Morgunblaðið - 17.09.1981, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER1981
Mikið úthlutað
í Kópavogi
BÆJARSTJÓRN Kópavous Kokk
•■ndanlcKa frá úthlutun 50 lóóa I
Asatúnshvcrfi. FossvoKsmcKÍn i
KópavoKÍ. á fundi sínum í fyrra-
dá>f. Aó söjfn Bjarna bórs Jóns-
sonar. ba'jarstjóra. hárust 218
umsóknir um þessar lóóir. scm
cru cinbýlishúsahWMr ok parhúsa-
lóöir.
Bjarni Þór sagði, að fyrir par-
húsalóðirnar þyrftu menn að
Kreiða 40—44 þúsund krónur, en
fyrir einbýlishúsin 110—130 þús-
und krónur.
Aðspurður um frekari úthlutan-
ir, sagði Bjarni Þór, að búið væri
að úthluta Byggung í Kópavogi 18
íbúðum í fjölbýlishúsum, Bygg-
ingasamvinnufélagi Kópavogs 36
íbúðum og stjórn verkamannabú-
staða 18 íbúðum, í landi Grænu-
hlíðar, sem er austan við Ásatúns-
hverfi.
í landi Grænuhlíðar verður svo
úthlutað einbýlishúsalóðum síðar
í vetur, en ekki hefur endanlega
verið ákveðið hversu margar þær
verða.
Þá kom það fram í samtalinu
við Bjarna Þór Jónsson, bæjar-
stjóra í Kópavogi, að skipulag
Marbakka og Sæbólslands væri á
lokastigi, þannig að væntanlega
yrði hægt að hefja úthlutun þar
síðar í vetur. Þar er gert ráð fyrir
fjölbýlishúsum, raðhúsum og ein-
býlishúsum. Stjórn verkamanna-
bústaða hefur þegar verið lofað
íbúðum í þremur fjölbýlishúsum í
þessu landi.
Skákmót
VESTFJARÐAMÓT í skák 1981,
scm fara átti fram um síðustu
helgi cn var frestað vcgna óvið-
ráðanlcgra orsaka. verður haldið
i Bolungarvík um næstu helgi.
Teflt verður í opnum flokki,
unglingaflokki og barnaflokki.
Fyrsta umferð mótsins hefst á
föstudaginn, klukkan 13.00 og
verður teflt í Grunnskóla Bolung-
arvíkur.
Skákdeild UFMB sér um móts-
haldið.
Verksmiðja
27,5%
keyptur er til landsins koma 56,0% í hlut ríkisins, 27,5% i hlut verksmiðju, 9,5% í hlut
I.jósmynd Mbl. Kristján.
Svona er kökunni skipt: Af hverjum bíl, sem
innflytjanda og 7,0% fara i flutningskostnað.
Innílutningur bíla:
Ríkið tekur 56% aí verðinu
en 34% fara til vegamála
VEGFARENDUR. scm lcið áttu um Bankastræti á miðvikudag. ráku
flestir upp stór augu er þeir sáu. að þar hafði verið lagt bíl með
yfirbreiðslu mcrktri nokkrum tölum. mcðal annars tölunni 56%. En
það er hlutur rikisins af kaupvcrði hvcrrar bifrciðar. Hlutur
vcrksmiðju er 27,5%. flutningskostnaður 7,0% og innflytjandi fær 9,5%.
Það var Bílgrcinasambandið. scm fyrir þessu stóð til að vekja athygli á
því. hve bílar væru dýrir og hve mikill hluti verðs þeirra rynni i
ríkissjóð.
