Morgunblaðið - 02.09.1981, Síða 13

Morgunblaðið - 02.09.1981, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1981 ast upp fyrir mér er við höfðum spjallað saman um Halaveðrið. — Já, meðal annarra orða, Hilmar. Þessi Þýskalandsför, sem hann Óli spurði þig um? Já, það var nokkuð ævintýraleg ferð í sjálfu sér. En sjómenn, sem voru í siglingum á heimsstyrjald- arárunum, lifðu eiginlega stóræv- intýri upp á hvern dag, hættur leyndust í hverjum öldutoppi. Þessi Þýskalandsferð var farin seint á árinu 1939, skömmu eftir að heimsstyrjöldin hafði brotist út. Mig minnir, að þá hafi íslend- ingar verið komnir í einhverja skuld við Þjóðverja. Var fengið leyfi til þess frá báðum aðilum, Bretum og Þjóðverjum, að senda nokkra togarafarma af ísfiski til Cuxhaven og íslendingar mættu borga þannig þessa skuld. Við á Agli Skallagrímssyni vor- um sendir með einn af þessum fiskförmum. Við vorum ekki látnir fiska í skipið, heldur fórum við til Vestmannaeyja og tókum þar bátafisk. Skipstjóri í þessari Þýskalandsferð var Steindór Arnason. Það tók upp undir eina viku að fá í skipið í Vestmanna- eyjum. Þaöan var svo siglt austur með landi og út af Austfjörðum. Var tekin bein stefna á Bergen í Noregi. Ég man, að er við komum þangað, lágum við skammt frá því sögufræga þýska skipi, sem Alt- mark hét og kom mjög við sögu í stríðinu í Noregi, ef ég man rétt. Þaðan var svo siglt yfir til Skagen í Danmörku, síðan um Eystrasalt og að Kílarskurði, um hann til Cuxhaven. Að sjálfsögðu fórum við yfir tundurduflasvæði á leið- inni. í Cuxhaven upphófst svo þref um fiskprísinn. Ékki voru Þjóð- verjarnir á því þar að borga fyrir fiskinn eins og ákveðið hafði verið. Stóð þetta í einhverju þrefi. Man eg, að málið varð ekki til lykta leitt, fyrr en Jóhann Þ. Jósefsson, alþingismaður Vestmannaeyinga, kom sjálfur frá Kaupmannahöfn til þess að sansa þá þýsku. Þessi Þýskalandsferð varð all tímafrek man ég, sem meðal annars stafaði af því að á heimleiðinni urðum við að breyta mjög frá þeirri leið sem upphaflega hafði verið ákveðin, en reyndist ófær vegna tundurdufla- hættu. Styrjöldin var ekki farin að setja svip sinn á Cuxhaven, enda voru hersveitir Hitlers þá í óstöðvandi sókn á vesturvígstöðv- unum. Við komum hingað heim aftur er komið var framundir jól. Siglingarnar á styrjaldarárun- um voru vitaskuld mikil lífs- reynsla fyrir alla sem þátt tóku í þeim. Hún var líka mikil áreynsla fyrir allt fjölskyldulíf okkar, það segir sig sjálft. Svona eftir á, má ef til vill segja með fullum rétti, að það hafi í rauninni verið með ólíkindum hve margir sluppu úr þessum hildarleik heilir á sál og líkama. Norðmönnum bjargað Mér verður ætið minnisstæð frá þessum árum björgun manna af norsku flutningaskipi, sem skotið var niður á leið til Bretlands með fisk héðan að heiman. Þetta var vorið 1942. Við vorum þá á heim- leið úr söluferð til Bretlands. Var ég þá á togaranum Gylli og sigldi honum í þessari ferð stýrimaður togarans, Karl Jónsson í Öldugöt- unni. Auk þess að vera loftskeyta- maður var ég önnur byssuskyttan á togaranum. Þá voru togararnir búnir léttum loftvarnarbyssum. Þessi byssa var beltisbyssa með 350 skotum í hverri hleðslu. Við vorum þá um 250 sjóm. suðaustur af Vestmannaeyjum. Sáum við þá hvar stór flugvél nálgaðist okkur óðfluga. Ég snaraði mér út úr brúnni og tók mér stöðu við loftvarnarbyssuna, sem var á keisnum fyrir aftan brúna, og bjóst til varnar. Þá sáum við að hér var um breskan flugbát að ræða. Með ljósmerkjum var kallað til okkar. Fór ég nú upp á brúarþakið með morselampann. Fengum við fyrirmæli um að fara til hjálpar skipbrotsmönnum, Hilmar Norðfjörð Ililmar Norðfjörð fæddist norður á Sauðárkróki 2. sept. árið 1906. Foreldrar hans voru Ása Jónsdóttir frá Ás- mundarstöðum á Melrakka- sléttu og Jóhannes úrsmiður og kaupmaður Norðfjörð. Þau hjónin áttu þá heima i Hótel Tindastóli og var Ása hótelstjóri. Þau hjón áttu 6 börn og er Hilmar elstur þeirra. