Morgunblaðið - 02.09.1981, Síða 18

Morgunblaðið - 02.09.1981, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1981 Sjötugur: Dr. Lúðvík Kristjáns son rithöfundur I dag er dr. Lúðvík Kristjáns- son, rithöfundur og sagnfræðing- ur, sjötugur. Á þeim tímamótum í lífi hins þjóðkunna fræðimanns er honum þakkað mikilsvert framlag til íslenzkra fræða, og vinir hans, samstarfsmenn og lesendur senda honum og fjölskyldií hans heilla- óskir. Lúðvík Kristjánsson er Snæfell- ingur i marga ættliði, fæddur í Stykkishólmi 2. september 1911, og þar ólst hann upp. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Árna- son, sjómaður frá Jaðri í Ólafsvík, og Súsanna Einarsdóttir rithöf- undar Þorkelssonar, skrifstofu- stjóra Alþingis, bróður Jóns forna, þjóðskjalavarðar. Lúðvík er elztur fimm systkina. Faðir hans andað- ist úr lungnabólgu árið 1921, þegar Lúðvík var á tíunda ári, móðir hans giftist aftur og eignað- ist þrjú börn í því hjónabandi. Kom fljótt í hlut hins unga drengs að vinna hörðum höndum, því að efnin voru af skornum skammti. Að loknu barnaskólanámi og einum vetri í unglingaskóla í Stykkishólmi eftir fermingu varð glöggt í hvaða átt hugurinn stefndi. Lúðvík hafði löngun til að læra meira, en útlitið var ekki bjart fyrir börn fátækrar alþýðu á þessum árum, þegar mennta- brautin var í meira lagi torsótt, og hver sá, sem átti þess kost að brjótast hana, taldi það hina mestu gæfu í lífinu. Menntaþrá Lúðvíks og bjartsýni gerði það að verkum, að hann hugði á skólavist í Flensborg í Hafnarfirði 15 ára gamall haustið 1926. Og honum til happs, þegar leiðir virtust lokast, kom í ljós, að móðuramma hans, Jóhanna Jónsdóttir, sem hann hafði dvalizt hjá frá fimm ára aldri, þar til hún lézt árið 1922, hafði arfleitt hann að 500 kr. Með það skotsilfur að veganesti varð honum auðið að setjast á skóla- bekk í Flensborg veturinn 1926— ’27, og þar með var brautin að nokkru mörkuð; lauk hann þaðan gagnfræðaprófi vorið 1929. Eftir nám í Flensborg stundaði Lúðvík kennslu í Fróðárhreppi vestra veturinn 1929—’30, en hafði þó fullan hug á að halda áfram námi, ef þess væri nokkur kostur. Hann komst í 2. bekk Kennara- skólans haustið 1930 og lauk kennaraprófi vorið 1932. Þrátt fyrir þann áfanga, leitaði hugur- inn enn til áframhaldandi mennt- unar, og greip hann þá til þess ráðs, sem ýmsir ágætir gáfumenn, án stúdentsprófs, höfðu gert á undan honum (t.d. Hallbjörn Hall- dórsson og Þórbergur Þórðarson), að fá leyfi til að sækja kennslu- stundir í Háskóla Islands, þótt ekki mundi því námi ljúka með prófgráðum. Þannig varð Lúðvík nemandi í íslenzkum fræðum um tveggja vetra skeið, 1932— ’34, og naut þar leiðsagnar prófessoranna Alexanders Jóhannessonar, Árna Pálssonar og Sigurðar Nordal. Má því svo til orða taka, að Lúðvík, hafi, þrátt fyrir allt, náð að komast að hástól íslenzkrar menntabrautar. Jafnhliða námi sinu í Háskólanum hóf hann kennslu í Miðbæjarbarnaskólan- um, fyrst sem stundakennari, en fasta kennarastöðu hafði hann þar árin 1938—'44. Á námsárum sínum hóf Lúðvík fræðistörf og fékkst við söfnun örnefna á Snæfellsnesi. Var hann m.a. hvattur til þess af afa sínum, Einari Þorkelssyni, sem hann mat mikils. Sneri hann sér fyrst að svæðinu frá Arnarstapa til Ólafs- víkur og hlaut þá veruleg kynni af hinum gömlu verstöðvum undir Jökli. Sagan og landið hafa orkað á hinn unga fræðimann á ferðum hans, því að fegurðin er þar mikil og svæði þetta allt frá Búðum til Ólafsvíkur „þrungið töfrum” að sögn Lúðvíks