Að sögn formanns Bílgreina-
sambandsins, Þóris Jónssonar, tel-
ur Bilgreinasambandið, að of mik-
ill hluti bílverðsins renni til ríkis-
sjóðs án þess að hann skili sér að
fullu til framkvæmda við vega- og
umferðarmál. Sagði hann, að að-
eins 34% af tekjuhluta ríkissjóðs
væri notaður til þeirra mála og að
ef hinum hlutanum yrði sleppt,
myndi 90.000 króna bíll kosta
60.000 krónur. Því þyrfti annað-
hvort að miða skattlagningu ríkis-
ins við það, hve miklu væri eytt í
vega- og umferðarmál eða nýta
alla skattlagninguna til almenni-
legrar uppbyggingar vegakerfisins
í landinu. Slíkt myndi spara veru-
legar upphæðir hvað varðaði við-
hald og kostnað við akstur úti á
vegum og einnig minnka gjaldeyr-
iseyðslu vegna minni kaupa á
varahlutum. Það virtist vera svo,
að ríkið hugsaði aðallega um það,
hvernig afla mætti tekna, en ekki
hvernig hagkvæmast væri að verja
þeim, gott vegakerfi væri tvímæla-
laust góð fjárfesting fyrir alla
aðila.
Með þessu vildi Bílgreinasam-
bandið einnig leggja áherzlu á það,
að hér á landi væri bíllinn meiri
nauðsyn en víða annars staðar og
því skyti það skökku við, að hann
væri skattlagður sem munaðar-
vara og gerði það hinum almenna
launþega því mjög erfitt fyrir að
eignast þetta nauðsynlega sam-
göngutæki af bíl, sem kostaði
90.000 krónur, tæki ríkið 50.400. Þá
var bent á það, að í hvert sinn, sem
bilnum er ekið, greiða menn ríkinu
skatt. Af hverjum bensínlítra, sem
keyptur er, tekur ríkið 56,06%. I
hvert skipti, sem bíleigandinn
kaupir bensín fyrir 300 krónur,
borgar hann 168,15 krónur til
ríkisins.
Þá vildi Bílgreinasambandið
benda á það, að á siðasta ári námu
tekjur ríkissjóðs af bílakaupum
32.544 milljónum gkr., tekjur af
notkun bíla 38.397 milljónum gkr.
og aðrar tekjur tengdar bílum
2.618 milljónum, eða samtals
73.559 milljónum. Þar á móti
kemur að útgjöld ríkisins til vega-
mála námu 25.242 milljónum eða
34,3% af tekjunum.
í framhaldi af þessu er bent á,
að meðalverð innfluttra fólksbif-
reiða hefur farið lækkandi síðustu
ár. 1980 var það 7,74 milljónir, 1976
10,19 og 1972 10,01 miðað við fast
verðlag. Virtist það benda til þess,
að fólk réði ekki lengur við kaup
nema á verðminnstu bílunum og
áréttaði það enn verðlækkun á
bílum.
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ:
Skattar leggjast með alltof
miklum þunga á láglaunafólk
Samræmdar aðgerðir hvað varðar kaupið sjálft, verð-
lagsmál og skattamál verða að koma til í samningum
„ÞAÐ ER ýmislegt sem við
teljum að sé ófullnægjandi i
núverandi skattakerfi og ég
held að óhætt sé að segja, að
við teljum að aðalvankantur-
inn á núverandi skattalögum
sé sá, að skattgreiðslur, og þá á
ég bæði við greiðslur á skött-
um til ríkis og sveitarfélaga,
leggjast með allt of miklum
þunga á fólk sem er með lágar
tekjur,“ sagði Ásmundur Stef-
Spurt og svarað
um stjórn-
málaviðhorfið
í DAG kl. 10—11 er tekið á
móti spurningum til Geirs
Hallgrímssonar, formanns
Sjálfstæðisflokksins, um
stjórnmálaviðhorfið. i síma
10100. óskað er eftir, að
spurningar séu bornar fram
undir fullu nafni. Fyrstu
spurningar og svör birtust i
Murgunblaðinu í gær.
ánsson forseti ASÍ m.a. er Mbl.
ræddi við hann um hugsan-
legar skattalækkanir af hálfu
ríkisstjórnarinnar i komandi
kjarasamningum, en eins og
komið hefur fram i viðtölum i
Mbl. við Jón Orm Ilalldórsson
og Þröst ólafsson aðstoðar-
menn forsætis- og fjármálaráð-
herra hefur ákveðin fjárhæð
verið tekin til hliðar í fjárlaga-
frumvarpi næsta árs til að
verja til skattalækkana.