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur árið 1912 og settist að i Bankastræti 12. Þar opnaði Jóhannes Norð- fjörð úrsmíðastofu og versl- un. í þessu sama húsi hafði bernskuheimili hans verið. Hjá móðurafa sinum og ömmu á Ásmundarstöðum var Hilmar um árabil. Sú hugmynd kom upp. að Ililm- ar gerðist bóndi. En er hann kom hingað aftur til Reykja- vikur, var hann einn vetur i Verslunarskóianum. Siðan lá leiðin þangað sem hugur hans stóð til: í Loftskeyta- skóiann. Þaðan brautskráð- ist Hilmar árið 1924. Loft- skeytamaður var hann á tog- urum og i landi fram á árið 1977, þá orðinn sjötugur. Árið 1941 kvæntist Hiimar i síðara skiptið Vilborgu Stellu Grönvold. Hún lést undir áramótin 1977. Hilmar á tvær dætur. í dag ætlar hann að taka á móti afmælisgestum sinum i Átthagasalnum á Hótel Sögu milli kl. 17 ug 19. þýsk flugvél hafði sökkt skipi þeirra í loftárás. Stefna var tekin á staðinn, þar sem skipbrotsmenn- irnir voru. Þegar við komum á vettvang fundum við 10 menn á fleka. Voru það Norðmenn. Að- koman var ekki skemmtileg. Flestir þeirra voru meira og minna særðir eða slasaðir. Með skipinu, sem var norskt og hét Duro, höfðu 10 félagar þeirra farist í loftárásinni. I þessari Englandsferð var fyrsti stýrimaður Hallgrímur Guðmundsson, seinna í Togara- afgreiðslunni. Kom það að mestu í hlut okkar Hallgríms að veita þessum skipbrotsmönnum að- hlynningu og hjúkrun. Karl skip- stjóri tók stefnuna á Vestmanna- eyjar. Er þangað kom, en þar ætluðum við að setja mennina í land, var ógerningur að komast inn á höfnina vegna svarta þoku. Þetta var jú fyrir daga radarsins. Var því haldið áfram til Reykja- víkur. Þetta norska skip, Duro, mun hafa haft síðast viðkomu í höfn hérlendis uppi á Akranesi og tekið fisk þar. Ég á hér hjá mér áletraða silfurskeið, sem mér var send nokkru síðar, sem vott þakklætis fyrir hjálpina. Þykir mér eðlilega vænt um þessa gjöf. Eins og ég sagði þér hér í upphafi, sagði Hilmar, var ég á sjónum samfellt frá því 1924 til 1944,. í 20 ár. Þessara sjóaraára minna get ég minnst með mikilli ánægju. Margir þeirra manna, sem ég kynntist í skipsrúmi hafa orðið miklir og einlægir vinir mínir. Og þá er ekki síður ánægju- legt til þess að hugsa, að það varð aldrei manntjón á neinu skipi, sem ég var á, öll þau ár sem ég var til sjós. Ég tók pokann minn, fór alfar- inn í land haustið 1944. Þó ég segi sjálfur frá, veit ég, að þungu fargi var létt af eiginkonu minni og fjölskyldu við þá ákvörðun. Það 13 urðu mikil umskipti eftir svo mörg ár á sjónum að hefja störf í landi. Ganga til starfa samkvæmt stimpilklukkukerfinu. En hin nýju störf í landi voru áfram tengd sjónum og sjófarendum, þannig að viðbrigðin urðu ef til vill ekki eins mikil og ef ég hefði horfið að einhverskonar skrifstofustörfum. Ég varð nú loftskeytamaður hjá Veðurstofunni. Hún var þá til húsa á efstu hæð Landsímahúss- ins. Þar var þá hæstráðandi til sjós og lands Þorkell Þorkelsson veðurstofustjóri. Var ég síðan starfandi þar uns ég náði þeim aldri að hljóta gamlingjastimpil- inn. Því