Morgunblaðið - 17.09.1981, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981
Oddur Jónsson
Minningarorð
Fæddur 26. júní 1889.
Dáinn 28. ájjúst 1981.
Þegar minn kæri frændi dó,
kom hrygKÖin í heimsókn til
marnra, og að þeim setti söknuð
sem vara mun lengi.
A uppvaxtarárum Odds voru
þekktustu brautryðjendur og
bændahöfðingjar á Kjalaranesinu
þeir Sturlubræður í Brautarholti,
síðar Jóhann Eyjólfsson frá
Sveinatungu og Eyjólfur Run-
ólfsson i Saurbæ, mágur séra
Matthíasar Jochumssonar, mjög
merkur maður, ljósmóðir og dýra-
læknir sveitarinnar, tók á móti
um 700 börnum. Hann var tengda-
faðir Guðlaugar systur Odds, sem
nú býr í Saurbæ. Þó okkur finnist
einfalt í dag að ferðast um Kjal-
arnesið þá var það ekki svo á þeim
árum. Upp úr aldamótum voru þar
mýrar, fjallvegir og ár sem þurfti
að gæta sín við. Ofan fjallaskörð-
in, koma oft stormhnútar og
svipta t.d. bílum út af veginum, en
Kjalarnesið býr samt sem áður
yfir mikilli náttúrufegurð.
Á uppvaxtarárum Odds og fram
til fullorðins ára, var alltaf mikil
fiskgengd þar vor og haust. Það
þurfti ekki langt að fara til að
komast í vitlausan fisk á hand-
færi. Mörgum tunnum var hent af
hrongkelsagotu, en þá vildi enginn
eða gat hagnýtt sér hana. í þá
daga stunduðu Kjalarnesbændur
almennt sjóróðra. Heimilin voru
stundum barnmörg og þurftu þess
vegna mikils með, en bjargaðist
samt all vel af afurðum sjós og
lands. Oddur Jónsson kynntist því
snemma af eigin raun, báðum
þessum undirstöðu-atvinnuvegum
þjóðarinnar, og bar velgengni
þeirra fyrir brjósti til dauðadags.
Ef gengið er meðfram sjónum t.d.
vestast í Brautarholtslandi er
hægt að finna mörg naustabrot.
Það var mjög víða fátækt á
heimilum fólks á Kjalarnesinu,
eins og víða annars staðar þegar
Oddur var drengur. Hvar var ekki
fátækt? Flest voru býlin lítil, og
þó ekki séu mörg bæjarnöfn leng-
ur á vörum fólks ofan af Kjalar-
nesi þá voru þau miklu fleiri í
gamla daga. Undir stærstu jarð-
irnar Brautarholt og Hof, féllu
mörg smærri býlin, sennilega 14.
Mörg eru örnefnin á Kjalarnesinu
sem eru lítið þekkt eða óþekkt í
dag, til dæmis Músarsund, Mús-
arnes og Vermannaskarð og saga
sem þessum nöfnum fylgir. Árið
1919 19. október gekk Oddur að
eiga Brynhildi Ingimundardóttur,
ættuð úr Skaftafellsssýslu. Hún
var fríð kona, hjartahlý og list-
feng. Brynhildur var uppalin í
Vestmannaeyjum. Fósturforeldr-
Thomas R. Roberts
Minningarorð
í dag verður til moldar borinn
tengdafaðir minn, Thomas R. Rob-
erts, sem var fæddur í Bandaríkj-
unum 1.1. 1914. Foreldrar hans
voru Thomas David Roberts og
Ora Roberts. Thomas R. Roberts
andaðist að St. Lukes-spítalanum
í Kansas City eftir skamma
sjúkralegu.
Það er oft erfitt að sætta sig við
það þegar kallið kemur að handan
og maður spyr sjálfan sig hví ber
Hann að dyrum svo nærri manni,
maður sættir sig við það með
tímanum vegna þess að það er trú
mín að því stjórni einn Guð og
enginn annar. Eftir skólagöngu í
Bandaríkjunum starfaði Thomas
á ýmsum stöðum en lengst af hjá
Douglas-flugvélaverksmiðjunum.
Á stríðsárunum í kringum 1940—
1945 starfaði hann á vegum
Douglas í Afríku og voru það ár
sem voru honum alltaf minnis-
stæð. í kringum 1949 kom Thomas
fyrst hingað til Islands og kynnt-
ist þá eftirlifandi konu sinni,
Önnu H. Roberts og systkinum
hennar, sem tóku honum öll af
hlýhug og mátu Thomas mikils
eftir því sem tengslin styrktust.
