Morgunblaðið - 17.09.1981, Síða 11

Morgunblaðið - 17.09.1981, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981 11 Wierzbicki skipstjóri. Heimskautafararnir um borð i farkosti sínum. I.jósm. Mbl. ÓI.K.M. bros á vör um leið og hann kveikir í einni Winston. Eins og góðum blaðamönnum sæmir höfðum við rétt aðeins dreypt á bjórnum og því ástæðulaust að bjóða meira af þeim góðgerðum. „Eftir þetta,“ hefur kafteinninn mál að nýju,„ sigldum við suður á milli stærstu eyjanna í klasanum og var þetta í fjórða sinn sem það heur tekist á seglskipi. Þetta úthald tók alls eina viku. Þegar við sigldum þarna norður eftir komum við á slóðir Andreés, sem hugðist fljúga í loftbelg yfir Norðurpólinn rétt fyrir aldamótin, en mistókst og fundust lík hans og félaga hans á Hvíteyju norður af Svalbarða árið 1930“ Stormur út af íslandi „Það tók okkur niu daga að sigla frá Svalbarða til íslands og lentum við í miklum ís á leiðinni til Jan Mayen og hrepptum síðan storm í tvo sólarhringa á hafinu milli íslands og Grænlands. Það voru þetta tíu eða ellefu vindstig og allt á fleygiferð. Það lygndi loks aðfara- nótt sunnudags og þá komumst við hingað til Reykjavíkur. Við neydd- umst hins vegar til að hætta við að fara til Angmagsalik á Grænlandi, þar eð ferðin hefur tekið nokkru lengri tíma en áætlað var í upphafi og ég verð að mæta til vinnu minnar í byrjun október. Ætlunin er að vera hér a.m.k. nokkra daga til að gefa áhöfninni tækifæri til að skoða sig um hér. Sjálfur hef ég komið hingað áður og kann ákaflega vel við mig hér. Við munum koma við í Vestmannaeyj- um á leið okkar heim og einnig gera stuttan stans á Orkneyjum." Eins og fram kom í máli Wierz- bicki skipstjóra var skútan upphaf- lega smíðuð til að fara Norðvestur- leiðina. Aðspurður sagði hann að hann hefði verið með í þeirri ferð, en ekki hefði fengist leyfi til að fara þá leið, vegna ótta kanadískra yfirvalda um afdrif sæfaranna. Því hefði verið snúið við hjá Cornwalliseyju og haldið suður með austurströnd Ameríku og gegnum Panamaskurðinn og allt til Suðurskautslandsins og loks aftur til Gdansk eftir sextán mánaða úthald. Sýndi skipstjóri okkur dálítið kver, skreytt mörgum lit- myndum, sem hann hafði ritað un þessa miklu heimsreisu. Nokkuð hafði slegið að okkur innisetumönnum þar sem við spjöll- uðum við heimskautafarann fyrir opnum lúkarsdyrum í Reykjavíkur- höfn, en kannski hefðum við bara kunnað vel við norðannæðinginn hefðum við verið nýkomnir úr íshafssiglingu. Að minnsta kosti var ekki að sjá að Wojciech Wierz- bicki rafmagnsverkfræðingur og pólsiglari léti hann nokkuð á sig fá. SIB. Garðastræti 45 Símar 22911—19255. Jón Arason, lögmaður málflutnings- og fasteignasala. Kríuhólar topphæð Um 100 fm 4ra herb. íbúö. Bílskúr. Vönduö eign meö tvennum svölum. Vesturbær 5—6 herb. Björt og skemmtilega innréttuö íbúö um 140 fm. Kópavogur 3ja herb. um 97 fm íbúö á haaö, 2 svefnherb. Keflavík tvíbýli 2ja herb. íbúö í tvíbýlishúsi. Laus fijótlega. Einstaklingsíbúðir viö Skipholt og í Vesturbæ. Parhús — Seltjarnarnes Gott parhús á 3 hæöum. Bílskúr. 5—6 svefnherb. Möguleiki á 2ja herb. íbúö í kjallara. Hverageröi — í smíðum Raöhús á einni hæö um 110 fm auk bílskúrs í nýju hverfi. Selt tilb. undir tréverk og málningu. Teikning á skrif- stofu vorri. Þingvellir - sumarbústaður Til sölu nýbyggöur um 50 fm sumarbú- staöur, t Nesjalandi viö Þingvallavatn. M.a. hringsvalir, arin og W.C. og fleira Skemmtileg eign. Nánari uppl. á skrif- stofu vorri. Jón Arason lögmaöur. Málflutnings- og fasteignasala, heimasími sölustjóra, Margrét 45809. Friðþjófur hleypur á eftir, kallar í, leitar að og f innur fólk, sem þú þarft á aö halda, -undireins! Friðþjófur, eða dpSOOO, er lítið senditæki frá Philips sem er ætlað til notkunar þar sem menn eru mikið á feröinni en þurfa samt að vera í stöðugu sambandi. Hægt er að senda skilaboð með hljóðmerkjum, tölum eða munnlega. Dp6000 sendistöOvar eru t.d. í notkun á fjölmörgum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum hár á landi. Kerfið samanstendur af stjórnborði, senditæki, loftneti og friöþjófum, en stærð þess, umfang og styrkleiki ákvarðast af aðstæðum hverju sinni. Leltiö upplýslnga h]á sölumönnum okkar heimilistæki hf. Tæknideild Sætúni 8 sími 24000 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al GLYSINGA- SÍMINN KR: 22480 BALLETTSKÓLI EDDU SCHEVING SKÚLAGÖTU 34 Kennsla hefst í byrjun október. Innritun og upplýs- ingar í síma 76350 kl. 2—5 eftir hádegi. Framhaldsnemendur hafiö samband viö skólann sem fyrst DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS 000 Gott kjöt Gott verð Nýtt hvalkjöt 27,00 per. kg. Söltuð rúllupylsa 24,50 per. kg. Reykt rúllupylsa 28,50 per. kg. Saltkjötið góða Saltaö folaldakjöt 38,50 per. kg. (nýja kjötið) Reykt folaldakjöt 22,00 per. kg. (nýja kjötið) 29,00 per. kg. Folaldahakk (nýja kjötið) Hangikjötsframpartar, 33,00 per. kg. nýreyktir Úrbeinaðir hangikjöts- 36,40 per. kg. frampartar 69,00 per. kg. Kjúklingar 55,70 per. kg. Kjúklingar 10 stk. íkassa 49,50 p6f. kQ. Kindahakk 29,50 per. kg. Saltkjötshakk 39,50 per. kg. Svínahakk 59,00 per. kg. Nautahakk 55,00 per. kg. Lambahakk 39,50 per. kg. Nauta hamborgari 4,70 per stk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.