sjálfs. Fékkst hann við þessa söfnun til ársins 1936, og tók jafnframt að skrifa ýmsa þætti um staði á Snæfellsnesi, sem síðan birtust í Lesbók Morg- unblaðsins frá 1933, en einn í Blöndu Sögufélags, um ver- mennsku í Dritvík. Sumarstarf Lúðvíks á skólaár- unum varð einnig til að marka eftirminnilegt spor á lífshraut hans. Þar varð sjómennskan mik- ill örlagavaldur, svo sem vænta mátti um afkomanda sjósóknara við Breiðafjörð. Sumarið 1928, þegar hann var sautján ára gam- all, réð hann sig á enskan togara, sem gerður var út frá Hafnarfirði. Um það segist Lúðvík sjálfum svo frá: „Þá var það eitt sinn á trollvakt, að skipsfélagi minn einn, greindur vei og lesinn, hóf máls á því, hversu nauðsynlegt væri að bjarga frá gleymsku lýsingu á lífi og háttum þeirra fiskimanna, sem sótt hefðu sjó á árabátum, ferðast milli landsfjórðunga og búið í verbúðum. Sjálfur hafði hann reynslu af þeirri sjómennsku. Síð- ar varð margt til þess, að ábend- ing skipsfélaga míns frá vordög- unum 1928 blundaði með mér.“ („íslenzkir sjávarhættir I.“, Rvík. 1980.) Þannig varð þetta atvik vestur á Hala kveikja þess, að Lúðvík fór að huga að söfnun íslenzkra sjáv- arhátta, sem síðan hefur að miklu leyti orðið uppistaða í lífsstarfi hans. Nú dró og til þess, að ævistarf hans tengdist nánari böndum sjávarútvegi og stofnunum hans, því að árið 1937 gerðist hann ritstjóri Ægis, tímarits Fiskifé- lags Islands. Þeirri stöðu gegndi hann til 1954, og var þá jafnframt kennari á vélstjóranámskeiðum félagsins, einnig var hann tvívegis ritstjóri Sjómannadagsblaðsins. í Ægi ritaði Lúðvík ótal greinar um sjávarútveg, stöðu hans fyrr og nú, og annað því skylt, sem þar til féli. Á 70 ára afmæli Fiskifélags- ins sl. vetur var hann kjörinn heiðursfélagi þess. — Á þessum árum komst Lúðvík i góð kynni við Bjarna Sæmundsson, fiskifræð- ing, sem hvatti hann til að halda áfram söfnun sjávarhátta og fræddi hann um ýmis efni þar að lútandi. Urðu þeir Árni Friðriks- son, fiskifræðingur, og dr. Ólafur Lárusson, prófessor, einnig til að brýna hann á að feta áfram þessa braut. Lúðvík hefur sagt í blaðaviðtali, að með vissum hætti hafi orðið þáttaskil í störfum hans árið 1946, þegar honum var falið að rita ævisögu Knud Zimsens, fyrrver- andi borgarstjóra í Reykjavík. Eftirtekja þess varð tveggja binda rit: „Við fjörð og vík“, 1948, og „Úr bæ í borg“, 1952; er' síðasta bindið að miklu leyti saga Reykja- víkur 1902—’32. Með þessu riti má segja, að Lúðvík hafi opinberlega staðfest, hvers hann var megnug- ur í vönduðum, vísindalegum vinnubrögðum, því að auk viðtala sinna við Zimsen, rannsakaði hann allar gerðabækur bæjarins á þessu tímaskeiði og kannaði Reykjavíkurblöðin. Um svipað leyti og hann vann að síðara bindi Zimsenssögu samdi hann meginþáttinn í ritið „Bildudalsminningu". 1951, er fjallar um athafnamanninn mikla á Bíldudal, Pétur J. Thorsteinsson og Ásthildi, konu hans. Tókst honum þá að bjarga frá glötun margvíslegum fróðleik með viðtöl- um við ýmsa aldurhnigna heimildamenn. Sumarið 1942 ferðaðist Lúðvík um Snæfellsnes með dr. Ólafi Lárussyni og Þorkeli Jóhannes- syni, síðar prófessor, til undirbún- ings útgáfu á sögu Snæfellinga. Að þeirri ferð lokinni lá leið hans út í Flatey á Breiðafirði, þar sem hann hugðist kynna sér það, sem leyndist af handritum í hinu gamla bókasafni varðandi sjó- mennsku og útgerð á Vesturlandi. Þar varð hann áskynja um mikil- vægar heimildir um stjórnmála- og menningarsögu Vestlendinga á 19. öld, einkum árin 