Thomas og Anna eignuðust eina
dóttur, Annoru Kolbrúnu, sem var
augasteinn þeirra og einnig eign-
uðust þau litla dótturdóttur, sem
átti hug þeirra allan.
Þau ár sem ég fékk að njóta með
Thom gleymast seint og færi ég
honum innilegustu þakkir fyrir og
Guð blessi minningu hans.
Hans einlægur tengdasonur,
Jón Kr. Guðmundsson.
ar hennar voru Sigurður útvegs-
bóndi og Þóranna, ljósmóðir í
Nýborg. Brynhildur fékk barns-
fararsótt og náði aldrei góðri
heilsu 'eftir það. Hún var föður-
systir Magnúsar Bjarnfreðssonar,
fréttamanns og Aðalheiðar for-
manns Sóknar og þeirra systkina.
Oddur og Brynhildur bjuggu sín
fyrstu hjúskaparár á Kjalarnes-
inu, fyrst í Bakkakoti, síðan á
Melum, eftir það í Reykjavík og
um tíma í Vestmannaeyjum. Árið
1940 kaupir Oddur Fagradal í
Sogamýri. Bjuggu þau þar næstu
áratugi þar til þau fluttu á
elliheimili. Brynhildur Iést árið
1973. Þau hjón höfðu ólíka skap-
gerð en samtvinnuðust í 54 ára
sambúð, svo var það síðustu árin á
elliheimilinu að hvorugt mátti af
öðru sjá. Börn þeirra voru Sigurð-
ur, giftur Jóhönnu Gísladóttur,
dáinn fyrir nokkrum árum, Hólm-
fríður, ekkja Guðmundar Óskars-
sonar, kaupmanns, Halldóra, gift
Magnúsi Þórðarsyni, járnsmíðam.,
Jón, ókvæntur, verkamaður, og
fóstursonur, Baldur Einarsson,
bifreiðastjóri, kvæntur Sigríði
Guðmundsdóttur.
Oddur Jónsson var fæddur í
Króki á Kjalarnesi. Foreldrar
hans voru hjónin, er þá bjuggu
þar: Jón Jónsson, f. 18. janúar
1860, bjó í Króki, Bakkakoti og
Austurvelli á Kjalarnesi, drukkn-
aði við annan mann á heimleið úr
Reykjavík 8. jan. 1902 (Lesbók
Mbl. 22. 10. ’61). Kona hans var
Hólmfríður Oddsdóttir í Króki,
Þorlákssonar s.st. (Smæ 476,646)
Þorlákssonar á Hofi, Einarssonar
á Vallá, Árnasonar í Effersey,
Símonarsonar á Dysjum og í
Effersey, Árnasonar.
Jón Jónsson í Hól og Stóra
Klofa á Landi, síðast í Reykjavík,
f. 12. apríl 1831, d. 30. maí 1871,
kvæntist 30. mái 1856 Guölaugu f.
8. júlí 1828, Jónsdóttir í Látalæti,
f. 1788, d. 9. febr. 1845, Jónssonar
s.st. f. 1746, Bjarnasonar, st. f.
1701, Magnússonar í Hvammi f.
1654, Gunnarssonar s.st., (d. fyrir
1703), Jónssonar prests á Mosfelli
í Grímsnesi, Stefánssonar, ráðs-
manns í Skálholti, Gunnarssonar.
Jón Jónsson í Stóra Klofa, f. 3.
mars 1799, d. 14. júlí 1852. Kona
hans var Guðrún yngri, f. 29. okt.
1799, d. 18. júlí 1863, Halldórsdótt-
ir á Leirubakka, Auðunssonar á
Lýtingsstöðum, Arnþórssonar í
Flagbjarnarholti, Hróbjartssonar,
og Guðrúnar yngri, f. 1759, Ólafs-
dóttir á Hellum, Ólafssonar á
Víkingslæk, Þorsteinssonar á
Minnivöllum, Ásmundssonar s.st.
Brynjólfssonar í Skarði, Jónsson-
ar s.st. Eiríkssonar í Klofa, Torfa-
sonar ríka s. st. Jónssonar.
