Morgunblaðið - 17.09.1981, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981 3
Fyrirtæki sameinuð
til rekstrar skipa-
lyftunnar í Eyjum
Risalúðan og fisksalinn hjá Sæbjörgu.
Stærsta lúða sem
sögur fara af
nægir 1 máltíð fyrir 1250 mani
Ein lúða
mettaði
1250
manns
FRÁSÖGN aí lúðunni á ísa-
firði, í blaðinu í gær, hefur
rifjað upp aðra stórlúðu-
sögu, sem raunar var mynd-
fest og færð í letur í Morg-
unblaðinu haustið 1969. Lúð-
an sú var víst 514 pund
nákvæmlega á þyngd, að því
er Guðmundur í Sæbjörgu
scgir okkur. Hann var þá í
húðinni hjá pabba sínum,
Óskari í Sæbjörgu, sem var
myndaður við lúðuna. Til að
hægt væri að mynda hana og
sýna stærðina miðað við
manninn, þurfti að hífa
hana upp með krana á vöru-
bíl.
Þessi lúða veiddist í troll
mótorbátsins Hópness frá
Grindavík 13. nóvember.
Lúðan var 2 metrar og 60 sm
á lengd og 257 kg að þyngd.
Isafjarðarlúðan var í blaðinu
í gær sögð vega slægð 247 kg
og hafa verið 268 sm löng og
120 sm breið.
Risalúðan á myndinni hér
að ofan var semsagt flutt í
fiskbúðína Sæbjörgu og
dreift þaðan í fleiri fiskbúðir,
enda var reiknað með að hún
myndi duga í matinn handa
1250 manns og var þá reiknað
með 200—250 gr á mann.
500 pumdia lú-ða vieiidldtiisit í tTrtoðfl.
n/b. Hópti/ests írá Grindiaiviílk í
ynradlag. Var íhiúin fibuttit í Æisk-
aiúlðina Sæfbtjöaiau í gær, en þaöain.
jttti alð dmeifia ihenná í 7 fiútóbúðúx
lum. &ð ræðta díiær''ltiu bújðu
sölglur faina at£ á íslandij
múinrista 'kosti.
Bf neilkintað er imidð 200-
girömrautm atf lúJðlu á iruamm í
UNDIRBÚNINGUR að rekstri
hinnar nýju skipalyftu i Vest-
mannaeyjum stendur nú yfir af
fullum krafti. en lvftan. sem
getur tekið upp skip af öllum
stærðum í Eyjaflotanum nema
Iferjólf, verður tilbúin á na*sta
ári. Tvær elztu vélsmiðjurnar í
Eyjum. Magni og Völundur,
verða sameinaðar í eitt fyrirtæki
um næstu áramót vegna skipa-
lyftunnar og yfir standa samn-
ingaviðra>ður um það hvort raf-
magnsverkstæðið Geisli og Skipa-
viðgerðir verði hluthafar i hinu
nýja fyrirtæki, Skipalyftan hf.
Þegar er hafinn undirhúningur
fyrsta hluta verkstæðishúss við
skipalyftuna og er þar um að
ra-ða 1500 fcrmetra húsnæði.
Að sögn Gunnlaugs Axelssonar,
framkvæmdastjóra Völundar, í
Vestmannaeyjum er sendinefnd á
SJÓLASTÖÐIN í Reykjavík, sem
er einn af fjórum aðilum sem hafa
átt jafnmörg skip í pöntun frá
Bretlandi, hefur ákveðið að hætta
við kaupin, en festa þess í stað
kaup á skipi frá Norcgi. Norska
skipið mun Sjólastöðin fá á svipuð-
um kjörum og verði og cinnig
verður afhending þess um líkt leyti
og til stóð að hrezku skipin kæmu
til landsins.
Að sögn Haralds Jónssonar,
framkvæmdastjóra Sjólastöðvar-
innar, var þessi ákvörðun tekin, þar
sem forráðamenn stöðvarinnar
töldu sig fá betra skip í Noregi.