Um hugsanlegar skattalækk-
anir sagði Ásmundur: „Ég veit
annars ekkert um það mál nema
það sem ég hef séð í blöðum. Ég
tek það þannig, að það eigi að
verja því í samráði við verka-
lýðssamtökin. Við höfum í
okkar stefnumótun lagt áherzlu
á það, að það sé óhjákvæmilegt
að okkar mati að stjórnvöld
komi að kaupmáttartrygging-
unni í komandi samningum,
þannig að stjórnvöld, á sem
skýrastan hátt, verði látin
ganga í beina ábyrgð fyrir þeim
kaupmætti sem þar semst um.
Nánara fyrirkomulag í því hef-
ur ekki endanlega verið mótað
af okkar hálfu og við höfum
einnig sagt, að við teljum að sú
kaupmáttaraukning sem næst
fram í komandi samningum
verði að vinnast með samræmd-
um aðgerðum, bæði hvað snert-
ir kaupið sjálft, verðlagsmál og
skattana.
Ásmundur sagði einnig að
aðgerðir stjórnvalda, ekki að-
eins í skattamálum, skiptu
grundvallarmáli varðandi af-
komu fólks. Afskipti stjórn-
valda væru með ýmsum hætti
en þeir legðu megináherzlu á, í
komandi samningum gagnvart
þeim, að fá skýra stefnu í
atvinnumálum.
INNLENT
Ekið var á barn á reiðhjóli á
þriðjudag. Slysið átti sér stað
við Sörlaskjól. en samkvæmt
upplýsingum lögrcglunnar
vuru meiðsli lítilsháttar.
Verð á sykri
fer lækkandi
SYKURVERÐ hefur farið lækk-
andi undanfarna mánuði, cn er
þ« ekkcrt í líkingu við vcrðfallið,
sem varð fyrir nokkrum árum.
þegar sykur féll um tugi pró-
senta I verði.
Gunnar Steingrímsson hjá O.
Johnson & Kaaber, sagði í samtali
við Mbl., að sykur væri hlutfalls-
lega mjög ódýr neyzluvara og því
væru verðbreytingar eins og gerð-
ust fyrir nokkrum árum ekki
gerlegar. „Ég á hins vegar von á
því, að sykur haldi áfram að lækka
í rólegheitum næstu mánuðina,"
sagði Gunnar ennfremur.
Færeyingar hyggjast setja
útflutningsbann á Froyur
LANDSSTJÓRNIN i Færeyjum
fjallar í dag um hvort veita cigi
útflutningsleyfi fyrir færeyska
skipinu Froyur, sem útgerðaraðilar
á Djúpavugi hafa i hyggju að
kaupa. Þetta er i fyrsta sinn sem
landsstjórnarfuíltrúar hafa lýst sig
mótfallna þvi að veita slikt útflutn-
ingsleyfi og segja þeir, að þetta sé
eitt bezta skip i Færeyjum og
ástæða sé til að selja fremur önnur
skip.
Að sögn Borgþórs Péturssonar hjá
Búlandstindi hf. á Djúpavogi, en það
er Búlandstindur sem ætlaði að
kaupa skipið, er Froyur 270 tonna
skip, byggt 1976. Hann sagði tregðu
þessa í Færeyjum stafa að erfiðleik-
um í Færeyjum. „Eigendurnir vilja
selja skipið og það reyndar búið að
vera þar á sölu í tvö ár. En
Færeyingar eru með ákveðinn kvóta
og ekki búnir að fiska nema um 1200
tonn af þorski og endar virðast ekki
ná saman hjá þeim.“
Borgj)ór sagði einnig að þetta væri
í fyrsta skipti sem landsstjórnin
gripi á þennan hátt fram fyrir
hendur á útgerðarmönnum. Að-
spurður sagðist hann ekki vita til
hvaða ráða forráðamenn Búlands-
tinds tækju, ef útflutningsleyfið
fengist ekki. „Það var búið að
fullvissa okkur um að þetta lægi á
lausu. Það var ekki fyrr en á það
reyndi að skipið færi frá þeim að
þeir sjá svo mikið eftir því. Þetta
skýrist eftir landsstjórnarfundinn,"
sagði hann í lokin.