Morgunblaðið - 09.09.1981, Síða 1

Morgunblaðið - 09.09.1981, Síða 1
32 SÍÐUR 199. tbl. 68. árg. MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Spánn: Rússar gagnrýna inngöngu í NATO Madrid. Muskvu. 8. soptcmbcr. AP. SPÁNSKA stjórnin hefur hafnað Kasnrýni Suvétmanna á vætan- iega inngönKU Spánar i Atlants- hafsbandalaRÍð. Sendiherra Sov- étrikjanna i Madrid. I. Ivanov afhenti utanrikisráðuneytinu i Madrid orðsendinnu stjórnar sinnar þar sem sasði. að inn- ganKa Spánar í NATO hefði „neikvæðar afleiðinKar“ í för með sér. Ekki var nánar skýrt hverjar hinar „neikvæðu afleið- in«ar“ yrðu. Stjórn Leopoldo Sotelo hafnaði gaKnrýni Sovétmanna og sagði hana „óþolandi íhlutun" í spönsk málefni. Innan tíðar munu um- ræður hefjast í spánska þinginu um væntanlega inngöngu Spánar í NATO. Stöðugt eykst atvinnuleysi í Svíþjóð Stokkhúlmi. 8. september. AP. NÚ ERU 116 þúsund manns skráðir atvinnulausir í Svíþjóð, eða 2,6% vinnufærra manna. Tala atvinnuleysingja hefur hækkað mjög síðustu mánuði. Fyrir réttu ári síðan voru 88 þúsund manns skráðir atvinnulausir. Það er eink- um ungt fólk, sem á erfitt með að fá vinnu. Atvinnuleysi meðal ald- urshópsins 16 til 24 ára er 6,6%. Kanínugen flutt í mýs Washington. 8. septemher. AP. Bandarískum vísinda- mönnum hefur tekist að flytja gen úr kanínum yfir i mýs. Ilandaríska stórblaðið Wash- ington Post skýrði frá þessu í dag. Ulaðið hafði fréttina eftir Thomas Wagner við Ohio-há- skóla. Kanínugenum. sem stjórna framleiðslu blóðrauða- sameinda. var komið fyrir i sa'ðisfrumum músar skömmu eftir samruna við egg. „Aðeins á þessu augnabliki hafnar dýr- ið ekki framandi genum. Við erum í raun að plata músaregg- ið til að taka við DNA-skipun- um kanínu,“ sagði Wagner i viðtaii við Washington Post. Alls fengu 312 músaregg þessa meðferð, 211 voru flutt í músar- leg og 46 ungar fæddust lifandi. Af þeim höfðu fimm kanínu— blóðrauðasameindir. Gen gerla, baktería og plantna hafa verið flutt frá einni tegund til annarr- ar en aldrei milli dýra. Wagner sagði, að væntanlega megi beita þessari aðferð á skepnum eftir 10 til 20 ár en sagði að flutningur gena í börn, sem hafa erfðafræðilega galla, sé sennilega mun lengra undan. Blaðið skýrði frá því, að Ohio- háskóli hefði gert samning við Genetic Engineering um þróun aðferðarinnar. Begin ræðir um AWACS-söluna Þá múnu leiðtogarnir ræða um samningaviðræður ísraela og Eg- ypta, sem hefjast eftir 2 vikur og vopnahléð í Líbanon. ísraelar eru sagðir áhyggjufullir vegna vopna- flutninga til PLO, frelsissamtaka Palestínu. Frá þingi Samstöðu. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu ræðir við Bronislaw Garomek, sem sæti á i pólsku vísindaakademíunni. Símamynd-AP. Heræfingar Rússa til að ögra Pólverjum Varsjá. Washington. 8. september. AP. BANDARÍKIN gagnrýndu i kvöld heræfingar Sovétmanna i vesturhluta Sovétrikjanna og á Eystrasalti. Dean Fischer, tals- maður utanríkisráðuneytisins i Washington, sagði. að heræf- ingar Sovétmanna við landamæri Póllands „kunni að vera til að ögra Pólverjum og hafa áhrif á fyrsta landsþing Samstöðu. sem nú fer fram í Gdansk“. Fischer sagði, að Sovétmenn hefðu brotið ákva'ði Ilelsinki-samkomulagsins með þvi að hirða ekki um að skýra frá umfangi æfinganna og fjölda hermanna. sem taka þátt i þeim. /Efingar Sovétmanna eru einhverjar hinar umfangsmestu frá siðari heimsstyrjöldinni. Um 100 þúsund sovéskir her- menn taka þátt í þessum heræf- ingum. Pólska sjónvarpið skýrði frá því í kvöld, að „sameiginlegar heræfingar pólskra og sovéskra hersveita" væru hafnar í Slesíu í suðvesturhluta Póllands. Sýndar voru myndir frá æfingunum. Varnarmálaráðherrar Varsjár- bandalagsríkjanna fylgdust með æfingunum í Sovétríkjunum ásamt starfsbræðrum sínum frá Kúbu. Mongólíu og Víetnam. Sam- kvæmt Helsinki-samkomulaginu ber að tilkynna um æfingar taki yfir 25 