1830—’60. Að þessu „heillandi verkefni", eins og hann orðar sjálfur, sneri hann sér umsvifalaust, og eftir könnun heimilda í Flatey hélt hann gagnasöfnun áfram á Þjóðskjala- og Landsbókasafni. Hann flutti allmörg erindi í Ríkisútvarpið um þessi efni, en síðan varð til úr því þriggja binda verk undir heitinu „Vestlendingar" á árunum 1953—’60. Það er skemmst frá að segja, að þetta rit er mikið að vöxtum og byggt á traustum undirstöðu- rannsóknum. I 1. bindi rekur hann sögu ýmissa forystumanna við Breiðafjörð, þar sem merkis- klerkinn sr. Ólaf Sívertsen í Flat- ey ber hæst, síðan sögu Framfara- stofnunarinnar, Bréflega félagsins og útgáfumál Flateyinga. I 2. bindi er fjallað um Jón forseta Sigurðsson og Vestlendinga, en þar bregður höfundur nýju og skæru ljósi á samskiptin, sem Jón forseti hafði við fjölmarga aðila vestanlands og byggir þar á hin- um miklu og heimildaríku bréfa- söfnum, sem varðveitzt hafa, og voru þá mörg hver í raun könnuð að marki í fyrsta sinn. Leiðir hann fram á vettvang hverja persónuna á fætur annarri, sem bréfaskipti höfðu við forseta í Höfn, og sú vitneskja, sem fram kemur, eykur í mörgum tilfellum stórum hlut fjölmargra einstaklinga, sem lítt var vitað um áður eða höfðu verið í skugga um langa hríð. í 3. bindi fjallar hann um Vestlendinga og Alþingi og þjóðfundinn, auk hinna merku þjóðmálafunda, sem þeir héldu á Kollabúðum og í Þórsnesi, og að lokum þátt þeirra í atvinnu- þróun landsins. Inn í allt þetta fléttast ýtarlega tengslin við Jón forseta og baráttu hans. Rannsóknir Lúðvíks á sögu Vestlendinga urðu til þess, að hann tók að huga að ýmsu öðru efni varðandi ævi Jóns Sigurðs- sonar. í kjölfar þess kom út rit hans „Á slóðum Jóns Sigurðsson- ar“, 1961, sem varð til þess að draga fram í dagsljósið áður óþekkta vitneskju um líf hans og starf. Við það hefur hann síðan aukið með ritgerðum, sem birzt hafa í tímaritum og bókum, og sitthvað fleira mun hann eiga í fórum sínum um sögu Jóns for- seta. Með þessum rannsóknum sínum er Lúðvík orðinn allra núlifandi manna fróðastur um ævi og starf Jóns Sigurðssonar. „En þegar maður fer að kynna sér æviferil Jóns Sigurðssonar," hefur Lúðvík sagt, „þá er eins og dyr opnist í ótal áttir.“ Og ein áttin, sem laðaði hann til sín um sinn, leiddi hann á vit Þorláks Ó. Johnson, kaupmanns í Reykje-’ík, SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS TÓNLISTARSKÓLINN í REYKJAVÍK Sinfóníuhljómsveit íslands og þátttakendur at Zukofsky námskeiðinu halda sameiginlega tón- leika í Háskólabíói, laugardaginn 5. sept. 1981 kl. 14.00. Verkefni: Schúmberg — 5 þættir fyrir hljómsveit op. 16. Mahler — sinfónía no. I. Stjórnandi: Paul Zukofsky. Aðgöngumióar í bókaverslun Sigfúsar Ey- mundsson og Lárusar Blöndal og við inngang- ,nn- Sinfóníuhljómsveit íslanda Tónlistarskólinn í Reykjavik. Skyndihjálpar- námskeið II Rauði Kross íslands efnir til kennaranámskeiös í skyndihjálp dagana 4.11 — 14.11 nk. í kennslusal R.K.Í. Nóatúni 21, Reykjavík. Einnig veröur fariö í aukna skyndihjálp og hjarta- hnoö. Æskilegur undirbúningur skyndihjálparnám- skeiö. Þátttökugjald kr. 600. Umsóknarfrestur til 10. sept. Tekið veröur á móti umsóknum í síma 91-26722 þar sem einnig veröa veittar nánari upplýsingar. Rauöi Kross íslands. mikils framfara- og framkvæmda- manns á sínum tíma, frænda Jóns Sigurðssonar, bróðurson konu hans, og raunar eins úr hópi Vestlendinga. Úr því varð tveggja binda verk um ævi Þorláks undir heitinu „Úr heimsborg í Grjóta- þorp“ og út kom