Morgunblaðið - 17.09.1981, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981
Fjársafn
Hrunamanna
vænt af fjalli
Fjársafn Hrunamanna kom af fjalli í áningarstað á
Tungnafellsdal í gær, þar sem gist er síðustu nóttina áður en
rekið er á réttarstað. Féð kemur vænt af fjalli að þessu sinni
ok það var galsi í mannskapnum þe«ar komið var i náttból í
gær, en meðfylgjandi myndir tók Sigurður Sigmundsson fyrir
Morgunblaðið. A myndinni hér til hægri er Guðni Jónsson,
fyrrverandi bondi að Jaðri í Hrunamannahreppi, 86 ára
Kamall. en á hverju hausti fer hann á móti gangnamönnum til
þess að sjá safnið renna niður af f jöllum og í gær hafði hann
komið sér fyrir á góðum stað í stól sínum svo hann gæti notið
feKurðarinnar <»k þess stórbrotna.
Listahátíð í Reykjavík 1982
Tvö íslenzk tónverk frumflutt
James Galway
leikur með
Sinfóníuhljóm-
sveit Islands
Sinfóníuhljómsveit íslands og Pólýfónkórinn undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar.
LISTAIIÁTÍÐ 1982 mun standa
frá 5. til 20. júní na'sta sumar. Að
sögn Örnólfs Árnasonar fram-
kvamdastjóra Listahátíðar er
dagskrá hátíðarinnar þegar að
nokkru ákveðin, sérstaklega
hvað varðar tónlistaratriði en
sem kunnugt er hefur megin-
áherzla vcrið lögð á tónlist á
Listahátíðum. Eftirfarandi
dagskráratriði Listahátíðar 1982
hafa þegar verið ákveðin.
Listahátíðin verður sett með
frumflutningi á viðamiklum kon-
sert „Eddu oratorium" eftir Jón
Leifs. Það verk er stærsta og
trúlega metnaðarfyllsta verk Jóns,
en hann samdi það á árunum eftir
stríð. Sinfóníuhljómsveit Islands
og Pólýfónkórinn flytja verkið
undir stjórn Ingólfs Guðbrands-
sonar. Hefur þetta verk ekki verið
flutt áður m.a. vegna þess hve
fjölmennan kór þarf til flutnings-
ins, en 150 manns munu syngja í
Pólýfónkórnum við flutning
„Eddu oratoríum" Jóns Leifs.
Hinn 6. júní verður annað ís-
lenzkt tónverk frumflutt, óperan
„Silkitrumban" eftir Atla Heimi
Sveinsson. Koma þar fram 6
söngvarar og 24 manna hljóm-
sveit, en einnig eru notuð ýmis
tæki við flutninginn s.s. hljóð-
bönd, myndskyggnur og kvik-
myndir. Örnólfur Árnason samdi
texta óperunnar, sem byggður er á
fornu japönsku „no“-leikriti, en
gerist í tízkuheimi nútímans. Þess
má geta að japanska skáldið
Yukio Mishima samdi einnig nú-
tímaleikverk byggt á þessu leik-
riti.
Fyrir milligöngu V. Ashkenaz-
ys, sem nýlega var kjörinn heið-
Jón Leifs tónskáld.
ursforseti Listahátíðar, hefur tek-
ist að fá hinn heimsfragga írska
flautuleikara James Galway til að
koma á Listahátíð og mun hann
leika með Sinfóníuhljómsveit ís-
lands hinn 9. júní, stjórnandi
verður David Measham. Á efn-
isskránni verða verk eftir Haydn,