefur þá farið fé betra en skólinn.
í lokin er svo vel spurt (og það
var þessi sp. sem ergði mig að
pennanum): „... eða hver er það
sem ræður ferðinni eiginlega?"
Það skyldi nú aldrei vera að
hann sé týndur, svona rétt einn
ganginn enn. Eða er þetta spurn-
ing: Hvern á að leysa niður um?
Sé það spurningin, þá skal leyst
niður um foreldra, því áhugaleysi
þeirra og undanskot frá uppeldis-
ábyrgð er skells verð. Niður um
fræðsluyfirvöld verður ekki leyst,
þau klæðast nýjufötumkeisarans.
— Þegar við svo með auknum
skilningi getum hysjað upp um
okkur aftur, ef við kjósum að gera
það, trúi ég því að lífvænlegra
verði fyrir sálir barna í nærveru
okkar. Getur e-ð gott gerst? Gæti
skólinn orðið samferða? Á ég að
þora að senda stubbinn minn,
þennan unað sálar minnar, í þessi
lciðindi og vita það nánast fyrir
víst, að í 2. bekk, jafnvel 1. bekk,
verða leiðindin sest að í ungri sál
hans?
Skólastjóri
þarf að vera lögreglumaður til
staðar til að sjá um að fólk geti
notið veðurblíðunnar í friði. Þó ég
ié ekki nema rétt kominn yfir
miðjan aldur þá man ég að hér
áður varð maður meira var við
lögregluna en nú — nú sér maður
varla lögreglumenn nema í bílum.
Ég tel eftirsjón af þessu en ef til
vill er ekki hægt að hafa það
öðruvísi — borgin er orðin svo
stór. En ég vona þó að lögregluyf-
irvöld sjái sér fært að hafa
lögreglumenn á verði við Lækjar-
torg til að bægja burt vandræða-
fóiki — ástandið er eins og V.S.
segir okkur öllum til skammar.
R. Guðmundsson
LONDON
Nýja sófasettið á kynningarveröi.
Aðeins kr. 11.200.-
og 10% staögreiösluafsláttur aö auki.
Götumynd úr Austurstræti.
Börnin verda glöö að fá
barnaísinn í júnó Is.
Viö bjóöum ís, shake, heitt kakó,
pylsur,gosdrykki
samlokur,
hamborgara,
pizzur,
sælgæti og
tóbak.
JUNOIS
SkipholH 37
Engu líkara
en komið
væri stríð
Fuglaskoðari hringdi og sagði
eftirfarandi sögu: „Ég var staddur
í fuglabjargi skammt frá þorpi á
Vestfjörðum þar sem ég dvaldi í
sumarleyfinu. Þar var mikið varp
— bæði fýll og svartbakur, og
gaman að fylgjast með fuglager-
inu sveima fyrir framan bergsyll-
Þessir hringdu . . .
urnar með því fjörmikia gargi sem
þeir gefa frá sér af lífsgleði sinni.
Mér brá því hastarlega er fyrir-
varalaust upphófst skothríð og
varð reyndar fyrst fyrir að forða
mér í skjól. Ef maður hefði ekki
vitað betur, var engu líkara en
komið væri stríð, svo stanzlaust
bergmáluðu skothvellirnir í fjall-
inu. Þarna voru komnir í heim-
sókn fjórir sport-skotmenn en
ekkert veit ég hverjir það voru því
ég gaf mig ekki á tal við þá. Þeir
stóðu heldur ekki lengi við —
höfðu engan áhuga á fengnum en
héldu áfram og létu hræin liggja
eftir í fjörunni.
Þessir menn hafa víst ekki
brotið nein lög — og verða því ekki
sóttir til saka. En er ekki kominn
tími til að við friðum fuglana,
hvað sem þeir heita, fyrir svona
aðförum að þarflausu? Þetta er
hreinn ófögnuður í mínum augum
— ég veit ekki hvað öðrum finnst."
‘dYOLOY EYÚEKT\ f \\Wu OG YW LwWAYL
V/ÓfíK'OHMJ Uj/tfotf 06 VEYW
fhW/v og
SIG6A V/QGA g
J-