Morgunblaðið - 17.09.1981, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981
Gamla farþegaskýlið tekið taki af slökkviliðsmönnum, áður en það var fjarlægt.
Nýja flugstöðin, sem hefur gjörbreytt allri aðstöðu fluKfarþega i Vestmannaeyjum.
Hermannaeldhúsið sem varð flugstöð
Gamla farþegaskýlið í
Eyjum var rifið í vikunni,
en það þjónaði sem far-
þegaskýli á Vestmanna-
eyjaflugvelli i 35 ár eða
frá því að það var her-
mannaeldhús á stríðsár-
unum. Slökkvilið Vest-
mannaeyja hélt æfingu í
húsinu, þegar komið var
að því að brjóta það niður,
en nýja Flugstöðin í Eyj-
um var tekin í notkun
fyrir liðlega ári.
Slökkviliðsmenn munda tæki sin áður en þeir vaða inn í brennandi
farþeKaskýlið gamla.
Quelle pöntunarlistinn með
haust- og vetrartískunni '81 -'82
er nærri þúsund blaðsíður
uppfullar af vönduðum þýskum
varningi. Úrvalsfatnaðuráalla
fjölskylduna, skór, töskur,
skartgripir, húsbúnaður,
heimilistæki, leikföng, - já allt
sem hugurinn girnist. Allt
gæðavörur á hagstæðu verði.
öruggur afgreiðslumáti.
Allt sem
huqurinn
girnist
frá QueIIe
ístve
rslu^
íBv
Vinsamlegast klippið þennan hluta auglýsingarinnar frá og sendið okkur eða hringið - ef þér
viljið kaupa Quelle pöntunarlistann. Verð listans er kr. 45.00 auk póstkröfugjaldsins.
Quelle-umboðið Pósthólf 39,230 Njarðvík. Slmi 92-3576. Afgreiðsla í Reykjavfk
Laugavegi 26,3. h. Sími 21720. 1
Nafn sendanda
heimilisfang '
sveitarfélag póstnúmer
^ mmm _ __
^ sveitarfélag póstnúmer
QueIIe umboðió sími 21720
Hótel Loftleiðir:
Myndsegulbönd
í hvert herbergi
Fjölbreytt vetrardagskrá með
lundaveizlu og fleiri nýjungum
Um þessar mundir er að hefjast
fjölþætt vetrarstarf að Hótel Loft-
leiðum. Auk hefðhundinna liða o«
skemmtana í veitinxasölum hótels-
ins, verður í vetur hryddað upp í
ýmsum nýjunxum ok af þeim
vekur kannski mesta athyxli að
myndseKulhandskerfi verður
tenKt inn á öll herberKÍ hótelsins
<>K setustofur á öllum hæðum.
iia’Kt verður að fá sjónvörp í
Kestamóttöku hótelsins. Á lauxar-
döKum ok sunnudöKum verða
sýndar barnamyndir, sem sjást i
veitinKabúð <>k að sjálfsöKðu í
öllum öðrum tækjum í Hótei Loft-
leiðum.
Atta sinnum í vetur verður efnt
til sérstakra landshluta- og átt-
hagakvolda í Blómasal Hótels Loft-
leiða. Á þessum átthagakvöldum
mun verða kynntur matur og ann-
að, sem sérkennilegt má teljast
fyrir hvern landshluta. Söguleg
upprifjun mun eiga sér stað og
skemmtikraftar upprunnir í lands-
hlutunum koma fram.
Átthagakvöldin verða sem hér
segir: 2. og 3. október verður
Vestmannaeyjakvöld. Árni John-
sen, blaðamaður, sér um dagskrána.
16. og 17. október verður Norðlend-
ingakvöld. Ingimar Eydal frá Akur-
eyri ásamt SIS á Akureyri mun sjá
um matföng og dagskrá. 6. og 7.
nóvember verður Austfirðinga-
kvöld. Berta Jóhansen og fleiri
munu annast dagskrá. 20. og 25.
nóvember verður Vestfirðinga-
kvöld. Barði Ólafsson frá ísafirði
sér um dagskrá.
3. til 10. nóvember verður settur
upp enskur „pub“ á Vínlandsbar.
Mr. Sam Avent, sem hér var fyrir
nokkrum árum, mun leika á píanó.
