Morgunblaðið - 17.09.1981, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.09.1981, Qupperneq 1
44 SIÐUR 206. tbl. 68. árg. FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Vestur-Þýskaland: Fimmta tilræðið á þremur vikum Bonn. 16. sept. AP. BANDARISKIR hermenn fundu í dag tvær heimatilbúnar tíma- sprengjur fyrir utan herflugvöll bandariska hersins í Rhein-Main og er þetta fimmta tilræðið við Bandarikjamenn í Vestur-Þýskalandi á þremur vikum. Hryðjuverkasamtökin Rauðu herdeildirnar hafa nú sagst bera ábyrgð á banatilræðinu við yfirmann bandariska hersins í Evrópu sl. þriðjudag. Sprengjurnar fundust á járn- brautarteinum um einn km frá Rhein-Main-járnbrautarstöðinni en um hana fara að jafnaði margir bandarískir hermenn. Sprengj- urnar voru gerðar óvirkar og töfðust lestarferðir í hálftíma meðan á því stóð. Dagblaði í Frankfurt barst í dag bréf frá félögum í Rauðu herdeild- unum þar sem þeir sögðust bera ábyrgð á banatilræðinu við Fred- erick J. Kroesen, yfirmann banda- ríska hersins í Evrópu, sl. þriðju- Vill vera dæmd lífs Caracas. Vonczucla. 16. soptomhor. AP. L/EKNIR. sem lifði flugslys af í Venezuela fyrir nokkru en var talinn af og jarðaður, stendur nú i stappi við yfir- völd um að fá dánarvottorðið da'mt ógilt. Þetta hefur valdið miklum úlfaþyt með þjóðinni og umræður hafa hafist i daghliiðum um málið. Dómari verður að fella úr- skurð um að læknirinn, sem er 26 ára gömul kona, Raiza Ruiz að nafni, sé á lífi. Ef það verður ekki gert, getur hún ekki lögum samkvæmt stundað læknisstörf, keypt sér hús eða gift sig. Fimm undirtyllur í ríkis- bákninu hafa misst vinnuna vegna þessa máls. Meðal þeirra er læknir sem sagði leifar lamadýrs leifar konunnar. Luis Herrera, forseti Venezuela, var meðal þeirra sem sendu krans í jarðarförina. Sérfræðingar merkja staðinn lögreglunnar þar sem tvær sprengjur fundust i gær á járn- brautarteinum við herflugvöll handariska hersins. AP-símamynd. dag, en þá var sovéskri sprengi- kúlu skotið á bíl hans. Kroesen og kona hans særðust lítillega í árásinni. í bréfinu var lýst yfir stríði gegn „miðstöðvum, herstöðvum og áætlunum bandar- ísku hernaðarvélarinnar". Eins og fyrr segir er þetta í fimmta sinn á þremur vikum sem gerð er árás á Bandaríkjamenn í Vestur-Þýskalandi en sú alvar- legasta var 31. ágúst sl. þegar sprengjur sprungu fyrir utan höf- uðstöðvar bandaríska flughersins í Ramstein með þeim afleiðingum, að 20 manns slösuðust. Leiðtogar stærstu stjórnmálaflokkanna í Vestur-Þýskalandi hafa brugðist mjög ókvæða við þessum atburð- um og hvatt til aukinnar leitar að félögum Rauðu herdeildanna eða Baader-Meinhof-hópsins öðru nafni. FRAM sigraði írska liðið Dundalk i Evrópu- keppni hikarmeistara á Laugardalsvellinum i gær. Fram skoraði tvö mörk gegn einu marki Iranna. Guðmundur Torfason skoraði fyrra mark Fram er hann stökk hærra en írsku varnarmennirnir og skallaði knöttinn af krafti í netið, en eins og sést á myndinni var Guðmundur nánast umkringdur af markverði Iranna og varnarmönnum. í Birmingham i Englandi áttu Valsmenn við ofurefli að etja er liðið ma-tti ensku meisturunum Aston Villa. Úrslit leiksins urðu 5:0 fyrir Aston Villa. í kvöld leikur þriðja íslcnska liðið í Evrópu- keppninni, en nýbakaðir tslandsmeistarar Vik- ings ma'ta þá Bordeaux frá Frakklandi á Laugardalsvellinum. Sjá nánar á íþróttasíðum. Ljósm. Kristján Einarsson. Söguleg þáttaskil í breskum stjónunálum Frjálslyndir og jafnaðarmenn gera kosningabandalag Llandudno. Wales. 