þúsund hermenn þátt í þeim. Sovétmenn rufu í dag þögn sína um þing Samstöðu, hinna óháðu pólsku verkalýðsfélaga. TASS- fréttastofan sovéska ásakaði „hægri sinnaða leiðtoga Sam- stöðu" um að reyna að hrifsa til sín völdin í landinu. TASS sagði ályktanir þingsins ábyrgðarlaus- ar. Þá sagði TASS, að pólsk stjórnvöld skorti áræði og dug til að fást við efnahagsvanda Pól- verja. Landsþing Samstöðu samþykkti áskorun til stjórnvalda um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um til- lögur Samstöðu til lausnar efna- hagsvandanum annars vegar og tillögur stjórnvalda hins vegar. Stjórnvöld hafa hafnað þessari áskorun þingsins. Þingið sam- þykkti stuðning við frjáls verka- lýðsfélög í ríkjum A-Evrópu, að Sovétríkjunum meðtöldum. Varað við hættu á gjaldþroti ríkisins Frá Ih Bjornhak. fréttaritara Mhl. í kaupmannahófn. 8. septemher. „ÉG TEL það skyldu mína að vara við hættu á að danska ríkið verði gjaldþrota,“ sagði Steffen Möller, hagfræðingur sambands Begin Reagan Washingtun, 8. septcmbor. AP. MENACHEM Begin. forsætisráð- herra ísracls kom i dag til Washington til viðræðna við Ron- ald Rcagan. forseta Bandaríkj anna. Fundir þeirra munu hefj- ast á morgun. Fyrirhuguð sala Bandríkjanna á AWACS-ratsjár- þotum til Saudi-Arabíu mun verða eitt helsta umræðuefnið. Begin átti í dag fund með Alex- ander Ilaig, utanrikisráðherra Bandarikjanna. Begin hefur lýst yfir andstöðu sinni við söluna og óvíst er að Reagan fái hana samþykkta í þinginu. Reagan er sagður vonast til að geta fengið Begin ofan af andstöðu sinni við sölu AWACS- vélanna. 16. þingmaöuriim til liðs við krata bundúnum. 8. spptemher. AP. FIMMTÁNDI þingmaður brezka Verkamannaflokksins gekk í dag til liðs við sósial-demókrata. Það var Michael O’Halloran. þingmaður Verkamannaflokksins i Islington, sem sagði skilið við flokkinn eftir 33 ára starf i hans þágu. Hann sagði „vinstrihylgju innan flokksins óþolandi“. Þar með hafa 16 þingmenn gengið til liðs við sósíaldcmókrata, 15 úr Verkamannaflokknum og einn úr íhaldsflokknum. „Eg er himinlifandi með ákvörðun O’Hallorans, þó ég sé ekki undrandi," sagði Shirley Williams, fyrrum menntamála- ráðherra og einn helsti leiðtogi sósíaldemókrata. Michael Foot, leiðtogi Verka- mannaflokksins, hélt í dag ræðu á ársþingi TUC, brezku verka- lýðshreyfingarinnar í Blackpool. Hann sagði, að Verkamanna- flokkurinn væri að dæma sig úr leik með innbyrðis deilum. Foot sagði, að flokksfélagar rifust innbyrðis af grimmd og mis- kunnarleysi. „Ef við höldum svona áfram mun þjóðin snúa við okkur baki," sagði Foot. Foot réðist harkalega á stefnu stjórnar Margrétar Thatcher. Þá gagnrýndi hann Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna, harðlega og sagði að Reagan fylgdi „sömu köldu, blindu og ómannúðlegu stefnunni og Thatcher". danskra málmiðnaðarmanna á þingi danska Jafnaðarmann- aflokksins. Hann sagði að ef svo héldi sem horfði. hlasti gjaldþrot við danska ríkinu. Halli á fjárlög- um i ár verður um 32 milljarðar danskra króna og halli á fjárlög- um næsta árs er talinn verða um 40 milljarðar d.krónur. „Vegna hins mikla atvinnuleysis í Danmörku verðum við að gæta þess, að fara varlega í sparnaðar- ráðstafanir og eins skattlagn- ingu,“ sagði Anker Jörgensen, forsætisráðherra Danmerkur. Tala atvinnulausra í Danmörku er 224 þúsund manns. „Halli á fjárlögum er meiri en gert var ráð fyrir og sífellt verður erfiðara að fást við afleiðingar halla á fjárlögum," sagði Erik Hoffmeyer, formaður bankaráðs danska þjóðbankans. Þrátt fyrir mikla svartsýni vegna erfiðs efna- hagsástands eru ljósir punktar. Útflutningur danskra fyrirtækja hefur aukist um 15% miðað við síðastliðið ár og dregið hefur úr innflutningi sem nemur um 5%, en samdráttur í innflutningi á rætur að rekja til minni raun- tekna almennings.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.