Morgunblaðið - 02.09.1981, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1981
25
ob
ope
+ Bob Hope, sem kominn
er fast að áttræðu, mun
taka þátt í skipulagningu
Ólympíuleikanna í Los
Angeles 1984. Stendur til
að hann hafi hönd í bagga
meö gerö skemmtidag-
skrár á vegum Los Ang-
eles-borgar, sem heldur
leikana.
attavinir
+ Paul Newman og kona hans Joan
Woodward eru miklir kattavinir og
nýlega komu þau fram í sjónvarps-
þætti til þess aö hvetja fólk til þess
aö láta gera ófrjósemisaögeröir á
köttum sínum. Þau segja aö kettirn-
ir fjölgi sér svo ört aö engin leið sé
aö koma þeim öllum fyrir á góöum
heimilum, og þessvegna sé þetta
eina ráöiö.
Auglýsingum meö þeim hjónum
um þetta efni er nú útvarpaö um öll
Bandaríkin.
félk í
fréttum
inn deilt um
auðæfin
+ Þegar auðjöfurinn Howard Hughes lést
1976 voru ættfræöingar fengnir til þess aö
reyna aö hafa upp á öllum hugsanlegum
erfingjum hans, en þeir skipta hundruöum.
Um fimm hundruð frændur hans og frænkur
reyna nú að sýna fram á aö nánustu
frændsystkin hans séu óskilgetin og eigi því
ekkert tilkall til auöæfanna, en undirtektir
dómstóla eru dræmar.
Hughes haföi þegar ráðstafaö helmingi
eigna sinna til ættingja sinna í móöurætt og
eftir eru 180 milljónir til 2 milljaröar handa
föðurættinni, sem gengur svona illa aö
koma sér saman.
ixon
í Vín
+ Richard Nixon fyrrv. forseti
Bandaríkjanna kom til Vínar-
borgar í gær, sunnudag, í
þriggja daga heimsókn. Hann
kom með járnbrautarlest frá
Sviss og sagöi viö blaðamenn
aö þetta væri einkaheimsókn.
Meö honum í för eru um
tuttugu manns. Nixon mun
síöan fara frá Vínarborg yfir til
Vestur-Þýzkalands.
álverk
af
Díönu
skemmt
+ Talsmaöur National Gall-
ery í London sagði í dag, að
væntanlega tækist að gera
við skemmdir sem voru
unnar á nýju málverki af
Díönu prinsessu og myndi
málverkið vonandi veröa
sett upp aftur eftir mánuð
eða svo. Listamaðurinn
sem málaði myndina, Byr-
on Organ, sagði í viðtali við
Daily Express, aö hann ef-
aðist stórlega um aö við-
gerðin lánaðist svo vel, aö
málverkiö yrði jafngott eft-
ir.
Atburður þessi gerðist á
laugardag. Maður vopnað-
ur mikilli sveðju ruddist
framhjá vöröum og gestum
í safninu og réðst að mál-
verkinu með offorsi og skar
úr því töluverðan bút. Lögr-
eglan sagði aö maðurinn
væri tvítugur Norður-íri og
telja heimildir AP, að hann
sé líkast til í tengslum við
skæruliðasamtök IRA.
Hann kom fyrir rétt í Lond-
on í dag.
Málverkinu var komiö
fyrir fáeinum dögum áður
en þau Karl og Díana gengu
í hjónaband. Af ótilteknum
ástæöum hafa málverk af
Karli og Elísabetu drottn-
ingu einnig veriö tekin
niður og er taliö að búa eigi
betur um verkin og e.t.v.
setja á þau gler.
ifir I voninni
+ Bianca Jagger lifir enn í voninni um aö slá í gegn í
kvikmyndum. Þótt hún hafi leikið í hálfri tylft mynda
er hún ennþá mest þekkt fyrir aö vera fyrrverandi
eiginkona Mick Jaggers. Reyndar viröist henni fara
þaö hlutverk illa, því dómstólar íhuga nú að taka frá
henni dóttur þeirra Jaggers og láta hana flytja til
Jaggers.
Andy Warhol segir um Biöncu aö hún sé frægasta
kvikmyndastjarnan af þeim sem aldrei hafa slegið í
gegn.
Töframaðurinn Herb Alpert
„Magic Man“ er nafnið á hinni nýju plötu Herb Alpert og er
það svo sannarlega réttnefni. Herb töfraði mjög marga með
plötunni, „Rise“ þar sem hinn ljúfi og hreini tónn
trompetsins heillaði hvað mest. „Magic Man“ uppfyllir allar
óskir þeirra sem beðið hafa eftir jafn góðri plötu og „Rise“
var. Herb Alpert býður þér að upplifa góðar stundir með sér
og plötunni „Magic Man“.
Heildsöludreifing
stoÍAorhf
Símar 85742 og 85055.
hljömdfild
vbvhKARNABÆR
Lau9«ve9' 66 - Gl»s.b» - Austurstr.t. 2?
S.mi tra skiptiboröi 85055