16. sopt. AP. NÝTT afl í breskum stjórnmálum leit i dag dagsins ljós, þegar Frjálslyndi flokkurinn samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á landsþingi sínu að gera kosningabandalag við jafnaðarmannaflokkinn nýja. Þessi sögulega samþykkt getur hugsanlega bundið enda á 60 ára ofurvald stóru flokkanna tveggja, íhaldsflokksins og Verkamanna- flokksins, i bresku stjórnmálalifi. Þrátt fyrir nokkrar efasemdir sumra í Frjálslynda flokknum, einkum þingmanna hans, var ákvörðunin um samstarfið sam- Varað við blóðugu uppgjöri í Póllandi „Allt gert til að hindra valdatöku Samstöðu“ Varsjá, 16. seDt. AP. STJÓRNMALANEFND pólska kommúnistaflokksins lét í dag frá sér fara hörðustu árás sina á Samstöðu þar sem varað var við þvi, að til blóðugra átaka gæti komið i landinu og þvi heitið, að einskis yrði látið ófreistað til að koma i veg fyrir valdatöku Samstöðu. Þessi yfirlýsing kom nokkrum stundum eftir, að Jacek Kuron, leiðtogi pólskra andófsmanna, skoraði á kommúnistaflokkinn, sem hann kallaði „lamaðan", að mynda „þjóðlegt endurreisnarráð“ með kaþólsku kirkjunni og Samstöðu. í yfirlýsingu kommúnista- flokksins sagði, að Samstaða hefði á sínu fyrsta landsþingi í síðustu viku haldið út á braut „pólitískrar andstöðu við stjórnvöld" og að fyrir henni vekti að breyta stjórn- arháttum í landinu. Samstaða var sökuð um að styðja samtök and- kommúnista og gagnbyltingar- manna eins og KOR, Varnarsam- tök verkamanna, og sagt, að áskorun þingsins á verkamenn í öðrum Austur-Evrópuríkjum væri „brjálæðisleg ögrun“. „Þetta jafn- gildir því, að hvatt væri til beinna átaka, sem hefðu blóðsúthellingar í för með sér,“ sagði í yfirlýsing- unni. Jacek Kuron sagði í áskorun sinni á pólska kommúnistaflokk- inn, að umrætt „endurreisnarráð" ætti að fara með stjórn landsins þar til efnt yrði til frjálsra kosninga. Hann sagði ennfremur, að ef í odda skærist kæmi í ljós, að kommúnistaflokkurinn væri „einskis megnugur og lamaður" nema fyrir utanaðkomandi hjálp. í fréttum frá Strasbourg í Frakklandi segir, að pólska stjórnin hafi farið fram á það við Efnahagsbandalagið, að það veitti Pólverjum enn frekari matvæla- aðstoð, eða sem nemur 1,2 milljón- um tonna að þessu sinni. Þetta er í þriðja sinn, sem Pólverjar biðj- ast slíkrar aðstoðar og mun hún verða rædd á fundi embætt- ismanna EBE í kvöld. þykkt með 1600 atkv. gegn aðeins 112. „Fyrir hálfu ári hefði enginn trúað því, að þetta væri hægt,“ sagði William Rodgers himinlif- andi, en hann var einn fjögurra frammámanna Verkamannaflokks- ins, sem stofnuðu Jafnaðarmanna- flokkinn 26. mars sl. „Nú er kominn fram nýr flokkur, kosningabanda- lag, sem stefnir að og getur gert sér góðar vonir um að mynda næstu ríkisstjórn í Bretlandi," bætti hann við. David Steel, formaður Frjáls- lynda flokksins, sem aðeins hefur á að skipa 11 mönnum á breska þinginu, var í sjöunda himni yfir þingsamþykktinni. „Það, sem hér er um að ræða, er samkomulag um að rjúfa vítahring stéttaþjóðfélagsins, binda enda á miðstýringu ríkis- valdsins og breyta kjördæmaskip- aninni," sagði hann. Sex fulltrúar frjálslyndra og jafn margir frá jafnaðarmönnum vinna nú að samstarfssáttmála flokkanna en samkvæmt honum er fyrirhugað, að frjálslyndir bjóði ekki fram í þeim kjördæmum þar sem jafnað- armenn eru taldir sigurstranglegri. Flokkarnir eru sammála í efna- hagsmálum, um aðild Breta að Efnahagsbandalaginu og um að breyta kjördæmaskipaninni og taka upp hlutfallskosningar. Þá greinir hins vegar á um kjarnorkuvarnir, menntamál og önnur atriði. Samkvæmt skoðanakönnunum mun kosningabandalag frjáls- lyndra og jafnaðarmanna fá 41% atkvæða, ef nú væri kosið, Verka- mannaflokkurinn 31% og íhalds- flokkurinn 25%. Síðasti forsætis- ráðherra Frjálslynda flokksins var David Lloyd-George, 1916-1922, en flokkurinn var ráðandi afl í bresk- um stjórnmálum á Viktoríutíman- um og dögum Játvarðs konungs. Súdanir skjóta niður libýska sprengjuflugvél SÚDANSKA fréttastofan skýrði frá því í dag. að skæru- liðar frá Chad og súdanskir hermenn hefðu skotið niður líbýska sprengjuflugvél í gær. Ef rétt reynist er hér um að ræða fyrstu beinu hernaðar- átökin milli Súdana og Líbýu- manna. Hermt er, að líbýska sprengjuflugvélin hafi verið skotin niður eftir að hún hafði flogið yfir súdanska bæinn Al- Geneina og bæinn Adre í Chad og að báðir flugmennirnir hafi farist. Líbýumenn hófu hernað- aríhlutun í Chad í desember sl. og hafa þar nú 12.000—15.000 hermenn. Súdanir eru í varnarbanda- lagi með Egyptum og bæði ríkin hafa margoft varað við veru Líbýumanna, sem njóta stuðn- ings Sovétríkjanna, í Chad og hótað að bregðast skjótt við ef Líbýumenn sýndu þeim yfir gang.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.