á árunum 1962—’63. Það var með sömu traustleikamerkjum í vinnubrögð- um og áður og einkennist eins og öll önnur verk hans af því að vera ritað með fögru og kjarnyrtu íslenzku tungutaki og persónu- legum stíl. Frá árinu 1964 snýr Lúðvík sér alfarið að söfnun íslenzkra sjávar- hátta. Naut hann um hríð styrks úr Vísindasjóði, en „sennilega hefði ég orðið að leggja árar í bát, ef dr. Kristján Eldjárn hefði ekki búið svo um hnúta, að Þjóðminja- safnið gat tekið mig upp á sína eik“, segir Lúðvík í eftirmála 1. bindis ritsins. Auk þess hafa stofnanir sjávarútvegsins stutt hann dyggilega með ýmsum hætti. Þar með var honum gert kleift að sinna sem aðalstarfi þessu um- fangsmikla rannsóknarverkefni, sem hann hafði lagt drög að svo lengi. Verkefni sitt skilgreinir Lúðvík þannig: „En hver voru tilbrigðin í sam- búð Islendinga við hafið, hvert var atferli þeirra í þeim samskiptum? Með þessu riti er ætlunin að reyna að svara þeim spurningum, að því er varðar fiskaflann og aðrar sjávarnytjar, meðan enn var að mestu leyti stundaður sjór á árabátum, en sá tími spannar rösklega tíu aldir.“ Með hliðsjón af þeim snara þætti, sem fiskveiðarnar eru í þjóðlífi Islendinga um aldir, vinn- ur Lúðvík verk sitt og vitnar til orða skáldsins: „Föðurland vort hálft er hafið.“ — „Heimildamenn mínir,“ segir Lúðvík, „eru töluvert á þriðja hundraðinu og úr öllum sýslum landsins ... Þeir elztu þessara manna eru fæddir á árun- um 1850—’60, nokkrir á næsta áratug, en langflestir á seinasta fjórðungi aldarinnar." Af því, sem hér er drepið á, má sannreyna af hvílíkum stórhug er unnið í því skyni að forða frá glötun mikilsverðri vitneskju úr atvinnu- og menningarsögu þjóð- arinnar, og koma henni til skila á vísindalegan hátt. Það var mikið happ, að málsmetandi aðilar höfðu á því skilning, að hér bæri að styðja að, svo að Lúðvík gæti „markað og dregið á land“ þær miklu heimildir um forna þjóð- hætti hjá fólkinu, sem þekkti þá í raun, en var senn að safnast til feðra sinna. Haustið 1980 hafði þessu verki miðað svo langt áleiðis, að fyrsti hluti *þess komst á þrykk í einu stóru bindi undir heitinu „Islenzk- ir sjávarhættir I.“, hátt á 5. hundrað bls., gefið út í glæsilegum búningi af Bókaútgáfu Menning- arsjóðs. Rit sitt helgar Lúðvík minningu íslenzkra sjómanna. Meginkaflar 1. bindis nefnast: Fjörunytjar og strandjurtir, matreki, rekaviður og selur. Áætl- un Lúðvíks^er sú, að verk þetta geti orðið a.m.k. þrjú bindi; í þeim síðari er gert ráð fyrir, að fjallað verði m.a. um bátasmíðar, ver- menn, verstöðvar, veiðar, afla og verkun hans, svo að nokkuð sé nefnt. Standa vonir til þess, að 2. bindi komi út á næsta ári. Er þetta vísindalegt stórvirki og und- irstöðurit í sinni grein á Norður- löndum og án efa þótt víðar væri leitað um lönd. Um síðustu ára- mót varð Lúðvík aðnjótandi heið- ursviðurkenningar fyrir verk sitt úr verðlaunasjóði Ásu Wright. Ýmis fleiri viðfangsefni en hér hafa þegar verið talin hefur Lúð- vík Kristjánsson fengizt við um dagana. Hann hefur flutt fjölmörg útvarpserindi, átt aðild að rit- stjórn blaða og tímarita og samið fjölda greina og ritgerða; þar kennir margra grasa, og ekki sízt er þar að finna ritsmíðar um sveitunga hans og fornvini á Snæfellsnesi; bera þær einkar glöggt vitni um ræktarsemi hans við átthagana og einkennast af hlýju þeli í garð þess ágæta fólks, sem hann kynntist við á æskudög- um sínum vestra. Einnig hefur Lúðvík tekið þátt í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.