I september og október verða
tískusýningar í Blómasal á föstu-
dögum kl. 12:30. Frá 1. nóvember til
1. apríl verða tískusýningar fyrsta
föstudag hvers mánaðar. Þá verður
sú nýjung tekin upp, að tískusýning
á alhliða tískufatnaði verður annað
hvert föstudagskvöld í Blómasaln-
um. Módelsamtökin munu sjá um
sýninguna. Þau föstudagskvöld,
sem tískusýning er, verður sérstak-
ur sælkeramatseðill á boðstólum.
Hin vinsælu sælkerakvöld munu
halda áfram í Blómasal á fimmtu-
dagskvöldum. Verð er breytilegt
eftir matseðli. Áhugamenn um
matargerð munu stjórna öðru
hverju fimmtudagskvöldi, verða
gestum til leiðbeiningar um val
víns, gerð matar og fleira.
Síldarævintýri verður í Blómasal
2. til 14. febrúar í samvinnu við
íslensk matvæli í Hafnarfirði.
Þá verður vín- og ostakynning 4.
til 7. mars í Blómasal í samvinnu
við Osta- og Smjörsöluna. Þá er
áætlað að hafa júgóslavneskar,
ungverskar, hollenskar og grískar
vikur og dönsk vika er fyrirhuguð.
Nákvæm tímasetning liggur ekki
fyrir.
Eins og að undanförnu munu
afnot af sundlaug og sauna hótels-
ins standa gestum til boða endur-
gjaidslaust. Þá verður kennsla í
slökun þrisvar í viku, þ.e. mánu-
daga, miðvikudaga og föstudaga og
kennir Sóphanías Pétursson. Til að
fyrirbyggja misskilning, skal tekið
fram, að hér er ekki um yoga-
æfingar að ræða heldur reglulega
slökun.
Leikfimiæfingar verða skipulagð-
ar á sundlaugarsvæðinu á þriðju-
Fólkið sem er potturinn og pannan i vetrardagskrá Hótel Loftleiða.
British Tourist Authority mun sjá
um skreytingar.
21. nóvember til 7. desember
verða að Hótel Loftleiðum skoskir
skemmtikraftar, „Donnie Large“,
sem skemmta gestum með söng og
harmónikkuleik í Biómasal og á
Vínlandsbar. Þessir skemmtikraft-
ar hafa komið fram víða í Evrópu.
Á hverjum sunnudegi verður Vík-
ingakvöld, þar sem sérstakur Vík-
ingamatseðill verður á boðstólum.
Undantekning frá þessu verður í
desember. Þá mun jólaundirbún-
ingurinn og jólastemmning verða
alls ráðandi á sunnudagskvöldum.
Hinn 6. desember verður Aðventu-
kvöld, 13. desember Lúsíukvöld og
20. desember Jólapakkakvöld. Her-
mann Ragnars mun stjórna
dagskrá öll kvöldin.
Kennsla í bridge og skák verður á
hverjum laugardegi. Kennari verð-
ur Páll Bergþórsson.
Um miðjan desember verður
kynning á japönskum mat í Blóma-
sal. Tveir japanskir matreiðslu-
menn koma í heimsókn ásamt
Jakobi Magnússyni, hijómlistar-
manni og Önnu Björnsdóttur, sem
verða sælkerar kvöldsins.
dögum, fimmtudögum og sunnudög-
um og sér Jóhann Ingi um þann
þátt líkamsræktarinnar.
Svo vikið sé að matargerðarlist,
þá verður sýnikennsla í Leifsbúð á
hverju þriðjudagskvöldi kl. 17:00.
Mataruppskriftir verða prentaðar á
tveimur tungumálum. Nauðsynlegt
er fyrir þá, sem áhuga hafa á
sýnikennslunni að tilkynna þátt-
töku hvert skipti. Hilmar Jónsson,
veitingastjóri, mun annast sýni-
kennsluna. í vetur munu mörg
fyrirtæki í matvælaiðnaði kynna
mat á sýnikennslunni í Leifsbúð.
Það er Emil Guðmundsson, hótel-
stjóri Hótels Loftleiða, ásamt sínu
fólki, sem er potturinn og pannan í
ofangreindri dagskrá. Hilmar
Jónsson, veitingastjóri, Haraldur
Benediktsson, yfirmatsveinn, Mar-
grét Sigurðardóttir, móttökustjóri,
Elísabet Hilmarsdóttir, bókunar-
stjóri, og veitingastjórarnir Soffía
Pétursdóttir og Arndís Axeisson.
Einnig Þórunn Sigurðardóttir,
kokkur, Margrét Finnbogadóttir,
veitingamaður, og Guðrún Svein-
bjarnardóttir, viðskiptafræðingur
hótelsins.