má ég til að skjóta hér inn, svona til fróðleiks, að er styrjöldinni var lokið og heimur- inn og samskipti þjóða að færast í eðlilegt horf, varð Veðurstofan að taka að sér stórlega aukna þjón- ustu á sjó og í lofti. Varð að fjölga þar starfsfólki og Veðurstofan að fá nýtt og stærra húsnæði, svo hægt yrði að mæta auknum kröf- um til hennar. Man ég að eftir að Veðurstofan flutti í nýja Sjó- mannaskólann, voru loftskeyta- menn Veðurstofunnar hvorki fleiri né færri en 15! En svo hélt hin aukna fjarskiptatækni innreið sína á Veðurstofunni. Starfsfólki tók að fækka. Sú þróun hefur ekki verið stöðvuð. Ég held ég fari með rétt mál, að í dag er ekki lengur þörf fyrir loftskeytamenn á Veð- urstofunni. Þar hefur tölvuvæð- ingin m.a. gert þeirra starf óþarft. Verður ekki þróunin í þessa átt í æ fleiri starfsgreinum? Verða það ekki tölvurnar sem bara taka völdin einn góðan veðurdag? spurði Hilmar. — Eftir að þú varst kominn i land fórstu að gefa þig að ýmiss konar félagsstörfum, ekki rétt? Jú, lítillega og reyndar öðrum störfum líka. Hef ég haft af þessu mikla ánægju, kynnst mörgu góðu fólki, sem skemmtilegt hefur verið að umgangast og starfa með. Ég hefi lengi verið utan í Náttúru- lækningafélagi íslands og stofn- unum tengdum því. I mínu ágæta stéttarfélagi að sjálfsögðu. Ekki má heldur gleyma Sambandi dýraverndunarfélaga Islands. Það er vissulega ánægjulegt, að nú í sumar skuli Dýraspítali Mark Watsons loks tekinn til starfa undir stjórn íslensks dýralæknis. Vonandi markar þessi litla stofn- un tímamót í sögu dýraverndar hérlendis. Því má skjóta inn í hér, að sem vott þakklætis fyrir störf hans í þágu dýraverndar var Hilmar kjörinn heiðursfélagi Dýraverndunarsambandsins, er hann varð sjötugur. Ég hef líka verið dálítið viðriðinn blaðaút- gáfu, t.d. tímarit lögfræðinga, Félagsbréf Almenna bókafélags- ins og nokkur blöð utan Reykja- víkur. Allt víkkar þetta sjóndeild- arhringinn, sagði Hilmar. Ég hefi alla tíð haft næg verkefni, ella væri ég sennilega kominn inn að Sundunum þar sem þú fæddist. Ég vona, að meðan ég get tuggið smjörið, þurfi ég aldrei að kvarta yfir deyfð og tilgangsleysi. Við höfum ekkert minnst á pólitíkina Hilmar. Ég veit, að þú kynntist ungur Jóni Þorlákssyni og konu hans, Ingibjörgu, og varst tíður gestur á heimili þeirra hérna uppi í Bankastræti? Rétt er það. Þau kynni urðu til þess að ég taldi mig helst eiga leið með Sjálfstæðisflokki hans. Ann- ars ætla ég ekki að ræða neitt að ráði við þig um pólitíkina. Segðu mér, bætir Hilmar við: Eru ekki biskupskosningarnar og öll sú endaleysa áþekkar því, sem hefur verið að gerast i pólitikinni hjá okkur? Já, ég á við, að einn og sami flokkurinn sé í senn í stjórn og stjórnarandstöðu. Jafningja þeirra Jóns, Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar er ekki að finna í röðum þeirra sem á Alþingi sitja nú. Þetta er svona og er í senn alvarlegt og sorglegt. En vinur minn, verum ekki svartsýnir um of. Öll él birtir um síðir, sagði Hilmar. Við lukum svo úr kaffibollunum — sennilega þeim tíunda hvor okkar um sig. Sv.