Það var mikið reiðarslag fyrir
móðurina (Hólmfríði Oddsdóttir)
þega hún stóð uppi ein með 6
börnin sín föðurlaus. Guðbjartur
var elstur og varð nú fyrirvinna
móður sinnar og yngri systkina.
Hann bjó í Króki og stundaði sjó,
svo lengi sem heilsan leyfði. Hann
hrapaði niður um lyftuop á DAS
og beið bana. Jónína amma mín,
var næst, dó ung af berklum. Það
hafa sagt mér merkar konur sem
voru með henni á Vífilsstöðum t.d.
Elínborg Lárusdóttir skáldkona
og Valborg frá Skeri á Rauðasandi
sem var þar hjúkrunarkona, að
Jónína hefði verið fallegust af 18
konum sem þar voru. Hún hafði
hæfileika til að yrkja, og gerði
fallegar hannyrðir, sem hún lét
eftir sig.Næstur var Oddur, yngst-
ur af bræðrunum var Gunnlaugur,
hann stundaði sjó öll sín mann-
dómsár, einkum á togurum, og var
einn af þeim er björguðust þegar
togarinn Jón forseti fórst. Það
þótti eftirminnilegast hvernig
hann bjargaðist þar, með sínum
hreystileika. Hann dvelur nú á
DAS. Guðrún var næst, hún var
stór í lund, mikill persónuleiki og
átti gott hjarta. Hún lést árið
1979.
Guölaug var yngst, hún giftist
að Saurbæ á Kjalarnesi árið 1921,
Ólafi Eyjólfssyni, óðalsbónda þar.
Hann lést árið 1959. Guðlaug býr
ennþá í Saurbæ og hefur í dag
búið þar í rúm 60 ár. Hólmfríður
móðir þeirra var stór og gerðarleg
kona, dökkhærð með liðað hár.
Hún var víkingsmanneskja og
kjarkmikil þegar á reyndi. Hún
var höfðingi heim að sækja, og
þekkt um nágrannasveitirnar
fyrir gestrisni. Margir þurftu að
hafa viðkomu í Bakkakoti, því þar
lenti alltaf báturinn sem kom úr
Reykjavík. Það hefur sagt mér
fólk sem nú er á aldrinum 60—70
ára. að hún hefði haft svo mikinn
persónuleika, að til hennar var
litið með virðingu. Þetta kemur
heim og saman við þá lýsingu sem
móðir mín gefur af henni. Móðir
mín var 7 mánaða gömul, þegar
hún kom til að alast upp hjá
ömmu sinni í Króki. Móðir hennar
Jónína var ekkja og orðin berkla-
veik. Þetta var árið 1908. Það
hefur ávallt komið skýrt fram í
bernskuminningu mömmu, hve
mikið hún mat ömmu sína. Hún
kallaði hana alltaf mömmu. Jón-
ína móðir hennar var svo óheppin,
að smitast af berklum af vinkonu
sinni, en svo var hún varkár og
hreinlát og hörð við sjálfa sig, að
ekki einu sinni börnin hennar
máttu koma nálægt henni, enda
smitaði hún aldrei nokkurn mann.
Ég nefni sem dæmi um dugnað
og kjark Hólmfríðar í Króki,
þegar maðurinn hennar drukknaði
í janúar 1902. Hún átti eina kú og
eina kvígu. Kúnni varð að skila í
kvígildi, en kvígunni var lógað, svo
átti hún 10 eða 11 ær, og heyjaði
um sumarið handa þessum kind-
um. Maður hennar var frá Klofa í
Landssveit, og þar sem Hólmfríð-
ur þurfti á hjálp sveitarinnar að
halda, til þess að sjá börnum
sinum farborða, þá var nú skrifað
austur á land. Svar kom, en var á
þá leið að hún fengi enga hjálp,
nema hún kæmi með allan hópinn
austur. Henni leist ekkert á það,
og ákvað að basla áfram. Guðjón
bróðir hennar bjó þá í Króki á
Kjalarnesi, hann var fátækur en
hjálpaði henni samt. Annar bróðir
hennar, Þorlákur bjó í Reykjavík
einhleypur. Faðir Stefáns garð-
yrkjubónda og athafnamanns í
Reykjahlíð í Mosfellssveit. Þeirra
er getið í Innansveitarkroniku
Laxness. Hann hljóp einnig undir
bagga. Með hjálp elsta bróðurins
og þeirra systkina, og Guðjóns í
Króki, með grásieppuna á vorin
gekk þetta allt furðanlega. Kind-
urnar voru orðnar 20, en engin
kýrin. Oddur mun hafa verið 12
ára, þegar þetta var. Starfssaga
hans upp frá því, er í stórum
dráttum samnefnari, fyrir þá
hörðustu lífsbaráttu íslensks al-
þýðufólks, sem við slíkar aðstæður
þurfti að duga eða drepast á þeim
tímum.