„Þetta eru hliðstæð skip og á
vegum hins nýja fyrirtækis ný-
komin frá Danmörku þar sem
skipalyftur, verkstæði og skipa-
smíðastöðvar voru skoðaðar með
tilliti til þess verkefnis sem er
framundan. Til stendur að hefja
byggingu 1500 fm verkstæðishúss
þegar í haust, en Gunnlaugur kvað
slíkt hús þurfa að vera tilbúið
þegar fyrsta skipinu verður lyft,
væntanlega í marz eða apríl. Hér
er um að ræða stálgrindarhús,
sem á að hýsa verkstæðisþættina,
en þá er eftir að byggja hús til að
taka skip inn í og fleiri mannvirki
er ráðgert að smíða í kjölfarið
eftir því sem aðstæður leyfa.
Samningaviðræður fyrr-
greindra fyrirtækja og bæjarsjóðs
Vestmannaeyja standa nú yfir um
leigu á skipalyftunni, sem er í eigu
bæjarsjóðs.
hliðstæðu verði, en norska skipið er
með fiskikassa og hentar okkur
betur þar sem við erum með frysti-
hús. Brezku skipin eru aftur á móti
með fiskilestir fyrir lausan fis,“
sagði hann.
Hinir aðiíarnir, sem einnig áttu
pöntuð skip frá Bretlandi, eru Síld-
ar- og fiskimjölsverksmiðjan á
Akranesi og aðilar á Dalvík og í
Garði, en að sögn Haraids mun
riftun eins aðila ekki eiga að hafa
áhrif á kaup hinna.
Umboðsaðili að kaupunum í
Bretlandi er Benedikt Sveinsson hrl.
í Reykjavík.
Úr Morgunblaðinu 14. nóv. 1969.
Sjólastöðin hættir við
kaup á brezku skipi
Nú getur þú fengið nýja
Sinclair Pínutölvu
fyrir aðeins
1795.- krónur!
Sinclair tölvan er á stærð við tvö súkkulaðistykki,
16,7 cm x 17,5 cm x 4 cm, og aðeins 350 gr. á þyngd.
Ótrúleg örtölvutaekni gerir nú hverjum sem er kleift að
kaupa sér pínutölvu og nota hana bæði í gamni og alvöru.
Heimilisbókhaldið, bankareikningurinn, innkaupaiistinn
og jafnvel símaskráin eru leikur einn í pínutölvunni!
Sinclair Pínutölvan hefur vakið heimsathygli. Á síðast
liðnu ári seldust rösklega 50,000 pínutölvur í Bret-
landi, en f ár hefur framleiðsla og sala Sinclcúr margfaldast
enda er eftirspumin gífuriega mikil. Skólar, heimili,
námsfólk og félagasamtök notfæra sér möguleika
Sinclair Pínutölvunnar til margvíslegra hluta. Ódýrara
tölvutæki er varla til!
Hvað gerir Pínutölvan?
Næstum því hvað sem er. Hún aðstoðar þig við:
Heimilisbókhaldið
Bankareikninginn
Fjárhagsáætlun heimilisins
Víxla og skuldabréfalistann
Afmælisdagabókina
Símaskrána
Jólakortalistann
Plötu, bóka og blaðasafnið
Birgðabókhald eldhússins
Stærðfræðinámið og skólann
Stigatöflu knattspymunnar
og aðstoð vegna getrauna o.fl. o.fl. o.fl. o.fl.
Beint í sjónvarp
Sinclair Pínutölvuna má nota hvar sem er. Nota má hvaða
sjónvarp sem er fyrir skerm. Þú stingur henni bara í
samband í loftnetstengilinn, og keyrir af stað!
heimilistæki hf
Sætúni 8.
Pínuminni
Ef þú villt auka getu Sinclair pínutölvunnar er hægt að
kaupa viðbótanninni, sem eykur afköstin.
Pínuprentari
Sinclair pínutölvan er ah/örutölva. Þú getur keypt við
hana prentara, sem prentar úrlausnir tölvunnar á strimil.
Pínuleikir
Pú notar Pínutölvuna til að kenna þér og fjölskyldunni
að notfæra sér tölvur - mikilvægt uppeldisatriði. En svo
er líka hægt að leika sér við pínutölvuna með sér-
stökum tölvuleikjum.
Leiðbeiningar
Með hverri tölvu fylgir 212 síðna leiðbeiningabók, sem
útskýrir möguleika Sinclair pínutölvunnar á einfaldan
hátt
ilsil Zx81
Pínutölva fyrir þá, sem aldrei hafa
kynnst töivum áður!