Þ. Menntamálaráðherra, Ingvar Gislason, tekur fyrstu skóflustunguna að hinum nýja verkmenntaskóla. Bygging verkmennta- skóla hafin á Akureyri Akureyri, 29. ágúst. INGVÁR Gíslason menntamálaráðherra tók í dag fyrstu skóflustung- una á lóð fyrirhugaðs verkmenntaskóla á Akureyri, en skólanum er fyrirhugaður staður á Eyrarlandsholti vestan Þórunnarstrætis, þar sem áður var golfvöllur. Haukur Árnason, formaður byggingarnefndar skólans, flutti stutt ávarp við athöfnina í dag, en síðan stakk Ingvar Gíslason fyrsta hnausinn úr grunninum. Að því búnu flutti hann ávarp, þakkaði þeim, sem af hálfu bæjarstjórnar Akureyrar hefðu unnið að endur- skipulagningu framhaldsskóla- náms á Akureyri og taldi þennan dag hinn merkasta í skólasögu Akureyrar. Húsið, sem nú er hafin bygging á, verður verknámsskemma og á að verða tilbúin til notkunar haustið 1982. Áætlað er, að bygg- ingu skólans alls verði lokið árið 1986. Að lokinni athöfninni á Eyrar- landsholti var gestum boðið til kaffidrykkju í húsakynnum Iðn- skólans á Ákureyri. Sv.P r Verðlagsspá hagdeildar VSI: Meðaltalshækkun F-vísitölu 42,5% Verðlagshækkanir fara minnkandi HAGDEILD Vinnuveitendasambands ísiands heíur sent frá sér verðlagsspá, gerða 15. júní og endurskoðaða vegna verðbótareiknings 1. ágúst síðastliðinn. Kemur þar fram að hækkun framfærsluvísitölu er spáð 9,8% 1. nóvember á þessu ári og 10,4% 1. febrúar á næsta ári. Þá er því spáð að gengi dollars verði 8,15 krónur í október og 8,70 í janúar á næsta ári. Þá er í spánni sagt frá hækkun framfærsluvísitölu miðað við ár í senn og kemur þar fram að hún hefur farið heldur dvínandi að undanförnu. Frá 1. febrúar 1980 til sama dags að ári nam hún 58,0%, frá 1. maí 1980 til sama dags í ár nam hún 50,7% og frá 1. ágúst 1980 til sama dags í ár nam hækkunin 49,6%. Þá er því spáð að frá 1. nóvember 1980 til sama dags í ár verði hækkunin 48,1% og frá 1. febrúar í ár til sama dags 1982 verði hún 43,0%. Meðaltalshækkun 1980 til 1981 er því 49,1% og því spáð að hækkunin á þessu ári verði 42,5%. I spánni segir ennfremur: Nú liggur fyrir þróun verðlags fyrstu 5 mánuði ársins. Sé spá VSÍ frá því i janúar skoðuð með hliðsjón af reynslunni kemur í ljós að litlu munar það sem af er árinu. Þannig var gert ráð fyrir að F-vísitala hækkaði um 15% á tímabilinu nóvember 1980 til febrúar 1981 en reynslan varð hins vegar 14,3%. Næstu 3 mánuði á eftir var gert ráð fyrir 9,5% hækkun en raunin varð 8,02%. Samsvarandi launa- hækkanir voru áætlaðar 5,5% í marz og 9,5% í júní, en urðu 5,95% og 8,10%. Spá VSI hefur nú verið endur- skoðuð með hliðsjón af þessari framvindu og stöðu sjávarút- vegsins. Niðurstaðan er r megin- atriðum sú að verðlagshækkanir verði heldur hægari en þá var spáð. Minni frávik eru hins vegar í gengisspá. Nú sýnast líkur á að verðlagshækkun yfir árið 1981 verði um 42%, en meðaltalshækkun milli áranna 1980 og 1981 verði um 50%. Það sem telja má að valdi mestu um frávik er gengis- þróunin það sem af er árinu. Eftir kjör nýs forseta Banda- ríkjanna um siðustu áramót tók gengi dollars að styrkjast veru- lega á alþjóðamarkaði. Ekki er enn að sjá að sú þróun hafi stöðvast. Jafnframt hafa þýð- ingarmestu Evrópugjaldmiðlar veikst. Fyrir íslenska þjóðar- búskapinn er þessi þróun afar hagstæð þar sem útflutningur fer að mestu fram með dollara- viðskiptum en innflutningur er meira bundinn evrópskum gjaldmiðlum. Þrátt fyrir að spár um gengi dollars hafi þannig í meginatriðum gengið eftir kann að vera að áhrif innflutnings- gengis hafi verið ofmetin í fyrri spá. Hin óvænta gengisþróun veldur því að innflutningsverð hefur ekki hækkað eins og búist var við í ársbyrjun. Um júníspána þarf að öðru leyti að hafa sömu fyrirvara og við fyrri spár VSÍ af þessu tagi, sem í meginatriðum felast í því að ekki verði umtalsverðar breytingar á ytri og innri skil- ■ yfðufir hagkerfisfrfs. “ *.* * * *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.