Hans lífsstarf var í aðalatriðum
frá 16 ára aldri, sveitastörf
(Vinnumennska), sjósókn og
verkamannavinna. 16 ára var
hann vinnumaður í Móum á Kjal-
arnesi 17—21 árs var hann hjá
hinum merka brautryðjanda og
athafnamanni, Stefáni á Reykj-
um, sem sá framtíðina á undan
sínu samtímafólki. Hann hafði
stórt bú, marga í vinnu og miklar
lendur umleikis bæði í Mosfells-
sveit og i Reykjavík. Dóttir hans
Marta, sem nú býr á Undralandi
sem er föðurleifð hennar, hefur
sagt mér að faðir hennar hefði
alltaf talað um Odd sem mesta
uppáhaldsvinnumann sem hann
hefði haft á sínu heimili. Upp frá
því skapaðist vinátta með þeim
Mörtu. Hún og margir aðrir bera
Oddi sömu söguna. Seinna var han
t.d. á skútunni ísabellu frá Hafn-
arfirði, enskum togara frá
Fleetwood, (áhöfnin mest Eng-
lendingar), síðan togaranum
Great Admiral, sem var enskur en
á vegum Þórarins Olgeirssonar.
Líkaði Oddi mjög vel við Þórarinn.
Þessi vinna var oft 70 tíma
skorpur, ef veður var gott og
nægur fiskur. Menn sofnuðu jafn-
vel standandi, úrvinda af þreytu.
Svona var þrælahaidið í þá daga.
Þegar Oddur var á að giska 27
ára, réðst hann til Jóhanns Eyj-
ólfssonar frá Sveinatungu í Borg-
arfirði, sem þá var búinn að kaupa
Brautarholt. Oddur sá um hey-
skapinn þar og stjórnaði yfir 20
manns. Þegar hann fór frá Jó-
hanni, greiddi hann honum tvöfalt
kaup, gegn því að hann kæmi til
hans aftur. Þar kynntist Oddur
konu sinni sem var kaupakona
þar. Oddur var á Kveldúlfstogur-
unum upp úr 1910—1919, og á
síldveiðum var hann t.d. á Gissuri
hvíta.Oddur hættir að mestu leyti
á sjónum eftir að hann gifti sig.
Hann vann eftir það verkamanna-
vinnu, jafnframt þvi að stunda
smábúskap og garðyrkjustörf á
landi sínu, Fagradal við Sogaveg. í
lokaorðum mínum um frænda
minn er mér efst í huga, kærleik-
urinn sem hann bar til systur
sinnar, Jónínu (ömmu minnar), og
hjálpsemi hans við hana, sem
tengdi þau svo sterkum böndum
og allur sá fróðleikur sem hann
miðlaöi mér af lífsreynslu sinni.
Hann var sílesandi og hafsjór af
fróðleik. Hann hafði óbilandi
réttlætiskennd og stóð fast á sínu
til síðasta dags. Því var það
sorglegt að sjá hann verða blindan
síðustu æviárin. Blessuð sé minn-
ing hans. Börnum hans, öllum
afkomendum og ættingjum, votta
ég innilega samúð.
Hcrmann Pétursson
AUKIN BIRTA
- AUKIN
ENDING
i
,0
. V - * '•k n'
Piastgluggamirfrá Fagplasteftr
k'úptir og gefg margfalt meiri
birtu en venjulegtrgluggar, og dreifa
henní betur. Gluggarnir eru tvö-
faldir og frágangur þeirra og Ifming
er miðað við okkar veðurfar. Fag-
plast gluggarnir eru sécstaklega þekktir
fyrir mikla endingu og þola nær allt
Bjóðum yfir 20 staerðir þákglugga,.
og önnumst auk þess aílar sérsmíðar.
Ef þig vantar þakglugga.
•nvort sem er um endurnýjun að ræða,
eða á nýtt húsT^
veistu nú hvar þú færð gluggana. •
iiSÍ llf.
SMIDJUVEGI 9a Sími4 52 44